Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Síða 20
20
Helgarblað
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
DV
Gerður Kristný, skáldkona og ritstjóri:
Skáld-
skapur-
inn er
leitin að
lyginni
- íslensk umræða um ljóð minnir á
Jerry Springer
Gerður Kristný, skáld og rit-
stjóri, er Guðjónsdóttir þótt
það sé yfirleitt ekki látið
fylgja. Hún byrjaði 21 árs gömul í
blaðamennsku á Tímanum en er nú
ritstjóri Mannlífs. Hún hefur ort síð-
an hún var 10 ára gömul og var að-
eins 16 ára þegar viðtal og ljóð eftir
hana birtust í Þjóðviljanum. Þá orti
hún í hefðbundnum stíl með stuðlum
og höfuðstöfum og viðurkennir að sér
finnist ljóð enn hafa meiri slagkraft
þegar hefðbundnu formi er fylgt.
Fyrsta ljóðið sem Gerður birti opin-
berlega fjallaði meðal annars um
dauð skáld en líka um óréttlætið í
heiminum og löngun skáldsins til
þess að deila ljóðum sínum með öðr-
um. Það hefur Gerður gert því nú er
komin út ný ljóðabók hennar, Laun-
kofi, en síðast gaf hún út ljóðabókina
isfrétt fyrir sex árum. í millitíðinni
hefur hún skrifað skáldsöguna Regn-
bogi í póstinum, smásagnasafnið Eitr-
uð epli og fyrr á þessu ári var sýnt
eftir hana leikritið Bannað að blóta í
brúðarkjól.
í ljóðabókinni Launkofi eru 30 ljóð
sem eru m.a. um Guð, ástina, eftirsjá
og þá athyglisverðu staðreynd að
stysta leiðin að hjarta mannsins ligg-
ur beint i gegnum brjóstkassann. Það
tók Gerði sex ár að semja þessi ljóð
enda segist hún ekki oft fá hugmynd-
ir að ljóðum sem gefur til kynna að
hún yrki hægt en hugsi hratt.
Minnir á Jerry Springer
Þótt víða glitti í stuðla og höfuð-
stafi eru flest ljóðin nær laus við
„stuðlanna þrískiptu grein“ heldur
óhefðbundin. En hefur skáldið reynt
allar þær viðkvæmu tilfinningar sem
lýst er í ljóðunum sem fiest eru eink-
ar persónuleg?
„Umræðan um ljóðagerð á íslandi
er oft á svipuðu plani og þegar talað
er um sjónvarpsþætti Jerry Springer.
Fólk viU fá að vita hvort allt sé satt og
skáldin hafi örugglega upplifað allt
sem þau yrkja um. Gott ljóðskáld á
hins vegar að geta ort um allt án þess
að hafa upplifað það sjálft. Þó viður-
kenni ég að margt í bókinni er satt,“
segir Gerður og hvessir á mig augun.
Við sitjum á Hótel Borg í úrillu
morgunregni og skylmumst yflr borð-
ið meðan túristarnir ljúka við morg-
unmatinn. Ég drekk kaffl, Gerður
kók og borðar bland í poka sem hún
hefur keypt á leiðinni. Kjarngóður
morgunmatur.
Skáldskapur og skurðlr
Það var Hrafn Jökulsson sem tók
viðtalið við Gerði í Þjóðviljanum þeg-
ar hún var 16 ára og kvartaði hástöf-
um undan því í inngangi hvað það
væri erfitt.
Ungskáldið svaraði aðeins einsat-
kvæðisorðum. Hrafn stóð á þeim tíma
fyrir grasrótar- eða malbikssamtök-
um sem köliuðu sig Besta vin ljóðsins
og Gerður hringdi í hann og stakk
upp á því að hún fengi að lesa upp
ljóðin sín á einu upplestrarkvöldanna
sem einmitt voru haldin hér á Borg-
inni.
En hvert er hlutverk skálda í sam-
tíma okkar? Eiga þau að syngja okk-
ur í svefn eða vekja okkur af værum
blundi?
„Ég sé engan mun á skáldskap og
skurðgrefti og þ.a.l. ekki skáldum og
öðru fólki. Einu skyldurnar sem
skáld hafa er að vera til friðs eins og
annað fólk.“
Dáln skáld á stalli
En við hefjum skáldin á stall og
hlustum af andakt á það sem þau
segja, er það ekki?
„Mér flnnst það sem skáldin segja
yfirleitt ekki það merkilegt að þörf sé
á sérstakri andakt en auðvitað dettur
mörgum þeirra þó ýmislegt fallegt og
merkilegt í hug, s.s. eins og Kristínu
Ómarsdóttur og ísak Harðarsyni.
Einu skáldin sem ég sé á stalli eru
þessi dánu sem fuglarnir kúka á. Það
kostar auðvitað sitt að vera settur á
stali."
Það er ljóst að eina leiðin út úr
þeim ógöngum sem þessar umræður
stefna í er hefðbundin skáldaspurn-
ing í skáldaviðtali. Hver telur að sé
þinn helsti áhrifavaldur í ljóðlist?
„Ég hef mikið dálæti á verkum
hinnar dönsku Piu Taftrup og Mar-
inu Tsvetaevu sem var rússneskt
skáld í upphafi aldarinnar. Hún
hengdi sig því hún var óhamingju-
söm og svo var henni líka oft alveg
óskaplega kalt eins og sést í ljóðunum
hennar," segir Gerður.
Leitin að lyginni
Þó eru þeir eru til sem halda því
fram að skáld yrki aldrei betur en
þegar þau þjást. Ertu sammála þessu?
„Skáld þurfa ekkert að þjást. Það er
leiðindaklisja og ósönn með öliu. Það
er auðveldara að skrifa þegar manni
líður vel. Og það á ekki bara við um
skáldskap þvi allt verður auðveldara
þegar manni líður vel.“
Gerður er bæði blaðamaður og
skáld. Hver er munurinn á þessu
tvennu?
„Blaðamennska er leitin að sann-
leikanum en skáldskapur er leitin að
lyginni. Það felst í orðanna hljóðan."
Maður hittir áhugavert fólk
Myndir þú vilja hætta blaða-
mennsku og helga þig skáldskapnum
eingöngu?
„Blaðamennska er afskaplega
skemmtilegt starf og ég finn ekki hjá
mér neina löngun til að hætta því. Ég
eyddi líka talsverðum tima og pening-
um í að mennta mig til þessa starfs
þegar ég fór í hagnýta fjölmiðlun í
Geröur Kristný hefur ort síöan hún var barn
Fyrstu Ijóö hennar sem birtust opinberlega voru heföbundin og fjölluöu meöal annars um dauö skáld. Hún situr hér
viö fótstall eins hinna dauöu sem hefur fengiö styttu af sér á almannafæri.
Háskólanum. Ég lít ekki á mig sem
gest í þessu fagi. Þegar manni er síð-
an treyst fyrir ritstjórn blaðs á borð
við Mannlíf læðist að manni sá grun-
ur að maður sé jafnvel á réttri hiliu."
Hvað er svona skemmtilegt við
blaðamennsku?
„Maður hittir margt áhugavert fólk
og heyrir margar merkilegar sögur,“
segir Gerður og bætir við: „Þetta
hljómar eins og svar fegurðardrottn-
ingar við spurningunni um það hvers
vegna hún tekur þátt í keppninni.
Ferðalög og lestur góðra bóka koma
þó sjaldan við sögu í blaðamennsk-
unni.“
Mér leiðast átök
Gerður skrifaði leikritið Bannað að
blóta í brúðarkjól sem var sett upp í
Kaffileikhúsinu í vor. Leikritið hvarf
næstum í skuggann af harkalegum
deilum sem hún og Bergljót Amalds
áttu í um höfundarrétt verksins og
sýningarrétt. Hvernig fannst þér að
þurfa að verja rétt þinn á opinberum
vettvangi með þessum hætti?
„Margir virðast halda að ég hafl
haft mjög gaman af því en það er ekki
rétt. Mér leiðist að standa í átökum
og er mjög fegin því nú að ég skyldi
taka þá ákvörðun að skrifa aðeins
eina grein um málið í Morgunblaðið í
stað þess að sprikla í öllum íjölmiðl-
um, eins og vissulega stóð til boða.
Þegar Morgunblaðið leitaði síðan
til hlutlauss lögfræðings sem sagði
höfundarréttinn ótvírætt minn þurfti
ég heldur ekki að hafa mn þetta fleiri
orð. í sama blaði birtist lika fallegur
dómur Soffiu Auðar um leikritið. Það
var gaman þann dag.“
Ekki mjög frumiegt
Um þessar mundir er sýnt í Borg-
arleikhúsinu leikrit HaOgrims Helga-
sonar, Skáldanótt, og þar má með
nokkurri vissu þekkja Gerði
Kristnýju á sviðinu sem fyrirmynd
blaðakonu nokkurrar. Haft er fyrir
satt að í Vitleysingum Ólafs Hauks
Símonarsonar, sem sýndir eru í Hafn-
arfirði, sé einnig að finna blaðakonu
sem margir telji að sé mótuð með
Gerði sem fyrirmynd. Hvernig finnst
skáldinu að vera orðin persóna í
verkum annarra?
„Ef rétt er að tveimur karakterum
byggðum á mér bregði fyrir hvorum í
sinni sýningunni finnst mér þeir
Ólafur og HaUgrímur ekki ýkja frum-
legir þetta sísonið. Mér fannst ógeð-
felld myndin sem HaUgrímur dregur
upp af blaðamennsku í leikritinu
sínu. Annað er mér sama um.“
Það er ekki hægt að skiljast við
skáldið á Borginni án þess að spyrja
það hvert sé uppáhaldsljóð þess í ný-
útkominni ljóðabók.
„Ég býst við að það sé ljóðið um
Guð,“ segir Gerður Kristný að lokum.
Guð
Þegar ég dey
skaltu tálga
úr tönnum mínum
bítandi frost
búa tU blístrur
úr beinunum
og leika á þær ýifur í vindum
Þangað tU minnir þú á þig
með því að strá glimmeri
yfir nýfaUinn snjóinn
Yfir mér slútir
verndarvængur þinn
og hefur enga
fjöður feUt
PÁÁ