Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Qupperneq 22
22
Helgarblað
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
DV
Nýstárleg hönnunarsýning:
Sagnaþulir
osanna
Þessi upplýsta skyrta segir okkur sögu meö Ijósi.
Sagnaþulir Ijósanna samankomnir í Ásmundarsal viö Freyjugötu
Hópurinn samanstendur af þremur Dönum, tveimur Norðmönnum, tveimur
Júgóslövum, einum Pólverja og einum Islendingi.
-m-ann 18. nóvember nk. kl.
1^)16.00 stendur Hönnunar-
Tr safn íslands í Garöabœ
fyrir óvenjulegri hönnunarsýn-
ingu í sölum Listasafns ASÍ
við Freyjugötu. Hér er um aö
rœöa sýninguna Ljósasögur
eöa „Lysfortœllinger “ sem er
samsýning átta ungra hönn-
uöa sem starfa í Danmörku.
Allir hafa þeir aö markmiði
virkjun birtu, einkum og sér-
ílagi rafmagnslýsingar, meö
nýjum hœtti, gjarnan með frá-
sagnarlegu ívafi. Þaö er safn-
inu sérstök ánœgja að fá aö
kynna þessa hönnun sem er
einstök í nútímalegum sjónlist-
um.
Sögur meö Ijósum
„Það sem við eigum sameigin-
legt er að við lærðum öll utan eitt
í Danmarks Design Skole en vor-
um samt ekki samferða í gegnum
skólann. Við erum að útskrifast á
fimm ára bili en leiðir okkar lágu
saman eftir að skólanum sleppti,"
segir Aðalsteinn Stefánsson sem
er Islendingurinn í hópnum.
Aðstandendur Ljósasagna komu
saman til stofnunar samtaka um
ljósahönnun sína í október 1997 og
var yfirlýstur tilgangur þeirra að
„segja sögur með ljósum og kynna
þær fyrir almenningi". Sögur sín-
ar segja hönnuðirnir með því aö
gera tilraunir með ýmsan efnivið
og rými og margháttuðum leik
með ljós.
Aöalsteinn lýsir samstarfi
þeirra svo að hópurinn vinnur
ekki saman nema á fundum þar
sem menn skiptast á hugmyndum.
Þegar sýningin er sett upp er yflr-
leitt fyrsta skiptið sem þátttakend-
ur sjá verk hver annars en hafa
rætt ítarlega um hugmyndina.
Segja má að níundi meðlimur
hópsins sé nokkrus konar fram-
kvæmdastjóri sem sér um að
halda fundargerðir, bóka sýning-
arsali og annast mikið af því
praktíska starfi sem fylgir list-
sköpun og sýningahaldi.
Fundahöld og sköpun
„í raunverluleikanum er svona
starf 80% fundahöld og 20% sköp-
un og smiðar," segir Aðalsteinn.
Árangurinn birtist með óhlut-
bundnum hætti en er um leið
markvert framlag til ljósahönnun-
ar. Líta má á sjálfa ljósgjafana sem
hluta stærri frásagnar eða sem
einstaklingsbundnar frásagnir.
Aðstandendur kapþkosta að sýna
fram á möguleika til nýrrar upplif-
unar ljóssins, bæði með framúr-
stefnulegum tillögum og með gagn-
rýnni sýn á viðtekna notkun ljóss-
ins. Umfram allt vilja aðstandend-
ur hvetja áhorfendur til að taka af-
stööu til Ijóssins.
1 dag eru i hópnum þau
Lovorika Banovic (fyrrv. Júgósl.),
Monna Blegvad (Danm.), Aleksej
Iskos (Póll.), Igor Kolobaric (fyrrv.
Júgósl.), Hans E Madsen (Danm.),
Aðalsteinn Stefánsson (ísl.), Carlo
Volf (Danm.) og Janne Öhre
(Nor.). Flestir hafa þeir hlotið
menntun sína i Danmarks
Designskole. Fimm þeirra starfa
sem iðnhönnuðir, einn er innan-
hússarkitekt en að auki eru mynd-
listarmaður og leikmyndahönnuð-
ur í hópnum.
Varö sveinn hjá afa
„Ég lærði upphaflega rafvirkjun
í Iðnskólanum," segir Aðalsteinn
þegar hann er beðinn að lýsa
námsferli sínum.
„Ég varð sveinn í rafvirkjun hjá
afa mínum Aðalsteini Tryggvasyni
rafvirkjameistara sem kenndi mér
að vinna. Ég var samt alltaf stað-
ráðinn i að fara og læra einhvers
konar hönnun og útskrifaðist úr
Myndlista- og handíðaskólanum,
fjöltæknideild, 1996. Þar vann ég
mikið með ljós og hljóð í ljósainn-
setningum og fannst þess vegna
eölilegt framhald að fara í Dan-
marks Design Skole þar sem ég
lærði leikmyndahönnun og lauk
námi fyrir einu ári.“
Aðalsteinn hefur þegar hannað
leikmyndir við eina leiksýningu
og einn dans „performance „ í
Kaupmannahöfh.
• „Ég er ánægður með það hvern-
ig hjólin eru farin að snúast því ég
hef ekki sömu sambönd og inn-
fæddir og þarf því að hafa svolítið
meira fyrir þessu.“
Aðalsteinn hefur verið búsettur
í Danmörku í fjögur ár samfleytt
en heldur góðu sambandi við sitt
heimaland og tók t.d. þátt í Ljósa-
hátiöinni i Reykjavík á dögunum
með þvi að setja upp verk í Hafn-
arhúsinu þar sem teflt var saman
eldi og vatni meö eftirminnilegum
hætti.
Meöbyr frá upphafi
Frá upphafi hefur þessi hópur
fengið mikinn meðbyr. Árið 1998
sýndi hann í fyrsta sinn á
ljósamessunni svonefndu í Hern-
ing og stuttu síðar var hann feng-
inn til aö setja upp tvær sýningar
með stuttu millibili í helsta list-
iðnaðarsafni Dana,
Kunstindustrimuseet í Kaup-
mannahöfn. Snemma á þessu ári
var hópurinn fenginn til að setja
upp þriðju sýningu sína í
Kunstindustrimuseet, sem er
næsta óvenjuleg upphefð þegar
ungir hönnuðir eiga í hlut.
Ljósasjó fyrir
Jótlandspostinn
Af öörum uppákomum hópsins
má nefna sérstakt „ljósasjó" fyrir
dagblaðið Jyllandsposten á Kóngs-
ins Nýjatorgi í maí 1999, sýningu á
húsgagnamessunni í Bella Center,
1999, sérstaka sýningu hjá ljósa-
framleiðandanum Louis Poulsen,
sem margir íslendingar þekkja og
sýningu á hönnunarmessu í Lund-
únum. Þá sýndi hópurinn nýlega,
fyrir milligöngu Kunstindustrimu-
seet í Kaupmannahöfn, í Danska
húsinu í París. Nú er hópurinn
þátttakandi í ljósahátíðinni í
Helsinki sem samsvarar nýrri
ljósahátíð í Reykjavík og hefur
fengið boð um að sýna í Dansk
Design Center í miðborg Kaup-
mannahafnar á næsta ári.
Héðan fer hópurinn beint til
Helsinki þar sem verður sett upp
Ijósasýning sem er sköpuð á staön-
um og þar af leiðandi frábrugðin
því sem hópurinn hefur áður gert.
Síðan liggur leiðin til Mílanó á
mikla lampamessu.
Hópur í könnunarleiöangri
Hópurinn hefur fengið styrki og
viðurkenningar úr mörgum helstu
menningarsjóðum Dana, t.d. sjóð-
um dönsku bankanna, sjóði Politi-
ken-samsteypunnar og sjóði Thom-
as B. Thrige. Einnig má geta þess
að sýningarskrár og plaköt hóps-
ins sem hönn-
uð eru af
Mette og Peter
Brix, hafa
hlotið sérstak-
ar evrópskar
viðurkenning-
ar sem fram-
úrskarandi
grafísk hönn-
un.
Hópurinn
fylgir sýningu
sinni úr hlaði
með eftirfar-
andi mani-
festi:
„Við erum í
könnunarleið-
angri á svæði
þar sem fátt er
um landa-
mæri. Við
hverfum frá
hinu þekkta
og þokumst
áleiðis til hins
óþekkta og á
leiðinni taka
markmið okk-
ar breyting-
um. Útkoman
er ráðgátur
þar sem form-
in leita sér
annarskonar
tilgangs og til-
gangurinn
kallar á ann-
ars konar
form. Hönnun
okkar lýsir
ferðalögunum
sem við tök-
umst á hend-
ur; ferðalögin
snúast upp í
sýningar og
sýningarnar
köllum við
ljósasögur.“
Ljósasögur segja okkur sögur með nútímalegum
sjónllstum.