Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Síða 25
25 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000________________________________ I>V ____________________________________________________________________ Helgarblað með Víkingi, varð fyrirliði liðsins og leiddi það til sigurs í íslands- meistarakeppni árið 1991. Á þess- um árum var Atli í sambúð með unnustu sinni og þau eignuðust saman barn 1989. Atli útskrifaðist úr lögfræðinni vorið 1993 með II einkunn, 6,74, og skrifaði lokaritgerð sína í lögfræði um samþjöppun félaga. Eftir út- skrift réðst hann til starfa á lög- mannsstofu Atla Gíslasonar, nafna síns og félaga úr Víkingi, sem var meðal þekktra stuðningsmanna liðsins. Dauða bróður hans bar að með þeim hœtti að lögreglan veitti bíl hans eftirför vestur Skúla- götu að næturlagi seint x september. Á móts við afgreiðslu Akraborgar- innar snarbeygði bíll hans og ók beint fram af bryggjunni. Kafari fann bílinn 15-20 metra frá bryggju með allar hurðir lœstar og ökumanninn látinn. Þeir sem störfuðu við hlið hans í knattspyrnunni segja hann hafa verið heilsteyptan, vinmargan og lífsglaðan mann sem var gæddur talsverðum leiðtogahæfileikum og var auk þess góður knattspyrnu- maður. Atli skipti um íþróttafélag árið 1994 og gekk til liðs við Val og lék þar til ársins 1997 þegar hann lagði fótboltaskóna á hilluna. Skuggar fíkniefna birtast Svo virðist sem það hafi verið um líkt leyti og Atli útskrifast úr lögfræðinni sem hann fer að neyta örvandi efna, s.s. amfetamins og kókaíns. Samkvæmt bestu heim- ildum DV leitaði hann sér með- ferðar við vimuefnavanda sínum á meðferðarheimili árið 1996 um líkt leyti og honum var sagt upp vinnu á lögfræðistofunni. Orsakir upp- sagnar hans voru fjárdráttur sem mun hafa tengst neyslu vímuefna. Meðferðin gekk vei og mun Atli hafa verið samvinnuþýður og op- inskár við meðferðaraðila sem þar störfuðu og voru þeir bjartsýnir fyrir hans hönd. Hann leigði sér skömmu síðar aðstöðu á lögfræðistofu í Borgar- túni í félagi við nokkra aðra lög- fræðinga en tók lítinn virkan þátt í samstarfi við þá heldur hélt sig út af fyrir sig. Blekkti hann alla? Svo virðist sem nokkur hvörf hafi orðið á ferli Atla árið 1997 þegar hann hætti að leika fótbolta. Upp úr því virðist sem hann hafi leitað á ný á náðir fikniefna og það er mat þeirra sem DV hefur rætt við um þau atvik sem leiddu til þess að Atli réð Einari félaga sín- um bana í Öskjuhlíð fyrir 10 dög- um að allt bendi til þess að hann hafi verið undir áhrifum fíkni- efna. Fjölskylda Atla mun allt fram til þess að harmleikurinn í Öskjuhlíð varð lýðum ljós hafa trúað því statt og stöðugt að hann væri laus undan oki vímuefna og lifði hefð- bundnu lífl í samræmi við þann árangur sem hann náði í fíkni- efnameðferðinni 1996. Margir hafa undrast framkomu Atla í tengslum við leitina að Ein- ari Erni Birgissyni þar sem hann tók virkan þátt á vettvangi og ræddi opinskátt við fjölmiðla um áhyggjur sínar vegna málsins. DV er kunnugt um að eftir að leitin hófst og meðan á henni stóð leitaði Atli meðferðar hjá vönum meðferð- araðila og fór í gegnum slökunaræf- ingar og samtalsmeðferð sem áttu að hjálpa honum að losa um spennu vegna þessara atburða. -PÁÁ Missa tengslin viö raunveruleikann Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, þekkir flestum íslendingum betur áhrif og afleiðingar lang- vinnrar neyslu örvandi flkniefna, eins og amfetamíns og kókaíns, en það eru þau efni sem Atli Helgason mun einkum hafa notað. „Kókaín veldur mikilli örvun, hraðri hugsun og menn verða örir og fullir orku. Þeim flnnst þeir geta gert hvað sem er - fyllast oftrú á sjálfum sér. Undir áhrifum þess missa margir aUt skyn á raunveru- leikann og geta upplifað umhverfið sem fjandsamlegt og geta fyllst ranghugmyndum um t.d. hvað þeir eiga og hvað ekki.“ Þórarinn sagði að kókaín væri dýrt fíkniefni á íslandi og neytenda þess væri því helst að leita í efri lögum samfélagsins og það væri oft talið flkniefni ríka fólksins og fólks í skemmtanaiðnaðinum. Gangverð á kókaíni mun vera kringum 10 þúsund krónur fyrir grammið. „Langvarandi neysla þess kallar fram þunglyndi og breytt skapferli. Menn verða gleðisnauðir og önugir án áhrifa og geta fyllst tor- tryggnihug- myndum um samfélagið." Spurður hvort fallnir kókaín- flklar gætu leynt neyslu sinni fyr- ir sínum nán- ustu sagði Þórarinn það vel geta gerst. „Það er mjög misjafnt hvernig þetta virkar á fólk. Sumir nota það lengi um helgar án þess að neinn sjái á þeim. Aðrir eiga miklu hrað- ari og illvígari feril í neyslu þess.“ -PÁÁ Þórarínn Tyrfingsson Ertu með eitthvað d heilanum? Talaðu við sérfræðingl Glitnir er sérfræðingur í fjármögnun atvinnutækja Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostnað við fjárfestingu. Glitnir býður fjórar. ólíkar leiðir við fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir. Hafðu samband við ráðgjafa Glitnis eða heimsæktu heimasíðu okkar www.glitnir.is ogfáðu aðstoð við að velja þá fjármögnunarleið sem best hentar. Glitni getur þú treyst. Það sem sagt er stendur. Glitnir Kirkjusandi, 155 Reykjavfk, sfmi 560 8800, www.glitnir.is -hluti af Íslandsbanka-FBA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.