Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Blaðsíða 26
26_________
Helgarblað
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
I>V
Sharon Stone hefur barist fyrir rétt-
indum samkynhneigðra.
Hún tilkynnti nýlega aö hún ætti
lesbíska systur.
Stone
á les-
bíska
systur
Leikkonan Sharon Stone hefur
lengi verið ákafur talsmaður fyrir
réttindum samkynhneigðra og hefur
það gengið svo langt að aðdáendur
hennar hafa velt þvi fyrir sér hvort
hún tilheyrði sjálf hópi þeirra. Stone
varpaði nýlega ljósi á þetta mál þegar
hún lét bera ættleiddan son sinn til
skímar. Hann var nefndur Roan en
við þetta hátíðlega tækifæri gekk syst-
ir Sharon með henni upp að altarinu
til þess að halda barninu undir skirn.
Þar voru einnig Phil, eiginmaður
Sharon, og Louzette, unnusta Kellyar,
systur Stone.
Þessi lesbíska systir er nefnilega
ástæðan fyrir baráttu Stone fyrir rétt-
indum samkynhneigðra og um leið
ástæðan fyrir því að hún skilur og
þekkir hlutskipti þessa fólks betur en
margir aörir. Almenn hamingja rikti
vegna þess máls við skímina þó sum-
ir vorkenndu Roan litla sem algerlega
féll í skuggann af þessum yfirlýsing-
um.
Ólafur Gunnar Guðlaugsson, rithöfundur og teiknari, er á góðu flugi:
- Benedikt búálfur stefnir á heimsyfirráð
Ólafur Gunnar Guðlaugsson
sendi í fyrra frá sér fyrstu bók sína
um Benedikt búáif en önnur bókin
um hann kemur út hjá Máli og
menningu nú fyrir jólin. Sú heitir
Eldþursar í álögum. Ólafur skrifar
sögunar og teiknar myndir við
þær. Myndskreytingar Ölafs hafa
meðal annars vakið athygli yfir-
manna hjá Disney, frægasta teikni-
myndaframleiðanda heims.
Fæðing búálfsins
Ólafur er sjálfmenntaður að
mestu leyti hvað varöar teikning-
ar. Eftir menntaskóla fór hann út
til Bandaríkjanna, nánar til tekið
til Fort Lauderdale, og lærði al-
hliða myndskreytingu og hönnun
við listaskóla þar. Hann útskrifað-
ist áriö 1988 með hæstu einkunn.
Ólafur var fyrsti íslendingurinn
sem stundaöi nám við skólann en
siðan hann útskrifaðist hefur
nokkur fjöldi íslendinga stundað
nám við skólann og hafa þeir allir
lokið námi með heiðri.
„Það er erfitt að lifa af mynd-
skreytingum eingöngu á íslandi.
Þess vegna hef ég unnið við hönn-
un hjá auglýsingastofum, fjölmiðl-
um og nú síðast hjá Kynningu og
markaði. Ég fékk hugmynd aö
bamabók þegar ég vann hjá DV.
Mér fannst það fín hugmynd
þannig að ég settist niður og fór að
skrifa og komst að því að ég gat
búið til sögur. Ég fékk góða hjálp
hjá Silju Aðalsteinsdóttur og Hildi
Hermóðsdóttur sem þá var hjá
Máli og menningu. Úr varð Bene-
dikt búálfur."
Trúir á álfa
Benedikt búáifur varð til á skrif-
stofu Ólafs í 120 ára gömlu húsi
sem hann býr í ásamt fjölskyldu
sinni.
„Ég var í hálfgeröri tilvistar-
kreppu; var á því skeiði að endur-
uppgötva sjálfan mig. Ég sat í stól
og horfði á stóran gólflistann í her-
berginu. Þaö var skuggi á listan-
Olafur Gunnar og strákamir
Ólafur Gunnar með strákunum sínum, Ragnari og Ara. „Ég var í hálfgeröri tilvistarkreppu; var á því skeiöi aö endur-
uppgötva sjálfan mig. Ég sat í stól og horföi á stóran gólflistann í herberginu. Þaö var skuggi á listanum, einna líkast
því aö lítiö nef stæöi út úr veggnum. Þar sem ég er gegnsýrður af hasarblööum, datt mér í hug aö þetta
væri búálfur meö stórt nef. “
„Ég man eftir fyrsta
hasarmyndablaðinu sem
ég átti. Það var Ironman,
hefti tólf. Ironman barð-
ist í því hefti við sovéskt
illmenni enda kalda
stríðið í hámarki. “
um, einna líkast því að lítið nef
stæöi út úr veggnum. Þar sem ég
er gegnsýrður af hasarblöðum, datt
mér í hug að þetta væri búálfur
með stórt nef. Þá fór ég að velta því
fyrir mér hvemig Dídí, lítil frænka
konunnar minnar, myndi taka því
ef hún sæi búálfsnef standa út úr
vegg. Af þessu kviknaði persónan
Benedikt búálfur, ævintýri hans og
heilir álfheimar, troðfullir af álf-
um, drekur og öðram furðum."
Og Ólafur trúir sjálfur á þessar
vættir.
„Ég trúi á álfa og aðrar vættir,
ekki síst vegna þess að ég tel heim-
inn vera skemmtilegri fyrir vikið.
Heimurinn er eins og við sjáum
hann - en era þá pabbi og mamma
bara til þegar við sjáum þau? Hvað
þá með alla álfana?“
í biðstöðu hjá Disney
Heygarðshornið
Hvar er safnið?
Guömundur Andri Thorsson
skrifar í Helgarblaö DV.
Englendingurinn sem vill kaupa
Valhöll og jafnvel Geysi líka viröist
haldinn algengum kvilla fólks sem
auðgast hefur: að kunna ekki að
njóta fegurðar án þess að bjóða í
hana, án þess að hafa á tilfinning-
unni aö það eigi þessa fegurð út af
fyrir sig og hafi keypt hana. Með
peningunum sinum. Can’t buy me
love? Þá að minnsta kosti allt hitt.
Hann er eins og maður sem veður
inn á fólk og heimtar að eignast það
dýrmætasta sem það á. Því hann sé
svo ríkur og hafi þar með meiri rétt
til að eiga gersemamar en fólkið
sjálft. Þaö sem auðkýfingar af þessu
tagi gera sér ekki grein fyrir er að
maður eignast ekkí endilega hluti
með því að kaupa þá. En geti þessi
maður nú ekki á sér heilum tekið
fyrr én hann er búinn að festa kaup
á sögufrægu húsi - mætti ekki bjóða
honum Perluna í staðinn?
Nú veit maöur svo sem ekkert um
Kruger þennan, enda fjölmiðlar
ekki búnir að upplýsa mann um
hvaða kaupskap hann stundar -
helst aö manni skiljist að þama sé
um að ræða umboðsmann poppara.
En rótin að svona kaupæði er oftast
nær einhvers konar ósætti við eigin
auð, misræmi milli auðlegðar sálar
og ytra ríkidæmis - einhver stór-
kostleg vanmáttarkennd. Sá sem
stoltur er af verkum sínum og auði
sýnir ekki annarri þjóð slíka óvirð-
ingu sem þessi maður hefur gert
með þrálátum tilboðum sinum í hús
á stað sem svo sterkar tilfinningar
eru bundnar við hjá þeirri þjóð sem
í viðkomandi landi býr. Sannur
auðmaður reisir sjálfur hús sem
hann bindur sterkar tilfinningar
við - en kaupir sig ekki inn á sterk-
ar tilfinningar annarra.
Þetta er eins og að ætla sér aö
kaupa Taj Mahal, án þess að ar-
kítektúrnum sé jafnað saman.
Þessi eilífu tilboö Kragers í Val-
höll eru niðurlægjandi fyrir Islend-
inga og áfellisdómur yfir þeim
kjörnu fulltrúum þjóðarinnar sem í
Þingvallanefnd sitja og eiga að sjá
til þess að reisn sé yfir Þingvöllum.
Af viðtölum við Jón Ragnarsson
veitingamann í Valhöll að dæma
hefur Þingvallanefhd ekki leyft hon-
um aö ráðast í nauðsynlegar endur-
bætur á húsinu, neitaö að kaupa
það af honum og nánast neytt hann
til að selja það hæstbjóðanda.
Eigi frásögn Jóns við rök að styðj-
ast sýnir þessi þvergirðingsháttur
Þingvallanefndar að hún hafi verið
býsna sátt við það sem gestum á
Þingvöllum hefur verið boðið upp á
nú um árabil. Rándýrt hótel þar
sem hægt er aö kaupa vont kaffi við
okurverði og sjoppa sem hefur
reyndar batnað mikið upp á síðkast-
ið - og svo ekki meir.
Jón Ragnarsson hefur í þessu
máli sýnt bæði óskammfeilni og
græðgi. Hann hefur erft veitinga-
reksturinn og húsið en ríkið á lóð-
ina - þaö er að segja við, þjóðin - og
fari svo óheppilega að kaupin gangi
eftir og Kruger eignist Valhöll væri
Það sem auðkýfingar af
þessu tagi gera sér ekki
grein fyrir er að maður
eignast ekki endilega
hluti með því að kaupa
þá. En geti þessi maður
nú ekki á sér heilum tek-
ið fyrr en hann er búinn
að festa kaup á sögu-
frœgu húsi- mœtti ekki
bjóða honum Perluna í
staðinn?
naumast hægt að segja að veitinga-
maðurinn væri vel að þeim pening-
um kominn. En stirfni nefndarinn-
ar í samskiptum við þennan mann
hefur áreiðanlega ekki orðið til þess
að viðunandi niðurstaða fáist.
í útvarpsfréttum var haft eftir
Bimi Bjarnasyni Menntamálaráð-
herra og formanni Þingvallanefndar
að það sé eindreginn vilji nefndar-
manna að þarna sé rekiö hótel með
myndarbrag. Eflaust færi vel á slik-
um rekstri einhvers staðar á svæð-
inu en samt er hótel ekki það sem
sárast vantar á þessum stað. Hvar
er safniö? spyrja allir útlendingar
sem þarna koma. Það er hneisa að
ekki skuli fyrir löngu síðan risið
einhvers konar safn á Þingvöllum,
þessari þjóðarmiðju þar sem saga,
náttúra og örlög þjóðarinnar mæt-
ast og þar sem „andlegi krafturinn"
sem Jónas Hallgrímsson talaöi um
að ríkti á staðnum titrar í sérhverju
laufi.