Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Side 27
I>V
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
27
„Ég trúi á álfa og aðrar
vœttir, ekki síst vegna
þess að ég tel heiminn
vera skemmtilegri fyrir
vikið. Heimurinn er eins
og við sjáum hann - en
eru þá pabbi og mamma
bara til þegar við sjáum
þau? Hvað þá með alla
álfana?“
Gráti næst
Verk Ólafs um Benedikt búálf
er nú á leið milli forma, frá bók
yfir á leiksvið.
„Hinrik Ólafsson leikari keypti
bókina í fyrra og sagðist hafa séð
í henni lítið sætt leikrit. Gunnar
Gunnsteinsson og Draumasmiðj-
an komu síðan inn i myndina og
nú er leikritið stórt bamaleikrit
með dönsum og söngvum sem
verður vonandi frumsýnt næsta
haust.“
Auk þess að vinna sem listrænn
stjómandi hjá Kynningu og mark-
aði sækir Ólafur námskeið í leik-
ritun hjá Endurmenntunarstofn-
un HÍ sem Karl Ágúst Úlfsson sér
um.
„Það er mjög gaman að skrifa
leikrit. Ég fékk til dæmis það
verkefni að skrifa einræðu fyrir
yngstu dótturina í Stundarfriði
Guðmundar Steinssonar. Ung og
efnileg leikkona flutti textann svo
í tíma og það lá við að ég færi að
hágráta. Ég fann að þetta var til-
finning sem ég vildi lifa oftar; að
heyra textann minn lifna við.
Þetta var eins og vera viðstaddur
barnsfæðingu eða veiða fyrsta
flugulaxinn."
Mekka teiknimyndanna
Síðasta sumar fór Ólafur með
fjölskyldu sinni til Flórida. Hann
hafði samband við yfirmenn lista-
deildarinnar í gamla skólanum
sínum sem hjálpuðu honum að
komast í samband við yfirmenn
hjá Disney, þá Mark Seppala, yfir-
mann hönnunardeildar Disney, og
Jack Lew, yfirmann teiknimynda-
deOdarinnar. Þegar Ólafur gekk
inn á skrifstofu Marks heilsaði
hann honum á íslensku; hann
hafði verið hermaður í herstöð-
inni á Keflavíkurflugvelli fyrir
mörgum árum.
„Þeir tóku mér mjög vel og voru
ánægðir með það sem ég hafði
fram að færa. Þeim leist vel á
Benedikt búálf.“
Ólafur er með fórum sínum
handrit að teiknimynd um vík-
f-serin
BETRA MINNl - SKARPARI HUGSUN
BRAINBOW er fæðubótarefni sem eflir starfsemi
heilans og talið er baeta verulega minnið með því
að hjálpa taugaboðum að berast á milli taugamóta.
»
#
Helgarblað
inga. Hann hafði ásamt Saga Film
reynt að ná sambandi við Disney
og fleiri risa í kvikmyndaiðnaðin-
um en ekki tekist þar sem þau fyr-
irtæki taka helst ekki við hug-
myndum sem ekki kvikna innan
þeirra. Ólafur hafði lýsingu á
myndinni með sér á fund Disneys.
Mark Seppala tók upp bókina sem
lýsti myndinni, persónum og
sögu, og spurði hvað þetta væri.
„Þegar ég sagði honum að þetta
væri hugmynd að mynd sem ég
vildi að Disney framleiddi lagði
hann bókina snöggt niður og
sagði: Ég skoða þetta ekki. Ástæð-
an er sú að Disney tapaði nýlega
máli fyrir rétti þar sem deilt var
um höfundarrétt að hugmynd að
íþróttagarði sem þeim hafði verið
kynnt og þeir hafnað á þeim for-
Ævintýri búálfsins
Benedikt búálfur heldur áfram æv-
intýrum sinum i nýju bókinni.
sendum að þeir hefðu slíkt á
teikniborðinu. Þeir vilja því ekki
skoða hugmyndir annarra."
Víkingamyndarhandritið komst
samt til skila en Ólafur setti það
með í umsóknina.
Upp í næstu vél
Ólafur segir að Hollywood hafi
alltaf mistekist að gera myndir
um víkinga, Þar gætu menn ekki
komið þessu epíska hetjuefni á
framfæri án þess að klúðra því.
„Víkingarnir voru villimenn en
ekki bara villimenn. Teiknimynd-
in hefur hins vegar tólin til að búa
til epíska hetjusögu sem þarf ekki
að eltast við raunveruleikann; í
teiknimyndum má fegra raun-
veruleikann. í sögu Disneys um
Pocahontas kom til dæmis ekki
fram að hún dó komung í Lund-
únum úr sýfílis."
Umsókn Ólafs hjá Disney er í
farvegi sem fáar umsóknir komast
í. Hann er i sambandi við teikni-
myndastórveldið í vestri sem
fylgist vel með því sem hann er að
gera. Eftir áramót verður ljóst
hvort nafn Ólafs kemst í eina eft-
irsóttustu stimpilklukku heims-
ins.
„Ég er bjartsýnn en þetta skipt-
ir mig þó ekki öllu máli. Ég hef
nóg að gera hér heima, er með
leikrit í vinnslu, alfheimar.is er
að fara í loftið og margt fleira. Ég
verð hins vegar nokkuð fljótur að
panta flugfarið, verði mér boðið
starf hjá Disney." -sm
frumsýnum
fallegasta bíl í heimi
OPEL-
Söludeild nötaðra bíla
er opin báða sýningardagana
með stórsvningu á jeppurn á útsöluverði.
Komið og gerið góð kaup
fyrir veturinn.
OpelAstm Coupé var vidirm fallegasti bííl í heimi afalfjoMegri
dómnefnd skipuð hönnuðum, blrtðctmönnurn og listamvnnum.
Opel Astra Coupé er hannaSnr eif italska bilohönnuðinum Bertone.
Br’Uinn er fiögurra sœta, og stnðaibúnaður hans er m.a.:
15 ” Opei dlfilgur, ijóskastantr r framstuðaro, sporbetti, hvtcir sportmahu
útvarp/geisbtspilari m/fiarstýringu i stýr 't, tölvustýro spólvörn, geymsla
fyrír geisltidiska, mfinagn / rúöum ogspeghtm og margt fieira.
Opið um helginct kl. 14-17.