Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Qupperneq 34
34 Helgarblað LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 DV Ég hevrði í mömmu frammL örvæntingarópin og formælingar í löngum bunum. Guð. hvað ég var hrædd. Þetta var enn verra en mér hafði nokkurntíma dottið í hug. Ég finn núna þegar ég skrifa þetta að ég er köld á höndunum. Ég man hvernig amma revndi að þagga niður í henni þegar hún hljóðaði sem hæst. Hún veinaði eins og dvr og hlióðin nístu í gegnum merg og bein. Þögnin eins og Launhelgi lyganna sem Mál og menning gefur út er ekki skáldsaga heldur vitnisburður og hún er ekki skrifuð af þjálfuðum rithöfundi heldur ungri konu sem stígur hér fram og segir sögu sína und- ir dulnefninu Baugalín. Hún segir frá gegndarlausu ofbeldi innan fjölskyldunnar og rekur misnotkun sem átti eftir að setja mark sitt á líf hennar. í fyrri kaflanum sem birtist hér er að finna nokkurs konar greinargerð hennar fyrir skrif- um sínum en í seinni kaflanum segir hún frá því er hún strauk að heiman þrettán ára gömul með eldri manni eftir að hafa skilið eftir bréf með ljótum upp- ljóstrunum. Dóttir mín á táningsaldri spurði mig einu sinni: „Mamma af hverju fórstu á upptökuheimili?" Það varð kveikjan að þessum skrifum. Að hripa niður það sem ég var löngu hætt að hugsa um og hafði ekki getað sagt upphátt við nokkra manneskju það sem af var ævinni og raða því i rétta tímaröð. Þegar ég ákvað aö skrifa vissi ég vitan- lega að ég yrði að vera falslaus og algerlega ég sjálf. Því þótti mér ófýsilegt að leggja af staö. Ástæðan fyrir því var óttinn við þaö hvað ég mundi finna eða hugsanlega fmna ekki. Ég lagði kvíðin af stað í ferðalagið inní dulvitundina þar sem sannleikurinn, minningarnar og allar tilfinningarnar búa. Ég ætlaði að safna því saman sem til er úr þeim minningum, í þeim til- gangi að búa til heillega mynd af einhverju lífi sem ég vissi ekki í upphafi hvernig kæmi út í einni heild. Og satt að segja þá hlakkaði ég til í gegnum kvíðann að glima við þetta og tók því sem verðugri áskorun. Vonandi hefur það tekist. Ég ákvað að segja satt til þess aö bömin mín viti hvernig Gísli er, mamma, amma og alvörupabbi minn. Skrifa um hvað það er hættulegt að koma því inn hjá börnum aö þau séu einskis virði. Ég skrifa til að endurheimta sjálfs- virðingu mína og koma í veg fyrir að þau geti spilað sig gott og vel gert fólk í saklausum hug barna minna og barnabarna. Þau skulu ekki gera það á minn kostnað. Ekki lengur. Þaö skiptir mig líka engu máli þó þau segi að ég sé rugluð. Ekki eftir að ég fattaði hvað þau eiga bágt. Þögnin er stundum alveg eins og lygi. En ég vel að segja frá. Þannig öðlast ég hugrekki mitt. Hugrekki hins saklausa og lífs- glaða barns. Barnsins sem ég mundi eiginlega ekkert eftir. Ég fann forvitnu mig og hræddu mig. En líka glaða stelpu sem hlakkar til morgundagsins og er alltaf til- búin aö byrja uppá nýtt. Þannig endurheimti ég aftur „hina týndu“ mig. Það er satt að sannleikurinn gerir mann frjálsan. Allavega frelsaði hann mig. er stundum lygi Sótt á sveitaball Um kvöldið fórum við á sveita- ball og ég drakk mig fulla í fyrsta sinn á ævinni. Ég man að ég ældi undir borðið hroðalega veik. Ég sá allt tvöfalt og öðru hvoru beygði ég mig í sætinu með höfuðið und- ir borðinu og ældi hljóðlaust. Þeg- ar við fórum útaf ballinu inní öll- um manngrúanum, þá beið þar allt í einu mamma mín, standandi upp við bíl. Hún kom hlaupandi og reif í öxlina á mér með samanbitn- ar varir og alveg viðbjóðslega sterk. Ég fann finguma á henni læsast fasta í fötin mín. Ég öskr- aði á hana að sleppa mér og að ég vUdi ekki koma heim. Nonni ætlaði að verjast þeim. Hann stökk að mömmu tU að losa mig en þá kom Gísli þungstig- ur og ógnandi meö hnefann á lofti. Nonni braut þá vínílösk- una í húsvegg og mundaöi hana ógnandi til að bjóða Gísla byrginn. Síðan hrópaði hann svo að glumdi í: „Þú nauðgaðir henni og ég skal sjá um að þú getir það aldrei aft- ur!“ Mamma var svo sterk, hún var búin að troða mér i aftursætið og loka huröinni áður en ég vissi. Það var allt fullt af forvitnu fólki aö horfa á. Þaö þótti fjör að horfa á slagsmálin. Nonni setti undir sig hausinn og réðst að Gísla meö flöskuna á lofti. Gísli, þessi þungi maður, stóð gleiðstíg- ur á meðan Nonni æddi að honum og greip þá í Nonna og sló hann á bringuna þung högg svo hann bilnum og við horfðumst í augu I gegnum aftur- rúðuna á meðan Gísli settist inní bOinn og keyrði í tryllingi í burtu. í áttina til Reykjavík- ur. na inní du/vit. missti jafnvæg- ið og datt aftur á bak. Gísli ætlaði þá að setjast í bílstjórasæt- ið þegar vinur minn rauk á fætur og hótaði að hann skyldi drepa hann og gerði sig líklegan til að ráðast á hann aftur. Gísli hætti við að fara inní bílinn og sneri sér að Nonna sem var höfðinu lægri og hrópaði að honum með hnefann á lofti: „Já, komdu ef þú þorir aum- inginn þinn.“ Nonni hörfaði frá Skelfingin kom í bylgjum Það talaði enginn. Ég heyrði bara hvað þau önduðu þungt. Ég held að ég hafi sofnað og vaknaði viö að það hafði sprungið dekk. Við vor- um dregin í Hvalfjörð og þar fékkst dekk. Enginn sagði orð og ég lét sem ég svæfi í aftursætinu allan tímann. Þegar heim kom fór ég beint inn á klósett og pissaði og pissaði, alveg að springa. Ég þorði ekki fram aftur. Ég heyröi að Alda amma var gjörsamlega tryllt, öskrandi á Gísla, og mamma var að reka stelpumar inní herbergi gargandi engu minna en amma. Ég rennsvitnaði í lófunum og hjartað sló eins og það væri að rifna og það var hitatilfinning í höfðinu á mér eins og það væri að brenna. Ég sá mömmu í huganum gráta yfir gröf minni, yfirkomin af sorg ef ég dæi þarna á klósettinu. Ég heyrði ömmu tala við mömmu hinum megin við klósettdymar. Reykjavík - sögusvlð Launhelgl lyganna Baugalín segir frá gegndarlausu ofbeldi innan fjölskyldunnar og rekur misnotkun sem átti eftir aö setja mark sitt á líf hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.