Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Qupperneq 56
t 34 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 DV Tilvera - mannakjöt þótti ómissandi í veislum og sérstaklega um jólin Tröll og tröRkerlingar eru þeir :vættir sem hvað minnst fer fyrir í seinni tíma þjóðsögum. Tröllin voru heiðin og það þótti slæmt fyrir mennska menn að umgangast þau. Til er mikið af sögum um það hversu illa tröllum var við kristni og stundum reyndu þau að kasta björgum í kirkjur. Skessan í Mjóa- firði hafði það fyrir sið að nema burt presta á jólanótt með því að láta öllum illum látum fyrir utan kirkjuna og æra með því prestana. Samkvæmt norrænum goðsögn- um var heimurinn skapaður úr holdi og blóði hrímþursans Ýmis en hrím- þursar voru í mannsmynd, hræðilega ijótir, kafloðnir og með hala, þeir voru líka heimskir og grimmir. < Tröll, jötnar og risar eru ekki tal- in jafnvitlaus og þursarnir þótt seint teljist þessir vættir vel gefnir. íslenskt mál er fullt af vísunum í heimsku trölla og nægir þar að nefna að menn séu tröllheimskir eða þá að þeir eru þursar. Tröllkon- ur voru aftur á móti kallaðar skess- ur eða flögð en í nútímamáli táknar það að kona sé frekja. DV-MYND GVA/HALLUR Tröll voru í mannsmynd, hræðilega Ijót, kafloðin og með hala, þau voru líka heimsk og grimm Sagt er aö tröllum hafi fækkaö mjög eftir aö kristni var lögtekin i landinu. Tröllin hötuöu hinn nýja siö og sérstaklega var þeim illa viö klukknahljóminn og reyndu hvaö eftir annaö aö brjóta kirkjur sem spruttu upp eins og gorkúlur um alit land. Partítröll Sagt er að tröllum hafi fækkað -mjög eftir að kristni var lögtekin í landinu. Tröllinn hötuðu hinn nýja sið og sérstaklega var þeim iila við klukknahljóminn og reyndu hvað eftir annað að brjóta kirkjur sem spruttu upp eins og gorkúlur um allt land. Skessan í Skessuhorni reyndi til dæmis að henda stórum steini í kirkj- una á Hvanneyri og á Stað í Hrútafirði er stór steinn sem tröll ætlaði kirkjunni. Tröll voru mikið gef- in fyrir gleðskap og veisl- ur þeirra þóttu oft rosaleg- ar. Mannakjöt var ómissandi í veislum, sérstaklega um jólin, en ef það var ekki á boðstólum létu þau sér nægja hrossakjöt. Kjötát tröll- anna bendir eindregið til þess að þau hafl veriö rammheiðin því manna- og hrossakjötsát er bannað í kristni. Sér til skemmtunar köstuðu tröll lilutum á milli sín. I einni sögu er talað um að þau kasti á milli sín fjöreggi en oftar en ekki köstuðu tröll hnútum hvert í annað. Þar er átt við að kasta beinum sem búið er að éta af í sessunaut sinn. Einnig var svonefndur hráskinnsleikur vinsæll meðal trölla en það var boltaleikur þar sem nýflegnum ís- bjarnarfeldi var hnoðað saman og " hann notaður sem bolti. Daga uppi við dagskímuna Náttröll eru ljósfælin og dagar þau uppi ef þau lenda í dag- skímunni. Fyrir langa löngu bjuggu tvö tröll í helli einum. Rétt fyrir jól- in ákváðu þau að gera sér glaðan dag. Kerlingin fór að sækja vatn en karlinn ætlaði að sjá um kjötið og hafði hann augastaö á bónda sem bjó þar skammt frá. Tröllkarlinn tafðist á leiðinni og náði ekki í . bóndann fyrr en undir morgum, “ trölli stakk bóndanum undir handa- krikann og hélt á stað heim. Þegar hann nálgaðist helli sinn sá hann í fjarska dagskímuna og öskraði svo undir tók í fjöllunum rétt áður en hann varð að steini: „Dagur rís í austri.“ Þegar skessan heyrði þetta sneri hún sér við í hellisopinu og , varð líka að steini. En það er af “bónda að segja að hann slapp með skrekkinn og hraöaði sér heim. Djúpir eru Islands álar Tröll eru yfirleitt heimsk og æða beint af augum án tiilits til aðstæðna. Einu sinni ætlaði norsk tröllkona að vaða til íslands. Hún hafði orðiö þess áskynja að álar væru á leiðinni en taldi þá færa og á hún að hafa sagt viö nágrannatröll sitt: „Djúpir eru íslands álar en þó munu þeir væðir vera.“ Tröllkerlingin taldi að í dýpsta álnum mundi hún væta koll sinn en ekki verða meint af. Þar sem tröll eru ekki synd ætlaði hún sér að ná fyrir skip sem var á leiðinni til íslands og styðja sig við það yfir álinn. En keringin missti af skipinu og varð fótaskotur við ádinn þannig að hún steyptist í hann og drukknaði. Lík hennar rak á Rauðasandi og var svo stórt að ríðandi maður náði ekki með svipunni upp undir kreppta knésbótina þar sem hún lá stirðnuð og dauð i fjörunni. Lýst Okkur hjá DV langar til að halda áfram utnfjöllun okkar um þjóð- sögur og dulræn fyrirbæri. Við höfum mestan áhuga á nýjum eða nýlegum íslenskum sögum frá þessari eða síðustu öld. Ætlunin er þvi að leita til lesenda blaðsins og biðja þá um að aðstoða okkur og senda okkur sögur. Við erum leitum að alls konar sög- um. Sögum um óskýranlega og yfir- náttúrlega atburði og verur. Sögur um skyggni, forspár, draumaráðning- Grjótgarðsháls Löngu áður en ísland byggðist, voru tvær tröllskessur á Austur- landi. Önnur bjó viö sjó en hin í jökli. Einu sinni þegar þær hittust fóru þær að rífast um land sem þær þóttust báðar eiga. Skessurnar gerðu með sér samn- ing um að leggja báðar af stað snemma morguns og hafa landa- merki þar sem þær mættust. Þær hittust á hálsi í Möðrudalslandi sem síðan nefnist Grjótgarðsháls, skess- urnar hlóðu þar miknn grjótgarð sem stendur enn í dag. Garðurinn er nokkrir kílómetrar á lengd, fiórir til fimm faðmar á hæð og björgin svo stór að þau eru víða tveir til þrír faðmar ummáls. Garðurinn þykir svo mikið furðu- verk að taliö er ómögulegt að hann sé gerður af mannavöldum. Blautur draumur eða hvað? Tröllum og tröllkerlingum er í ar og fyrirboða - bæði góða og slæma- , víti, særingar og varúðir, veðurboða og einkennilega hegðun manna og dýra í tengslum við veður. Við leitum að draugasögum, álfa- og huldufólks- sögum, sögum um engla, tröll og skrímsli. Við viljum einnig fá að heyra frá fólki sem telur sig hafa séð fljúgandi furðuhluti, hefur verið brottnumið af geimverum eða þekkir til slíkra fyrirbæra. Lesendur mega líka senda inn allar aðrar skemmti- legar þjóðsögur og flökkusagnir sem flestum sögum lýst sem ógurlegum forynjum og óskaplega ljótum. Þó eru til undantekningar þar á eins og sagan um Hildi tröllkonu i bókinni Sögur og sagnir úr Bolungarvík eft- ir Finnboga Bernódusson. Hildur lagði hug til ekkjumanns sem hét Hákon og bjargaöi honum úr sjávarháska. Sem laun fyrir björgunina fór hún þess á leit við Hákon að hann heimsækti hana á jólanótt. Þegar Hákon kom í hellinn var allt dimmt nema frá eldstæði þar sem Hildur satt og steikti rjúp- ur á teini. Hún var léttklædd og nakin niður að mitti. Hún sneri baki í Hákon og þóttist ekki sjá hann meðan hann virti hana fyrir sér. „Svart hrokkið hár breiddist um hinar feikibreiðu herðar. Hún var eirbrún á hörundslit og gljáði á herðarnar í eldskininu. Hákon horfði um stund á hina miklu konu og undraðist, hversu vöxturinn var geðþekkur, svo stórvaxin sem kon- an var.“ það hefúr heyrt. Hér er einnig kjörið tækifæri fyrir framliðna lesendur blaðsins að hcifa samband og miðla af reynslu sinni hinum megin. Blaðið áskilur sér rétt til að birta þær sögur sem áhugaverðastar eru og er fullum trúnaði og nafhleynd heitið sé þess óskað. Þeim sem vOja veita okkur lið er bent á að hafa samband við Vilmund í sima 550 5020 eða tölvupóst á net- fang: kip@ff.is. Kip Eftir að þau heOsast gekk hún tO móts við hann og „lagði arminn um háls honum, haOaði sér niður og kyssti hann. Þrátt fyrir hina miklu stærð Há- konar var hann samt allmOdð minni en hún, svo að þegar hann haOaði sér að henni, héngu brjóst hennar yfir honum eins og koparbrúnir vínbelgir. Hákon reyndi að láta ekki standa upp á sig með blíðuhótin, tók utan um hana báðum höndum og þrýsti sér fast upp að henni. HOdur hló, beygði sig meira niður og þrýsti höfði hans að brjóstum sínum nöktum og gældi við hann eins og barn. Hann leit upp. HOd- ur var ads ekki ljót. Hún var að vísu stórleit og breiðleit, bOið breitt mOlum augnanna, brúnir miklar og dökkar, augun stór og dökkbrún, varirnar þykkar, tennurnar stórar og sterkleg- ar, nefið breitt, en ekki hátt. Þetta var í fyrsta sinn, er Hákon sá hana fá- klædda og gat virt hana vel fyrir sér, því að aOtaf gekk hún í feikistórri skó- siðri belghempu með áfastri hettu, er að mestu huldi andlitið. Hákoni rann þegar hugur tO hinnar stórvöxnu konu því hann hafði eigi kvenmanns kennt síðustu tíu árin, síðan hann missti konu sína. Hann fann nú sitt karl- marmsþrek aOt aukast og vaxa.“ Að trylla menn TO er fiöldi sagna um að tröU tryUi tO sín menn og breyti þeim í tröU. Þetta er þó mikiö maus því það þarf annaðhvort að láta þá sofa mUli tveggja tröllkvenna sem hvísla látlaust í eyra þeirra töfraþulu eða maka þá í Qoti og súru smjöri og toga þá og teygja yfir eldi. Tröllasögur eru liklega þær þjóðsög- ur sem menn leggja minnstan trúnað á nú á dögum, enda er orðið tröUasaga notað sem samheiti yfir lygasögur af öUu tagi. -Kip Þjóðsögur og dulræn fyrirbæri: eftir sögum Truntum og runtum og tröllin mín í klettunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.