Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Side 57
L.
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
I>V
65
Helgarblað
Félagslíf ungs fólks á Hornafirði:
Unglingaumræða er á of neikvæðum nótum'
Nýlega var haldin í Mánagarði ráð-
stefna um félagslíf ungs fólks á Homa-
flrði, á vegum Æskulýðs- og tóm-
stundaráðs Homaflarðar. Tilgangur
ráðstefhunnar var að ræða félagslíf í
skólum á staðnum, hlutverk iþróttafé-
laganna i félagslifinu, félagsmiðstöðv-
ar, þátttöku foreldi’a í félagsstarfi ung-
linga, hvort gott félagslegt umhverfi
væri fyrir ungt fólk á Homafirði, hlut-
verk sveitarfélagsins og félagslega
framtakssemi ungs fólks í dag.
„Þetta var yfirgripsmikil og fróðleg
ráðstefna þar sem tekið var á mörgum
málum og það sem almesta athygli
vakti var ræða Þórólfs Þórlindssonar
prófessors sem kom víða við og talaði
m.a. um breyttan tíðaranda, unglinga-
menninguna, foreldrana, skólann og
allar þessar geysilega miklu breyting-
ar nútímans," segir Haukur Helgi Þor-
valdsson, æskulýðs-og tómstundafull-
trúi Homaflarðar.
Þórólfur talaði um að í dag værum
við að fást við alþjóða unglingamenn-
ingu og þau mörgu fyrir-
tæki sem velta tugum miilj-
arða með því að selja ung-
lingum tilbúna unglinga-
menningu. Einnig þurfa
tónlistarskólar og íþróttafé-
lög að endurskipuleggja
sína starfsemi með uppeld-
islega viðmiðun í huga og í
dag er hópur bama hér á
landi sem ekki hefur efhi á
að taka þátt í íþróttastarf-
inu. Þórólfur sagði að það
sem hefði skaðað ímynd
unglinga væri umræða flöl-
miðla um það sem miður
Unga fólkiö
Myndin er frá Selfossi,
ungt framhaldsskólafólk,
núna í verkfalli, glæsilegt
sýnishorn af
íslenskri æsku.
DV-MYND NJÖRDUR HELGASON
fer og neikvætt er og
þeir hafa bmgðist í
að greina frá því já-
kvæða hjá ungling-
unum.
Meðalmennska í
skólamálum
Þá er þörf veru-
legra skipulagsbreyt-
inga í málefnum ungs
fólks þvi að við stönd-
um frammi fyrir
miklum þjóðfélags-
breytingum sem kalla
á allt annan hugsun-
arhátt, en hér hefur
hins vegar ríkt meðal-
mennska í skólamál-
um og við eigum að
gefa unga fólkinu
tækifæri til þess að
leggja stund á greinar
sem það hefur áhuga
á, segir prófessorinn.
Þama voru unglingar úr Heppu-
skóla, Nesjaskóla og Hafnarskóla
mættir og tóku þátt í umræðum þar
sem þeir lýstu félagsstörfum og því
hvað væri helst á döfinni í hverjum
skóla. Einnig gerði Eyjólfúr Guð-
mundsson skólameistari grein fyrir fé-
lagslífi í framhaldsskólamun.
„Ég held að við séum á nokkuð réttu
róli með félagsmál unglinganna okk-
ar,“ segir Haukm- Helgi, „en það má
alltaf bæta og gera betur og hraðinn er
svo mikill í dag á öllu að menn verða
að taka á öllu sínu til þess að fýlgjast
með og ég tel að þessi ráðstefna hafi
bent á margt gagnlegt. Rætt var um
foreldrarölt og foreldrasamninga þar
sem samræma á þær reglur sem í gildi
eru og nauðsyn þess að allir virði þess-
ar reglur og fari eftir þeim.
Ráðstefnan var mjög vel sótt af ung-
mennum en þó segist Haukm- Helgi
hafa vOjað sjá þar fleiri foreldra.
-Júlla Imsland
( upíð atla daga tít
' ktukkan 21’
Kertl
• llmkerti frá Old Colony
• Heimaeyjarkerti
• Kerti frá Blesastööum
• Leiðiskerti ...og margt fleira!
Útijólaljós
• Slönguseríur
• Upplýstar jólafígúrur
• Leioisluktir ...og margt fleira!
Innljólaljós
• Aðventuljós
• Gluggastjörnur
• Gardínuseríur
• Kertaseríur ...og margt fleira!
Jólablóm
• Klrn/pmhprlcalvti icar ( í,Y\é''''^aa'- )
Allt I aðventu-
skreytingarnar!
Hjá okkur færðu adlt efni í að-
ventu- og jólaskreytingar og
auðvitað tilbúnar skreytingar
líka! Verðdæmi:
20 cm basthringir 120 kr.
40 cm basthringir 290 kr.
Komdu I Jólalandið í Garðheimum þar
sem allt er skemmtilegt og á verði sem
hentar litlum jafnt sem stórum buddum!
Endalaust úrval af litlum, vönduðum og ódýrum
jólavörum. T.d. þessir snjókarlar á 299 kr.
Ótrúlegt úrval af
jólaseríum!
Inni- og útijólaseríur í öllum
stærðar- og verðflokkum.
20 ljósa innisería 225 kr.
40 ljósa útisería 995 kr.
4 metra slöngusería 1.780 kr.
Nýjar og vandaðar 200 Ijósa
grýlukertaseríur komnar!
Inniseríur 1.980 kr.
Útiseríur 3.290 kr.
Kl. 13-16,
Jossst
Kynning verður á grafnauti og hreindýrapaté.
Einnig verða kynntar sykurlausar sultur frá Spáni.
Gjafakörfur
• Sælkerakörfur
• Blómakörfur
• Baðvörukörfur
• Ostakörfur ...og margt fleira!
Baðæðið í ár!
Einstakt úrval af
ilm- og baðsápum!
Stórar freyðibaðbombur 250 kr.
Ilmandi baðkökur 290 kr.
Lúxussápur á spotta 1.035 kr.
MJÓDD
Stekkjarbakki
GARÐHEIMAR [mSfJ
Heimur skemmtilegra hluta
og hugmynda
Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • Fax: 540 33 01 • Veffang: www.grodur.is
Ræningjar úr
Kardemommubæ!
A laugardaginn kl. 15 koma
þeir Kasper. Jesper og Jónatan
úr Kardemommubænum í
heimsókn og heilsa upp á
krakkana í Garóheimum.