Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 Hagsýni DV Verðkönnun á jólatrjám: Odýrast hjá Jólatrésölu ÍR - verð getur breyst þegar nær dregur jólum Eitt af því sem er ómissandi á jólunum er að hafa fagurskreytt jólatré í stofunni. Talið er að þann sið megi rekja til Þjóðverjans Marteins Lúters, upphafsmann lúterstrúarinnar en eitt aðfanga- dagskvöld tók hann furutré með sér heim úr skóginum og skreytti með kertum fyrir börnin sín. Sið- urinn barst síðan um alla Evrópu og nú eru jólatré skreytt um borg og bæ. Sumir vilja lifandi jólatré til að geta fundið greniilminn sem einkennir jólin en öðrum leiðist umstangið við að hugsa um lif- Magnús Yngvason í Alaska Sniöugt er aö saga skífu neöan af trénu til aö þaö dragi vatniö betur í sig og passa þarf að jólatréö sé ekki upp viö sjóöheitan ofn. 5.000 4.500 Verð á jólatrjám «_AA miðað við 151—175 sm norðmannsþin 1—m~~ 3.480 3.300 Landgræðslu- Flugbjörgunar- Garðshom * Alaska Blómaval Landakot Garðheimar Jólatrés- LíiktA sjóður sveitin* 2 lítrar af is fylgir hverju tré salalR EEöi 9.000 Verft á gervijólatrjám andi tré og vilja frekar gervitré og þurfa þvi ekki að kaupa tré á hverju ári. Tvö afbrigði af norð- mannsþin Ágætisframboð hefur verið af jólatrjám undanfarin ár. Vin- sælasta tréð hefur verið norð- mannsþinur frá Danmörku og eru til tvö afbrigði af honum, rúss- neskt og tyrkneskt. Magnús Yngvason hjá Alaska segir að rússneska afbrigðið sé fallegra og mun meira ríkjandi hér á landi. Þrátt fyrir að íslenska rauðgrenið og stafafuran hafi ekki notið eins mikill vinsælda eru þau mun ódýrari. Neytendasíða DV kannaði verð á jólatrjám hjá átta útsölustöðum í Reykjavík þann tólfta desember. Ákveðið var að athuga verð á norðmannsþin af stærðinni 150 til 175 cm sem er vinsæl stærð. Verð á gervitrjám var einnig kannað lauslega í sex verslunum og að þessi sinni var skoðað verð á trjám á bilinu 140 til 160 cm. Gott úrval er af gervitrjám á markaðn- um og fást þau í mörgum stærð- um. Tréö á að geyma í netinu Eins og sjá má af grafinu er verð á lifandi jólatrjám nokkuð mismunandi þrátt fyrir að þau séu í sama stærðarflokki en vænta má þess að verðið lækki sums staðar þegar nær dregur jól- um og samkeppnin verður meiri. Ódýrasta jólatréð vár hjá jðlatré- sölu ÍR og kostaði það 3.300 krón- ur. Landgræðslusjóðurinn var aft- ur á móti með dýrasta tréð sem kostaði 4.700 krónur. Hjá öðrum söluaðilum voru trén yfirleitt á bilinu 3.480 til 3.800 krónur. Tréð hjá Garðshorni kostaði 3.800 krón- ur og með hverju tré þar fylgja 2 lítrar af ís. Ef menn vilja sérvalin tré geta þau verið nokkuð dýrari. Þegar lifandi jólatré eru keypt skiptir miklu máli að þau séu rétt meðhöndluð. Að sögn Magnúsar er best ef menn kaupa tréð núna að geyma það úti og láta standa upp á endann svo það frjósi ekki niður. „Tréð er geymt í netinu og gott er að taka það inn sólarhring áður en það er skreytt,“ segir Magnús og bætir við að ef mjög kalt sé í veðri sé best að geyma þaö fyrst í millihita, t.d. í bílskúr. Sniðugt sé að saga skífu neðan af trénu til að það dragi vatnið betur í sig og passa að jólatréð sé ekki haft upp við sjóðheitan ofn. Hagstætt aö kaupa gervi- tré Verðið á gervitrjánum var einnig nokkuð mismunandi. Heildverslunin I. Guðmundsson var með ódýrasta tréð í stærðar- flokknum 140 til 150 cm. Þar er hægt að fá gervitré á rýmingar- sölu fyrir 1990 krónur. Hæsta verðið var á sígræna jólatrénu frá Skátamiðstöðinni og kostar það 7.300 krónur. í stærðartlokknum 151til 160 cm var BYKO með ódýrasta tréð en þar voru gervitré á tilboði og í þessum stærðaflokki kosta þau núna 2.990 krónur. Skátamiðstöðin var einnig með hæsta verðið í þeim flokki, 8.300 krónur. Erfitt er að gera grein fyr- ir hver gæði þessara trjáa eru en það er augljóst að ef menn fjár- festa í gervitré er hægt að spara mikið, það tekur í mesta lagi þrjú ár að borga sig upp en það fer þó eftir því hvar það er keypt. MA/ÓSB Tilboð verslana Samkaui Tilboöin giida til 17. desember. Q Appelsínur Napoieon 129 kr. kg 0 Sælkerasteik 20% afsl. 0 Raudkál, ferskt (íslenskt) 199 kr. kg 0 Kínakál, íslenskt 199 kr. kg 0 Freschetta pizza, 0 2 I kók+hvítlauksbrauö 589 kr. o o Q © Tilboóin gilda til 24. desember. 0 Mjúkís, 11, 8 bragöteg. 299 kr. 0 Bayonneskinka 898 kr. kg 0 Eðalf. reykt./gr. lax 1298 kr. kg 0 Spergilkál 279 kr. kg 0 Rauökál 169 kr. kg 0 Sætar kartöflur 399 kr. kg 0 Candella konfektpoki 339 kr. 0 McVitles ostakökur, 2 teg. 299 kr. 0 Casall rommkúlur 299 kr. © 10-11 Tilboöin gilda tll 26. desember. 0 Birkir. hangikj. læri, úrb. 1399 kr. kg 0 Birkir. hangikj. framp. úrb.999 kr. kg 0 G.K. hamborgarhryggur 899 kr. kg 0 Kjörís mjúkís, 11, vanilla 299 kr. 0 Kjörís mjúkís, 11, banana 299 kr. 0 Kjörís mjúkís, 11 peacanthn. 299 kr. 0 Kjörís Viennetta, banana 369 kr. 0 Kjörís Vienn/Straw/Cheese. 369 kr. 0 Kjörís Viennetta, Caramel 369 kr. 0 Ora jólasíld 299 kr. HfllflHMHiaBTOBH--------- Tilboöin gilda til 14. desember. 0 London lamb 823 kr. kg 0 Bayonneskinka 861 kr. kg 0 Grafíaxsósa 111 kr. 0 Graflax, 1/2 fíök 1396 kr. kg 0 Reyktur lax, 1/2 fíök 1396 kr. kg 0 Kjörís jólaís, 11 278 kr. 0 KJörís mjúkís, 21,3 teg. 419 kr. 0 Anthon Berg Luxus konfekt 909 kr. 0 Danskar smjörkökur 1049 kr. 0 Piparkökuhús ósamsett 598 kr. Tilboöin gilda til 17. desember. 0 Egils jólaöl, 2,51 349 kr. 0 Egils jólaöl, 51 599 kr. Q Reyktur & grafinn lax 1299 kr. kg\ 0 Samb. úrb. hangilæri 1578 kr. kg 0 Samb. úrb. hangiframp. 1205 kr. kg 0 Vienetta ístertur, 9 teg. 412 kr. 0 Anthon Berg lux. gold konf. 899 kr. 0 Myllu laufabr., steikt 5 stk. 449 kr. 0 Myllu brún lagterta 199 kr. 0 Kjarnaf. lambahamborghr. 799 kr. kg 11-11 Tilboöin gilda til 25. desember. 0 Ali hamb.hryggur m/beini974 kr. kg 0 SambandshangHæri, úrb.1480 kr. kg 0 Samb. hangifrpart., úrb. 1130 kr. kg 0 Goöa lambalæri, frosiö 599 kr. kg 0 Sósur (sveppa-pipar-rauöv.) 59 kr. 0 Grafinn lax (ísl. matv,:) 1520 kr. kg 0 Reyktur lax (ísl. matv.) 1495 kr. kg 0 Rækjur (Meleyri), 500 g 329 kr. 0 Emmess Jólaís, 1,51 398 kr.Nóa 0 konfekt I lausu, 1 kg 1499 kr. Þín verslun Tilboöin gilda til 20. desember. 1 0 Meistara úrb. hangilæri 1398 kr. kg 0 Meistara úrb.hangiframp. 998 kr. hg 0 Rauövínsl. lambalæri 958 kr. kg 0 Emmess Jólaís, 1,5 kg 399 kr. 0 Bisca ískex súkkul./vanillu 89 kr. 0 Leaf lakkrískonfekt, 1 kg 399 kr. 0 Toblerone, 100 g 99 kr. 0 Filakaramellur 99 kr. 0 Del Monte bl. ávextir 159 kr. © Harðarkaui Tilboöin gilda til 24. desember. 0 Hangilæri, úrb. 1390 kr. kg 0 Hangiframpartur, úrb. 990 kr. kg 0 Bayonneskinka 695 kr. kg 0 Reyktur lax 1090 kr.kg 0 Grafinn lax 1090 kr. 0 Rækja, 2,5 kg 1898 kr. 0 Skafís, hátíöarfantasía, 2 1 598 kr. 0 Skandal ísterta 498 kr. Q © Nóatún Tilboöin gilda á meöan birgöir endast. 0 Maxwell House kaffi, 500 g 299 kr. 0 Oetker pizzur, 350 g 250 kr. 0 Jólamandarínur 169 kr. 0 QS Mackintosh, 1 kg 998 kr. 0 After Eight dós, 500 g 699 kr. 0 Lindu konfekt, 1 kg 1399 kr. Q Q Q © Smáauglýsingar Allt til alls ►1 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.