Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. JANUAR 2001 Fréttir z>v Deila sjómanna og útvegsmanna stefnir í verkfall að venju: Hasarinn er hafinn „Ég held það verði hasar í þessu núna, það kemur ekki annað til greina.“ - Þetta sagði Konráð Al- freðsson, varaformaður Sjómanna- sambands íslands og formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, í viðtali viö DV í byrjun desember. Konráð sagði einnig á þessum tímapunkti að nákvæmlega ekkert hefði gerst á viðræðufundum deiluaðila sem sáttasemjari hefði boðað til hálfs- mánaðarlega, en fundina hefði hann boðað til að uppfylla reglur um slík fundarhöld. Það er óhætt að segja að Konráð hafi á þessum tíma í upp- hafi aðventu reynst sannspár um að hasar væri í vændum. Hasarinn er hafinn og nákvæmlega ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að til verkfalls komi 15. mars. Deiluaðilar tala eins og svo oft áður út og suður og það er enginn sátta- tónn í þeim yfirlýsingum sem gefn- ar hafa verið. Reyndar lét Friðrik Amgrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, hafa það eftir sér, eftir að útvegsmenn höfnuðu tillögu sjó- manna um skammtimasamning, að hann tryði ekki öðru en samningar tækjust og verkfalli yrði afstýrt, en skilja mátti á honum að það sem benti helst til þess væri að fylking- ar sjómanna kæmu nú í einu lagi að samningaborðinu. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Rikissáttasemjara hafa sjómenn og útgerðarmenn átt í samningaviðræðum 11 sinnum frá árinu 1980. Einungis þrívegis hafa samningar tekist án verkfalls, einu sinni var samþykkt miðlunartillaga áður en til verkfalls kom en 7 sinn- um á þessu 20 ára tímabili hefur komið til verkfalla sem staðið hafa mislengi, allt frá 12 dögum en þrí- vegis í 3 vikur. Tvívegis á þessu tímabili hafa verið sett lög til lausn- ar deilunum, 1993 og 1997. Samskipti forsvarsmanna sjó- manna og útgerðarinnar í landinu mörg undanfarin ár eru kapítuli út af fyrir sig, en segja má með nokkrum rökum að engar kjaradeil- ur hér á landi hafi i áranna rás ver- ið jafn harðvítugar og deilur þess- ara aðila. Þær hafa gjaman ein- kennst af brigslyrðum og stóryrtum yfirlýsingum og engu verið líkara á stundum en fullkominn illvilji væri á milli helstu talsmanna. Á síðustu árum Kristjáns Ragnarssonar í framkvæmdastjórastarfi LÍÚ gneist- aöi vissulega oft á milli hans og Sævars Gunnarssonar, formanns Sjómannasambands Islands, en viö- mælendur DV segja að þar hafi ekki veriö um nein persónuleg illindi að ræða, mennimir hafi hreinlega ekki getað talað saman án þess að allt færi í háaloft enda hafi þeir ekki tal- að neina tæpitungu hvor til annars. Kristján minntist reyndar á þetta þegar hann lét af starfi fram- kvæmdastjóra LÍÚ og var eftir það „einungis" formaður félags útgerð- armanna og sagði þá að nú myndi reyna á hvort friðvænlegra yrði við samningaborðið þegar hann væri horfinn úr eldlínunni. Óieysanleg deilumál? Viðmælandi okkar sagði að ástandið myndi ekki hreytast mjög mikið við brotthvarf Kristjáns úr eldlínunni, enda hefði hann ítök bak við tjöldin sem formaður LÍÚ. Sú væri þó ekki helsta ástæðan fyr- ir óbreyttu ástandi heldur hitt að hinar löngu deilur um viss atriði í samningum þessara aðOa væru þess efnis að þau væru allt að því óleys- anleg. Nefndi hann þar sérstaklega verðmyndunarmálin og þá grjót- hörðu kröfu sjómanna að allur afli færi á markaði til verðmyndunar. Þetta væri hlutur sem gæti aldrei gengið upp á meðan sumar stórar útgerðir í landinu væru með sínar eigin fiskvinnslustöðvar og frysti- hús. Aldrei yrði samiö um það að þessi fyrirtæki þyrftu að selja afla skipa sinna á markaöi og kaupa sama fiskinn aftur þaðan. Kristján Friörik Sævar Konráö Ragnarsson Arngrímsson Gunnarsson Alfreösson - horfinn - bjartsýnn á aö - litlir kærleikar - „held þaö að mestu samningar takist voru með honum verði hasar úr eldlínunni. án verkfalls. og Kristjáni. núna. “ Viö höfnina á Patreksfirði / viðræðum manna á milli um deilumál sjómanna og útgerðar kemur alltaf til umræðu hvað sjómenn hafi há laun og er vitnað til tekna sjómanna á frysti- togurunum i því sambandi. Síöustu kjarasamningar sjó- irritaðir árið 1987. Þrívegis síðan manna og útvegsmanna sem gerðir hafa deOur þessara aðila ekki verið voru með eðlilegum hætti voru und- settar niður. Komið hefur til verk- falla í öU skiptin en þau alltaf verið leyst upp meö lögum stjórnvalda hverju sinni. Einu sinni á þessu tímabUi hafi samningar tekist með þeim hætti aö gengið var að miðlun- artiOögu sáttasemjara. Ekki frekari hlutdeiid... Nú settu sjómenn fram tOlögu um samning tO eins árs þar sem samið yrði á sömu nótum og á almennum vinnumarkaði að undanfómu, en samningstíminn yrði notaður tO að ná sáttum um stóru ágreiningsmál- in, eins og t.d. verðmyndunina. Út- vegsmenn höfnuðu þessu - vUja samning til þriggja ára þar sem tek- ið verði á öUum stóru málunum. Þeir segjast tilbúnir að semja á sömu nótum og Flóabandalagið og Samtök atvinnulífsins gerðu og til- búnir að ræða frekari hækkun kauptryggingar, enda lækki hlutur samsvarandi. Þá verði komið á fót launakerfi með fóstum launum, auk ábata, i stað núverandi hlutaskipta- kerfis. Útvegsmenn gerðu það alveg Ijóst í svari sínu að þeir væru: .ekki tilbúnir til að auka frekar hlutdeild sjómanna í heildartekjum útgerðar- innar“. í niðurlagi svars síns segja þeir svo að þeir leggi áherslu á að samið verði um þær kröfur sem þeir hafi kynnt sjómönnum. „Það er varla hægt að orða það skýrar að ekki sé um neitt að semja við okk- ur,“ sagði viðmælandi okkar úr röð- um sjómanna. Sá viðurkenndi Gylfi Kristjánsson blaðamaður reyndar að vissulega væri skipta- prósentan til sjómanna há. Hún er um 40% og útvegsmenn telja það allt of hátt. Ef skilningur er víðtæk- ur á því sjónarmiði meðal forustu- manna sjómanna væri hugsanlega kominn einhver útgangspunktur í viðræðum aðila en sá hængurinn er bara á að hvorugur aðilinn ætlar að gefa neitt í þessari deilu án þess að fá eitthvað í staðinn. Hér hefur ekki verið minnst á „mönnunarmálið" svokaOaða en um það segja útgerð- armenn að þegar fækki í áhöfn eigi það ekki að þýða hækkun heOdar- launakostnaðar heldur eigi ábatinn af fækkuninni að skiptast á milli að- Oa. Þarna er enn eitt málið sem menn hafa aldrei getað fundið neinn flöt á. Verkfall í sjónmáli í viðræðum manna á mOli um deilumál sjómanna og útgerðar kemur aUtaf til umræðu hvað sjó- menn hafi há laun og er vitnað tO tekna sjómanna á frystitogurunum í því sambandi. Þær tekjur eru mis- jafnar eins og gerist og gengur og ráðast m.a. af kvótastöðu viðkom- andi skips, en um það er ekki deUt að þær eru að meðaltali mjög háar. Á móti er bent á að venjuleg veiði- ferð taki um mánaðartíma. Þá séu menn fjarr'i heimUum sínum og Qöl- skyldum og vinni 12 tíma á sólar- hring hvern einasta dag. Þannig er hægt að reifa þetta mál fram og aftur. DeUa talsmanna fylk- inganna er hins vegar hafin og það hvernig þeir nálgast viðfangsefnið vekur athygli sem fyrr. Stór orð faUa og sem dæmi um hvemig tekið er á málum má nefna að útvegs- menn fuUyrða að tiUaga sjómanna um samning til eins árs hefði kost- að útgerðina á annan milljarð en talsmenn sjómanna segja þann kostnað ekki hafa orðið meiri en hálfan miUjarð. En sé sú tala rétt þá er samt sem áður ljóst að hún er hálfum mUljarði hærri en útvegs- menn eru tilbúnir að borga. Þeir eru nefnOega ekki tilbúnir að „auka frekar hlutdeUd sjómanna í heildar- tekjum útgerðarinnar". Nákvæm- lega ekkert annað en verkfaU er því í sjónmáli. -gk ......._88nisjón: Öýlfi krisijánssot! netfang: sandkorn@ff.is Bjartsýnismaður Það hefur vakið athygli að einn maður hefur lýst bjartsýni á að samið verði í deUu sjómanna og út- vegsmanna án þess að til verk- faUs komi. Þetta er Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, sem nú fær sína eldvígslu í samningagerð. Hann segir annað óhugsandi en að samningar takist og er helst á honum að heyra að það sé einungis spurning um daga hvenær samið verði. Menn velta því fyrir sér hvort þama sé ekki ákveðin leikflétta í gangi hjá Frið- rik því að á sama tíma andskotast talsmenn sjómanna út í aUt og alla og fullyrða að verkfall skeUi á 15. mars. Samningar hafa verið lausir í 11 mánuði og ekkert þokast, þannig að það er erfitt að skilja bjartsýni framkvæmdastjóra út- vegsmanna. Fimm atrennur... Karl Eskil Pálsson fréttamað- ur Útvarps og Sjónvarps á Norð- urlandi tók Guðna Ágústsson landbúnaðarráð- herra engum vett- lingatökum i sjón- varpsviðtali þeirra um kúamálið svokaUaða. Karl spurði ráðherrann hvort tO greina kæmi að hann endurskoðaði leyfisveitingu sína um innflutning á fósturvísum úr norskum kúm, og ráðherrann svaraði út í loftið, eins og ráðherra er siður, án þess að svara spurningunni nokkru. Frétta- maðurinn sagðist ekki skUja svarið og vOdi fá alveg skýrt svar, já eða nei og þá gaf Guðni sig og sagði að ef þetta og hitt gerðist þá kæmi al- veg tO greina að skoða það að hætta við innflutninginn. Reyndar var sjónvarpsviðtalið stytt útgáfa af við- tali sem var flutt í svæðisútvarpi Norðurlands, en þar þurfti fimm at- rennur að ráðherranum áður en hann svaraði spurningunni. Nýuppfært! Heima- síða Kaupfé- lags Skag- firðinga, sem er stærsta fyr- irtækið á Norður- landi vestra, er athyglisverð. Þar er t.d. sérstakur fréttadálkur og þegar far- ið er þar inn blasa við tvær fréttir. Önnur heitir KS-tíðindi 1995 og hin KS-tíðindi 1996. í síðari fréttinni er m.a. sagt frá því hversu vel versl- unin gekk í Varmahlíð um verslun- armannahelgina 1996 en þá varð talsverð aukning i sölu frá árinu áður. Það fylgdi líka í fréttinni að griUið í Varmahlíðinni hefði „brUl- erað“ um verslunarmannahelgina, en engum sögum fer af því á frétta- vef KS hvað hafi gerst síðan. Stefnt á gull Fjálsíþróttasam-1 bandið með Vé-1 stein Hafsteins- son þjálfara í far- arbroddi hefur kynnt afreksstefnu sína næstu árin I og er rauði þráð- urinn sá að stefnt | sé að guflverð- launum á Ólympíuleikum. Ekki er tekið fram við hvaða Ólympíuleika er átt, hvort það eru leikarnir 2004, 2008 eða 2012. SennUegt er þó að átt sé við leikana 2004 í Grikklandi, því samkvæmt uppröðun Frjálsíþrótta- sambandsins á afreksfólki sínu tU framtíðar þar sem það er flokkað niður í gullhóp, silfurhóp og brons- hóp getur m.a. aö líta 36 ára gamlan maraþonhlaupara sem verður um fertugt á næstu Ólympíuleikum og tfl aUs vis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.