Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001
Fréttir I>V
Atvinnuástandið í Vestmannaeyjum:
Framtíðin óviss
- öflugan rekstur og ný störf þarf til aö leysa vandann
Vantar ný störf
Ljóst er að ekki mun allt það fisk-
verkafólk sem starfaði hjá Isfélaginu fá
vinnu aftur hjá fyrirtækinu og verður
erfitt fyrir það fólk að fá vinnu á staðn-
um. Til að hægt sé að skapa því fólki
vinnu í bænum þarf annaðhvort aö
auka vinnslu á fiski eða að búa til ný
störf. Vestmannaeyjar hafa ekki farið
varhluta af því að fiskverkunarstörf-
um hefur fækkað fremur en ýmis önn-
ur sjávarpláss á landsbyggðinni.
Svo virðist sem þróunin sé sú að
draga úr bolfiskvinnslu þvi hag-
kvæmara er að stunda annars konar
vinnslu. Einu fyrirtækin sem virðast
geta stundað hagkvæma bolfisk-
vinnslu eru fyrirtæki eins og Útgerðar-
félag Akureyringa og Grandi sem hafa
yfir að ráða miklu magni af fiski og
standa vel á markaði. Hjá öðrum fyrir-
tækjum virðist henta betur að sérhæfa
sig í ákveðinni vinnslu og hafa Eyja-
menn til dæmis staðið sig vel í vinnslu
á uppsjávarfiski.
Sumir telja að ef af Sameiningu Isfé-
lagsins og Vinnslustöðvarinnar hefði
orðið væri ástandið annað í atvinnu-
málum Eyjamanna í dag. Aðrir eru
hins vegar á þeirri skoöun að samein-
ing ein og sér leiði ekki tO nýrra at-
vinnutækifæra. Staðreyndin virðist
einfaldlega vera sú eins og víða annars
staðar að það þurfi að skapa ný störf í
stað þeirra fiskvinnslustarfa sem tap-
ast hafa í Vestmannaeyjum og í mörg-
um öðrum sjávarbyggðum á landinu.
Einnig er mikilvægt að tryggja það að
þau sjávarútvegsfyrirtæki sem eru í
rekstri geti stundað öflugan og hag-
kvæman rekstur.
Á þriðjudaginn, þegar tiikynnt var
um ákvörðun stjórnar ísfélagsins,
voru 28 ár liðin frá því að Eyjamenn
urðu fyrir því áfall að þurfa að yfirgefa
bæinn vegna eldgoss. Þá gáfust menn
ekki upp heldur komu aftur og byggðu
bæinn upp og gerðu hann aftur að
einni stærstu verstöð landsins. Eyja-
menn hafa sagt að það ætli þeir að
gera aftur og munu þeir örugglega
standa við þau orð.
Verstööin
Skuggi hvíliryfir atvinnulífi Eyjamanna og fiskurinn fer gjarnan annaö til vinnslu.
Sú ákvörðun stjómar ísfélags Vest-
mannaeyja að byggja ekki upp bolfisk-
frystihús félagsins hefúr valdið því að
mikil óvissa rikir í atvinnumálum
bæjarins. Starfsfólk félagsins er ugg-
andi um framtíð sína. Um 150 manns
unnu hjá fyrirtækinu fýrir brunann 9.
desember og er reiknað með að 50 til 60
manns verði við vinnu á loðnuvertíð-
inni en eftir það er óljóst með atvinnu-
ástandið.
Ingibjörg Bjamadóttur hefúr verið
atvinnulaus síðan húsnæði ísfélagsins
brann en hún flutti til Vestmannaeyja
fyrir fimm árum og hafði nýlega fjár-
fest í íbúðarhúsi. Hún segir að þetta sé
erfitt ástand og ihugar þessa dagana að
fara upp á land til að leita sér að
vinnu. „Það er mikil óvissa fram und-
an og menn hræddir um að fá ekki
meiri vinnu hjá fyrirtækinu," segir
Ingibjörg.
Ragnheiður Víglundsdóttir starfaði
einnig hjá tsfélaginu og segir hún að
ákvörðunin hafi komið eins og köld
vatnsgusa framan í starfsfólkið. Að
sögn Ragnheiðar hafði fólk trú á að
haldið yrði áfram með bolfiskinn þar
sem loðnu- og síldarvinnsla sé ekki
nema 3 til 4 mánuði á ári. Hún segir að
ekki sé að neinu öðm að hverfa og
erfitt sé að fara eitthvað annað þegar
fólk á húseignir í Eyjum. „Það er ekki
nóg að hafa bara fiskvinnslu, það þarf
eitthvað annað að koma til,“ segir
Ragnheiður. Hún segir að á síðustu
árum hafi laun fiskverkakvenna í Eyj-
um lækkað um 400 til 500 þúsund á ári.
Aukið atvinnuleysi
Þessa daga em um 170 manns at-
vinnulausir í Eyjum samkvæmt upp-
lýsingum frá Drífandi stéttarfélagi og
það þýðir með öðrum orðum að 8% af
vinnuafli Eyjamanna er án atvinnu.
Atvinnuleysi hefur aukist í Eyjum á
síðustu árum. Áður vom um 10 til 15
manns á atvinnuleysisskrá að meðal-
tali en eftir að Vinnslustöðin fór að
segja upp starfsfólki fyrir rúmlega
tveimur árum hefur atvinnlausum
Qölgað. Það var því óneitanlega mikið
áfall þegar annar stærsti vinnustaöur
bæjarins varö eldi að bráð í desember
með þeim afleiðingum að um 150
manns urðu atvinnulausir á einum
f gl
María Ólafsdóttir
blaðamaöur
degi. Fljótlega var þó hægt að hefja
vinnslu á síld og nú vinna um 60
manns hjá ísfélaginu við loðnuvinnslu,
en félagið byggði nýja verksmiðju fyrir
nokkrum árum. Árið 1997 seldi
Isfélagið hlutabréf í Sölumiðstöð
hraðftystihúsanna fyrir 740 milljónir
sem notaðar vom til að fjármagna nýja
loðnubræðslu.
Isfélagið hefur einnig gert verktaka-
samninga við þijú fyrirtæki um að
þau sjái um bolfiskvinnslu og í kjölfar
þess er möguleiki á að ný störf bætist
við.
Fólksflótti upp á land
Trúlega hefúr hið aukna atvinnu-
leysi haft áhrif á fækkun íbúa í Vest-
mannaeyjum, þó fækkunin sem minna
en víða annarsstaðar. Á undaníomum
árum hefúr íbúum þar fækkað og þá
sérstaklega á síðustu tíu árum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hagstofunni
vom íbúar í Vestmannaeyjum árið
1988 4.743 og þeim fjölgaði síðan næstu
árin og vora orðnir 4.933 árið 1991.
Árið eftir fækkaði íbúunum um 63
íbúa en næstu tvö árin var um að ræða
fjölgun og árið 1994 var íbúafjöldinn
kominn upp í 4.888 manns. Frá árinu
1995 hefur hallað á ógæfuhliðina og
árið 1997 var íbúatalan komin í 4.645.
1. desember árið 2000 vora 4.522 íbúar
skráðir í Vestmannaeyjum og hafði
þeim þá fækkað um 366 á síðustu sex
árum.
Vilja auka aflaheimildirnar
Sigurgeir Bryjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar, segir að stærsti hluti af bol-
fiskafla fyrirtækisins sé unninn í
Eyjum og um 70% af heildaraflan-
um. Alls er bolfiskafli Vinnslustöðv-
arinnar um 8.700 þorskígildistonn
og heildarkvótinn umm 11.000 tonn.
„Við vinnum allan þorskinn, uppi-
stöðuna af ufsanum og karfann að
langmestu leyti hér heima,“ segir
Sigurgeir. Hann segir að einnig sé
selt á erlenda markaði og nokkur
hundruð tonn af smáfiski séu unnin
hjá Frostfiski í Þorlákshöfn. Að
sögn Sigurgeirs er fyrirtækið tilbú-
ið til að auka vinnsluna. „Við höf-
um áhuga á að ná meiri aflaheimild-
um og stækka fyrirtækið aðeins,"
segir Sigurgeir.
Vinnslustöðin mun taka að sér
hluta af bolfiskvinnslu fyrir ísfélag-
ið og segir Sigurgeir að ómöglegt sé
að segja til hvort það muni leiða til
nýrra starfa en allt hafi áhrif. Hann
telur að erfitt sé að segja til um
Sigurgeir Brynj-
ar Kristgeirsson,
framkvæmda-
stjóri Vinnslu-
stöövarinnar.
hvort atvinnuá-
standið væri ann-
að núna ef af
sameiningu
Vinnslustöðvar-
innar og ísfélags-
ins hefði orðið.
„Ég held að það
sé alveg ljóst að
atvinnutækifær-
um fjölgar ekki
við sameiningu,"
segir Sigurgeir.
Bæði fyrirtækin hafi yfir að ráða
ákveðnum kvóta og hann eykst ekki
við það eitt að sameinast.
Sigurgeir segir að útilokaö sé að
knýja útgerðarmenn í Eyjum til að
vinna allan aflann á staðnum. „Það
verður að vera þannig að menn hafi
frelsi til aö ráðstafa sínum afla og
gera það eftir sínum hagkvæmustu
leiðum," segir Sigurgeir. Undir-
staða alls sé að fyrirtæki séu í heil-
brigðum og góðum rekstri því ann-
ars sé hætta á að allt lognist út af.
Gunnlaugur S. Gunnlaugsson:
Ástandið
væri annað
ef sameining
hefði orðið
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
: son, stjórnarformaður ísfélagsins,
segir að bolfiskvinnsla, úr þeim
I kvóta sem ísfélagið hefur að ráða,
: ein og sér sé ekki nægileg til að
j stunda hag-
j kvæman rekst-
? ur og því hafi
upp bolfisk-
j frysihús félags-
S ins.
; Þorskígildis-
1 kvóti fyrirtæk-
j isins er um
j 3300 tonn sem
er tíundi hluti
af heildarkvóta
j Vestmanna-
j eyja.
Gunnlaugur
f segir að ísfélagið hafi átt sér þá
von að hægt hefði verið að sam-
eina félagið Vinnslustöðinni en
það hefði ekki gengið upp þrátt fyr-
j ir tvær tilraunir. „Ef það hefði orð-
iö stæðu Vestmannaeyingar
frammi fyrir allt öðru umhverfi og
hefðu tækifæri til að reka öfluga
bolfiskvinnslu eins gerist best hér
í á íandi,“ segir Gunnlaugur. Vanda-
: málið sé að menn séu hver í sínu
homi að vinna í þessu og það sé
ekki ávísun á neitt nema þá stöðu
sem menn standa frammi fyrir
núna. Að sögn Gunnlaugs verða
; menn að gera sér grein fyrir þvi að
ísfélagið er ekki hætt allri bolfisk-
vinnslu því félagið stefnir á að
hefja stórfellda saltfiskvinnslu sem
: kalli á minni fjárfestingu. Hann
segir að einnig hafi verið gerðir
tímabundnir samningar við þrjá
i aðila í Eyjum um að vinna þann
bolfiskvóta sem fyrirtækið hefur
yfir að ráða. Aðgerðarþjónustan
Kúttmagakot mun frysta hluta af
aflanum og Vinnslustöðin og Kinn
munu einnig taka að sér vinnslu
: fyrir félagið.
Magnús Kristinsson:
Ekki skortur
á fiski í
Eyjum
Magnús Kristinsson rekur út-
; gerðina Bergur-Huginn í Vest-
: mannaeyjum og hefur fyrirtækið
yfir að ráða um 4.200
■ þorskigildistonnum. Magnús segir
að fyrirtækið selji mest á mörkuð-
um erlendis og eru um 600 tonn
unnin að jafnaði heima sem er um
15 til 20% af aflahlutanum en hluti
af því sé unniö um borð í frysti-
; togara fyrirtækisins.
Að sögn Magnúsar er stað-
reyndin sú að frystihús hafi
brunnið í bænum og eftir það er
ekki nægileg vinna fyrir fólkiö á
staðnum. „Útgerðin i Vestmanna-
eyjum hefur sinnt fiskvinnslunni
I ágætlega," segir Magnús. Bæði
Vinnslustöðin og ísfélagið hafi
verið að vinna afla á staðnum og
eina breytingin sé sú að vinnan
hafi dottið niöur hjá verkafólkinu
þegar bruninn varð í ísfélaginu.
Hann segir að það sé sín skoðun
að allir þeir sem verki fisk í Eyj-
um hafi haft nægilegt hráefni og
hafi ennþá.
Magnús segir að það sé ekki rétt
að varpa skuldinni yfir á út-
gerðarmenn. „Við sem erum í út-
gerð verðum líka að leita hag-
kvæmustu leiðanna og finna hvar
hæsta verðið er fyrir fiskinn," seg-
ir Magnús. Útgerðarmenn verði
líka að reka sín fyrirtæki með
hagnaði eins og aðrir. Að vissu
leyti hafi verið gerður úlfaldi úr
mýflugu og segir Magnús að hann
vonist til að ástandið lagist þegar
j vertíðin hefjist.
j verið ákveðið
; að byggja ekki
Gunnlaugur
Sævar
Gunnlaugsson,
stjórnarformaður
Isfélags
Vestmannaeyja.