Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 DV > Tilvera lí f iö Já, hamingjan á Litla sviðinu Leikritið Já, hamingjan eftir Kristján Þórð Hrafnsson er sýnt í kvöld klukkan 20.30 á Litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Böll 1 HARMONIKUBALL I ASGARÐI Félagar í Harmoníkufélagi Reykja- víkur leika fyrir dansi á ekta harm- oníkuballi í Asgarði, Glæsibæ, I kvöld. Ragnheiður Hauksdóttir syng- ur og jóölar. Allir velkomnir. > Leikhús_________________________ ■ EVA Bersögli sjálfsvarnareinleikur- inn Eva verður sýndur í kvöld kl. 21 í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. . Frábær tragíkómedía. ■ Á SAMA TÍMA SjOAR Sýning i kvöld kl. 20 í Loftkastalanum . Leikendur eru Tinna Gunnlaugsdótt- ir og Siguröur Sigurjónsson . I kort gilda. Órfá sæti laus. ■ ÁSTKONUR PICASSOS Leikritiö Ástkonur Picassos eftir Brian McAvera veröur sýnt í Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins í kvöld kl. 20. ' ■ HORFDU REIÐUR UM ÖXL Horfðu reiður um öxl eftir John Os- born verður sýntj kvöld kl. 20 í Þjóðleikhúsinu. Örfá sæti eru laus. ■ TRÚÐLEIKUR í IÐNÓ Iðnó sýnir Trúöleik í kvöld klukkan 20. Leikarar í verkinu eru Halldór Gylfason og Friðrik Friðriksson. Örfá sæti laus. Opnanir ■ FRASAGNARMALVERKK) I HAFNARHUSINU A sýningunni Frá- sagnarmálverkið, sem veröur opnuö í Hafnarhúsinu í dag klukkan 16, eru sýnd verk eftir hóp franskra listamanna sem uröu mjög áberandi þegar popplistin leit dagsins Ijós á sjöunda áratugnum. ■ SÓFAMÁLVERKIÐ í HAFNAR- ' HUSINU Sýningin Sófamálverkið veröur opnuð í dag í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, en henni er ætlaö að skírskota til þeirrar hefðar á fslenskum heimilum aö gera stofuna aö miöpunkti heimilis- ins þar sem sófinn, meö hinu hefö- bundna málverki fýrir ofan, er miö- punktur hennar. Sýningarstjórar eru Anna Jóa og Ólöf Oddgeirsdóttur. ■ ÁRLEG SÝNING BLAÐAUÓS- MYNDARA I GERÐARSAFNI Þaö verður nóg um aö vera f Listasafni Kópavogs, Geröarsafni, á næstunni því í dag, klukkan 16, veröa opnað- ar þar árlegar sýningar Ljósmyndara- félags íslands og Blaöaljósmyndara- félags íslands. Sýningarnar bera yfir- skriftina Að lýsa flöt og.Mynd ársins 2000. Forseti íslands, Ólafur Ragn- .. „ ar Grímsson, opnar sýningarnar sem standa til 11. febrúar. Fundlr ■ FYRIRLESTUR UM NORRÆN EINKENNII STOKKHOLMI Nanna Hermansson heldur fyrirlestur í fund- arsal Norræna hússins í dag klukk- an 14. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Sjást norræn einkenni í Stokk- hólmi?. í fyrirlestrinum segir Nanna frá norrænu samstarfi í gegnum tíö- ina og hvernig þaö birtist í götu- mynd Stokkhólmsborgar. Allir eru velkomnir og aögangur er ókeypis. ■ HVAP ERU RÚSSA AÐ HUGSA? \ Árnl Bergmann rithöfundur er gestur MIR í félagsheimilinu á Vatnsstíg 10 í dag, klukkan 15, og mun hann flytja spjall sem hann nefnir Hvað eru Rússar að hugsa? - Séð og heyrt á „æskuslóðum" í Moskvu. Allir velkomnir. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Húsin heim - vopnfirsk pakkhús á Árbæjarsafninu Fyrir um það bil tuttugu og fimm árum stóð til að rífa tvö gömul pakkhús á Vopnafirði. Hugsanagangur þess tíma gerði ekki ráð fyrir að gömul hús væru þess virði að gera upp eins og tíðkast í dag. Þór Magnússon, fyrrverandi þjóð- minjavörður, taldi húsin hafa sögulegt gildi og lét flytja þau á Árbæjarsafnið í Reykjavík. Fljótlega eftir að húsin voru fjarlægð fóru landsmenn að gera sér grein fyrir sögulegu gildi gamalla húsa og aðdráttarafli þeirra fyrir ferðamenn. Vopnflrð- ingar áttuðu sig á mistökunum og raddir fóru að heyrast um að réttast væri að flytja húsin aftur austur þvi þar ættu þau heima. Viðmælendur blaðsins eru flestir sammála um að húsin eigi heima á Vopnafirði og er það i samræmi við þá hugmyndafræði að minjar séu best geymdar heima í héraði. Málið er þó ekki svo einfalt. Fyrstu árin eftir að húsin komu til Reykjavíkur stóðu þau óuppgerð á Árbæjarsafninu en fyrir skömmu lauk kostnaðarsamri endurgerð þeirra og nú eru þar sýningarsalir og fyrirlestrasalur safnsins. í framhaldi af þvi vakna ýmsar spurningar: Á að ílytja húsin aftur til Vopnaflarðar eða eiga þau að vera áfram á Árbæjarsafninu? Hver á að bera kostnaðinn af endurgerð þeirra og flokkast það undir sögufolsun að láta húsin standa í Ábæjarsafninu? -Kip Þjóðminjasafninu ber að skila húsunum - ekki sama hvar sál Vopnafjarðar er, segir Halldór Ásgrímsson „Ég er fæddur og alinn upp í Kaupangi, gamla kaupfélagshúsinu á Vopnaflrði, og þykir afskaplega vænt um að það sé byrjað að gera húsið upp,“ segir Halldór Ásgrímsson utan- rikisráðherra. „Það er búið að gera húsið upp að utan og að mínu mati hefur tekist mjög vel tii, það er eins og djásn á að líta. Afi minn og amma bjuggu í Kaupangi og foreldrar minir líka fyrstu búskaparárin. Sem krakki lék ég mér mikið við pakkhúsin og á mínar fyrstu minningar þaðan.“ Pakkhúsin samofin sögu Vopnafjaröar „Þegar frystihúsið á Vopnaflrði var byggt þurfti því miður að flar- læga pakkhúsin. Þjóðminjasafnið tók að sér að varðveita þau og lét flytja þau á Árbæjarsafnið. Það má alls ekki vanmeta þá björgun en ég er aft- ur á móti þeirrar skoðunar að húsin eigi heima austur á Vopnafirði. Hús- in eiga sér mikla sögu og hún er sam- ofm sögu Vopnaflarðar, Kristján flallaskáld drakk sig til dæmis í hel á kvistinum á öðru húsinu sem ungur maður. Húsin eru hluti af sögu og heild gamalla húsa sem voru á Vopnaflrði. Áð mínu mati falla þau ekki inn í myndina á Árbæjarsafninu. Það er eindregin skoðun mín að flytja eigi húsin aftur á Vopnaflörð og ég.tel af- skaplega mikilvægt að það skapist skilningur fyrir því. Pakkhúsin stóðu upphaflega aust- an megin við Kaupang, þar sem frystihúsið er núna, en það mætti hæglega setja þau upp vestan megin við gamla kaupfélagið og þar mundu þau falla mjög vel inn í heildarmynd- ina.“ Fullkomlega réttlætanlegt „Með því að taka að sér varð- veislu pakkhúsanna á sínum Halldór Asgrimsson utanríkisráðherra er fæddur og uppalinn í Kaupangi Halldór ásamt Önnu Guönýju systur sinni fyrir utan Kaupang í byrjun sjötta áratugarins. tíma axlaði Þjóðminjasafnið ákveðna ábyrgð gagnvart Vopn- firðingum og á því að skila þeim aftur. Ég tel að tengsl húsanna við sögu Vopnafjarðar réttlæti fullkomlega flutning þeirra þang- að aftur.“ Aðspurður viðurkennir Halldór að flutningur húsanna sé honum mikið hjartans mál og hann beri sterkar tilfinningar til þeirra. Hann segir aftur á móti að það sé Vopnfirðinga að ákveða hvort þeir vilji fá húsin aftur heim. „Að mínu mati eru þessi hús sálin í byggðarlaginu og það er ekki sama hvar sál Vopnafjarðar er,“ segir Halldór að lokum. -Kip Mkt Vopnafjöröur 1842 Pakkhúsin eins og þau komu A. Mayer fyrir sjónir í íslandsleiöangri hans á miöri nítjándu öld. Fallegri bæjar- mynd Þorsteinn Sveinsson, sveitar- stjóri á Vopnafirði, segir að bæjar- búar séu almennt spenntir fyrir því að fá húsin aftur austur. „Síð- astliðið haust var lokið við að gera Kaupang upp að utan og í framhaldi af því kom upp umræða um að fá pakkhúsin aftur. Bæjar- myndin yrði tvímælalaust fallegri ef pakkhúsin stæðu við Kaupang." Þorsteinn segist gera sér grein fyr- ir því að það sé ekki hlaupið að því að fá húsin aftur og það yrði að nást um það sátt milli Vopna- fjarðarhrepps, Reykjavíkurborgar og Þjóðminjasafnsins. -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.