Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 50
58
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001
DV
> Tilvera
lí f iö
Já, hamingjan á
Litla sviðinu
Leikritið Já, hamingjan eftir
Kristján Þórð Hrafnsson er
sýnt í kvöld klukkan 20.30 á
Litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu.
Böll
1 HARMONIKUBALL I ASGARÐI
Félagar í Harmoníkufélagi Reykja-
víkur leika fyrir dansi á ekta harm-
oníkuballi í Asgarði, Glæsibæ, I
kvöld. Ragnheiður Hauksdóttir syng-
ur og jóölar. Allir velkomnir.
> Leikhús_________________________
■ EVA Bersögli sjálfsvarnareinleikur-
inn Eva verður sýndur í kvöld kl. 21 í
Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. .
Frábær tragíkómedía.
■ Á SAMA TÍMA SjOAR Sýning i
kvöld kl. 20 í Loftkastalanum .
Leikendur eru Tinna Gunnlaugsdótt-
ir og Siguröur Sigurjónsson . I kort
gilda. Órfá sæti laus.
■ ÁSTKONUR PICASSOS Leikritiö
Ástkonur Picassos eftir Brian
McAvera veröur sýnt í Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins í kvöld kl. 20.
' ■ HORFDU REIÐUR UM ÖXL
Horfðu reiður um öxl eftir John Os-
born verður sýntj kvöld kl. 20 í
Þjóðleikhúsinu. Örfá sæti eru laus.
■ TRÚÐLEIKUR í IÐNÓ Iðnó sýnir
Trúöleik í kvöld klukkan 20. Leikarar
í verkinu eru Halldór Gylfason og
Friðrik Friðriksson. Örfá sæti laus.
Opnanir
■ FRASAGNARMALVERKK) I
HAFNARHUSINU A sýningunni Frá-
sagnarmálverkið, sem veröur opnuö
í Hafnarhúsinu í dag klukkan 16,
eru sýnd verk eftir hóp franskra
listamanna sem uröu mjög áberandi
þegar popplistin leit dagsins Ijós á
sjöunda áratugnum.
■ SÓFAMÁLVERKIÐ í HAFNAR-
' HUSINU Sýningin Sófamálverkið
veröur opnuð í dag í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi, en henni
er ætlaö að skírskota til þeirrar
hefðar á fslenskum heimilum aö
gera stofuna aö miöpunkti heimilis-
ins þar sem sófinn, meö hinu hefö-
bundna málverki fýrir ofan, er miö-
punktur hennar. Sýningarstjórar eru
Anna Jóa og Ólöf Oddgeirsdóttur.
■ ÁRLEG SÝNING BLAÐAUÓS-
MYNDARA I GERÐARSAFNI Þaö
verður nóg um aö vera f Listasafni
Kópavogs, Geröarsafni, á næstunni
því í dag, klukkan 16, veröa opnað-
ar þar árlegar sýningar Ljósmyndara-
félags íslands og Blaöaljósmyndara-
félags íslands. Sýningarnar bera yfir-
skriftina Að lýsa flöt og.Mynd ársins
2000. Forseti íslands, Ólafur Ragn-
.. „ ar Grímsson, opnar sýningarnar sem
standa til 11. febrúar.
Fundlr
■ FYRIRLESTUR UM NORRÆN
EINKENNII STOKKHOLMI Nanna
Hermansson heldur fyrirlestur í fund-
arsal Norræna hússins í dag klukk-
an 14. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina
Sjást norræn einkenni í Stokk-
hólmi?. í fyrirlestrinum segir Nanna
frá norrænu samstarfi í gegnum tíö-
ina og hvernig þaö birtist í götu-
mynd Stokkhólmsborgar. Allir eru
velkomnir og aögangur er ókeypis.
■ HVAP ERU RÚSSA AÐ HUGSA?
\ Árnl Bergmann rithöfundur er gestur
MIR í félagsheimilinu á Vatnsstíg
10 í dag, klukkan 15, og mun hann
flytja spjall sem hann nefnir Hvað
eru Rússar að hugsa? - Séð og
heyrt á „æskuslóðum" í Moskvu.
Allir velkomnir.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Húsin heim
- vopnfirsk pakkhús á Árbæjarsafninu
Fyrir um það bil tuttugu og fimm árum stóð til að rífa tvö gömul pakkhús á
Vopnafirði. Hugsanagangur þess tíma gerði ekki ráð fyrir að gömul hús væru
þess virði að gera upp eins og tíðkast í dag. Þór Magnússon, fyrrverandi þjóð-
minjavörður, taldi húsin hafa sögulegt gildi og lét flytja þau á Árbæjarsafnið í
Reykjavík.
Fljótlega eftir að húsin voru fjarlægð fóru landsmenn að gera sér grein fyrir
sögulegu gildi gamalla húsa og aðdráttarafli þeirra fyrir ferðamenn. Vopnflrð-
ingar áttuðu sig á mistökunum og raddir fóru að heyrast um að réttast væri
að flytja húsin aftur austur þvi þar ættu þau heima. Viðmælendur blaðsins
eru flestir sammála um að húsin eigi heima á Vopnafirði og er það i samræmi
við þá hugmyndafræði að minjar séu best geymdar heima í héraði. Málið er þó
ekki svo einfalt. Fyrstu árin eftir að húsin komu til Reykjavíkur stóðu þau
óuppgerð á Árbæjarsafninu en fyrir skömmu lauk kostnaðarsamri endurgerð
þeirra og nú eru þar sýningarsalir og fyrirlestrasalur safnsins.
í framhaldi af þvi vakna ýmsar spurningar: Á að ílytja húsin aftur til
Vopnaflarðar eða eiga þau að vera áfram á Árbæjarsafninu? Hver á að bera
kostnaðinn af endurgerð þeirra og flokkast það undir sögufolsun að láta húsin
standa í Ábæjarsafninu? -Kip
Þjóðminjasafninu ber
að skila húsunum
- ekki sama hvar sál Vopnafjarðar er, segir Halldór Ásgrímsson
„Ég er fæddur og alinn upp í
Kaupangi, gamla kaupfélagshúsinu á
Vopnaflrði, og þykir afskaplega vænt
um að það sé byrjað að gera húsið
upp,“ segir Halldór Ásgrímsson utan-
rikisráðherra. „Það er búið að gera
húsið upp að utan og að mínu mati
hefur tekist mjög vel tii, það er eins
og djásn á að líta. Afi minn og amma
bjuggu í Kaupangi og foreldrar minir
líka fyrstu búskaparárin. Sem krakki
lék ég mér mikið við pakkhúsin og á
mínar fyrstu minningar þaðan.“
Pakkhúsin samofin sögu
Vopnafjaröar
„Þegar frystihúsið á Vopnaflrði
var byggt þurfti því miður að flar-
læga pakkhúsin. Þjóðminjasafnið tók
að sér að varðveita þau og lét flytja
þau á Árbæjarsafnið. Það má alls
ekki vanmeta þá björgun en ég er aft-
ur á móti þeirrar skoðunar að húsin
eigi heima austur á Vopnafirði. Hús-
in eiga sér mikla sögu og hún er sam-
ofm sögu Vopnaflarðar, Kristján
flallaskáld drakk sig til dæmis í hel á
kvistinum á öðru húsinu sem ungur
maður. Húsin eru hluti af sögu og
heild gamalla húsa sem voru á
Vopnaflrði.
Áð mínu mati falla þau ekki inn í
myndina á Árbæjarsafninu. Það er
eindregin skoðun mín að flytja eigi
húsin aftur á Vopnaflörð og ég.tel af-
skaplega mikilvægt að það skapist
skilningur fyrir því.
Pakkhúsin stóðu upphaflega aust-
an megin við Kaupang, þar sem
frystihúsið er núna, en það mætti
hæglega setja þau upp vestan megin
við gamla kaupfélagið og þar mundu
þau falla mjög vel inn í heildarmynd-
ina.“
Fullkomlega réttlætanlegt
„Með því að taka að sér varð-
veislu pakkhúsanna á sínum
Halldór Asgrimsson utanríkisráðherra er fæddur og uppalinn í Kaupangi
Halldór ásamt Önnu Guönýju systur sinni fyrir utan Kaupang í byrjun sjötta áratugarins.
tíma axlaði Þjóðminjasafnið
ákveðna ábyrgð gagnvart Vopn-
firðingum og á því að skila þeim
aftur. Ég tel að tengsl húsanna
við sögu Vopnafjarðar réttlæti
fullkomlega flutning þeirra þang-
að aftur.“
Aðspurður viðurkennir Halldór
að flutningur húsanna sé honum
mikið hjartans mál og hann beri
sterkar tilfinningar til þeirra.
Hann segir aftur á móti að það sé
Vopnfirðinga að ákveða hvort
þeir vilji fá húsin aftur heim. „Að
mínu mati eru þessi hús sálin í
byggðarlaginu og það er ekki
sama hvar sál Vopnafjarðar er,“
segir Halldór að lokum. -Kip
Mkt
Vopnafjöröur 1842
Pakkhúsin eins og þau komu A. Mayer fyrir sjónir í íslandsleiöangri hans á miöri nítjándu öld.
Fallegri
bæjar-
mynd
Þorsteinn Sveinsson, sveitar-
stjóri á Vopnafirði, segir að bæjar-
búar séu almennt spenntir fyrir
því að fá húsin aftur austur. „Síð-
astliðið haust var lokið við að gera
Kaupang upp að utan og í
framhaldi af því kom upp umræða
um að fá pakkhúsin aftur. Bæjar-
myndin yrði tvímælalaust fallegri
ef pakkhúsin stæðu við Kaupang."
Þorsteinn segist gera sér grein fyr-
ir því að það sé ekki hlaupið að
því að fá húsin aftur og það yrði
að nást um það sátt milli Vopna-
fjarðarhrepps, Reykjavíkurborgar
og Þjóðminjasafnsins. -Kip