Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 27. JANUAR 2001 53 DV Tilvera Reykjavíkurmeistaramótið í sveitakeppni: Subaru-sveitin sigraði örugglega Myndasögur Eins og ég spáði í síðasta þætti snerist Reykjavíkurmeistaramótið upp í einvígi milli tveggja sveita, sveitar Subaru og Ferðaskrifstofu Vesturlands. Þessar sveitir áttu inn- byrðis leik í næstsíðustu umferð mótsins og þegar sú fyrmefnda vann þann leik virtust úrslitin ráð- in. Subarusveitin endaði síðan mót- ið með stæl, með því að vinna síð- asta leikinn með fullu húsi. Röð og stig efstu sveitanna varð því þessi: 1. Subaru-sveitin 424 2. Ferðaskrifstofa Vesturlands 403 3. Þrír Frakkar 382 4. Valgarð Blöndal 378 5. Skeljungur 360 6. Helgi Jóhannsson 355 I Subaru-sveitinni spila Aðal- steinn Jörgensen, Sverrir Ármanns- son, Matthías Þorvaldsson, Þorlák- ur Jónsson, Jón Baldursson og Sig- urður Sverrisson. Árangur para í Butlerútreikningi var bestur hjá Karli Sigurhjartar- syni og Sævari Þorbjörnssyni, en þeir skoruðu að meðaltali 1,10 impa í spili. Og Karl átti einnig næstbesta árangurinn og þá á móti syni sínum Snorra, en þeir skoruðu að meðal- tali 0,99 impa í sþili. Við skulum skoða eitt spil frá leik Subaru-sveitarinnar við sveit Sím- onar Símonarsonar úr 5. umferð. A/O * G1098 * D * D984 * D1087 ♦ KD2 ♦ Á54 ♦ 53 N * 53 * G98632 * K62 65 ♦ Á764 ** K107 ÁG107 * 32 í opna salnum sátu n-s Aðalsteinn og Sverrir, en a-v Simon og Sverrir Kristinsson. Sagnirnar voru þannig: Austur Suöur Vestur Norður 2»! dobl pass 4« pass 4 ♦ pass 4 v pass 4* pass 4 grónd pass 5 pass 6 ♦ pass pass pass Opnun Símonar á tveimur hjört- um er skólabókardæmi um það, hvemig ekki á að nota þessar sagn- ir og reyndar geta n-s nælt sér í 1100 með bestu vörn ef Aðalsteinn velur að passa. Engu að síður skapaði opnunin erfíðleika í sögnum fyrir n-s því Að- alsteinn á enga góða sögn við dobli suðurs. Hann velur síðan fjögur lauf, þá bestu í stöðunni, því frá hans bæjardyrum er slemma nokk- uð sjálfsögð. Sagnir þróast síðan þvingað upp í sex lauf, sem er væg- ast sagt nokkuð hæpin slemma. En við skulum fá okkur sæti bak við fyrrverandi heimsmeistarann. Stefán Guðjohnsen skrifar um bridge Símon spilaði út tígultvisti og þótt einhver hætta sé á því að þetta sé einspil þá velur Aðalsteinn að láta tíuna úr blindum. Sverrir fær slaginn á drottninguna og spilar spaðagosa til baka. Aðalsteinn drep- ur á ásinn í blindum, spilar laufi og áttan kemur frá Sverri. Skipting Simonar er nú nokkuð ljós, hann hefir byrjað með sex hjörtu og þrjá tígla. Hafi hann átt einspil í spaða hefði hann líklega spilað því út og þar af leiðandi er líklegast að hann sé með 2-2 í svörtu litunum. Aðal- steinn lætur því níuna og er feginn þegar hún heldur. Næst er hjarta- staðan skoðuð með því að spila hjartaás. Þegar drottningin kemur frá Sverri er engin ástæða til þess að svína tígli og Aðalsteinn spilar tígli upp á ás. Þá kemur lauf, gosan- um svínað, trompin tekin og hjarta- svíningin rekur síðan smiðshöggið á þessa hæpnu slemmu. Það voru 920 til n-s og 11 impa gróði, því á hinu borðinu spiluðu n- s fjóra spaða og unnu þá slétt. Ég rak augun í aðra 920 á skor- blaði spilsins og við eftirgrennslan kom i ljós, að Sigtryggur Sigurðsson i sveit Málningar hafði einnig spil- að sex lauf og unnið. Hann hafði einnig svínað laufaníu, en hvað sagnröðina varðaði þá taldi hann hana ekki áhugaverða fyrir lesend- ur þáttarins. Aöalsteinn Jörgensen. þU stgraðir Tá-Den konung einu srnnF og þú getur því lika unnið LOKASIGUR é honum! Þá verður ÞU KONUNGUR LURI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.