Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001
Fréttir
DV
Borgarfulltrúar taka vel í hugmyndir Skúla Bjarnasonar:
Neðanjarðarlest
fær mikinn meðbyr
Stuttar fréttir
„Ætli menn að
byggja upp mið-
borgina og hafa
hana sem mið-
punkt Reykjavík-
ur, þá er neðan-
jarðarlest einn af
þeim hlutum sem
munu koma til
með að verða
hluti af þeirri
mynd,“ segir Júlí-
us Vífill Ingvars-
son, borgarfull-
trúi Sjálfstæðis-
fiokks í Reykja-
vík, um hugmynd-
ir Skúla Bjarna-
sonar lögmanns,
sem gerði skýrslu
fyrir Reykjavíkur-
borg um almenn-
ingssamgöngur á
höfuðborgarsvæð-
inu.
Helgí Hjörvar:
fysilegur kostur.
Júlíus Vífill
Ingvarsson:
fyrirsjáanlegt
neyðarástand.
Skúli sagðist í DV í gær vera sér-
staklega hrifinn af þeirri hugmynd
að setja á legg neðanjarðarlestar-
kerfi í Reykjavík og kallaði á raun-
hæfar aðgerðir í þá átt að skoða
þann möguleika.
„Við stöndum frammi fyrir því að
í náinni framtíð er fyrirsjáanlegt
neyðarástand á götunum í Reykjavík
ef horft er út frá núverandi skipu-
lagi,“ segir Júlíus VifiU og kallar á
nýjar leiðir í samgöngum í borginni.
„Það kostar okkur ekki mikið að
setja vinnuna í gang og athuga hvað
neðanjarðarlest komi til með að
kosta og hvaða staðsetning verði hag-
kvæmust í nálægri framtíð. Við þurf-
um að skoða aðrar leiöir en að um-
ferðin fari bara eftir götunum, þar
sem þær bera þessa miklu umferð nú
þegar illa. Miðað við spár sem lagðar
hafa verið fram í tengslum við svæð-
isskipulag er ljóst að aukning um-
ferðar leiðir til þess að hér stefnir í
hálfgert neyðarástand á götunum,"
segir Júlíus sem hefur meðal annars
mælt með eins kílómetra löngum
jarðgöngum frá Umferðarmiðstöð-
inni að miðborginni. ^ .
Mállð .
skoð- *««e&........
að
Helgi
Hjörvarr,
borgarfull-
trúi R-list-
ans í
Reykjavík,
segir jarðlest /íSgffSSte
vera fysilegan
kost í almenn-
ingssamgöngum
sem horfa ætti til í framtíðinni.
„Það þarf að fara í gríðarleg verk-
efhi í vegagerð til að halda uppi nú-
verandi þjónustustigi í gatnakerfinu
og kostnaðurinn við þau hleypur á
milljarðatugum. Neðanjarðarlesta-
kerfi í Reykjavík er fýsilegur kostur
í framtíðinni en hingað til hafa lest-
arhugmyndir strandað á of miklum
kostnaði og of fáu fólki.
í fljótu bragði sýnist
mér kostnaðurinn
geta numið um millj-
ón króna á hvert
heimili í borginni,"
segir hann.
Helgi segir
líklegt að borg-
arjdirvöld
muni taka mál-
ið til athugun-
ar á næstunni.
Of snemmt er að segja til um
það núna hvort skipuð verði nefnd
eða einhver ráðinn til að meta að-
stæður fyrir neðanjarðarlest í borg-
inni. Mér finnst sjálfsagt að fara yfir
málið og skoða allar stærðir í sam-
bandi við það, enda kemur sá tími að
lestir verða nægilega hagkvæmar
hér,“ segir hann. -jtr
819 e-töflur í
meltingarvegi
Guðmundur Njáli Guðmundsson,
29 ára, hefur verið ákærður fyrir að
hafa flutt 819 e-töflur í líkama sínum
þegar hann kom með flugi til Kefla-
víkur frá Þýskalandi þann 15. október
síðastliðinn. Honum er einnig geflð
að sök að hafa ætlað að selja efnin
hér á landi í hagnaðarskyni.
Guðmundur Njáll hefur viður-
kennt sök. Við þingfestingu í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær lýsti hann
því yfir að ákæran á hendur honum
væri rétt. Samkvæmt upplýsingum
DV var allt þetta magn falið í smokk-
um sem ákærði hafði ýmist gleypt
eða stungið í endaþarm áður en hann
lagði upp í flugferðina til íslands. Þeg-
ar hann var handtekinn voru efnin „á
ýmsum stöðum í meltingarvegi".
Ákærði gaf lögreglu ekki skýringar
á því hvort hann eða einhver annar
hefði lagt á ráðin um innflutninginn.
Réttarhöld með vitnaleiðslum hefjast
í málinu 5. febrúar. -Ótt
Plönturnar gerðar upptækar
Lögreglumaður með marijúanaplönturnar sem fundust í geymslunni í Kríuhólum.
New York-Keflavík:
Leið yfir farþega
Tveir farþegar í Flugleiðaþotu á
leiö frá New York til Keflavíkur
féllu í yfirlið með stuttu millibili í
áætlunarflugi félagsins að morgni
síðastliðins mánudags. Um var að
ræða tvær konur, önnur var sænsk
en hin frönsk. Engin tengsl voru á
miili kvennanna. Talið er að of-
þreyta hafi valdiö yfirliðinu í öðru
tilvikinu en flensa hinu. Konurnar
náðu sér fljótt og gengu frá borði í
Keflavík eins og ekkert hefði í
skorist.
Flugleiðir fljúga dag hvem með j
um fjögur þúsund farþega þannig að |
ekki þykir tiltökumál þó einn og
einn farþegi falli í yfírlið. Hins veg-
ar mun fátítt að það líöi yfir tvo far- I
þega í einu og sömu flugferðinni.
-EIR
Marijúana
í Kríuhólum
Síðdegis í gær lagði fikniefnalög-
reglan hald á marijúanaplöntur sem
veriö höfðu í ræktun í geymslu fjöl-
býlishúss í Kríuhólum í Breiðholti.
Réðst lögreglan til inngöngu í geymsl-
una eftir ábendingu frá íbúa hússins
sem fundið hafði torkennilega lykt
þegar hann var að þrffa eigin
geymslu. í ljós komu stórar mari-
júanaplöntur sem vaxið höfðu vel
með aðstoð hitalampa og annars út-
búnaðar sem henta þykir við slíka
ræktun. Eigandi geymslunnar í Kríu-
hólum var krafinn skýringa á þessu
tómstundagamni sínu og plönturnar
gerðar upptækar af lögreglu. -EIR
Blaðið í dag
Sprett- hlauparann skorti úthald Erlent fréttaljós
•f ^ Áhyggjur af kjötsmygli Kúariða og Creutzfeldt-Jakob
1 c
Hvað er
Hvannadals-
hnúkur hár?
Líklega ekkl
2019 m
Tónlistin er
krefjandi
ástkona
Finnur Torfi
Stefánsson
í draumi
sérhvers manns
Á næturnar
Elskaðu
rassinn þinn
Allt bygglst
á endanum
Sársaukafull
og fyndin
hamingja
Kristján Þórður
Hrafnsson
Austfirsk hús
Reykjavík
Símatorg
Hæstaréttar
Hallgrímur
Helgason
Þrumustuð í
þrjátíu ár
Geirmundur
Valtýsson
Ekki pólitísk afskipti
„Ég kannast ekki
við það að fyrri eig-
endur Stöðvar tvö
hafi reynt að hafa
nein pólitísk afskipti
af eða áhrif á störf
fréttastofunnar,"
sagði Elín Hirst þeg-
ar blaðamaðiu Vís-
is.is bar þau ummæli Sigurðar G. Guð-
jónssonar undir hana að áhrifamenn í
Sjálfstæðisflokknum hefðu ætlað
henni sem fréttastjóra Stöðvar 2 að
vinna borgina fyrir flokk þeirra.
Stórsamningur
Orkuveita Reykjavíkur og Hf. Eim-
skipafélag íslands gerðu f gær með sér
þjónustusamning um birgðahald og
dreifingu sem sagður er sá stærsti
sinnar tegundar hér á landi. Þjónustu-
samningurinn er til fimm ára og mark-
ar tímamót þar sem um er að ræða
fyrsta samning sem opinbert fyrirtæki
gerir um heildarbirgðahald sitt. Samn-
ingurinn nær til vörumóttöku, inn-
skráningar, birgðavörslu, móttöku
pantana, tollafgreiðslu, aimennrar af-
greiðslu og dreifingar.
Sjómenn samþykkja
Sjómenn í Verkalýðsfélagi Húsavík-
ur hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu
að boða til verkfalls sem heQist 15.
mars. 82,6 prósent sjómanna, sem tóku
þátt i atkvæðagreiðslunni, samþykktu
verkfaliið en 17,4 prósent sögðu nei,
samkvæmt upplýsingum frá verka-
lýðsfélaginu. Mbl.is sagði frá.
Mjólkurfoú gegn fósturvísum
Stjórn og varastjóm Mjólkursam-
lagsins í Búðardal hafa samþykkt
ályktun þar sem skorað er á Guðna
Ágústsson landbúnaðarráðherra að
fresta fyrirhuguðum innflutningi á
fósturvísum úr norskum kúm. Þar seg-
ir einnig að afar mikilvægt sé að halda
imynd hreinleika og hollustu, öll vafa-
mál beri að túlka íslenskum landbún-
aði og íslensku þjóðinni í hag.
Sandkassaleikur
Grétar Mar Jóns-
son segir útgerðar-
menn vera í sand-
kassaleik sem valdi
því að ekki sé hægt
að semja við sjó-
menn. Grétar Mar
sagði í samtali við
fréttastofu Útvarps-
ins að útgerðarmenn stefndu flotanum
í verkafall í því skyni að fá enn einu
sinn sett lög á sjómenn.
Salmonellusvið
Salmonella hefur greinst f sviðahús-
um á Höfn. I desember kom í ljós að
um 20 prósent sýna reyndust smituð.
Salmonella hefúr ekki ftmdist í öðrum
sláturafurðum og ekki hafa komið upp
veikindi. RÚV sagði frá.
Kreppumerki
Hætta er á að fjár-
málakreppa vofi yfir
íslensku efnahagslífi
að mati Össurar
Skarphéðinssonar,
formanns Samfylk-
ingarinnar. Össur les
þetta út úr umsögn
sendinefndar Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk
efnahagsmál. Sendinefndin kannaði
ástand íslenskra efnahagsmála í síð-
ustu viku og komst að þeirri niður-
stöðu að viðskiptahallmn væri of mik-
ill og erlendar skuldir svo háar að að-
gerða væri þörf.
Haldið til haga
í teikningu þar sem gerður var sam-
anburður á stærð Reykjavikurborgar
og Vestfjarðagöngum láðist að geta
þess að grunnteikning var gerð af
starfsmönnum Vegagerðarinnar.
-rt