Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 12
12 Helgarblað LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 DV Peter Mandelson hefur tvívegis þurft að segja af sér ráðherraembætti: Spretthlauparinn sem skorti úthald „Mestu mistök Mandelsons má öll rekja til þeirrar augljósu trúar hans aö hann sé miklu snjallari en allir í kringum hann, einkum þó minni háttar stjórnmálamenn og blaöa- menn sem hann sjarmeraði eða þjarmaði að til að þoka eigin málum áleiðis en sem hann fyrirleit alltaf svo ekki varð um villst." Ekki íogur lýsing sem Anatole Kaletsky gefur á Peter Mandelson í breska blaðinu The Times á fimmtudag, daginn eftir að Mandel- son neyddist til að segja af sér emb- ætti ráðherra málefna Norður-ír- lands í stjórn Tonys Blairs. Ástæö- an var sú að Mandelson sagði ekki allan sannleikann um afskipti sín af umsókn indversks auðkýfings, Srichands Hinduja, um breskt ríkis- fang fyrr en hann gat ekki annað. Og þá var það um seinan. Hann átti ekki annarra kosta völ en að segja af sér. Mandelson ítrekaði við frétta- menn fyrir utan skrifstofur Tonys Blairs í Downingstræti á miðviku- dag að hann hefði ekki aðhafst neitt rangt. Hann hefði hins vegar átt að greina fyrr frá persónulegum af- skiptum sínum af ríkisfangsumsókn Indverjans. A5 koma sér burt Mandelson réðst harkalega að breskum fjölmiðlum sem hafa farið hamförum, margir hverjir, og kall- að hann öllum illum nöfnum i gegn- um tíöina. Þá hafa fjölmiðlar sýnt einkalífi Mandelsons mikinn áhuga, einkum þeirri staðreynd að hann er samkynhneigður. Mandelson hefur ætíð haldið því fram að samkynhneigð hans væri einkamál hans en ekki endilega leyndarmál. Upp á síðkastið hefur hins vegar sést oftar til hans með brasilískum sambýlismanni sínum úti á lífinu. „Ég ætla að koma mér burt frá öllum þessum endalausu sögum, deilum og klofningi og því sem fylg- ir. Með öðrum orðum langar mig til aö lifa eðlilegra lífi, bæði í stjórn- málum og, í framtiðinni, utan þeirra,“ sagði Mandelson. um talinn vera potturinn og pannan á bak viö stórsigur Verkamanna- nú sagt tvisvar af sér ráðherraemb- ætti á tveimur árum. 1 fyrra skiptið sagði hann af sér í desember 1998 vegna þess að hann hafði ekki greint frá tugmilljón króna láni sem hann fékk hjá samráðherra sinum, Geoffrey Robinson, til að kaupa sér hús í Notting Hill, hverfinu þar sem allt fina fólkið vill búa, kvikmynda- stjömur og þvíumlíkir. Myrkrahöföingi snýr aftur Pólitísk útlegð Mandelsons varði aðeins í tíu mánuði þegar hann var gerður að ráðherra málefna Norður- írlands. Núna þorir enginn að spá því að maöurinn sem andstæðingar hans kalla Myrkrahöfðingjann kom- ist aftur til æðstu metorða í bresk- um stjórnmálum. Draumar hans um að verða utanríkisráðherra virðast vera brostnir. Gamalreyndur félagi í Verka- mannaflokki Tonys Blairs kallaði Mandelson spretthlaupara í vik- unni. Sjálfsagt réttnefni þar sem Mandelson virðist skorta úthaldið sem þarf til að Verða langlífur í stjórnmálum. Þeir Peter Mandelson og Srichand Hinduja hittust í veislu á árinu 1998. Umsókn Hinduja um breskt ríkisfang hafði þá þegar ver- ið hafnað. Indverjinn spurði Mand- elson, að því er þeir báðir halda fram, hvort hann gæti nýtt sér breytt lög um innflytjendur þar sem þeir voru hvattir til að sækja um breskt ríkisfang sem höfðu búið lengi í landinu. í október sama ár létu Srichand Hinduja og bræður hans eina millj- ón punda í Þúsaldarhvelfinguna sem var reist á bökkum Thames-ár i Greenwich í tilefni aldamótanna 2000. Mandelson fór á þessum tíma með málefni Þúsaldarhvelfingarinn- ar sem var lokað fyrir skömmu vegna dræmrar aðsóknar ferða- manna. Símtalið örlagaríka Hinduja-bræöur höfðu hins vegar lýst áhuga sínum á að fjármagna hluta Þúsaldarhvelfingarinnar í febrúar 1997, áður en Verkamanna- flokkurinn komst til valda. Líklega má með sanni segja aö tveggja mínútna símtal hafi orðið Mandelson að falli. Það var í júní 1998 að hann hringdi í Mike O’Brien aðstoðarinnanríkisráðherra þar sem hann spurðist fyrir um umsókn indverska auðkýflngsins. Mandel- sonm hélt því hins vegar fram fyrst i stað að embættismenn hans hefðu hringt. Mike O’Brien sagði frétta- mönnum að þeir Mandelson hefðu aðeins talað saman í tvær mínútur og að ekki hefði verið beitt neinum þrýstingi. Minnisþlað um símtalið hafði ekki fundist á miðvikudag en að sögn staifsmanna innanríkisráðu- neytisins var þar um að ræða klúð- ur en ekki samsæri til að halda hlífiskildi yfir mönnunum tveimur. Hinduja fékk breskt ríkisfang og vegabréf í marsmánuði 1999. Tony Blair hefur nú falið mikilsmetnum lögmanni, Anthony Hammond, að kanna með hvaða hætti það bar til. Blair sagði þó á breska þinginu í vikunni að hann sjálfur og Jack Straw innanrikisráðherra væru sannfærðir um að þar væri enginn maðkur í mysunni. Ríkastir Asíubúa Srichand Hinduja er elstur þriggja bræðra sem allir stunda kaupsýslu. Annar bróöirinn, Gopichand, er einnig með breskt ríkisfang en sá þriðji, Prakash, er svissneskur ríkisborgari. Hinduja-fjölskyldan e.r hin rík- asta af asískum uþpruna í Bretlandi og bræðumir eru meðai tíu efnuð- ustu manna í landinu. Bræðumir eru ekki aðeins í frétt- um fjölmiöla í Bretlandi, heldur einnig í heimalandinu Indlandi þar sem þeir hafa verið yfirheyrðir vegna meintra mútugreiðslna í tengslum við fimmtán ára gamalt og umfangsmikið vopnasöluhneyksli þar sem sænska fyrirtækiö Bofors er í aðalhlutverki. Bræðurnir hafa verið sakaðir um að greiða ind- verskum embættismönnum milljón- ir dollara í mútur. Þeir neita öllum ásökunum. Hinduja-bræður geta rekið áuð- æfi sin til viðskipta föður þeirra, Parmanands, sem byrjaði fjórtán ára gamall aö flytja inn teppi, þúrrkaða ávexti og kryddjurtina saffron frá íran en þangað seldi hann sjálfur vefnaðarvöra, te og annað krydd. Synirnir fluttu mikið af viðskipt- um sínum til London fyrir tuttugu ámm. Þeir eru með mörg jám í eld- inum, rétt eins og faðir- þeirra forð- um. Fjölskyldufyrirtækið hefur stækkað mikið og tekur þátt í olíu- og bankaviðskiptum, fjölmiðlun og fleiru. Starfsmenn fyrirtækjanna eru 25 þúsund um allan heim. Urðu Gandhi að falli Bræðurnir féllust á að fara til Indlands til að láta yfirheyra sig í vopnasölumálinu gegn loforði um að þeir yrðu ekki handteknir. Vopnasöluhneyksli þetta varð til þess að stjórn Rajivs Gandhis, for- sætisráðherra Indlands, féll árið 1989. Gandhi, sem neitaði allri aðild að málinu, var síðan myrtur tveim- ur árum síðar. Og nú virðist sem bræðurnir hafi orðið enn einum stjórnmálamann- inum að falli. Byggt á The Times, Reuters og The Guardian. Peter Mandelson, sem er af mörg- flokksins í kosningunum 1997, hefur Tony og Peter Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands, hefur nú mátt horfa á eftir einum ötuiasta stuöningsmanni sinum úr ríkisstjórninni í annaö sinn á tveimur árum. Peter Mandelson, ráöherra málefna Noröur-írlands, sagöi af sér á miövikudag vegna ósannsögii um ríkisfangsumsókn indversks auökýfings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.