Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001
21
x>v
Helgarblað
DV-MYND E.ÓI.
Finnur Torfi Stefánsson tónskáld
Það er talið aö athyglispan nútímamannsins endist ekki nema i mesta lagi 10-15 mínútur þegar ný tónlist er
annars vegar. Ég fer ekki eftir þessu og min hljómsveitarverk eru yfirleitt í kringum 25 mínútur í flutningi. “
„Það er svo. En það er svo dá-
samlegur heimur sem sá maöur
dvelur í sem semur tónlist að þótt
viðurkenningu skorti þá skiptir
það ekki öllu máli. Þetta er sá
lífsstíll sem ég hef valið mér og
efnisleg gæði falla fljótt í gildi
samanborið við þennan starfa.“
Tónskáldið á traktornum
Finnur hefur tamið sér nokkuð
spartanska lifnaðarhætti og býr
nú suður í Grindavík eftir að
hafa verið búsettur á Tungufelli í
Lundarreykjadal í Borgarfirði í
mörg ár.
„Það er ekkert erfitt að temja
sér nægjusemi. Það er mér eðli-
legt en samfélaginu finnst þessi
skortur á munaði stundum ein-
kennilegur. Þegar ég bjó á Tungu-
felli átti ég um skeið engan bíl en
notaði þess í stað traktor sem
fylgdi jörðinni til kaupstaðar-
ferða. Ég ók honum niður í Borg-
arnes og tók rútuna þaðan í bæ-
inn.
Þetta fannst sveitungum mín-
um sætt og skemmtilegt fyrst í
stað en svo rann þeim til rifja bíl-
leysi tónskáldsins og þegar ná-
grannar mínir og vinir endurnýj-
uðu eitt sinn bíl sinn létu þeir mig
hafa þann gamla á slíku afsláttar-
verði að það var nánast gjöf.“
Finnur hefur fengist nokkuð við
tónlistarkennslu en síðustu ár
helgað sig tónsmíðum eingöngu.
Hann segist alls ekki vera einangr-
aður eða einfari í íslenskum tón-
listarheimi þótt hann kjósi að búa
utan höfuðborgarsvæðisins.
Aldrei heyra Legg og skel
„Ég vissi alveg að hverju ég
gekk þegar ég kom heim frá Am-
eríku og var sáttur við að það
væri þannig. Þó að valið í þessa
keppni hafi ef til vill opnað lítinn
glugga út í heiminn þá reikna ég
alls ekki með að heyra öll verk
mín meðan ég lifi. Ég samdi óp-
eru, Legg og skel, fyrir fáum árum
og vildi gjarnan ráðast í að semja
óperu um Hallgerði langbrók. En
möguleikar mínir á að heyra Legg
og skel meðan ég lifi eru engir og
ætli Hallgerður bíði því ekki um
sinn.“
í þessu smáa samfélagi lista-
manna á íslandi hafa mörg tón-
skáld fengist við að semja margs
konar tónlist, bæði fyrir leikhús
og annars konar listflutning en
hljómsveitarverk. Hefur Finni
aldrei dottið í hug að semja vin-
sælt jarðarfararlag?
„Ég reyni að dreifa ekki kröft-
um mínum. Sú tónlist sem ég vil
helga mig er krefjandi ástkona og
verður að fá að sitja ein að mér.“
-PÁÁ
Tónlistin
krefíandi
er
ástkona
- tónverk Finns Torfa Stefánssonar
valið eitt af 12 verkum úr 1131 í
stærstu tónsmíðasamkeppni heimsins
„í þessu felst auðvitað mikil
uppörvun fyrir mig. Ég er alger-
lega óþekkt tónskáld. Erlendis hef-
ur enginn heyrt mín getið og hér
heima eru þeir aöeins fáir sem
þekkkja verk min.“
Þetta segir Finnur Torfi Stefáns-
son, tónskáld sem nýlega hlotnað-
ist sá heiður að verk hans, De
Amore, var valið í hóp 12 verka í
tónverkasamkeppni sem telja má
meðal þeirra stærstu sem haldin
er í heiminum.
„Þessi keppni heitir Masterprice
og er haldin af BBC og fleiri aðil-
um og þetta er í annað sinn sem
keppnin er haldin. Markmiö henn-
ar er að finna hljómsveitarverk
sem talið er líklegt að hafi varan-
legt gildi og geti orðið klassísk.
Það er verið að leita að nýju efni
sem gæti orðið hluti af efnisskrá
sinfóníuhljómsveita um heim all-
an.“
Allir jarðarbúar með
Öllum jarðarbúum er heimilt að
taka þátt í keppninni og senda inn
verk sem skyldi vera 6-15 mínútur
aö lengd. Alls barst 1131 verk til
dómnefndar sem nú hefur valið 12
þeirra til nánari skoðunar.
„Það sem tekur við nú er langt
og flókið ferli sem stendur í allt
sumar áður en endanleg úrslit
liggja fyrir,“ sagði Finnur í sam-
tali við DV.
Að sögn Finns hefur mat manna
á æskilegri lengd tónverka fyrir
sinfóníuhljómsveit verið breyti-
legt gegnum aldirnar. Mozart og
Haydn sömdu gjarnan verk sem
tóku 20-30 mínútur í flutningi en
Beethoven, eftirmaður þeirra, kom
því á að verk gátu tekið allt að
einn og hálfan tima í flutningi og
þótti ekki mikið. Ytri mörkin
liggja síðan eflaust f Niflunga-
„En þetta er svo dásamleg-
ur heimur sem maður dvel-
ur í þegar maður er að
semja tónlist að þótt viður-
kenningu skorti þá skiptir
það ekki máli.
Þetta er sá lífsstíll sem ég
hef valið mér og efnisleg
gœði falla fljótt í verði
samanborið við tónlistina. “
hring Richards Wagners sem tek-
ur á aðra viku í fullu starfi að
spila og fer þeim fækkandi sem
eru handgengnir verkinu í fullri
lengd.
„Það er talið að athyglispan nú-
tímamannsins endist ekki nema í
mesta lagi 10-15 mínútur þegar ný
tónlist er annars vegar. Ég fer ekki
eftir þessu og mín hljómsveitar-
verk eru yfirleitt í kringum 25
mínútur í flutningi,“ segir Finnur
strangur á svip.
Þarna er komin skýringin á þvi
hvers vegna De Amore er 10 mín-
útna langt því það er hluti af verki
í þremur þáttum.
Poppari, þingmaður, tónskáld
Finnur er rúmlega fimmtugur
og hefur fengist við ýmislegt um
dagana. Hann var á sínum yngri
árum poppari í einni vinsælustu
hljómsveit landsins, Óðmönnum,
með Ólafi Þórarinssyni og Jó-
hanni G. Jóhannssyni. Þegar hann
hengdi gítarinn upp á snaga lærði
hann lögfræði og starfaði sem lög-
fræðingur árum saman. Hann var
á kafl í pólitík um hríð eins og
hann á kyn til, sonur Stefáns
Gunnlaugssonar í Hafnarfirði en
tveir aðrir synir Stefáns, Guð-
mundur Árni og Gunnlaugur, hafa
setið á þingi.
En þrátt fyrir ýmsa kosti kallaði
tónlistin alltaf á hann og Finnur
hvarf til Ameríku og nam tónfræði
og tónsmíðar árum saman áður en
hann sneri heim aftur til íslands
um 1990 og hefur síðan helgað sig
tónsmíðum að mestu og eingöngu
síðustu fimm árin. Hann hefur
samið fjölda verka þótt fæst þeirra
hafi hann heyrt flutt og meðal ann-
ars óperu sem heitir Leggur og
skel.
It’s the real thing
„Vandi tónskálda í dag er vandi
nútímamenningar almennt. Við eig-
um í miklum vandræðum með að
svara gildishlöðnum spurningum
eins og hvaö er ljótt, fallegt, gott
o.sv.frv. Mælikvarði markaðshyggj-
unnar er lagður á allt. Er þetta vin-
sælt? Er hægt að græða á því?
Afleiöingin er sú að okkur hætt-
ir til að telja það gott sem okkur
líkar við fyrstu heyrn og selst vel.
Menntaðir og vel upplýstir menn,
sem fá að velja sér lag í útvarpi,
biðja um The Monkees. Maöurinn
hefur sjaldan átt eins erfitt með
þessar spurningar og í dag.
Gott tónverk er ekki eitthvað
sem maður fellur fyrir við fyrstu
heyrn. Tónlist er mjög krefjandi
og hún vill alla athygli þína og
smátt og smátt ferðu að heyra þau
ríku blæbrigði sem gott tónverk
býr yfir.
Ef við hins vegar lítum á 20. öld-
ina gegnum gleraugu markaðarins
þá er lagið við kókauglýsinguna,
„It’s the real thing", sennilega
merkasta tónverk aldarinnar því
aldrei hafa fleiri hrifist né gróðinn
verið meiri."
Þetta er lítill heimur
En hvað gerir tónskáld á íslandi
sem vill fá verk sín leikin?
„Þetta er lítill heimur á íslandi
og sá heimur sem við tónskáld og
tónlistarfólk lifum í er enn minni
en flest annað. Sem betur fer er
hér furðu mikið af hæfu tónlistar-
fólki sem er tilbúið að fást við ný
tónverk og leika þau á tónleikum
þótt það fái jafnvel ekkert fyrir
það. Það er erfiðara með hljóm-
sveitarverk. Það verk sem De Am-
ore er hluti af hefur legiö hjá Sin-
fóníuhljómsveit íslands í nokkur
ár en ekki verið flutt opinberlega.
Þetta er auðvitað mjög bagalegt
fyrir tónskáld sem hefur í raun
ekki lokið verki sínu fyrr en hann
heyrir það. Ef valnefnd hér heima
hefði átt að velja verk í þessa
keppni hefði De Amore aldrei
komist úr landi.
En þetta er ekki af óvild Sinfón-
íuhljómsveitar Islands í garð tón-
skálda eða nútímatónlistar. Hljóm-
sveitin er seld undir sömu mark-
aðslögmál og allt annað í okkar
samtima. Hún er hrædd við að
taka áhættu á nýjum höfundum."
- Felur þetta ekki í sér að tón-
skáld er dæmt til að lifa án viður-
kenningar, að minnsta kosti fram-
an af ferlinum?
Laugardagar
eru nammidagar