Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 43
51 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 Jl>V Tilvera / Islensk stórveisla - fyrir tómu húsi Það er Árni Þór Sævarsson sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hann starfar sjálfstætt, er að klára verðbréfamiðlun í Háskóla Reykjavíkur og er með mörg járn í eldinum. Að eigin sögn er fiskur i hávegum hjá honum, og hann fær í flestan sjó þegar viðkemur meðhöndlun fisks í matargerð. „Það er hægt að matreiða nánast allan fisk svo úr verði úrvals mál- tíð, að ég tali nú ekki um hvað við íslendingar stöndum þar vel að vígi,“ segir Árni Þór og bætir svo við: „Ég get kannski ekki sagt að ég hafi staðið við pottana allt mitt líf, en þegar ég tek mig til og elda þá legg ég mig allan fram.“ Blaðamanni lék forvitni á hvort Árni ætti ekki einhverja skemmti- lega reynslusögu tengda matargerð til að segja lesendum. „Ég hef verið sérlega heppin að vera laus við misheppnaða matar- gerð, en sumir atburðir rísa hærra en aðrir samanber reynsla sem henti mig fyrir um 7 árum í Banda- ríkjunum. Matarboðið mikla Ég og Eiður Snorri vinur minn héldum til Bandaríkjanna þar sem hann ætlaði að hasla sér völl sem Ijósmyndari, sem hann og reyndar gerði. Við vorum búsettir í Brooklyn þar sem við komum okkur fljótlega fyrir og ekki leið á löngu þar til við höfðum kynnst ýmsu fólki. Við höfðum talað um það við vini okkar að bjóða þeim í mat þar sem við yrðum með „hið dæmigerða ís- lenska hlaðborð". Nema hvað, við létum slag standa fyrir eina helgina og buðum í 10 manna stórveislu. Við vorum ákveðnir i því að hafa þetta alveg „grand“ og ég er ekkert að ýkja það að fostudagurinn fór i það að keyra landið endilangt eftir hráefni á ís- lenska vísu. Dressuðum okkurupp Við lögðum þvílíka vinnu við þetta matarboð þar sem við urðum að standa við gefin loforð um að ís- lensk matargerð væri sú besta í heirrd. Við byrjuðum á hádegi á laugardag að matreiða hina ýmsu rétti og skreyttum borðið eins og listamenn. Ég held að þetta hafi frekar verið eins og brúðkaupsveisluborð en eitt- hvað annað. Þegar klukkan var að verða átta kláruðum við verkið með því að dressa okkur upp og opna hvítvín þar sem gestirnir áttu að mæta á slaginu. Við dáðumst að dugnaði okkar og horfðum stoltir yfir hlað- borðið af og til, eöa þangað til klukkan var að verða níu. „Enginn gestir komnir enn,“ sagði Eiður frekar pirraður, ég var alveg jafn gáttaður og hann, en við ákváðum að hringja ekki í gestina og reka á eftir þar sem okkur þótti það dónaskapur. Þvílíkt vanþakklæti Þegar klukkan var farin að ganga gott í tíu vorum við orðnir frekar fúlir, eiginlega vægast sagt og farn- ir að tala um dónaskap hjá fólki að tilkynna ekki forfóll eða seinkanir. Enginn var kominn klukkan hálfell- efu og ég get sagt ykkur að við vor- um orðnir brjálaðir, þvílíkt van- þakklæti í fólki og hreinn og beinn Arni Þór: ,Þaö er hægt aö matreiöa nánast allan fisk svo úr veröi úrvals máltíö, aö ég tali nú ekki um hvaö viö íslendingar stöndum þar vel aö vígi“ dónaskapur. Þetta myndi aldrei ger- ast á íslandi. Við ákváðum að láta þetta ekki á okkur fá og fórum út að skemmta okkur og rættist alveg ótrúlega úr því kvöldi þrátt fyrir vonlausa byrjun. Daginn eftir vakna ég við sím- hringingu um tvöleytið. Er það ekki nema einn „dóninn" sem heilsar mér í gegnum símann og ég spurði hvað hafi orðið af þeim í gær. „Nú við vorum bara heima, þaö eru allir að spara sig fyrir kvöldið i kvöld, er það ekki annars klukkan átta“? Ég man enn þá að það fór kaldur sviti um bakið á mér, við höfðum ruglast á dögum. Allur maturinn ónýtur á borðinu og herlegheitin löngu fólnuð," sagði matgæðingur vikunnar Árni Þór. Hörpudiskur Hörpudiskur, 400 g ólífuolía 2 hvítlauksgeirar salt og pipar Aðferð: Olían er hituð upp í sæmilegan hita. Hörpudiskurinn er steiktur i ólífuolíunni i smátíma ásamt hvít- lauknum. Kryddað með salti og pip- ar eftir smekk. Örlítið af hvítvíni, einnig eftir smekk. Meðlæti: Gratineraðar kartöflur og hvít- lauksbrauð Fiskréttur Stórlúða eða karfi, 400 g 100 g rækjur 1 lítil dós af ólífum hvítlaukur, 2 rif msk. af kapers salt og pipar Fiskurinn steiktur fyrst upp úr olíunni. í lokin er restinni blandað saman á pönnuna í örlitla stund. Kryddað eftir smekk. Meðlæti: Hrísgrjón og nýtt ferskt hvít- lauksbrauð. Nauðsynlegt er að drekka hvítvín með. -klj Uppskriftir Súkkulaðifrauð I, II og III Fyrir 4 Byrjað í dag, búið á morgun I I peli rjómi 150 g hvítt súkkulaði II 1 peli rjómi 120 g rjómasúkkulaði og nougat III 1 peli rjómi 75 g suðusúkkulaði Lagið hverja tegund fyrir sig: Rjóminn er settur í pott og suðan látin koma upp. Súkkulaðið saxað, sett út í, hrært saman við rjómann og kælt í sólarhring. Þeytt rólega upp og sprautað í glösin. Nota má hverja teg- und fyrir sig eða allar í einu. Meðlæti Skreytið með rifnu, hvítu súkkulaði. Stórlúðusteik með beikoni Fyrir 4 800-1000 g stórlúða (fjórar steikur) 8-12 stk. beikonsneiðar 3-4 msk. mataroiía til steikingar tannstönglar Perlulaukur og sveppir í rjómasósu 2-3 msk. matarolía 200 g sveppir 300 g perlulaukur 1-2 tsk. rósmarín 4-5 dl rjómi 3 msk. maizenamjöl eða sósujafn- ari salt og pipar Nykaup Þarsem ferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Roðflettið og snyrtið lúðusteikurn- ar. Skerið í kótelettur. Vefjið beikoni utan um og festið með tannstönglum. Snöggsteikið í heitri olíu, bragðbætið með salti og pipar. Setjið í 200° C heit- an ofn í 8-10 mínútur. Berið fram með steiktum lauk og sveppum í rjómasósu. Perlulaukur og sveppir 1 ijómasósu Skerið perlulaukana í tvennt og sveppina í sneiðar. Brúnið laukinn og bætið síðan sveppunum á pönnuna. Hellið rjómanum út á og kryddið með rósmarín. Hleypið suðunni upp. Jafn- ið sósuna með sósujafnara, bragðbæt- ið með salti og pipar og sjóðið í 1-2 mínútur. Annað meðlæti Berið fram með soðnu pasta. Sjóðið 200-250 g fyrir flóra fuilorðna. Fennikkulegnir lambastrimlar Fyrir 6 300 g snyrt lambafilet, fitulaust 1 msk. olía til steikingar fennikkulögur 2 stk. litlir sellerístilkar 1 msk. sinnepskorn 1/2 dl ólífuolía 1 msk. Dijon-sinnep 1 tsk. þurrkað estragon 1/2 dl hvítvínsedik 1 tsk. fennikkuduft salt og pipar Meðlæti Fallegt salat til skreytingar, t.d. Lollo Rosso eða lambhagasalat. Steikið kjötið á pönnu í olíunni, tvær mínútur á hvorri hlið. Kælið. Saxið selleriið og setjið ásamt kryddi og olíu í matvinnsluvél og maukið vel. Leggið nú kjötið í skál og hjúpið með maukinu. Látið síðan standa í kæli yfir nótt. Skerið að lokum kjötið í þunnar sneiðar og leggið á fallegt sal- at. Setjið eina matskeið af maukinu ofan á. viltu ná árangri? www.frjals.is . AAA . .. A A . A A A . .. A ,. A . .. A A A A _ Gítarinn ehf.# ... Laugavegi45, * Kassagítarar SÍWÍ 552~2125 00 895-9316. ¥ ££SRS&Rm. ** 7.900 kr. 61 og snúra. Aður 40.400 kr. / _____ _ , 'A' Nú 27.900 kr. /A K t ■' i Hljómborð f rá 3.900 ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.