Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 29
37 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 I>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað leyft innflutning á kálfafóðri frá Evrópu sem innihélt dýrafitu og það án þess að tilskilin vottorð lægju fyrir. Vegna þess máls hefur Guðni kynnt hugmyndir sínar um það sem hann vill kalla Búnaðarstofu þar sem nokkrar eftirlitsstofnanir með matvælum yrðu sameinaðar undir einn hatt og veittur aukinn faglegur styrkur til þess að koma í veg fyrir að slík áfoll endurtækju sig. En ef innflutningur írsku nautalundanna var óheppilegur, hvað var þá inn- flutningur kálfafóðursins? „Þetta er mjög vont mál og ég vona að við getum styrkt eftirlits- kerfíð með þeim hætti að þetta hendi ekki aftur.“ - Verður einhver dreginn til ábyrgðar í þessum innflutningsmál- um? „Ef ég hegg einhvern þá vil ég alls ekki höggva saklaust höfuð.“ Dýrin í Hálsaskógi - Þær raddir hafa heyrst að rétt væri að loka á allan innflutning landbúnaðarafurða og skapa þannig íslenskum landbúnaði ímynd hrein- leika? „Þetta er orðið eins og í dýrunum í Hálsaskógi þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir. Þeir sem áður börðust harðast fyrir því að opna landið fyrir öllum innflutningi mat- vara eru nú komnir upp að hliðinni á mér sem dyggir stuðningsmenn. Mér sýnist að ef túlkað er þröngt þá séu ekki mörg lönd í heiminum sem við getum átt viðskipti við á þessu sviði. Stóru tækifærin eru auðvitað íslenskur landbúnaður í breyttri mynd og það kemur skýrt í ljós í þessu máli að íslenski neyt- andinn treystir íslenskum landbún- aði og islenskum bændum.“ Viðkvæm tilfinningavera - Þú hefur sjálfur sagt að þú vær- ir hættur að borða kjöt erlendis og hefur reyndar slæma reynslu af sýkingum eftir fræga ferð til Kína i fyrra. Er þetta rétt? „Ég er tilfinningavera og við- kvæmur og mér flnnst alls ekki í lagi að borða kjöt í hvaða landi sem er en sökudólgurinn frá Kína hefur aldrei fundist þótt strútsungi hafi lengi legið undir grun. Ég hef senni- lega fengið þetta úr einhverjum mat þarna syðra.“ - Flokksþing Framsóknarflokks- ins verður kallað saman 18. mars nk. en það átti upphaflega að vera á dagskrá í nóvember sl. en var frestað. Þar verða mörg mál til um- ræðu en það sem margir hafa mik- inn áhuga á er hvort Guðni gefur kost á sér til embættis varafor- manns. Siv Friðleifsdóttir bauð sig fram gegn Finni Ingólfssyni á síð- asta þingi en náði ekki kosningu. Nafn hennar og Jónínu Bjartmarz heyrist nefnt ásamt nafni Kristins H. Gunnarssonar. En sá sem flestir tala um þessa dagana er Guðni. Hvað ætlar þú að gera Guðni, býður þú þig fram? Áfram upp í stýrishús „Ég hef alltaf reynt að fara skref fyrir skref á mínum pólitiska ferli og telja ekkert öruggt og sjálfsagt. Ég er ekki viss um að ég hefði orð- ið ráðherra nema af því að Fram- sóknarflokkurinn jók fylgi sitt í Suðurlandskjördæmi, einu kjör- dæma. Þetta hefur svo slampast áfram hjá mér án stóráfalla og það er mjög vaxandi þrýstingur á mig innan flokksins að bjóða mig fram. Mörgum finnst að það sé kominn tími til þess að ég fari áfram upp í stýrishús og standi þar við hlið for- manns. Þetta er hlutur sem ég á eft- ir að ákveða með fjölskyldu minni en verð auðvitað að ákveða fyrr en síðar. Ef ég geri þetta þá verður það ekki fyrir sjálfan mig heldur fyrir flokkinn og mér fmnst þetta póli- tískt heiflandi verkefni.“ Framsókn í gini Ijónsins - Framsóknarflokkurinn hefur sjaldan eða aldrei staðið eins illa í skoðanakönnunum. í síðustu könn- un DV mælist flokkurinn rétt undir 10% í fylgi sem er gríðarlegt afhroð. Er verið að refsa ykkur fyrir sam- starfið viö Sjálfstæðisflokkinn og eruð þið að missa stórar hluta af ykkar fylgi yfir til Vinstri-grænna sem hafa aldrei mælst eins hátt í könnunum?" „Það er enginn vafi á því að ákveðinn hluti okkar fylgismanna telur að við séum í samstarfi við höfuðóvin Framsóknarflokksins. Þeir telja að við séum i gini Ijónsins og verðum undir í öllum málum og fyrir þetta vilja þeir refsa okkur. I þessum hópi framsóknarmanna slær hjartað vinstra megin og svo hefur það alltaf verið og þessi hópur er tfl að mynda mjög andvígur einkavæðingu og fellir sig illa við hana. Steingrímur J. Sigfússon, for- ingi Vinstri-grænna, er skemmtileg- ur stjórnmálamaður en á móti flest- um framfaramálum. Það virðist falla í kramið hjá ákveðnum hópi, svo undarlegt sem það er. „ Okkar menn koma aftur „Okkar menn eiga eftir að koma aftur til Framsóknar þegar þeir átta sig á því að hann mun aldrei geta gert neitt i ríkisstjórn. Hann situr uppi með alla gömlu þverhausana úr Alþýðubandalaginu og það á eft- ir að verða honum þungt í skauti. Það er ljóst að fjórflokkurinn er ris- inn upp aftur þvi það sem Össur leiðir er ekkert annað er Alþýðu- flokkurinn. Það er ærið verkefni fram undan við að sannfæra fólk um að í þessari stjórn hefur Fram- sóknarflokkurinn unnið í anda fé- lagshyggju og því fer fjarri að við séum að ráðast að þeim sem minna mega sín. Þær félagslegu framfarir sem orð- ið hafa 1 stjórnartíð Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks eru stór- kostlegar. Við höfum endurreist fjármál rikisins, skapað 15 þúsund ný störf og útrýmt atvinnuleysi, enda teljum við það mannréttindi að fólk hafi vinnu. Hér hefur farið fram stórkostleg endurskipulagning þjóðfélagsins sem er ekkert annað en afrek í samstarfi þessara tveggja flokka. Nú er lag til þess að bæta kjör þeirra sem verst eru settir í samfélaginu, þar á meðal þeirra ör- yrkja sem ekki njóta góðs af dómi Hæstaréttar og þeir verst settu í hópi ellilífeyrisþega. Þegar hafa ver- ið settir tveir milljarðar í auknar barnabætur og nærri milljarður í baráttu við fíkniefnavandann en þessu starfi verður lokið fyrir vorið. Þá er ég sannfærður um að lenging fæðingarorlofs og aukinn réttur feðra verður fyrirmynd annarra þjóða. Við erum sannarlega með fólk í fyrirrúmi þó andstæðingar okkar vilji halda öðru fram.“ - Er ekki hæstaréttardómurinn og umræðan í kjölfarið versta áfall sem hefur hent þessa ríkisstjórn? „Það hefur verið kostulegt að sjá hvemig stjórnarandstaðan, sem allt vildi setja hér um koll í kjölfar dómsins, hefur snúið hægri hliðinni cdgerlega upp í þessu máli. Ég er viss um að enginn krataflokkur í nágrannalöndum okkar hefði skrif- að upp á málflutning þeirra." Teknir í bólinu? - Var ríkisstjórnin tekin í bólinu í öryrkjamálinu? „Viðbrögð okkar komu seint fram og þess vegna gafst stjómarandstöð- unni færi á að afvegaleiða umræð- una í þann farveg sem hún fór i en þeirra rök tröllriðu allri umræð- unni allt of lengi. Fólk þarf að átta sig á þvi að hér er starfandi félags- hyggjustjórn. Ég man tímana tvenna í stjórn- málum og sú félagslega aðstoð sem nú er í boði var óþekkt þegar ég var að alast upp. Við höíúm ferðast mjög langt á stuttum tíma íslending- ar. Faðir minn var sex vikna gamall borinn af sínu móðurbrjósti og færður á næsta bæ, skv. ákvörðun hreppsnefndarinnar. Hreppsnefndin ákvað þetta án samráðs við foreld- rana. Hann var heppinn og lenti hjá góðu fólki þar sem hann bjó í 10 ár. Ég ólst upp í 16 systkina hópi og þó við kæmumst sæmilega af þá voru kjörin oft kröpp og litla eða enga fé- lagslega hjálp að hafa.“ Forsetinn upp aö vegg - Þótti þér umræðan og deilurn- ar vegna öryrkjadómsins vera of hörð eða of óvægin? „Mér fannst Garðar Sverrisson á stundum fara offari í umræðunni en hann er bæði foringi og baráttumað- ur. Þá fannst mér stjórnarandstað- an með eindæmum óvægin og ódrengileg í sínum málflutningi. Verst fannst mér að sjá hvernig for- seti íslands var dreginn inn í póli- tíska umræðu og honum stillt upp við vegg. Mér ógnuðu þau vindaský sem þar sáust á lofti. Forsætisnefnd Alþingis sýndi mikla ábyrgð á ögur- stundu þegar hún sendi forseta Hæstaréttar þetta litla bréf þegar umræðan var orðin hvað hörðust og það var hárrétt af henni að gera það.“ Ég er ekki smíðaður... - Það er sanngjarnt að segja að Guðni Ágústsson hafi persónulegan stíl í framgöngu, orðavali og við- móti. Drynjandi rödd hans á kjarn- yrtri íslensku hefur oft vakið at- hygli en ekki síður sumt af því sem hann hefur sagt. Dæmi um þetta væru þegar Guðni sagði að ákvörð- unin um innflutning norsku kúnna væri hin stærsta sem íslendingur hefði þurft að taka frá kristnitöku. Hann hefur marglýst veru sinni á Alþingi árið 1000 og hraði snigilsins hefur fengið fætur meðal þjóðarinn- ar og gert að verkum að Guðni er vel þekktur og eftirsóttur ræðumað- ur og leggur þá salinn jafnan marflatan. Er þetta árangur mark- vissrar ímyndarvinnu eða sjálf- sprottinn hæfileiki? „Ég er ekki smíðaður á auglýs- ingastofu. Það sem ég segi kemur beint frá hjartanu og er hæfileiki sem hefur þróast með mér. Ég var alinn upp af foreldrum sem höfðu gott vald á íslensku máli og tók mér þau til fyrirmyndar. Ég hef sem stjórnmálamaður talað af mér og reynt að læra af þeim mistökum. Þegar ég var að byrja í stjórnmálum fannst mér ótækt hvað ég var stifur og frosinn á sjónvarpsskjánum og fannst áreiðanlega mörgum ég vera leiðinlegasti maður á íslandi. En ég hef auðvitað fengið leiðsögn hjá góð- um mönnum." Hræddur viö pressuna „I upphafi ferilsins var ég lika alltaf hálfhræddur við flölmiðlamenn og taldi að þeir vildu fyrst og fremst koma höggi á mann. í dag á ég gott samstarf við þá og tel að ég fari klakklaust í gegnum viðtöl. Ég tel mig vera óhræddan og heiðarlegan stjórnmálamann. Ég vil vera sáttfús og friðsæll þegar pólitískum ferli lýk- ur. Fátt er ömurlegra en úrillir menn sem ganga aftur í pólitík." -PÁÁ Nýr Guðni Guöni heldur á dóttursyni sínum, Guöna Val Auöunssyni. í faðmi fjölskyldunnar Guöni ásamt eiginkonu sinni, Margréti Hauksdóttur, og Sigurbjörgu sem eryngst þriggja dætra þeirra hjóna. A myndina vantar eldri dætur þeirra hjóna Agnesi og Brynju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.