Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 I>V Helgarblað 19 Morton með frumkvöðlum djassins. Lög hans, s.s. „Wolverine Blues“, „Ordana" og „King Porter Stomp“, eru nú talin til klassískra djasstón- smíða. Fyrstu hljóðritanir Mortons voru gerðar í höfuðstöðvum Ku Klux Klan í Indiana. Hann fékk afnot af húsnæðinu vegna þess að hann sagðist vera af spænskum ættum. Kreólskt útlit hans ruglaði KKK- menn í ríminu. Þessi súkkulaði- strákur sem talaði frönsku gat ekki verið negri! Píanórúllur Árið 1923 settist Jelly Roll aö í stórborginni Chicago. Hann bjó þar í rúmlega ílmm ár. Á þessum árum lék hann fyrst inn á svokaU- aðar píanórúllur og hljóðritaði töluvert af verkum sínum I léleg- um hljóðverum. Næstu þrjú árin voru erfið fyrir Morton. Það var ekki fyrr en hann gerði einka- samning við plötuútgáfuna Victor að hlutirnir fóru að breytast til batnaðar. Hjá Victor fékk Morton að hljóð- rita sitt eigið efni með tónlistar- mönnum að eigin vali. Það þarf ekki að taka fram að þessir völdu tónlistarmenn voru aUir kreólar: „The Red Hot Peppers." Þeirra á meðal var klarínettleikarinn Omer Simeon. Fram að þessum tímamótum átti Morton í erfiðleikum með að fá vinnu. Bófarnir, sem stýxðu öU- um skemmtistöðum í Chicago, voru ekki sérstaklega hrifnir af kokhraustum kreólum. Þar að auki var hroki Mortons og augljós- ir fordómar hans gagnvart svört- um djassleikurum honum ekki tU framdráttar. Hann bjó því við tón- listarlega einangrun um hríð. Brautin rudd Samningur Victors við „JeUy RoU Morton and The Red Hot Hljómsveit Jelly Roll Mortons, „The Red Hot Peppers". Myndin er sennilega tekin áriö 1922. Andrew Hilaire, trommur, Ed- ward „Kid“ Ory, trombóna, George Mitchell, trompet, John Lindsay, bassi, Ferdinand „Jelly Roll“ Morton, píanó, Johnny St. Cyr, banjó, og Omer Simeon, klarínett. Peppers" reyndist vera tvíeggjað- ur þegar á leið. ASCAP, samtök sambærileg við STEF hérlendis, vUdu ekki viðurkenna hann sem tónskáld. Þar af leiðandi fékk hann aldrei höfundarlaun af hljóð- ritunum og útgefnum nótum. Seinna meir kom meira að segja í ljós að ASCAP hafði rukkað inn fyrir notkun tónsmíöa Mortons en aldrei skUað greiðslum tU tón- skáldsins. Bestu hljóðritanir „Peppers“ má í dag fá frá útgáfu- fyrirtækinu Blue Bird sem nefnir þær „Birth of the Hot“ í umsögn um „Birth of the Hot“ segir Jcunes Dapogny, prófessor í tónlistarsögu við Michiganháskól- ann, sem sjálfur er djasspíanisti og útsetjari: „Þessar tónsmíðar eru án nokkurs vafa sígUd meistara- verk. Þær eru ótrúlega faUega samansettar, bæði frá listrænu og tæknUegu sjónarmiði." Dapogny prófessor heldur því fram að þetta sé ekki vegna leiks einstakra með- lima hljómsveitarinnar, eins og segja má um Louis Armstrong á sama tíma, heldur vegna þess að Morton notaði útsett samspU hljómsveitar á þann hátt sem áður var algjörlega óþekkt meðal djass- leikara. Þá hafa hljóðritanir frá árinu 1939, sem Morton gerði fyrir Alan Lomax, þáverandi safnvörð hjá Þjóðarbókhlöðunni í Washington, undirstrikað mikilvægi Jellys RoU Mortons í sögu djasstónlistarinn- ar. Þessar hljóðritanir voru gefnar út áriðl993 af Rounder Records á fjórum hljómplötum sem merktar eru „Library of Congress." Flestir sem heyrt hafa þessar upptökur telja þær meðal stórverka Mortons. Guð forði okkur Hljómplötumar fjórar og ævi- saga JeUy RoU, rituð af Alan Lom- ax, verða endurútgefnar í vor í tU- efni af 60 ára dánardægri Mortons en hann lést í júlímánuöi 1941. Þegar hann lést var hann öreigi. í dag hafa verk hans verið hafin til vegs og viröingar. Leikarinn Gregory Hines lék aðalhlutverkið í söngleik á Broadway, gerðum eftir æfisögu Mortons. „The Chicago Humanities Festival" á síðastliðnu ári var tUeinkað Morton og tónlist hans flutt í tónleikaröð sem stóð i tvo daga. Þá hefur „The Chicago Jazz Ensemble" nýverið leikið ný- fundin tónverk eftir Morton á tón- leikum. Það má segja að lygasögur JeUys RoUs hafi að vissu leyti orðiö að sannleika nú seint og síðar meir. í bréfi tU ritstjórans og útvarps- mannsins J. Ripley í Chicago, dags. í ágúst 1938, ritar Morton um sitt eigið ágæti um leið og hann ít- rekar að hann og enginn annar hafl fundiðupp djasstónlistina. Hann lýkur bréflnu á þessum orð- um: „Lord protect us from more Hitlers and Mussolinis." (Guð forði okkur frá fleiri Hitlerum og Mussolinum). Ólafur Stephensen Nýr gómsætur íslenskur mjólkurréttur allra eftirlæti • með súkkulaði og súkkulaðlspónum • með perum og súkkulaðispónum • með vanillu og súkkulaðispónum I ...og fyrstu verðlaun "ALLRA FLOKKA" árið 2001 fær... „ALLIR FLOKKAR" Bllar sem efstir urðu I sínum flokkum: Disiljeppar Mitsubishi Pajero Shogun Dl-D Palljeppar Ford Ranger Double Cab Lifstill SuzukiJimny Lúxus Jeep Gr. Cherokeg V8 lim. edit Stærrijeppar Land Rover DiscoveryV8 Minni jeppar Mitsubishi fójero Pinin Farina GLS Breska tímaritið „Off Road & 4 Wheel Drive", nóvember 2000, þarsem allir jepplinqar og jeppar voru prófaðir. SUZIJKI JllVITslY í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Frébært verð, frábær hönnun og frábærir aksturseiginleikar." „Jimny SoftTop er með litla, kraftmikla vél og sérlega gott fjórhjóladrifskerfi sem er auðtengt og með möguleika á lágri gírskiptingu þannig að hann kemst leiðar sinnar við allar aðstæður." VERÐ: 1.490.000,- JANÚAR TILBOÐ! Sjálfskiptan Jimny á verði beinskipts ef þú segir okkur nvarþú sast þetta tilboð. (Verð sjálfskiptingar: 130.000 kr.). $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Simi 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænuklnn 20, slmi 555 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Gardabraut 2, simi 431 28 00. Borgames: Bflasala Vesturlands, slmi 437 15 77. Isafjörður: Bílagarður ehf„ Grænagarði, slmi 45B 30 95. Hvammstangi: Bfla- og búvélasalan, Melavegl 17, slmi 451 22 30. Sauðárkrókur: Bfla- og búvélasalan, Borgarröst 5, slmi 453 66 70. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Egilsstaðir: Bflasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, slmi 471 30 05.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.