Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 DV Skoðun ' V- «S jX***í»*.»r*: ••**** Vort daglegt brauð „Aðalatriðið er að láta kjötstriml- ana hoppa á pönnunni, heyra snarkið í þeim, þá fullkomnast rétturinn. Síð- an þarf að krydda rétt,“ sagði annar viðmælenda minna og fylgdi lýsing- unni eftir með því að tíunda gómsætt meðlætiö. „Þetta tekur aðeins tuttugu mínútur og er frábær réttur. Ég verð að segja eins og er að konan, þótt hún sé afbragðs kokkur, fylgir mér ekki í þessari matargerð. Þetta nálgast full- komnun," sagði hann af þeirri innlif- un að við hinir sáum nánast hvernig hvítlaukurinn samsamaði sig striml- unum. „Gott rauðvín með,“ bætti hann við, „og maður er til í allt á eft- ir.“ Hinn fylgdist áhugasamur með en var aðeins á öðrum nótum. Hann hafði líka komið sterkm: inn í matar- gerðina með fiskréttum en ekki síst þorramat í tilefni árstíðarinnar. Þá hafði hann reynt kútmaga á sínu fólki en það var misheppnað að því leyti að aðeins húsbóndinn og hundurinn réðu við svo þjóðlegan rétt. Þó var ekkert út á matreiðsluna að setja. Hann hafði tekið kútmagana og nudd- að með grófu salti til þess að losa af þeim slímið, skafið vel og skolað. Þá tók sá góði maður fisklifrina og stakk í kútmagann og fyllti til háifs og stakk í pott. Eftir að suðan kom upp bland- aði hann rúgmjöli saman við lifrina og sauð. Þetta góðmeti bauð hann sínu fólki, eiginkonu og bömum, allt Jónas Haraldsson aðstoðar- ritstjóri frá leikskólaaldri til stálpaðra ung- linga. Svo furðulegt sem það er þá fúlsaði fjölskyldan við þessu. Slakt toppnúmer Ég hélt mig svolítið til hlés í um- ræöunni en spurði þó gáfulegra spuminga milli þess sem sessunaut- arnir skiptust á uppskriftum. Miðað við þá þekkingu, bóklega jafnt sem faglega, sem ég fann að þeir bjuggu yfir haföi ég grátlega lítið fram að færa. Ég var viss um að ég bætti ekki reynsluheim þeirra með því að segja frá toppnúmeri mínu, hakki og spa- gettíi. Krakkarnir fúlsa að vísu ekki við því heima, né heldur konan, en þeir uppkomnu hafa þó bent góðfús- lega á að ekki beri að mauksjóöa spa- gettíið. Það sé skemmtilegra, lystugra og á allan hátt heppilegra ef hægt sé að aðskilja lengjurnar. Ég mundi það að vísu ekki í svipinn þar sem ég sat með þessum matmönnum, en stað- reynd er það engu að síður að ég bý til ágætt kakó. Þó er ég ekki viss um að kakógerð hefði passað inn í umræð- una. Hún var á það háu plani. Lífsnautn haukanna Það er til marks um breyttan tíðar- anda að þessir menn, sem settust inn til mín í vinnutímanum, voru ekki matreiðslumenn og því síður aldir upp við að matbúa. Þeir eru á mínum aldri og mæður þeirra sáu um það sem viðkom matseld í uppvextinum. Þá datt engum í hug að nefna það við stráka að henda ýsuporði í pott né skræla kartöflur. Nú sátu þeir hjá mér, á nýrri öld, tveir af helstu frétta- haukum ritstjórnarinnar og ræddu matargerð. Hasar í pólitík, öryrkja- málið, heilsa heilbrigðisráðherrans, staða forsetans og gengisfall krónunn- ar, allt vék þetta fyrir því sem mestu máli skipti, magafyllinni. Ekki bara að seðja hungrið heldur gera það með stæl, af lífsnautn. Mig langaði að nefna við frétta- haukana matglöðu undirstöðu alls, sjálft brauðið, en lagði ekki í það. Ég hef einfaldan smekk, eins og fleiri, og hef frá barnæsku verið mikið fyrir brauð. Hið daglega brauð mitt hefur bara komið úr bakaríinu en miðaö við talsmáta félaga minna gaf ég mér það Einn þeirra hafði eignast brauðgerðarvél og notaði hana óspart. Hann kryddaði brauðin hins vegar ekki eftir bókinni heldur smekk. Gimileg- ust þótti góð skvetta af búrbon-viskíi í deigið. að þeir bökuðu brauðið sjálfir, brytu það og gæfu sínum það heitt úr ofnin- um. Pressuger húsmæðra Ég nefndi það því við konuna mína þegar ég kom heim, enn undir áhrif- um matgæðinganna, hvort ekki væri rétt að baka brauð, svona til tflbreyt- ingar. „Þú verður þá að gera það sjálf- ur, góði minn, ég hef engan tíma til þess.“ „Þú veist að ég hef aldrei kom- ið nálægt bakstri," sagði ég og höfðaði til betri manns konunnar. „Einhvern tíma verður allt fyrst," sagði hún, „lestu þér bara til. Ég man ekki betur en við eigum Helgu Sigurðar enn i kústaskápnum. Var það ekki fyrsta bókin sem þú gafst mér?“ spurði kon- an og harmaði ekki, eftir allan okkar búskap, að minna mig á þá róman- tísku stund í tilhugalífinu er ég færði henni matreiðslubókina Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur. Ég kaus að svara ekki athugasemd- inni en laumaðist í Helgu þegar allir voru famir úr eldhúsinu. Ég fletti upp á kaflanum „Brauð með pressugeri". Þar sagði frú Helga að pressuger eða þurrger ætti að vera frjáls verslunar- vara því allt brauð sem bakað væri með því væri hollara en brauð sem önnur lyftiefni væru notuð í. Þá var því lýst að pressuger væri svipað kítti, rakt, með sérkennilegri ferskri lykt, en því miður gætu húsmæður ekki notfært sér það almennt. Heiga skrifaði bók sína skömmu eftir stríð, á tímum hafta og skömmtunarseðla, svo ég gaf mér það að nú, á tímum frelsis í viðskiptum, væri hægt að út- vega pressuger. Það var þó ekki aðal- atriðið. Frú Helga Sigurðardóttir sagði það berum orðum í bók sinni að húsmæður ættu erfitt með að útvega sér það. í fræðslubókinni, sem konan min vísaði mér á, var málinu beinlín- is beint til hennar, húsmóðurinnar á heimilinu, en alls ekki mín. Ilmurinn af nýbökuðu „Elskan,“ kaflaði ég til konunnar og fékk hana á minn fund. „Nú erum við í vanda stödd. Ég má alls ekki handleika pressuger, eða svo segir í uppskriftabókinni. Þetta er vist þér einni ætlað,“ sagði ég og benti á þann stað í bókinni þar sem Helga beindi máli sínu til húsmæðra. Ekki er rétt, vegna viðkvæmra, að hafa eftir þau skflaboð sem ég fékk frá konunni en svo mikið er víst að ilmur af nýbök- uðu brauði barst ekki úr eldhúsinu okkar þann daginn. Fráleitt var þó rétt að leggja árar í bát hvað snerti þetta nýja áhugamál mitt. Við nánari lestur í Helgu Sigurð- ar sá ég að bakstur brauðanna var of flókinn fyrir mig. Ég treysti mér ekki í lífræna lyftingu, hvorki með pressu- geri, ölgeri, þurrgeri né súrdeigi. Ég færði mig því yfir á næsta þrep bakst- ursins og nefndi við konuna strax næsta dag hvort við ættum ekki að fá okkur brauðgeröarvél. „Ég skal gefa þér brauögerðarvél, minn kæri,“ sagði konan. „Vertu samt ekki með neinar æFmgar, farðu bara eftir uppskriftunum sem fylgja vélinni." Ég vissi svo sem hvað hún átti við og minntist góðra daga með nokkrum matmönnum, félögum mín- um. Einn þeirra hafði eignast brauð- gerðarvél og notaði hana óspart. Hann kryddaði brauðin hins vegar ekki eft- ir bókinni heldur smekk. Girnilegust þótti góð skvetta af búrbon-vískíi í deigið. Við vorum árrisulir þá daga og ilmurinn af nýbökuðu brauöinu var höfugur. Líklegt er því að ég blandi mér meira inn í umræðuna næst þegar þeir setjast hjá mér, fréttahaukamir, og skiptast á uppskriftum. Hver veit nema ég gauki að þeim sinni brauð- sneiðinni hvorum, lítillega áfengri. Það er ekki víst að þeir haldi eins stíft fram kjötstrimlum og kútmögum eftir það. Skoðanir annarra Gefnar upp sakir „Hvaða hugs- anlega réttlæt- ingu gat Bill Clinton forseti haft til að gefa tveimur fjár- málamönnum á flótta, Marc Rich og Pincus Green, upp sak- ir á síðasta morgni sínum í starfi? Tvímenning- arnir, sem voru ákærðir 1983 í olíu- sölumáli þar sem sagt er að ríkis- stjórnin hafi verið svikin um 50 milljónir dollara, flúðu til Sviss þar sem þeir hafa alla tíð síðan komið sér hjá því að mæta fyrir rétt. Lög- menn þeirra hafa haldið því fram að ákærumar á hendur þeim hafi ver- ið gallaðar og að þær hefðu aldrei verið lagðar fram i dag. Samt hafa þeir forðast að halda þessum rökum á lofti í dómsalnum í nærri tvo ára- tugi. Ólíkt flestum þeim sem gefnar voru upp sakir á síðasta degi Clint- ons í embætti hafa Rich og Green aldrei greitt sekt, aldrei setið dag í fangelsi, aldrei látið af hendi einn dollar af meintum illa fengnum gróða eða endurgreitt bandarískum skattgreiðendum féð sem sagt er að þeim sé skuldað.“ Úr forystugrein Washington Post 25. janúar. Takiö loftslagiö alvarlega „Helstu loftslagssérfræðingar heims fullyrða að hitastig jarðar- innar hækki hraðar en áður var talið. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú kynnt þriðju svörtu skýrsluna. Vís- indamennimir fullyrða að hækkun hitastigsins á síðustu öld hafi verið meiri en á undanfornum þúsund ár- um. í skýrslu frá 1995 var gert ráð fyrir að hækkun hita upp á 1 til 3,5 gráður. Nú telja vísindamenn að hitastigið geti hækkað um 6 gráður. Maðurinn sjálfur ber mesta ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda skiptir miklu máli. Nýleg skýrsla Evrópusambandsins sýnir að hækk- un hitastigsins hefur áhrif á efna- hag í Evrópu í framtíðinni. Búast má við flóðum og votviðri að vetrar- lagi i N-Evrópu. Ekki verður hægt aö fara í vetrarfrí í snjó. Hlutar Spánar verða eyðimörk samkvæmt spám vísindamannanna í skýrsl- unni. Leiðtogar heimsins eru með framtíö jarðarinnar í hendi sér.“ Úr forystugrein Aftonbladet 23. janúar. Harður sænskur dómur „Er Noregur „hálfbrjálað víkingaland“, utangarðsland án félagslegrar greindar? Þannig lýstu sænsku kvöld- blöðin okkur þegar forsætis- ráðherrann okkar var í heimsókn hjá bræðra- þjóðinni. Þetta er harðasti dómur Svía yfir okkur frá því að þjóðimar tvær reyndu að sameina símaþjón- ustufyrirtæki sín. Stikkorðin í þetta sinn eru hvalur, selur og úlfur. Sví- ar hafa svo sem orðið að þola ýmis- legt fari maður út í það að stimpla hver annan á Norðurlöndum. Breskur fréttaritari kallaði Svíþjóð á sínum tíma blöndu af Ameríku og A-Þýskalandi. Við Norðmenn emm sjálfsagt ekki jafn fullkomnir og Sví- ar. Séu Svíar jafn klárir og við höf- um haldið ættu þeir að skilja það sem forsætisráðherrann okkar reynir að útskýra fyrir þeim, nefni- lega að hrefna og selur séu ekki í út- rýmingarhættu. Úlfurinn er verri höfuðverkur þar sem hann á ekki samleið með fólki og sauðfé. Svíar hafa fundið svarið. Þeir hafa fækk- að sauöfé og flutt fólk frá jaðarsvæð- um. Á þessu sviði erum við einnig svolítið á eftir. Við vonumst þó til að geta smátt og smátt lifað í sátt við úlfmn. Við þurfum þó tíma til þess, með eða án siðferðispredikana stórabróöur.“ Úr forystugrein Aftenposten 25. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.