Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001
I>V
27
Helgarblað
Þó umdeilanlegt sé hve þekk-
ing íslendinga á landafræði
eigin lands sé útbreidd má
telja öruggt að allir viti að Hvanna-
dalshnúkur í Öræfajökli er landsins
hæsta flall og heilir 2119 metrar yfir
sjávarmáli.
Þetta er því miður sennilega ekki
rétt.
Almennt er því trúað að Hans
Frisak landmælingamaður og Jón
Árnason, hreppstjóri á Fagurhóls-
mýri, hafi verið fyrstir manna til
þess að ganga á Hvannadalshnúk 19.
júlí 1813.
Þetta er eins og hæðartalan
sennilega alls ekki rétt.
I bók sinni Þar sem landið rís
hæst, sem kom út 1999, fjallar höf-
undurinn, Snævar Guðmundsson
um göngur á Öræfajökul í sögulegu
samhengi og leiöir rök að því að
Frisak og Jón hafi ekki farið á
Hvannadalshnúk heldur Rótarfjalls-
hnúk. Það hafi verið nærri 80 árum
síðar, 17. ágúst 1891, sem Frederick
W.W. Howell varð fyrstur manna til
þess að leggja hnúkinn að fótum sér
ásamt tveimur íslenskum fylgdar-
mönnum, þeim Páli Jónssyni og
Þorláki Þorlákssyni. Howell þessi
varð vinsæll sérfræðingur um Is-
land, höfundur metsölubóka um
landið og tíður gestur. Hann
drukknaði í Héraðsvötnum i Skaga-
firði 1901.
Heilir 2119 metrar
Það var í lok júni árið 1904 sem
menn hófust handa við að mæla
fjallið almennilega og þeim aðgerð-
um stjórnaði danskur liðsforingi og
mælingamaður að nafni Koch.
Hann braust við illan leik upp á
fjallið og mældi það 2119 metra hátt
27. júní 1904. Hvannadalshnúkur
hafði lengi verið talinn með hæstu
fjöllum landsins en eldri tala af
kortum Björns Gunnlaugssonar
sýndi fjallið 1958 metra á hæð.
Þessi tala, 2119, var nú tekin í
tölu heilagra talna og sett í kennslu-
bækur og henni í framhaldinu troð-
ið inn í hausinn á kynslóðum ís-
lenskra skólabama og þar er hún
enn og lengi vel efaðist enginn um
neitt.
Næsta mæling sem fram fór á
fjallinu haustið 1955 og gekk hörmu-
lega vegna ills veðurfars en mæling-
um var stjómað af dönskum yfir-
manni frá Geodætisk Institute.
Tindurinn mældist 2123 metra hár
eða fjórum metrum hærri en 1904.
Hér er einhver skekkja á ferð en
munurinn ekki marktækur vegna
Hvannadalshnúkur á Öræfajökli er hæsta fjall á íslandi
Viö höfum alist upp viö aö trúa pví aö harm sé 2119 metrar á hæö. Það er alls ekki víst aö þaö sé rétt. Mælingar sýna aö hann er sennilega 2111
metra hár. Á myndinni sést til Hrútfjallstinda vinstra megin en Hvannadalshnúkur er hægra megin.
þvi samanburður við nágrannalönd
okkar leiðir í ljós að á þessu sviði
höfum við haft ákveðna forystu.
Við berum höfuð og herðar yfir
Færeyinga en þeirra hæsta fjall er
aðeins 882 metrar yfir sjó. Það er þó
hreinasti fjallgarður samanborið
við hið lágvaxna Himmelbjerg
frænda vorra Dana sem er aðeins
173 metrar á hæð sem þýðir að það
er álíka hátt og Vatnsendahæð fyrir
ofan Reykjavík.
Norðmenn eiga mun hærra fjall
en við því þeirra hæsti tindur er
Galdhöpiggen sem ris 2.469 metra
yfir sjó og Grænlendingar eiga For-
elfjall sem er hvorki meira né
minna en 3.360 metra hátt.
Hæsta fjall Svíþjóðar heitir
Kebnekaise og er norður undir
landamærunum við Finnland og
mælist 2111 metrar yfir sjó. Nú sjá
lesendur væntanlega hvers vegna
þetta hljóta að teljast slæm tíðindi
af Hvannadalshnúk. Ef við missum
hann niður fyrir 2111 metra þá er
hann orðinn lægri en hæsta fjall
Svíþjóðar.
Þetta má auðvitað ekki gerast en
við getum kannski huggað okkur
við að kannski er þeirra íjall líka
mælt vitlaust.
Af hverju eru þau svona lág?
ísland er á mótum tveggja merk-
ustu fleka heimsins sem kenndir
eru við Evrópu og Ameríku. Flek-
ana rekur hægt og rólega hvom frá
öðrum og þess vegna munu aldrei
myndast á íslandi mjög há fjöll. Öll
hæstu fjöll heimsins eru svokölluð
fellingafjöll sem verða til þegar and-
stæðir kraftar reka landfleka saman
og fellingar hlaðast upp. Slík fjöll er
t.d. að finna á Grænlandi. Hér verða
þvi aðeins til fjöll sem hlaðast upp í
eldgosum. Slík fjöll geta vel orðið
mjög há en mikið landrof á íslandi
dregur úr líkum á því. Þess utan er
jarðskorpan fremur þunn á fleka-
mótum eins þeim sem viö erum
stödd á og þá sígur hún undan
þunga hárra fjalla. Það er þess
vegna staðsetning íslands á fleka-
mótum ásamt þunnri jarðskorpu
sem hindrar það að hér myndist
mjög há fjöll. Þetta er ítarlega út-
skýrt í Jarðfræði eftir Þorleif Ein-
arsson.
Fyrst svona er komið tel ég rétt
að halda dauðahaldi í hvern sentí-
metra af Hvannadalshnúk en ef það
dugir ekki til þá má alltaf skáka í
því skjólinu að okkar fjöll eru þau
fallegustu þó þau séu kannski ekki
þau hæstu. -PÁÁ
FJÖLL Á NORÐURLÖNDUM ^
SJÓ
SVALBARÐI
Newton^ppen 1.717
- sennilega er hann ekki 2119 metrar
Sviarnir fram úr okkur?
Hér erum við í slæmum málum
GRÆNLAND
Forelfiall 3.360
jAN MAYEN
Hákonar sjöunda 2.277
hnúks nákvæmlega og nú voru á
ferð vísindamenn á vegum Jökla-
rannsóknarfélags íslands undir leið-
sögn Magnúsar Tuma Guðmunds-
sonar og prófuðu þeir að mæla hæö
fjallsins með hnattstöðumælinga-
tækjum (DGPS). Sú mæling sýndi
hæð fjallsins í 2111 metrum og fylgdi
sögunni að reikna mætti með 5
metra skekkju til eða frá.
Snævar Guðmundsson, höfundur
bókarinnar Þar sem landið rís hæst,
segir í bókinni að ekki sé hægt að
fullyrða hver sé raunveruleg hæð
Hvannadalshnúks og hann áréttaði
þessa skoðun sína í samtali viö DV
og sagði að það væri að sínu mati
brýnt verkefni að fá hæð fjallsins á
hreint.
Markus Rennen, sérfræðingur í
landmælingum hjá Landmælingum
ríkisins, sagði að þríhymingamæl-
ingar væru að sínu mati nokkuð
áreiðanlegar og taldi litla eða enga
ástæðu til þess að leggja mikla vinnu
í að fá fram nákvæma hæö á fjallinu.
„Hæðarmælingar eru mjög erfiðar
viðfangs hvað nákvæmni varðar og
erfiðara að mæla hæð með GPS en
lengd milli tveggja punkta lárétt. Hér
á landi er þetta sérlega erfitt því
koma þarf upp áreiöanlegu neti
punkta sem ákvarða meðalhæð sjáv-
armáls sem er breytileg. Þegar þvf
verkefhi verður lokið er hægt aö
mæla hæð fjalla með GPS með ná-
kvæmni upp á fáa sentimetra.“
Við þetta má síðan bæta að það
má teljast sanngjöm krafa að hæð
fjalla sé mæld og miðuð við fastan
punkt þ.e. grjót eða klöpp. Á toppi
Hvannadalshnúks er jafnan ísþekja
sem er á bilinu 5-20 metrar eftir ár-
ferði.
Þess vegna er líklegt að Hvanna-
dalshnúkur sé einhvers staðar á bil-
inu 1990 til 2000 metrar yfir sjávar-
máli þegar búið er að reikna með
skekkju í mælingum, þykkt ísþekju
og öðru af því tagi.
óvissu í mælingum. 1904 var hæðin
mæld með þríhymingamælingum
en hillingar geta skekkt niðurstöður
slíkra mælinga nokkuð. Þeirra er
einmitt von á söndunum kringum
Öræfajökul þegar viðrar vel til mæl-
inga. Einnig var miðað við hæð
nærliggjandi fjalla í útreikningum
og vera kann að þær tölur hafi
einnig verið ónákvæmar.
Aðeins 2111 metrar yfir sjó
Árið 1993 var gerð enn ein tilraun-
in til þess að mæla hæð Hvannadals-
Hvað er Hvanna-
dalshnúkur hár?