Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 46
54 Tilvera Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 DV 80 ára___________________ Ásta Ólafsdóttir, Hólmgarði 40, Reykjavík. 75ára__________________________ Anika Magnúsdóttir, Hvassaleiti 56, Reykjavik. Jón St. Halldórsson, Brúarholti 4, Ólafsvík. ?0ára__________________________ Guðrún Axelsdóttir, Hátúni lOb, Reykjavík. Hervör Guöjónsdóttir, Hvassaleiti 26, Reykjavík. Kjartan Ólafsson, Sandhólum, Brú. Ólafur A. Ólafsson, Árskógum 8, Reykjavík. 60 ára_________________________ Ásgeir Metúsalemsson, Brekkugötu 10, Reyöarfirði. Daviö S. Helgason, Grenibyggð 21, Mosfellsbæ. Guðni Gígjar Albertsson, Skólagerði 61, Kópavogi. Gunnar Guðlaugsson, Stekkjarseli 3, Reykjavík. Hilmar Sævald Guðjónsson, Grenimel 40, Reykjavík. Síghvatur Sveinsson, Aratúni 11, Garöabæ. 50 ára ________________________ Aðalsteinn Gíslason, Helgalandi 1, Mosfellsbæ. Ámi Snævar Magnússon, Austurvegi 25, Selfossi. Benedikt T. Sigurðsson, Háaleitisbraut 61, Reykjavík. María Aldís Kristinsdóttir, Húöaseli 89, Reykjavík. Pálína Halldóra Magnúsdóttir, Aöaltjörn 5, Selfossi. Ragnar Þorsteinsson, Fannafold 52, Reykjavík. Ragnheiður Haraldsdóttir, Látraströnd 21, Seltjarnarnesi. 40 ára_________________________ Anna Guömundsdóttir, Viðarrima 65, Reykjavík. Anna María Haraldsdóttir, Grýtubakka 10, Reykjavík. Bryndís Viðarsdóttir, Álmholti 15, Mosfellsbæ. Gunnsteinn Þorgilsson, Sökku, Dalvík. Hallur Jónas Stefánsson, Vanabyggð 15, Akureyri. Hólmfríður Jóna Ólafsdóttir, Hraunbæ 92, Reykjavík. Jóhann Ingi Friögeirsson, Bugðutanga 13, Mosfellsbæ. Kristbjörg Hilmarsdóttir, Lónabraut 18, Vopnafirði. Sigurður Krístinn Guðmundsson, Hulduhóli 4, Eyrarbakka. Stefán Halldórsson, Engimýri 4, Garðabæ. Allt til alls ►I 550 5000 Andlát Jóhanna Bjömsdóttir frá Grjótnesi lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miövikud. 24.1. Birgir G. Frímannsson verkfræðingur, Barðaströnd 27, Seltjarnarnesi, lést miðvikud. 24.1. Lilja Hjaltadóttir, Skarphéðinsgötu 2, er látin. Jarðarförin sem veröur auglýst nánar síðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík. ---^--------- IJrval - gott í hægmdastólinn Herbert Guðmundsson framkvæmdastjóri og ritstjóri Herbert Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri og ritstjóri, Auð- brekku 2, Kópavogi, verður sextug- ur á morgun. Starfsferill Herbert fæddist á Akranesi, en ólst upp á Blönduósi til 1956. Hann lauk verslunarprófi frá VÍ 1961 og hefur sótt ýmis námskeið í mark- aðsfræðum, félagsmálum og stjórn- un, og jafnframt staðið fyrir slíkum námskeiðum. Herbert var skrifstofustjóri Tré- smiðjunnar Víðis hf. 1961-63, rak eigin heildverslun, Vesturá hf., 1964, var sölustjóri dagblaðsins Vis- is 1965, ritstjóri íslendings á Akur- eyri 1966-67 og íslendings-lsafoldar 1968-69, og ritstjóri Frjálsrar versl- unar 1970-71. Herbert stofnaði einkafyrirtækið Nestor 1972 og hóf útgáfu tímarits- ins Hús & híbýli, ásamt útgáfu ferðaþjónusturita á ýmsum tungu- málum. Hann var ritstjóri Kópa- vogstíðinda 1978-79, blaðamaður hjá Vísi og síðan DV 1979-87 og félags- málastjóri Verslunarráðs íslands 1988-97 og jafnframt framkvæmda- stjóri Amerísk-íslenska verslunar- ráðsins. Frá 1998 hefur Herbert rek- ið einkafyrirtæki sitt, Nestor, við kynningarverkefni, ráðstefnuhald, erindrekstur og ritstjórn handbóka. Á árinu 2000 ritstýrði Herbert Nafnabókinni okkar, um uppruna og merkingu gildra mannanafna, og Hundabókinni okkar, með upplýs- ingum um allar hundategundir hér á landi, 74 talsins. Herbert var ritari í stjórn ung- mennafélagsins Hvatar á Blönduósi 1953-55, sat í stjórn Nemendafélags VÍ og ritstjóri Viljans og Verzlunar- skólablaðsins 1959-61, var formaður Týs, FUS, ritari i stjórn Fulltrúa- ráðs sjáifstæðisfélaganna í Kópa- vogi, varabæjarfulltrúi og í ýmsum nefndum Kópavogsbæjar 1962-66, ritstjóri Voga í Kópavogi sama tíma og aftur 1970-71, sat í stjórn SUS 1967-71, var ritstjóri Stefnis, tíma- rits SUS, 1972-73, formaður Ferða- málafélags Akureyrar 1969, sat í stjórn ungmennafélagsins Breiða- bliks í Kópavogi 1962-66, var for- maður handknattleiksdeildar félags- ins 1976-79, formaður knattspymu- félagsins Þróttar 1983-85 og starfaði um tíma í JC-hreyfmgunni, m.a. sem forseti JC Kópavogur, og í Kiwanis og Lions. Fjölskylda Herbert kvæntist 14.7. 1963 Guð- rúnu Skúladóttur. Þau skildu 1984. Börn þeirra eru Edda Björg, f. 16.10. 1963, kerfisfræðingur HR, var í sambúð með Hilmari Bergmann og eru synir þeirra Hilmar Þór, f. 5.4. 1989, Helgi Björn, f. 25.2. 1991, Há- kon Öm, f. 4.11.1993, og Hafþór Ingi, f. 12.12. 1995; Heimir Örn, f. 4.10. 1970, hdl. i sambúð með Björgu Mel- sted grafíker og eru synir þeirra Orri, f. 16.11. 1995, og Arnar Már, f. 31.7. 1999. Hálfsystir Herberts, samfeðra, er Hafdís, f. 3.9. 1936, húsmóðir í Grindavík, gift Kjartani Kristófers- syni. Foreldrar Herberts: Guðmundur Sveinbjarnarson, f. 1.4. 1900, d. 12.7. 1977, forstöðumaður bifreiðaþjón- ustu Olíuverslunar íslands hf. í Tryggvagötu, Reykjavik, og k.h., Þorbjörg Sigurjónsdóttir, f. 2.10. 1912, d. 13.10. 1991, bóndi og sauma- kona. Ætt Guðmundur var sonur Svein- bjarnar, b. í Geirshliðarkoti (nú Herbert Guömundsson, framkvæmdastjóri og ritstjóri. Herbert hefur veriö ritstjóri fjöida blaða og tímarita, s.s. ístendings, Íslendings-Isafoldar, Frjálsrar verslunar, Kópavogstíðinda og Stefnis. Þá var hann lengi blaðamaður við Vísi og siðan DV. Giljahlíð) í Flókadal Sveinssonar, og Guðlaugar Ingimundardóttur. Helstu fóðurættir Herberts eru Húsafellsætt, Háfellsætt og Klingen- bergsætt. Þorbjörg var dóttir Sigurjóns, b. á Rútsstöðum í Svínadal Oddssonar, og Ingibjargar, b. á Vesturá í Laxár- dal, Jósefsdóttur. Helstu móðurætt- ir Herberts eru Bergsætt, Skegg- staðaætt og Valadalsætt. Herbert er í fullu fjöri utan seil- ingar á afmælisdaginn. Samband ef vUl: nestor@mi.is, fax 4913734 og Is- landspóstur (stærri pakkar). Hann sendir öllum heillaóskir. Fimmtug Hrafnhildur K. Kristjánsdóttir bankastarfsmaður Hrafnhildur K. Kristjánsdóttir bankastarfsmaður, Réttarbakka 1, Reykjavík, er fimmtug á morgun. Starfsferill Hrafnhildur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í Austur- bæjarskólanum og lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Hrafnhildur starfaði við Útvegs- banka íslands 1971-72 og frá 1974 og fram að sameiningu bankanna og hefur síðan starfað hjá íslands- banka og loks íslandsbanka FBA síðan. Hún er nú yfirféhirðir ís- landsbanka FBA í Skútuvogi. Hrafnhildur æfði og keppti í sundi með sunddeild Ármanns frá ellefu ára aldri. Hún var kominn í landslið íslands í sundi er hún var þrettán ára og setti fjölda íslands- meta á þeim árum. Hún stundaði sundæfingar þar til hún varð átján ára og átti von á sínu fyrsta barni en hefur nú tekið aftur upp æfingar og keppir með sundgörpum frá fyrri tíð. Arinu eldri Fjölskylda Hrafnhildur giftist 14.6.1969 Birgi Viðari Halldórssyni, matreiðslu- meistara og þjóni. Þau skildu 1977. Dætur Hrafnhildar og Birgis Við- ars eru Guðrún Ýr, f. 28.9.1969, bíla- sali, gift Rúnari Jónssyni rallíkappa og eru böm þeirra Svenný Sif, f. 2.4. 1991 og Jón Pétur, f. 1.2.1995 en son- ur Guðrúnar og Jóns Kristjáns Óla- sonar prentara er Birgir Ómar, f. 11.12. 1987; Hlín Elfa, f. 6.8. 1975, gjaldkeri, var í sambúð með Snorra Þorbergssyni og er dóttir þeirra El- ísa Sif, f. 101.7. 1998. Hrafnhildur giftist 26.12. 1999, Garðari Erlendssyni, f. 24.5. 1942, blikksmíðameistara og fram- kvæmdastjóra. Hann er sonur Er- lendar Erlendssonar, f. 15.10.1917, d. í júní 1996, leigubílstjóra, og Sigríð- ar Hannesdóttur, f. 6.8. 1921, hús- móður. Böm Garðars eru Hjalti, f. 22.10. 1960, framkvæmdastjóri, kvæntur Hrafnhildi Sigurðardóttur viö- skiptafræðingi og eiga þau saman eitt barn auk þess sem Hjalti á bam frá því áður; Ásta, f. 24.10. 1964, fyr- irsæta og ljósmyndari; Georg, f. 18.12. 1972, fóstri og tölvufræðingur en sambýliskona hans er Margrét Þorvaldsdóttir, nemi við KHÍ; Helga, f. 12.6.1975, nemi í lyfjafræði; Jón Ágúst, f. 7.2. 1980, nemi í blikk- smíði en unnusta hans er Jóhanna Gylfadóttir hjúkrunarfræðinemi; Garðar Jóhann, f. 23.3. 1987, nemi. Systkini Hrafnhildar eru Jó- hanna Elly, f. 3.11. 1938, búsett 1 Bandaríkjunum og á hún þrjú böm; Vigdís, f. 13.2. 1941, búsett i Banda- ríkjunum og á hún þrjú börn; Kol- brún, f. 18.4. 1942, húsmóðir í Reykjavík og á hún íjögur börn en eitt er látið; Hrafnhildur, f. 20.7. 1943, d. 21.8. 1948. Foreldrar Hrafnhildar voru Krist- ján Jósefsson, f. 6.8. 1906, d. 30.10. 1953, bóndi að Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd og síöar verka- maður í Reykjavik, og Guðrún Kristinsdóttir, f. 27.8. 1911, d. 1.2. 1995, húsmóðir. Ætt Kristján var sonur Jósefs, á Eystra-Miðfelli Jósefssonar, Sig- urðssonar. Móðir Jósefs á Eystra- Miðfelli var Vigdís Vigfúsdóttir. Móðir Kristjáns var Jóreiður, systir Steinunnar, trúboða og lækn- is í Kína. Jóreiður var dóttir Jó- hannesar, b. á Eystra-Miðfelli Jóns- sonar og Ellisifjar Helgadóttur, b. á Stórabotni. Móðir Ellisitjar var Steinunn Gísladóttir. Hrafnhildur og Garðar bjóða fjöl- skyldu, vinum og samstarfsfólki að vitja sín og þiggja veitingar í Odd- fellowhúsinu við Vonarstræti í Reykjavík á morgun sunnud. 28.1. milli kl. 16.00 og 18.00. Þórir Olafsson, prófessor og fýrrv. rektor KHÍ, er 65 ára í dag. Hann var lektor, pró- fessor og loks rektor KHl og ætti að vera fjölda grunn- skólanemenda aö góðu kunnur fyrir kennslubækur sínar í eðlis- og efna- fræði sem mikið hafa verið kenndar í grunnskólum um árabil. Arthur Morthens, for- stöðumaöur þjónustusviðs Fræöslumiðstöðvar Reykja- víkurborgar, er 53 ára í dag.-Arthur er bróðir Bubba Morthens tónlistarmanns og Tolla Morthens myndlistarmanns. Arthur er gamall allaballi, sat í fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins og var varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlist- ans. Þá er hann einn af stofnendum Barnaheilla og var formaður þeirra um skeiö. Síðast en ekki síst er Arthur vænsti drengur og hinn skemmtileg- asti í viökynningu. Geir Sveinsson, einn frækn- asti handknattleikskappi okkar, fyrr og síðar, og fyrrv. fyrirliöi íslenska landsliösins um árabil, hefur líklega verið að fá sigra is- lenska landsliösins í afmælisgjöf nú síöustu daga, en hann er 37 ára í dag. Geir lék fyrst með Val og síðar með Granollers og Avidesa á Spáni. Hann varö spænskur bikarmeistari 1992 og Evrópumeistari meö Alzira frá Spáni 1994. Þá lék hann með Montpellier í Frakklandi viö góðan oröstír 1994-96 en þar er einmitt íslenska landsliðiö að spila núna. Þaðan lá leið hans til þýska liðsins Wupperpal þar sem henn lék til vorsins. Hann hefur nú verið aö þjálfa Val sl. tvö ár. Þá er hann yfirmaöur íþróttadeildar Samvinnuferða-Landsýn- ar. Faðir Geirs var Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ. Valdimar Lárusson leikari veröur 81 árs á morgun. Valdimar var fyrsti karlmaö- urinn sem útskrifaöist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, 1951. Hann stundaöi síðan verslunarstörf á ýmsum stöðum en hafði leiklistina sem aukastarf. Hann lék við Þjóðleikhúsiö 1963-68 en var síðan lögreglumaöur. Jón Laxdal Arnalds, héraðs- dómari í Reykjavík, verður 66 ára á morgun. Jón hefur komiö víða viö. Hann hefur verið stjórnarráðsfulltrúi, deildarstjóri í atvinnumálaráðuneyti, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyt- inu, hæstaréttarlögmaður, dósent viö HÍ og borgardómari. Jón er bróðir Ragn- ars Arnalds, fýrrv. alþm. og ráðherra. Jón kom oft og með ýmsum hætti að milliríkja- og /eða alþjóðlegum samn- ingum íslendinga um fiskveiðar og fisk- veiðistjórnun á árum áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.