Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 I>V Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Öryrkjar og moldviðri Öryrkjamálið er án efa eitt erfiðasta mál sem ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar hefur þurft að glíma við, að minnsta kosti gagnvart almenningsálitinu. Miklu mold- viðri hefur verið rótað upp í kringum málið enda taldi stjórnarandstaðan sig hafa himin höndum tekið. Eftir eyðimerkurgöngu Samfylkingarinnar allt frá síðustu kosningum gaf deilan um hvernig bregðast skyldi við dómi Hæstaréttar í máli öryrkja von um betri tíma. Skoðanakönnun DV, sem birt var hér í blaðinu í lið- inni viku, sýndi að mikil andstaða var við ríkisstjórnina í öryrkjamálinu. Halda má því fram að ríkisstjórnin hafi í upphafi haldið óskynsamlega á málinu og ekki náð að koma sjónarmiðum sínum á framfæri né réttum upplýs- ingum. Nú þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar er orðið að lögum með undirritun forseta íslands verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig ríkisstjórninni reiðir af í hugum almennings en þó ekki síður hvernig stjórnarandstöð- unni tekst að fóta sig á hinu pólitíska svelli. Stjórnarand- staðan hefur átt erfitt með að ná tökum á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og því voru deil- urnar um öryrkjadóminn og viðbrögð ríkisstjórnarinnar sérstaklega velkomnar. Margt bendir hins vegar til að það reynist stjórnarandstöðunni ekki það pólitíska fóður sem hún vonaðist til. Óhætt er að fullyrða að almenn samstaða sé um það hér á landi að sameiginlegur sjóður komi þeim til hjálp- ar sem á þurfa að halda, eins og bent var á hér í leiðara DV undir lok liðins árs, en þar sagði einnig: „Samhjálp er íslendingum i blóð borin en allt frá 1874 hefur ákvæði um opinbera aðstoð við þá sem minna mega sín verið i stjórnarskrá. Mikilvægt er að reglurnar sem þar gilda séu skýrar og réttlátar og tryggi þeim sem á þurfa að halda þann rétt. Dómur Hæstaréttar í máli öryrkja gefur ríkisstjóm- inni og Alþingi tilefni til að fara í róttæka endurskoðun á samtryggingarkerfinu - kerfi sem fáir deila um að sé mikilvægur þáttur í nútimaþjóðfélagi.“ Því miður hafa mörg stór orð fallið á undanfömum vikum í tengslum við dóm Hæstaréttar í máli Öryrkja- bandalagsins og fæst hafa þau orðið til að styrkja hag þeirra sem minna mega sin. Eftir allt moldviðrið sem þyrlað hefur verið upp standa þeir sem lökust hafa kjör- in eftir í sömu sporum. Verkefnið, sem allir eru þrátt fyr- ir allt sammála um að þurfi að leysa, er því enn óleyst. Sendibréf Svarbréf forseta Hæstaréttar til forseta Alþingis þar sem öryrkjadómurinn er útskýrður er í hæsta máta óvenjulegt. Auðvitað fer best á því að hæstaréttardómar- ar standi ekki í bréfaskriftum til að skýra út dóma sem þeir fella, enda ætti slíkt að vera óþarft þegar dómar eru skýrir og vel rökstuddir. Því miður hefur reyndin verið sú að dómar Hæstaréttar í mikilvægum málum hafa á stundum verið óskýrir, illa framsettir með loðnum rök- stuðningi. í stað þess að varpa skýru ljósi á lagaleg álita- efni og skera úr ágreiningi hefur rétturinn valdið óróa og verið uppspretta lagalegra deilna. En hvað sem liður deilum um réttmæti þess að forseti Hæstaréttar standi í að svara bréfum og fyrirspurnum, varpa bréfaskriftirnar kastljósinu að vinnubrögðum og hæfni hæstaréttardómara. Og kannski verður bréf for- seta Hæstaréttar til þess að raunverulegar umræður skapist um hlutverk, skyldur og vinnubrögð Hæstaréttar. Óli Björn Kárason Mútur í garöi Kremlarbónda Þegar Pavel Borodín, einn af æðstu embættismönnum rússneska ríkisins, var að stiga af flugvél í Bandaríkjun- um fyrir fáeinum dögum var hann tekinn fastur. Borodín ætlaði sér að fylgjast með og fagna embættistöku nýs Bandaríkjaforseta en þess í stað hefur hann mátt dúsa í fangelsi. Öll- um óskum rússneskra ráðamanna um að Borodín verði leystur úr haldi hafa bandarísk yfirvöld hafnað, jafnvel þó að á fimmtudag hafi sendiherra Rússa vestanhafs lofað því upp á æru rúss- nesku stjómarinnar að Borodín muni ekki hlaupast á brott. Yfir honum vof- ir framsal til Sviss en það er saksókn- araembættið þar sem fyrirskipaði handtöku hans. Og ástæðan er ósköp einfóld: Mútu- og hneykslismál sem tengja marga æðstu leiðtoga Rússa við skipulagða glæpastarfsemi og pen- ingaþvætti. Þó er mál Borodíns lík- lega ekki meira en örlítil sletta úr þeirri eðju spillingar sem um þessar mundir einkennir Rússland. Hver er Borodín? Borodín þessi er kannski ekki sá taflmaður rússneskra stjórnmála sem mest ber á út á við en hann er sannar- lega ekkert peð. Hann er, eins og Borís Jeltsín, sveitamaður sem á frama sinn að þakka velviljuðum stuðningsmönn- um sem kölluðu hann til starfa í Moskvu eftir að hann hafði um hríð verið borgarstjóri í Jakútsk, en það er höfuðborg Sakha sem áður hét Jakútía. Leið hans lá hratt upp á við í embættismannakerfi Jeltsínstjórnar- innar og árið 1993 var hann skipaður yfirmaður ríkiseigna sem merkir yfir- maður um 100 þúsund manna starfs- liðs og umsjónarmaður eigna að verð- gildi 50-60 þúsund milljarða íslenskra króna eða sem því svarar. Eitt hlut- verk Borodíns var að stjórna endurbót- um á opinberum byggingum, þar á meðal Kremlarhöllum. Þar hefur ekk- ert verið til sparað og í gegnum árin hefur mönnum stundum þótt undar- legt að í landi þar sem ekki er einu sinni hægt að borga opinberum starfs- mönnum laun vegna peningaleysis eyði stjórnvöld milljarðatugum í glæsi- byggingar sínar. Þegar Vladímír Pútín, núverandi forseti Rússlands, var kall- aður til starfa í Moskvu var hann til að byrja með aðstoðarmaður Borodíns. Þaðan lá leið hans upp á við. Hann los- aði sig hins vegar fljótlega við sinn fyrrverandi yfirmann. Fáeinum vikum eftir að Pútín tók við af Jeltsín var Borodín bolað burt úr Kreml. Hann hefur síðan gegnt starfi eins konar framkvæmdastjóra Sambands Rúss- lands og Hvita-Rússlands. Mútur og peningaþvætti Svissnesk yfirvöld hafa i nokkur ár haft tvö þarlend fyrirtæki, Mabetex og Mercata, undir grun um að hafa tekið þátt i peningaþvætti og að hafa mútað háttsettum rússneskum embættis- Pavel Borodín Hvernig sem máli Pavels Borodins lýkur þá er handtaka hans og allur málatilbúnaður- inn því miður einkennandi fyrir þann farveg sem viðskipti Rússa og vestrænna fyrir- tækja hafa lent í á síðustu árum. mönnum. 1998 lét svissneska saksókn- araembættið rússneska ríkissaksókn- aranum Júrí Skúratov í té upplýsing- .ar um spillingu æðstu manna ríkis- ins, þar á meðal Borodíns og sjálfs Borís Jeltsins, þáverandi forseta. Til- raunir Skúratovs til að rannsaka mál- ið leiddu til þess að honum var bolað úr embætti. Mabetex og Mercata hafa séð um stór byggingaverkefni í Rúss- landi allar götur frá 1990. Fyrirtækin hafa notið óvenjulega góðrar fyrir- greiðslu stjómvalda og hafa bara á síðustu árum gert verksamninga sem nema 40-50 milljörðum íslenskra króna. Svissnesk yfirvöld telja að sem svarar 4-5 milljörðum króna hafi lent í vösum rússneskra embættismanna en Borodín er talinn hafa þegið allt að Valur Ingimundarson stjórnmála- sagnfræöingur helmingi þeirrar upphæðar í mútur. Sönnunargögnin eru fjöldi banka- reikninga í Sviss, sumir skráðir á nafn Borodíns og fjölskyldu hans. Aðrir em tengdir Borís Jeltsín, dóttur hans og tengdasyni. Talið er líklegt að einhverjar greiðslur hafi farið beint til forsetans fyrrverandi þó að sviss- nesk yfirvöld hafi ekki gengið svo langt að fyrirskipa handtöku hans. Eftir að Júrí Skúratov var hrakinn úr embætti hafa rússnesk yfirvöld slegið þagnarmúr um rannsóknina og rúss- neska saksóknaraembættið lét málið niður falla í desember síðastliðnum og sagði engin sönnunargögn liggja fyrir um að rússneskir embættismenn hefðu þegið mútur eða misnotað að- stöðu sína með öðrum hætti. Rússagull Hvernig sem máli Pavels Borodíns lýkur þá er handtaka hans og allur málatilbúnaðurinn því miður ein- kennandi fyrir þann farveg sem við- skipti Rússa og vestrænna fyrirtækja hafa lent í á síðustu árum. Það er ekki svo mjög ótryggt stjórnmálaástand sem kemur í veg fyrir að fyrirtæki og peningastofnanir sem annt er um orð- spor sitt eigi viðskipti við rússneska aðOa heldur hin óhjákvæmilega spiO- ing sem er samfara slikum viðskipt- um. Það að æðstu embættismenn liggi undir grun um mútuþægni lýsir ástandinu betur en nokkuð annað. Enginn er undanskilinn og tengsl rússnesku mafiunnar við stjórnkerfið eru því augljósari sem þau eru myrk- ari. Það er kannski ekki síst þessi mikla fjármálaspiOing sem kemur í veg fyrir að samskipti Rússlands við vestræn ríki geti orðið eðlOeg. Vest- ræn fyrirtæki sem eiga viðskipti við Rússa eða taka að sér að ávaxta fé sem frá Rússum kemur kaOa sjálf- krafa yfir sig grun um peningaþvætti og aðra ólöglega starfsemi. Þannig er RússaguUið ekki síður viðsjárvert nú á dögum en á meðan sovéski komm- únistaflokkurinn réð ríkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.