Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Blaðsíða 23
23 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 PV _________________________________________________________________________________Helgarblað Sársaukafull og fyndin Já, hamingjan eftir Kristján Þórð Hrafnsson á Litla sviðinu DV-MYND INGÓ Höfundur og leikarar „Bræðurnir standa fyrir ólíka sýn é lífið og tilveruna. Sá eldri er kröfuharður og trúir því að hægt sé að takast kerfisbundið á við lífið. Sá yngri treystir meira á innsæi sitt og tilfinningar. “ Baldur Trausti Hreinsson, Kristján Þórður og Pálmi Gestsson. Kristján Þórður Hrafnsson kom við ljóðræna taug þjóðarinnar með sonnettum sínum sem birtust í ljóða- bókinni Jóhann vill öllum í húsinu vel. 1 gær var á Litla sviði Þjóðleik- hússins frumsýnt leikritið Já, ham- ingjan eftir Kristján Þórð en þetta er fyrsta leikrit hans í fullri lengd en leikrit hans, Leitum að ungri stúlku, var frumsýnt í Iðnó árið 1999. Hann hefur ekki einungis fengist við eigin sköpun því að síðustu ár hefur hann fengist nokkuð við leikritaþýðingar og þýddi til dæmis Abel Snorko býr einn sem hlaut magnaðar viðtökur þegar það var sett upp á sama Litla sviði árið 1998. Skýrar myndir Já, hamingjan fjallar um tvo bræður sem leiknir eru af Pálma Gestssyni og Baldri Trausta Hreins- syni. Leikstjóri verksins er Mel- korka Tekla Ólafsdóttir sem leik- stýrði einnig Ahel Snorko býr einn og telur Kristján Þórður að reynsla hennar þaðan nýtist mjög vel við þessa uppsetningu. Kristján Þórður segir að hann hafi lengi gengið með hugmyndina að verkinu í kollinum. „Hugmyndin að vérkinu kviknaði árið 1997 eftir að ljóðabókin Jóhann vill öllum í húsinu vel kom út. Síð- an hefur myndin verið að skýrast og verkið smám saman tekið á sig endanlega mynd. Á æfmgatímabil- inu hef ég þróað það áfram með leikurum og leikstjóra og finpússað það. Ég held að það hafi gert verkinu gott hversu mikinn tíma það fékk til að gerjast. Grunnhugmyndir verks- ins þróuðust hver i sínu lagi og ég hafði jafnvel hugsað mér að glíma við þær hverja fyrir sig. Svo fann ég leið til að steypa þeim saman." Hvorugur málpípa höfundar Eins og áður segir fjallar leikritið um tvo bræður og samband þeirra. Verkið gerist á rauntíma og fá áhorfendur að fylgjast með átökum þeirra: gamansaga sem yngri bróð- irinn skrifar þar sem gert er grín að sjálfshjálparbókum hefur ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. „Spennan í verkinu liggur ekki aðeins í atburðarásinni heldur einnig í samræðunum. Undirtext- inn, það sem bræðurnir segja ekki og veigra sér við að segja, skiptir líka miklu máli. Bræðurnir standa fyrir ólíka sýn á lifið og tilveruna. Sá eldri er kröfuharður og trúir því að hægt sé að takast kerfisbundið á við lífið. Sá yngri treystir meira á innsæi sitt og tilfinningar.“ Hvorum megin stendur Kristján Þórður? „Hvorugur bræðranna er málpípa höfundar. Báðir hafa þeir ýmislegt til síns máls.“ List orðsins „Ég hóf rithöfundarferil minn á því að yrkja ljóð og það gæti hafa valdið þvi að ég er mjög meðvitaður um að hafa textann þéttan og hnit- miðaðan. Ég leitast við að koma sem mestu til skila í sem fæstum orðum. Það er góður skóli að glíma við ljóðið. Sú staðreynd að ég hef fengist við hið hefðbundna ljóðform hefur haft áhrif á skrif mín fyrir leikhús. Ég hugsa mikið um hrynj- andi málsins og hljómfall." Og Kristján Þórður vill hreyfa við fólki. „Ég hef þá trú að hægt sé að hreyfa viö fólki með húmor; koma því á óvart. Undrunin skiptir miklu máli í leikhúsi. Og það er hægt að koma fólki á óvart án þess að ganga fram af því. Ég hef mikla trú á leikhúsform- inu, nálægð og lífi leikhússins. Leik- ritin eru lifandi fyrir augum áhorf- enda. Eitt af sérkennum leikhússins er leikurinn með tungumálið. Leik- hús er ekki síst list orðsins og til- finninganna. Þar á maður mögu- leika á að hreyfa við fólki með tungumálinu." ■ ■■ og líka fyndin Þjóðleikhúsið hefur úr íjölda góðra leikara að velja og því ekki mikil vandræði að velja tvo úr til að leika bræður. Pálmi Gestsson og Baldur Trausti Hreinsson gætu reyndar verið bræður. Þeir eru báð- ir dökkir yfírlitum, myndarlegir á velli og svipmiklir leikarar. „Baldur Trausti og Pálmi hafa báðir það til að bera sem þarf til að leika þessar persónur. Þeir hafa mjög gott vald á kómik og dramatík. Þeir smellpassa í hlutverkin og eru geysilega færir leikarar sem gaman hefur verið að vinna með. Textinn lifnar í meðförum þeirra og þeir þræða línuna milli gamans og al- vöru þannig að sýningin verður ein- læg, sársaukafull - og líka fyndin. -sm vel Hvíldarstólar Sófa Vertu •Húsgögn •Lampar •Indverskar smávörur •Púðar Rúmteppi og rúmfatnaciir A merísk i Glerborðog 4 stólar Indversbir skápar Höfchgafla hvíld/ur á nýju ári •Lök - Pífulök o.fl. •Rúmteppasett •Rúmteppi Nýtt lcortatímabil VærhrvoJr og púthr SIÐASTIDAGUR * Opið laugardaga Mörkinni 4 • 108 Reykjavík Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.marco.is Opið virka daga frá 10:00 - 16:00 styðjum við bakið á frá 09:00 - 18:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.