Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2001, Page 45
LAUGARDAGUR 27. JANUAR 2001 53 DV Tilvera Reykjavíkurmeistaramótið í sveitakeppni: Subaru-sveitin sigraði örugglega Myndasögur Eins og ég spáði í síðasta þætti snerist Reykjavíkurmeistaramótið upp í einvígi milli tveggja sveita, sveitar Subaru og Ferðaskrifstofu Vesturlands. Þessar sveitir áttu inn- byrðis leik í næstsíðustu umferð mótsins og þegar sú fyrmefnda vann þann leik virtust úrslitin ráð- in. Subarusveitin endaði síðan mót- ið með stæl, með því að vinna síð- asta leikinn með fullu húsi. Röð og stig efstu sveitanna varð því þessi: 1. Subaru-sveitin 424 2. Ferðaskrifstofa Vesturlands 403 3. Þrír Frakkar 382 4. Valgarð Blöndal 378 5. Skeljungur 360 6. Helgi Jóhannsson 355 I Subaru-sveitinni spila Aðal- steinn Jörgensen, Sverrir Ármanns- son, Matthías Þorvaldsson, Þorlák- ur Jónsson, Jón Baldursson og Sig- urður Sverrisson. Árangur para í Butlerútreikningi var bestur hjá Karli Sigurhjartar- syni og Sævari Þorbjörnssyni, en þeir skoruðu að meðaltali 1,10 impa í spili. Og Karl átti einnig næstbesta árangurinn og þá á móti syni sínum Snorra, en þeir skoruðu að meðal- tali 0,99 impa í sþili. Við skulum skoða eitt spil frá leik Subaru-sveitarinnar við sveit Sím- onar Símonarsonar úr 5. umferð. A/O * G1098 * D * D984 * D1087 ♦ KD2 ♦ Á54 ♦ 53 N * 53 * G98632 * K62 65 ♦ Á764 ** K107 ÁG107 * 32 í opna salnum sátu n-s Aðalsteinn og Sverrir, en a-v Simon og Sverrir Kristinsson. Sagnirnar voru þannig: Austur Suöur Vestur Norður 2»! dobl pass 4« pass 4 ♦ pass 4 v pass 4* pass 4 grónd pass 5 pass 6 ♦ pass pass pass Opnun Símonar á tveimur hjört- um er skólabókardæmi um það, hvemig ekki á að nota þessar sagn- ir og reyndar geta n-s nælt sér í 1100 með bestu vörn ef Aðalsteinn velur að passa. Engu að síður skapaði opnunin erfíðleika í sögnum fyrir n-s því Að- alsteinn á enga góða sögn við dobli suðurs. Hann velur síðan fjögur lauf, þá bestu í stöðunni, því frá hans bæjardyrum er slemma nokk- uð sjálfsögð. Sagnir þróast síðan þvingað upp í sex lauf, sem er væg- ast sagt nokkuð hæpin slemma. En við skulum fá okkur sæti bak við fyrrverandi heimsmeistarann. Stefán Guðjohnsen skrifar um bridge Símon spilaði út tígultvisti og þótt einhver hætta sé á því að þetta sé einspil þá velur Aðalsteinn að láta tíuna úr blindum. Sverrir fær slaginn á drottninguna og spilar spaðagosa til baka. Aðalsteinn drep- ur á ásinn í blindum, spilar laufi og áttan kemur frá Sverri. Skipting Simonar er nú nokkuð ljós, hann hefir byrjað með sex hjörtu og þrjá tígla. Hafi hann átt einspil í spaða hefði hann líklega spilað því út og þar af leiðandi er líklegast að hann sé með 2-2 í svörtu litunum. Aðal- steinn lætur því níuna og er feginn þegar hún heldur. Næst er hjarta- staðan skoðuð með því að spila hjartaás. Þegar drottningin kemur frá Sverri er engin ástæða til þess að svína tígli og Aðalsteinn spilar tígli upp á ás. Þá kemur lauf, gosan- um svínað, trompin tekin og hjarta- svíningin rekur síðan smiðshöggið á þessa hæpnu slemmu. Það voru 920 til n-s og 11 impa gróði, því á hinu borðinu spiluðu n- s fjóra spaða og unnu þá slétt. Ég rak augun í aðra 920 á skor- blaði spilsins og við eftirgrennslan kom i ljós, að Sigtryggur Sigurðsson i sveit Málningar hafði einnig spil- að sex lauf og unnið. Hann hafði einnig svínað laufaníu, en hvað sagnröðina varðaði þá taldi hann hana ekki áhugaverða fyrir lesend- ur þáttarins. Aöalsteinn Jörgensen. þU stgraðir Tá-Den konung einu srnnF og þú getur því lika unnið LOKASIGUR é honum! Þá verður ÞU KONUNGUR LURI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.