Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Síða 6
6
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001
Fréttir DV
Eftirlit með bústofni
Yfirvöld
á Höfða í Þverárhlíð lenti í þæfingi:
féllu á tíma
- fækkum fénu ekki, segir bóndinn á bænum
Ljóst er að eftirlitsmenn með
fóðrun og skepnuhaldi munu ekki
komast að býlinu Höfða í Þverár-
hlíð í Borgarfirði fyrr en í haust.
Málið hefur verið þæft milli yfir-
valda frá því í febrúar sl. Nú þyk-
ir of seint fyrir eftirlitsmenn að fá
úrskurð og fara á býlið þar sem
sauðburður er hafinn og féð fer að
leita til fjalla.
Eins og DV hefur greint frá
standa fimm systkini að félagsbúi
að Höfða. Þau búa með a.m.k.
1200-1400 fjár, um 100 hross,
mjólkandi kýr og nautgripi. Bú-
skapurinn er ekki „hefðbundinn"
vegna fjölda búfjár. Þá hafa bænd-
ur á Höfða smám saman komið því
á að gefa ánum úti yfir vetrartím-
ann og láta þær ganga við opið.
Hefur lengi verið uppi ágreiningur
milli bænda og embættismanna
vegna tiltekinna atriða í búskapar-
háttum á Höfða.
Seinni hluta febrúar sl. fóru hér-
aðsdýralæknir, fulltrúi yfirdýra-
læknis og fulltrúi Búnaðarsam-
taka Vesturlands í eftirlitsferð að
Höfða. Þegar þeir komu að bænum
höfðu bændur lagt bíl við hlið
heim að honum og bönnuðu eftir-
litsmönnunum heimgöngu. Eftir
alllöng orðaskipti hurfu hinir síð-
arnefndu frá. Þeir skrifuðu sam-
dægurs bréf til sýslumannsemb-
ættisins í Borgarnesi þar sem þeir
óskuðu eftir að hann leitaði úr-
skurðar um aðgang þeirra að býl-
inu. Stefán Skarphéðinsson sýslu-
maður sagði að það væri héraðs-
dóms að kveða upp slíkan úrskurð
og þangað bæri því að sækja hann.
Halldór Runólfsson yfirdýra-
læknir sagði að eftir umfjöllun lög-
fræðinga hefði niðurstaðan orðið
sú að sveitarstjórn skyldi sækja
um úrskurð héraðsdóms til að
heimila dýralæknum inngöngu á
býlið.
Stefán Kalmannsson sveitar-
stjóri kvaðst ekki telja raunhæft
nú að standa í aðgerðum á býlinu
þar sem komið væri vor. Málið
væri þvi komið í frestun fram til
hausts.
„Við erum enn með sama vanda-
mál, að bústofninn þarna er allt of
stór,“ sagði hann.“ Bændurnir
hafa ekki aðstæður til að hýsa all-
an þennan bústofn. En málið er
ekki búið.“
„Það er ekkert á döfinni hjá okk-
ur að fækka fénu í haust,“ sagði
Sigurður Bergþórsson, bóndi á
Höfða, við DV í gær. „Það hefur
komið óvenjuvel undan vetri. Við
þurfum bara að þróa betur aðstöðu
til að gefa eingöngu úti.“ -JSS
Reykjanesbær:
Nemendur
mótmæla
sektum
DV, SUÐURNESJUM:
Nemendur I Fjölbrautaskóla
Suðurnesja fjölmenntu á götum
Reykjanesbæjar og þeyttu
bílflautur í fyrradag. Þeir mót-
mæltu því að í allan vetur hefur
lögreglan mætt við skólann og
látið sektarmiða á bíla sem lagt
hefur verið ólöglega. Atli Gylfa-
son, talsmaður nemenda, tjáði DV
að ófremdarástand ríkti í bíla-
stæðamálum skólans, að aðeins
væru 80 bílastæði við skólann
þrátt fyrir að reglugerðir kvæðu
á um að 5 stæði væru fyrir hverja
skólastofu og 1 stæði fyrir hvern
starfsmann en starfsmenn skól-
ans væru 80. Atli var ekki bjart-
sýnn á að mótmælin hefðu ein-
hver áhrif, sýslumaður hefði bara
hrist hausinn og lögreglan og
bæjarstjóri bentu hver á annan
og hefði bæjarstjóri bent nemend-
um á að leggja við bæjarskrifstof-
urnar en þær eru í töluverðri
fjarlægð frá FS. -ÞGK
Skemmdarverk
Ljóst er aö mikiö skemmdarverk
hefur veriö unniö á húsinu á Breiö-
haldsvík og hér má sjá hverniggólf-
in fóru.
Húsið nán-
ast eyðilagt
DV, BREIÐDALSVÍK:
Brotist var inn í mannlaust ein-
býlishús á Breiðdalsvík nýlega og er
húsið nánast fokhelt eftir. Ekki er
vitað nákvæmlega hvenær innbrot-
ið var framið, en farið var inn um
glugga á bakhlið og virðist sem við-
komandi, einn eða fleiri, hafi gefiö
sér nægan tíma.
Lokað var fyrir niðurföll á baði
og skrúfað frá krönum áður en hús-
ið var yfírgefið og brá eigandanum
illa í brún þegar hann opnaöi og á
móti honum kom vatnsgusa. Vatns-
skemmdir eru miklar, öll gólfefni
ónýt sem og húsgögn, rafmagn hafði
slegið út og húsið allt gegnblautt
svo vætlaði út í gegnum veggina.
Einnig flæddi niður á neðri hæðina
og urðu miklar skemmdir þar. Ekki
er vitað til að neinu hafi verið
stolið. Lögregla er með málið í rann-
sókn. -Hanna
Mótmæli
Nemendur í Fjölbrautaskóla Suöurnesja fjölmenntu á götum Reykjanesbæjar og þeyttu bílflautur í fyrradag. Þeir mót-
mæltu því aö í allan vetur hefur lögreglan mætt viö skólann.
Bátasmiðja Guðmundar stefnir hraðbyri á Færeyjamarkað:
Færeyingum sýndur Sómi
- forstjórinn siglir milli landa
Óskar Guðmundsson, eigandi og
forstjóri Bátasmiðju Guðmundar,
hyggst sigla á Sómabáti frá Hafnar-
firði til Grímseyjar næstu vikuna -
með viðkomu í Færeyjum. Með hon-
um i for verða Valdimar Long, starfs-
maður Bátasmiðjunnar, og Sigurður
Bjarnason, vélstjóri í Grímsey.
Hann segir ferðina fela í sér tví-
þættan tilgang.
„Bátasmiðjan er framleiðandi
Sómabátanna og ég ætla að keyra
einum tO Grímseyjar þar sem hann
er til afhendingar. Ég ákvað að nota
tækifærið og fara með hann á sjávar-
útvegssýningu í Rúnavík í Færeyjum
enda er draumurinn að selja eyja-
skeggjum Sómabáta," segir hann.
Óskar reiknar með fimm dögum í
ferðina en megninu af tímanum verð-
ur eytt í Rúnavík. Fyrsti áfangi ferð-
arinnar er sigling frá Hafnarflrði til
Vestmannaeyja þar sem tekin verður
olía. Þaðan er lagt í 400 sjómílna ferð
tO Færeyja á sex tonna smábáti.
„Við ætlum að kynna Færeyingun-
um nýjustu gerðina af Sómabátum
sem er hraðskreiðastur sambæri-
legra báta í heiminum. Hann er með
450 hestafla vél á meðan flestir smá-
bátar í Noregi hafa einungis 150 hest-
afla vél. Efnahagslífið hefur verið á
uppleið í Færeyjum og þetta gæti orð-
ið vaxandi markaður fyrir íslenska
smábáta," segir hann en um 360
Sómabátar hafa verið smíðaðir á ís-
landi síðustu 20 árin.
Smábátur á ballarhafi
Óskar Guömundsson og Valdimar Long ætla á Sómabáti til Færeyja um
helgina.
Báturinn gengur mest á um 30
mílna hraða á klukkustund og reikna
félagarnir með því að vera rúman sól-
arhring á leiðinni frá Hafnarflrði tO
Rúnavíkur. Óskar segist sækja í það
að prófa Sómabátana sjálfur á sjó.
„Maður finnur þaö strax þegar
maður notar bátinn hvort einhverjir
gallar eru á honum og ég hef reynt að
kynnast bátunum sjálfur. Það reynir
þó ekki fyUOega á bátinn í svona
skemmtiferð tO Færeyja. Smábátasjó-
menn þurfa reglulega að ganga í
gegnum brælur og hasar á sjó. Eftir
minni reynslu eru Vestfjarðamiðin
mun verri hvað sjófærð varðar held-
ur en úthafið miUi íslands og Fær-
eyja,“ segir hann.
Þeir félagamir taka samanlagt með
sér um 2000 lítra af olíu í ferðina, þó
þeir reikni með að nota einungis 1000
lítra.
„Þetta er gert tO öryggis. Það er lík-
lega fátt aulalegra en að verða olíu-
laus úti á sjó,“ segir Óskar Guð-
mundsson á leið i víking. -jtr
Heiti potturinn
Umsjón: Hörður Kristjánsson
hkrist@ff.is
Siv flottust
I nýjasta tölublaði auglýsinga-
ritsins „Af netinu" er greint frá
þeirri merkilegu netsíðu hotorn-
ot.com. Þar geta
menn gefið upp
slóð á eigin
heimasíðu með
tilvísun á ljós-
mynd af sjálfum
sér eða öðrum.
Þeir sem heim-
sækja síðan síðuna
á Netinu gefa viðkomandi síðan
einkunn frá 1-10. Eftir einn sólar-
hring liggur síðan niðurstaðan fyr-
ir. Útgefendur „Af netinu" stóðust
ekki mátið og settu inn tOvísun á
hotomot.com inn á vefsíðu Alþing-
is. Þar eru myndir af öOum þing-
mönnum íslendinga. Þrátt fyrir að
85.000 vafrarar gæfu þingmönnun-
um fegurðareinkunn þá fengu þeir
fæstir góða útkomu og var meðal-
einkunn aðeins 4,5. Siv Friðleifs-
dóttir fékk þó áberandi besta kosn-
ingu sem faUegasti þingmaður ís-
lendinga með einkunnina 8,9. Af
tillitssemi sleppir blaðið þó að
minnast á herfilega útreið sumra
annarra þingmanna...
Bjarga gengi krónunnar
Einar Bárðarson og Eurovision-
bandið hans Two Tricky munu
leggja landann að fótum sér í
kvöld. Víst er að
) margir pólitíkus-
ar munu öfunda
þá fyrir aOa at-
hyglina. Two
Tricky og
Eurovisionkeppn-
in í Kaupmanna-
höfn munu gjör-
samlega lama þjóðfélagið svo að
meira að segja bensínstríðið mun
gufa upp út af ástandinu. Sagt er
að Geir H. Haarde Qármálaráð-
herra, sem sjálfur er liðtækur
söngvari, bindi miklar vonir við að
Einar og félagar sigri í kvöld því
þá sé gengi krónunnar borgið, alla-
vega fram á næsta vor...
Óskar í „Strætó“?
Helgi Pétursson, stjórnarformaður
SVR, er nú talinn líklegastur sem
fyrsti forstjóri hins nýja sameinaða
strætisvagnafyrir-
tækis Strætó hf. á
höfuðborgarsvæð-
inu. í heita pottin-
um hafa menn þó
bent á aðra lausn.
Einn þjóðþekktur
maður sem hafi það
fram yfir Helga að
keyra rútur dagsdaglega sé aOt eins
boðlegur í stöðuna. Hann hafi auk
þess mikla reynslu af félagsmálum og
núverandi vinnuveitendur hans séu
meira en tObúnir leyfa honum að
hætta og það strax. Þessi reynslu-
mikli maður sé enginn annar en Ósk-
ar Stefánsson, formaður Sleipnis...
No Such Thing?
KvikmyndamógúOinn Friðrik
Þór Friðriksson sagði í sjónvarps-
viðtali á dögunum að hann væri á
leið tO Cannes þar
sem hann í félagi
við Coppola hygð-
ist frumsýna
myndina Monster,
sem heitir núna
No Such Thing, en
hún var tekin upp
og gerist hérlendis.
Gróa gamla á Leiti telur sig hins
vegar hafa heimOdir fyrir því að
Friðrik Þór hafi hætt þátttöku í
myndinni strax í upphafi og gert
samning þess eðlis að hann fengi
endurgreiddan virðisaukaskattinn
frá iðnaðarráðuneytinu fyrir sinn
snúð. I ráðuneytinu sitja menn hins
vegar sveittir því Finnur Ingólfs-
son sem setti þessa reglu á gleymdi
að ákveða hvernig eigi að reikna
ósköpin út. Kurr mun hins vegar
meðal kvikmyndagerðarmanna sem
þykir ljótt af Frikka að skrökva um
meint samstarf við Coppola. í því
samhengi þykir nafn myndarinnar í
hæsta máta kaldhæðnislegt enda No
Such Thing á ferðinni...