Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Síða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 I>V Verkfall í Færeyjum Helstu útflutningsvörur Færeyja komast nú ekki úr landi vegna verk- fallsaögeröa tveggja stórra félaga færeyskra launamanna. Aukin harka í Færeyjaverkfalli Aukin harka hefur færst í verk- fallsaðgerðir í Færeyjum þar sem vekfallsverðir koma i veg fyrir flutning vöru um eyjarnar. Verkfall- ið hefur svo gott sem lamað helstu útflutningsgreinar færeysks efna- hagslifs, fiskvinnsluna og laxeldið, og hætta er á að tjón þeirra verði metið í tugum milljóna íslenskra króna. Tvö stór verkalýðsfélög í Færeyj- um lögðu niður vinnu á miðviku- dagsmorgun eftir 30 klukkustunda árangurslausar viðræður við at- vinnurekendur. Verkalýðsfélögin vilja fá meiri launahækkanir en vinnuveitendur voru tilbúnir að veita þeim. Mafían grefur undan evrunni Mafiubófar og smáir spariíjáreig- endur í Austur-Evrópu óttast svo mjög að brenna inni með verðlaus þýsk mörk þegar evran, sameigin- legur gjaldmiðill Evrópusambands- ins, verður tekin í notkun að þeir eru famir að skipta mörkunum sin- um í dollara. Að sögn danska blaðsins Berl- ingske Tidende hefur þetta orðið til þess að hægja mjög á hækkun evr- unnar á gjaldeyrismörkuðum. Danska blaðið segir að drjúgur hluti þýskra marka í umferð í Aust- ur-Evrópu sé fenginn með ólöglegri starfsemi og því geti eigendurnir varla komið með pokafylli af mörk- um þegar markinu verður skipt út fyrir evruna í janúar á næsta ári. Að sögn er næstum helming allra þýskra marka í umferð að finna ut- an Þýskalands, aðallega í gömlum löndum Austur-Evrópu. Paul Wolfowitz Aðstoöarlandvarnaráðherra Bandaríkjanna ræddi viö Rússa um áform um eldflaugavarnakerfi. Rússar létu ekki sannfærast um eldflaugavarnir Rússnesk stjórnvöld létu ekki sannfærast um ágæti eldflauga- varnakerfis Bandaríkjamanna eftir fyrsta fund um málið í Moskvu í gær. Hvorir tveggja hétu þvi að halda viðræðunum áfram. Paul Wolfowitz aðstoðarland- vamaráðherra fór fyrir bandarísku sendinefndinni sem ræddi við emb- ættismenn i rússneska utanríkis- ráðuneytinu. Sendinefndin ræddi einnig við yfirmann rússneska her- ráðsins. Rússar hafa til þessa verið andvígir áformum þessum. Kosningabaráttunni á Ítalíu lauk í gærkvöld: Hægrimenn æfir út í spaugarann ítalskir hægrimenn eru æfir út í | háðfuglinn og kvikmyndaleikstjór- ann Roberto Benigni fyrir að gera grín að fjölmiðlakónginum og millj- arðamæringnum Silvio Berlusconi, forsætisráðherraefni hægriflokk- anna í þingkosningunum á morgun. „Þessa dagana heyrum við hreint ótrúlega hluti. Páfinn fer í heim- sókn í mosku, böm eru erfðabreytt og Berlusconi er frambjóðandi til forsætisráðherra," sagði Benigni í | viðtali við ítalska ríkissjónvarpið á fimmtudagskvöld. „Hann (Berlusconi) vill alltaf vera miðpunktur athyglinnar. Ef fjöldafundur er haldinn vill hann tala. Ef haldið er brúðkaup vill hann vera brúðguminn. í jarðarfor vill hann vera hinn látni,“ sagði leikstjóri óskarsverðlaunamyndar- innar Lífið er dásamlegt enn frem- ur, vinstrimönnum til óblandinnar gleði en hægrimönnum til gremju. Mið- og hægrimenn, bandamenn Silvio Berlusconi ítalski fjölmiðlakóngurinn var skot- spónn háðfuglsins Benignis í ítalska ríkissjónvarpinu í vikunni. Berlusconis, réðust harkalega á Benigni fyrir tiltækið, svo og á stjórnendur ríkissjónvarpsins fyrir að leyfa háðfuglinum að koma þar fram. Þeir sögðu það enn eina sönn- un þess að ríkissjónvarpið þjónaði vinstrimönnum. Kosningabaráttunni á Ítalíu lauk formlega klukkan tíu í gærkvöld að íslenskum tíma. Frambjóöendurnir notuðu síðasta daginn til að skiptast á fúkyrðum. Berlusconi og Francesco Rutelli, forsætisráðherra- efni vinstrimanna, fluttu lokaræður sínar í sjónvarpi og töluðu til stuðn- ingsmanna sinna á fjöldafundum. Stjómmálaskýrendur segja marg- ir hverjir að mjög mjótt verði á mununum og hugsanlegt er að hvor- ugt kosningabandalagið fái meiri- hluta þingmanna. I síðustu leyfilegu skoðanakönnunum, sem birtust í apríl, var kosningabandalag Berlusconis þó með fjögurra pró- sentustiga forskot. Tony og Cherie hitta kjósendur Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands, og Cherie, eiginkona hans, brugöu undir sig betri fætinum í gær og hittu kjós- endur. Forsætisráöherrahjónin fóru meðal annars til Chatham í Kent þar sem þau hittu ungt fólk aö máli. Verka- mannaflokkur Blairs nýtur mun meiri stuönings en andstæöingar hans fyrir kosningarnar 7. júní. Bush styður frestun aftöku sprengjuvargsins McVeighs George W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti í gær yfir stuðningi sínum við frestun á aftöku Timothys McVeighs og sagði nauðsynlegt að farið yrði að stjómarskrá landsins við meðferð allra mála. „Ég er sannfærður um að dóms- málaráðherrann komst að réttri niðurstöðu í dag,“ sagði Bush eftir að John Ashcroft dómsmálaráð- herra tilkynnti um frestun aftök- unnar um einn mánuð. Til stóð að taka McVeigh af lífi næstkomandi miðvikudag fyrir sprengjutilræðið í Alfred P. Murrah alríkisbyggingunni í Oklahomaborg árið 1995, þar sem 168 manns létu lífið. Þaö var versta hryöjuverk sem nokkru sinni hefur verið framið innan Bandaríkjanna. Aftökunni var frestað til 11. júní. Ástæða frestunarinnar er sú að alríkislögreglan FBI hélt rúmlega Timothy McVeigh Oklahomamorðinginn fær eins mán- aöar gálgafrest á meðan lögmenn hans skoða gögn frá FBI. þrjú þúsund síðum af gögnum frá rannsókn málsins leyndum fyrir lögmönnum McVeighs. Með mánað- arfresti á að gefa lögmönnunum kost á að skoða gögnin. Dómsmálaráðherrann sagði á fundi með fréttamönnum í Was- hington að i sínum huga væri ekki minnsti vafi á að McVeigh væri sek- ur. Hann hefði hins vegar ákveðið að fresta aftökunni vegna þess að réttarkerfi Bandaríkjanna væri byggt á sanngirni og óhlutdrægni, eins og hann orðaði það. Hann sagði að í gögnunum væri ekkert sem gæti ómerkt dauðadóminn yfir McVeigh. Ashcroft sagðist hafa fyrirskipað rannsókn á því hvers vegna gögnin voru ekki afhent lögmönnum sak- borningsins. Þá sagðist hann hafa rætt við yfirmann FBI, Louis Freeh, um málið. Holger vill í stjórn SHolger K. Niel- sen, sem nýlega hélt upp á tíu ára afmæli sitt sem leiðtogi Sósíalíska þjóðarflokksins í Danmörku, segir að nú sé kominn tími til að hann taki sæti í ríkisstjóm, að sögn Politiken. Hann bendir á að í ýmsum Evrópu- löndum hafi vinstriflokkar með um tíu prósenta fylgi tekið þátt í ríkis- stjórnum, svo sem i Svíþjóð og Frakklandi. Útlitið er þó ekki gott fyrir Holger, miðað við fylgi flokks hans í könnunum. Jarðarber á 20 þúsund Fyrstu dönsku jarðarber ársins eru komin á markað og seldust á sem svarar tuttugu þúsund krónur kílóið í versluninni Prima á Frið- riksbergi í fyrradag. Wahid svaf yfir sig Abdurrahman Wahid, forseti Indónesíu, missti af morgunbænum múslíma í gær vegna þess að hann svaf yfir sig. Forsetinn, sem gengur ekki heill til skógar, hefur aldrei áð- ur misst af morgunbænum frá því hann tók við forsetaembættinu. Ungum sama um heilsuna Danskir unglingar hafa litlar áhyggjur af því að áfengisneysla þeirra hafi skaðleg áhrif á heilsuna. Danska blaðið Jyllands-Posten hef- ur eftir heilbrigðisstarfsfólki að unglingana skipti meira máli að skemmta sér. Ekki burt úr Tsjetsjeniu Vladímír Pútín Rússlandsforseti og aðrir ráðamenn hafa ákveðið að hætta við heim- kvaðningu rúss- neskra hermanna frá uppreisnarlýð- veldinu Tsjetsjeníu. Sex mánuðir eru nú liðnir síðan ákveðið var að leyniþjónustan stjórnaði aðgerðum gegn uppreisn- armönnum. Herforingi á eftirlaun Franski hershöfðinginn Paul Aussaresses, sem olli miklum úlfa- þyt með játningum sínum á pynt- ingum í frelsisstríði Alsírs á sjötta áratug 20. aldar, verður sendur á eftirlaun á næstunni. Hann fær þá ekki lengur að vera í úníformi sínu. Óljóst um riddaratign Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, sagðist í gær ekki hafa heyrt af því að hann væri að íhuga að slá gamlan vin sinn, Bill Clint- on, fyrrum Banda- ríkjaforseta, til heiðursriddara. Dagblaðið Daily Telegraph sagði að Blair væri að velta þessu fyrir sér en væri hrædd- ur við að móðga Bush forseta. Þjóöstjórn i Makedóníu Allir helstu stjómmálaflokkar í Makedóníu komust í gær að sam- komulagi um að mynda þjóðstjórn. Vesturlönd hafa mælt eindregið með því sem bestu leiðinni til að fást við uppreisnarmenn albanska þjóðarbrotsins í landinu. Þingið samþykkir stjómina á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.