Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Page 11
11
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001
útskrifast úr framhaldsskóla. Þaö
taldi stelpan fráleitt jafnvel þótt
ég byðist til að halda skverlega út-
skriftarveislu. „Ég er þó faðir
þinn,“ sagði ég til þess að fylgja
eftir máli mínu. „Hefur þú ein-
hvern tíma haldið veislu einn og
sér?“ spurði stelpan. Mér vafðist
tunga um tönn enda kunni ég
ekki við að viðurkenna að svo
væri alls ekki. Ég hef alltaf treyst
á konu mína í þeim efnum. Ég hef
í mesta lagi hellt á könnuna og
fyllt á glös viðstaddra. Bakstur,
matargerð og tilstand allt hefur
verið í höndum hins raunveru-
lega stjórnanda heimilisins. Ég
reyni aö þvælast ekki fyrir.
„Hvað ætlar þú að bjóða upp á
í útskriftarveislunni, pabbi
minn?“ sagði stóra stelpan. Van-
trúin var augljós þótt hún talaði
blíðlega til mín. „Ja, ætli ég
splæsi ekki í kampavín og
kransaköku," sagði ég. „Er það
ekki fínt? „Nei,“ sagði stelpan
hreint út. „Ég vil almennilega út-
skriftarveislu eins og mamma
heldur, kökur, brauðtertur og alls
konar flnirí. Það má svo sem hafa
kampavín og kransaköku með.“
Þarna fékk ég það beint í æð.
Mamma skipti öllu máli. Pabbi
bara pínulitlu.
Hreyfiaflið eina
Móðirin á heimilinu þurfti ekki
frekari ræðuhöld eða sannfær-
ingu. Hún breytti áætlunum sín-
um og mun halda útskriftarveisl-
una, kaupa útskriftardressið með
dóttur okkar, blómin og annað
sem við á. Þær mæðgur hafa ekki
rætt sérstaklega hlut minn í þessu
öllu saman. SennUega fæ ég þó að
bjóða gesti velkomna þegar þar að
kemur og kannski að hella í glös-
in.
Hlutverk mitt á heimilinu er
því ekki stórt og því hef ég fuUan
skUning og samúð með kynbræðr-
um mínum á sjónum. Þeir þurfa
að fara að komast tU hafs á ný.
Konumar ráða yfir okkur. Píkan
er hreyfiaflið, eins og sagði í mínu
eigin blaði fyrir viku eða svo. Það
er víst tU siðs að brúka það orð
sem oftast um þessar mundir.
klærnar svo um munar og er
skemmst að minnast aftöku
„grænmetismafíunnar". Fyrir
vikið dettur fólki í hug aö það
hafi verið partur af plottinu þeg-
ar Skeljungur neitaði að hækka
bensínverðið. Allt sé þetta gert til
að auka trúverðugleika í framtíð-
inni og slá ryki í augu samkeppn-
isyfirvalda.
Boðið til gleðileiks
Það væri meira slysaskotið ef rétt
er. Gamla leikritið var sambland
harmleiks og fáránleika en nýja
leikverkið er gamanleikur, þar sem
neytendur gleðjast yfir að búið sé
að brjóta gamla pískinn. Þeir glödd-
ust í gær og þeir gleðjast vonandi í
dag. Stóru fréttirnar eru hins vegar
að einstaka maður er farinn að
álykta að gamla leikritið hafl verið
uppspuni frá rótum. Þjóðin hafi ver-
ið höfð að ginningarfífli um ára-
tugaskeið.
Mun ekki gleymast
Olíufélagið hefur fengið ádrepu
frá sjálfum forsætisráðherra og
fleira skrýtið hefur gerst. Almenn-
ingur er farinn að hugsa upp á nýtt
og Guð hjálpi olíufélögunum ef
þeim dettur í hug að samstilla
strengi sína í framtíðinni. Þjóðin
mun ekki gleyma því að hún var
höfð að fífli. Það verða fjöldamót-
mæli ef olíufélögunum dettur í hug
að stórhækka verð og fara niður í
sömu auratölu fyrir bensínlítrann á
morgun. Þess skulu furstarnir
minnast og þeir skulu líka vita að
þjóðin er farin að hugsa upp á nýtt.
Hún veit það núna að það er ekkert
hægt að venjast iflu svo gott þyki.
Ekki lengur. -BÞ
/ Ijósi þessa er ekki
skrýtið að mönnum
hafi brugðið í brún
þegar Skeljungur ákvað
að stela senunni og
gjörbreyta leikritinu.
Skoðun
Hver reiknar dæmið?
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
^ aðstoðarritstjóri
liiu Vt ■ H»i r.'toialWr.
Stundum hefur verið sagt að þjóð-
ir séu best dæmdar á því hvernig
þær fara með þá sem minnst mega
sín. Það er nokkuð viturlega mælt.
Þessi mælikvarði snýst ekki um
góðmennsku heldur miklu fremur
um siðferisþrek þjóða og samfélags-
legan þroska þeirra. Þessi mæli-
kvarði snýst um gildi sem falla
hvorki né rísa og allra síst úr tísku.
Þau eru algild.
Valdhafar hafa komið og farið og
sumir þeirra berja sér á brjóst og
segjast vera góðir við lítilmagnann.
Það eru skrýtin ummæli og lýsa
skammri hugsun. Stjórnmál svona
manna snúast eins og vindurinn.
Þeirra stjórnmál eru eins og tæki-
færisvísur. Þeim er kastað fram og
kannski er hægt að hlægja að þeim.
Alvöru stjórnmál snúast hins vegar
um grundvallarsjónarmið. Og
stefnu.
Öryrykjar hafa ekki valið hlut-
skipti sitt. Þeir hafa ekki unnið til
þeirra báginda sem þeir búa við.
Þeir eiga ekki kost að takast á við
lifið og möguleika þess af sama
krafti og heilbrigt fólk. Þeim eru
ekki sömu vegir færir og öðrum.
Valdhafar, sem ættu að greiða götu
þeirra, hafa í seinni tíð safnað stein-
um í þá götuna og hindrað fatlað
fólk í að ná rétti sínum og sómasam-
legum kjörum.
í siðmenntuðum þjóðfélögum eiga
réttindi og kjör þessa fólks að vera
samfélaginu til sóma. Þessi kjör
eiga ekki að ráðast af góðmennsku
stjórnmálamanna og pólitískum
vindgangi þeirra heldur eiga þau að
vera sjálfsögð á hverjum tíma. Kjör
þessara hópa mega aldrei vera
mylsna af borði þeirra sem betur
mega sin. Og aldrei verða duttlung-
um og góðmennsku háð, hvað þá
skapsmunum.
Því er á þetta minnst í dögun
nýrrar aldar að valdhafar afréðu í
vikunni að einhleypum örörkulíf-
eyrisþega væru á hverjum mánuði
tryggðar lágmarkstekjur upp á 80
þúsund krónur og 199 krónum bet-
ur. Hér erum við ekki að tala um
tölur heldur fólk. Hér erum við að
tala um venjulegt fólk sem þráir að
njóta lífsins. En ríkið ætlar áfram
að halda aftur af því.
Ekki verður með nokkru móti
skilið af hverju stjórnvöld þurfa ei-
líflega að leita uppi allra lægstu við-
mið til að reikna út kjör þessa þjóð-
félagshóps. Og reyndar staðnæmast
valdhafar ekki við lægstu viðmið í
þessum efnum heldur seilast enn
lægra. Hvaðan kemur þeim sú hug-
mynd að öryrkjar þurfi miklu
minna á milli handanna en aðrir
íbúar þessa lands? Hver reiknar
dæmið?
Þessir reiknimeistarar afréðu að
hækka mánaðartekjur einhleyps ör-
yrkja um heilar 6500 krónur á mán-
uði. Það er árangurinn af eftirmál-
um Öryrkjadómsins. Það er rausnin
sem hvellurinn skilaði. Þetta er
reyndin þegar „víðtækar breytingar
á almannatryggingum" eru færðar
heim í stofu þessa eina öryrkja.
Bætur þessa manns á mánuði eru
komnar í 80 þúsund krónur. Takk
fyrir.
Skrifari þessara orða spyr í ein-
feldni sinni hvaðan í ósköpunum
menn hafi viðmiðin. Ekki að utan,
ekki úr þeim löndum sem við vilj-
um helst bera okkur saman við. í
Danmörku og Svíþjóð eru bætur ör-
yrkja tvöfalt hærri en á íslandi og
fylgja verðlagsþróun óhikað eftir.
Óg ekki sækjum við viðmiðin í eig-
in rann þar sem mánaðarlaun for-
seta eru hækkuð um góðar 80 þús-
und krónur.
Hrein dagvinnulaun verkamanns
á mánuði eru að meðaltali 109.800
og með álagsgreiðslum ríflega 126
þúsund krónur að því er skrifstofa
Kjararannsóknarnefndar fullyrðir.
Hvað réttlætir það að einhleypur ör-
yrki sem vegna fotlunar sinnar get-
ur ekki starfað úti á vinnumarkaði
fær í sinn hlut 30 þúsund krónum
minna á mánuði en almennur
verkamaður. Hver reiknar dæmið?
Meðallaun félagsmanna Alþýðu-
sambands íslands munu vera nálega
250 þúsund krónur á mánuði. Lík-
lega geta flestir verið sammála um
að það teljist ekki til hátekna á ís-
landi. Einhleypa öryrkjanum eru
skammtaðar meira en þrefalt minni
mánaðartekjur en venjulegum laun-
þega á íslandi. Hann er sumsé langt
frá því að vera hálfdrættingur á við
íslenska meðalmanninn.
Þetta eru tölur. En hver eru skila-
boðin? Þau eru dapurleg. Steingrími
J. Sigfússyni ratast nokkuð réttilega
á munn í DV á miðvikudag þegar
hann segir breytingar ríkisstjórnar-
„Ekki verður með nokkru
móti skilið af hverju
stjórnvöld þurfa eilíflega
að leita uppi allra lœgstu
viðmið til að reikna út
kjör þessa þjóðfélags-
hóps... Hvaðan kemur
þeim sú hugmynd að ör-
yrkjar þurfi miklu
minna á milli handanna
en aðrir íbúar þessa
lands?“
innar á almannatryggingakerfinu
vera áframhaldandi bútasaum í al-
mannatryggingakerfinu. Vissulegu
séu einhver skref í rétta átt en leið-
réttingin hafi verið lítil og komið
seint.
Þetta er rétt hjá Steingrími.
Stjómvöld eru hikandi í þessum
málaflokki. Þau vantar stefnu. Þau
taka ekki af skarið. Fyrir vikið sitja
málefni öryrkja og annarra bóta-
þega á hakanum. Og hafa gert lengi.
Afleiðingin er á svig við lög sem
þessi sömu stjórnvöld hafa sett. I
þeim lögum, sem sett voru 1997, seg-
ir að bætur almannatrygginga skuli
fylgja launaþróun. Það hefur ekki
gerst.
Á árabilinu 1993 til ársins 2000
hafa laun almennt hækkað um 49
prósent en lífeyrisgreiðslur al-
mannatrygginga um 27 prósent. Hér
munar miklu eins og hver maður
sér. Formaður Öryrkjabandalagsins
hefur bent á að mestu muni í þess-
um efnum að ríkisstjórnin hafi slit-
ið á tengsl milli bóta og lágmarks-
launa. Bilið hafi breikkað og leið-
réttingin núna breyti litlu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir að nýjar breytingar á al-
mannatryggingalögunum leysi ekki
vanda öryrkja og aldraðra í eitt
skipti fyrir öll. Hann vonar þó að
það verði viðurkennt að þetta sé
skref í rétta átt. Skref er það vissu-
lega Davíð en ósköp hikandi. Eftir
sitja forystumenn öryrkja og ann-
arra bótaþega og segja niðurstöðuna
vera sár vonbrigði. Þeir báðu um
stökk en fengu skref.
Sýnu alvarlegast er þó að með
þessu skrefi er verið að staðfesta að
íslendingar ætla að halda sig aftar-
lega í flokki þeirra nágrannaþjóða
sem best hlúa að þeim sem minna
mega sín. íslenska bótakerfið er í
vaxandi mæli að skera sig frá al-
mannatryggingakerfl hinna Norður-
landanna. Á íslandi skulu kjör ör-
yrkja vera algjörlega lágtekjumiðuð.
Og vera vel undir lægstu verk-
mannslaunum.
Það segir svo kannski mest um
stefnu stjórnvalda í þessum efnum
að núverandi ríkisstjórn er sú
fyrsta í sögu landsins sem tekur
tekjuskatt af þeim sem hefur ekkert
annað á milli handanna en ber-
strípaðar bætur almannatrygginga.
Eftir boðaðar breytingar á almanna-
tryggingakerfinu mun þessi skatt-
heimta á hendur öryrkjum aukast
enda lyftast skattleysismörkin ekki.
Áttatíu þúsund krónurnar sem
títtnefndur öryrki hefur nú milli
handa á mánuði eru fimmtán þús-
und krónum yfir skattleysismörk-
um og því þarf hann nú að greiða
sex þúsund krónur beint til baka í
ríkissjóð í formi tekjuskatts. Þetta
eru rösklega 70 þúsund krónur á
ári. En líklega þarf öryrkinn ekki á
þessum pening að halda. Þeim er
betur komið fyrir í ríkissjóði - -að
mati stjórnvalda.