Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Page 14
14 Helgarblað LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 DV Ýmislegt ber á góma í erfiðri rannsókn lögreglu á hvarfi Valgeirs Víðissonar: Vitni segja tvo menn hafa banað Valgeiri - framburðirnir ekki nægilegir til að gefa út ákæru á hendur hinum grunuðu Valgeir hvarf daginn eftir umferöarteppuna. Þaö hve langur tími er liöinn frá því síöast sást til hins horfna manns, 7 ár, gerir rannsóknina erfiöari en ella. Samkvæmt heimildum DV hafa vitni sem lögreglan hefur rætt viö í máli Valgeirs Víðissonar sagt að tveir menn hafi sagt þeim að þeir hafi stað- ið að því að bana Valgeiri árið 1994. Vitnisburðir þó nokkurra aðila sem hafa borið vitni hjá lögreglu eru með mismunandi hætti í málinu en eru ekki taldir rekast á. Þeir tveir menn sem um er að ræða eru íslendingur sem lögreglan freistaði að reyna að yf- irheyra i Hollandi vegna Valgeirs- málsins í desember og félagi hans sem býr hér á landi. Báðir eiga sér sögu í fíkniefnamálum. Þrátt fyrir þessa vitnisburði eru þeir ekki nægt efni til að gefa út ákæru á hendur mönnunum, a.m.k. ef þeir neita sjálfir alfarið að hafa átt þátt í hvarfí Valgeirs. Annar þeirra hefur reyndar ekki verið yfirheyrður enn þá. Framburður eins eða fleiri aðila, jafnvel mjög margra, um aö einhver hafi sagt sér eitthvað um ákveðinn verknað telst einungis rökstuddur grunur. Meira þarf til að verknaður sannist. Komi einhver fram og segist hafa verið á vettvangi og séð sjálfur þegar maðurinn var drepinn myndi sönnunin styrkjast mjög. Það sem ger- ir mál þetta erfiðara í rannsókn en önnur manndrápsmál er hve gamalt það er og ekkert lík hefur fundist þar sem t.a.m. væri hægt að greina áverka af mannavöldum. Eitthvaö dularfullt hafði gerst Daginn eftir að óralangar bílaraðir mynduðust kringum stórþjóðhátíð ís- lendinga á Þingvöllum árið 1994 - þeg- ar 50 ár voru liðin frá stofnun lýðveld- isins - yfirgaf Valgeir Víðisson heim- ili sitt i hinsta sinn. Þrítugsafmæli hans átti að vera í næsta mánuði. Þetta var á þeim tíma sem Ólafur Ragnar Grímsson var enn formaður Alþýðubandalagsins og var hann þá einn þeirra stjórnmálamanna sem stóðu í ströngu við að gagnrýna harkalega framgöngu norsku strand- gæslunnar í garð íslenskra togarasjó- manna við Svalbarða. Valgeir hafði aðsetur hjá öðru fólki í herbergi íbúðar ofanvert við Lauga- veginn. Það var löng helgi. Þjóðhátíð- ardagurinn var á föstudegi en á laug- ardagskvöldið var verið að sýna frá leik Rúmena og Kólumbíumanna í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu sem í þetta sinn var haldin í Tiltekt í Kvosinni aö morgni 18. júní. Um kvöldiö fór Valgeir Víöisson aö heiman frá sér í síðasta skiptiö. Framburöur vitna bendir til aö hann hafi fariö niö- ur aö Lækjargötu og síöan veriö ráöinn bani einhvers staöar nálægt þeim staö þar sem þessi mynd er tekin. msmmsmr Óttar Sveinsson blaöamaöur Bandaríkjunum. Valgeir er talinn hafa verið að horfa á þennan leik þeg- ar einhver hafði við hann símasam- band. Húsráðendur sem íeigðu íbúð- ina komu heim um nóttina en þá var enn kveikt á sjónvarpinu og teikning sém Valgeir var að gera lá á borðinu. Síðan kom Valgeir ekkert heim. Faðir hans, Víðir Valgeirsson vél- stjóri, fór út á sjó á laugardagskvöld- ið. Þegar hann kom til baka nokkrum dögum síðar var fólk farið að verða mjög áhyggjufullt - ekkert hafði spurst til Valgeirs. Víðir fór þegar í stað í íbúðina á Laugavegi og sá þá hvernig umhorfs var. „Ég sá strax að eitthvað dularfullt hafði átt sér stað,“ segir Víðir. Um 8 þúsund ánamaðkar, sem Valgeir hafði tint til að selja, lágu i ilátum niðri í kjallara hússins. Allt benti til að hann heföi ætlað að koma til baka eftir að hafa skroppið út. Víðir telur fullvíst að Valgeir hafi verið ginntur niður í bæ - sennilega niður að Lækjargötu - honum hafi verið sagt að menn sem skulduðu honum peninga ætluðu að greiða hon- um. Upplýsingar hafa borist um aö menn hafi banað Valgeiri, sett hann í farangursgeymslu bifreiðar og ekið á brott. Oftast hefur verið nefnt að ekið hafi verið með hann austur fyrir fjall. A.m.k. tveir menn sem grunaðir eru í málinu segjast hafa að hluta til dvalið í sumarhúsi á Suðurlandi þessa helgi. Lögreglan í málið eftir 11 daga Þann 30. júni 1994 bárust lögregl- unni i Reykjavík fyrst upplýsingar Var aö veröa þrítugur Valgeir Víöisson heföi oröiö þrí- tugur í júlí 1994. um að Valgeir væri týndur og óvissa væri um hvar hann væri. Formleg leit sem stjórnað var af al- mennu lögregl- unni hófst sjö dög- um síðar þar sem björgunarsveitir og hundar tóku þátt. Fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík tók virkan þátt í að “ spyrjast fyrir um það í „undirheimin- um“ hvað orðið hefði af Valgeiri. Því meira sem málið var rannsakað því fleira benti til að Valgeir hefði ekki tekið eigið líf og einhver eða einhveij- ir hefðu framið afbrot. Þegar lýst var eftir Valgeiri í flöl- miðlum barst mikið af mismunandi upplýsingum. Á tímabili taldi lögregl- an að svo mikið hefði borist af mis- vísandi upplýsingum að grunur fór að leika á að einhverjir væru gagngert að reyna að villa um fyrir rannsókn- araðilum. Áfram hélt rannsóknin, mánuð fyr- ir mánuð, en aldrei haföi lögreglan beina þræöi til að fara eftir, ekkert lík, enga skjalfesta og áreiðanlega framburði um að einhver hefði drepið mann og svo framvegis. Kannski mætti orða það svo að alltaf hafi herslumun skort upp á fullvissu um morð. Minningarathöfn endurvakti máliö Rannsókn Valgeirsmálsins hefur verið á ýmsum stöðum hjá lögreglu eftir að hann hvarf. í fyrstu unnu al- menn deild lögreglunnar í Reykjavík og fíkniefnadeildin að því að reyna að fínna manninn eða upplýsingar um hvað um hann varð. Málið var síðan sent til þáverandi Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Þegar RLR var síðan lögð niður árið 1997 var málið enn á ný flutt og þá til rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Á síðasta ári var haldin minningar- athöfn um Valgeir í Grafarvogskirkju. Komst þá aftur skriður á málið í íjöl- miðlum og upplýsingar tóku að berast til lögreglu á ný. I framhaldi af því komu svo fyrst fram hreinir og klárir vitnisburðir sem vísa á ákveðna aðila í málinu. En hvað sem vitnin eru mörg og framburðirnir margir gildir það í rauninni einu á meðan enginn þeirra er beinlínis á þá leið að við- komandi hafi séö einhvern eða ein- hverja fremja verknaðinn. Með öðrum orðum - vitnið þarf helst að hafa ver- ið á vettvangi til að framburður þess teljist sönnun - ekki sist á meðan játn- ingar liggja ekki fyrir og ekki er hægt að tengja hina grunuðu viö verknað- inn með beinum hætti, s.s. eins og með lífssýnum eða einhverju öðru. Og enn verra er þegar ekkert lík fmnst. Lögreglan vill framsal Lögreglan heldur áfram að rann- saka málið. Enn á eftir að yfirheyra annan hinna grunuðu, íslending sem situr í fangelsi í Assen í Hollandi í þarlendu fíkniefnamáli. Þegar ís- lenska lögreglan yfírheyrði hann í desember neitaöi hann að tjá sig þar sem hann hefði engan íslenskan lög- mann sér við hlið. Fóru lögreglumenn þá heim til íslands á ný. Nokkrum mánuðum síðar var ákveðið að leggja fram kröfu um að maðurinn yrði framseldur til íslands vegna rök- studds gruns um að hann væri viðrið- inn mannshvarf hérlendis árið 1994. Lögmenn fangans hafa boðið lög- reglunni hér heima að íslenskur lög- maður fari utan með iögreglumönn- um á ný til að hægt verði að ljúka yf- irheyrslum yfir manninum. Sam- kvæmt upplýsingum DV verður það boð ekki þegið af hálfu lögreglu. Áfram verður knúið á um að maður- inn verði framseldur til íslands. Hann á 10-12 mánuði eftir af afplánun dóms- ins í Hollandi. Hvort framsalskrafan verður gengin í gegn þá verður að koma í ljós. Hitt er víst að DV hefur upplýsingar um að maðurinn komi ekki sjálfviljugur heim til íslands. tlU' OFNASMIÐJA REYKJAVÍKUR HF ‘0' FRIKKIAMATTI STÝRANLEGUR - BOR BORARALLTAÐ 300metra 150 til 450mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.