Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Side 21
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 DV Helgarblað 21 Með fulla vasa af grjóti - sankar að sér verðlaunum: undir skilgreininguna dugnaður, en það er misskilningur og þessi vinnudýrkun hér á landi er óholl og mannskemmandi. Fyrr má nú rota en dauðrota heitir það víst,“ segir Vala og hlær. „Annars er þetta dauðans alvara og ég hef heyrt um ungt fólk sem er hreinlega að missa heym og sjón og heilsu af vinnuálagi og streitu. Ég held að streita sé miklu meiri sjúkdómavaldur en almennt er viðurkennt. Maður þarf að hafa sama viðhorf til þessara hluta og alkóhólistinn til áfengisins. Maður er alltaf í lifshættu ef ekki er brugðist við á skynsamlegan hátt. En oftast þarf maður að reka sig harkalega á áður en maður tekur eitthvað róttækt til bragðs. Þannig var það svo sannarlega með mig, því ég lenti í því einn daginn þeg- ar ég var í beinni útsendingu fimm kvöld í viku á Stöð 2 að það leið yfir mig í miðju viðtali úti í bæ. Þegar ég rankaði við mér úr yfir- liðinu var kona að nudda á mér fæturna til að fá blóðrásina af stað. Ég heyrði að hún sagðist vera að fara vestur á Reykhóla að vinna sem nuddari á heilsubótardögum þar. Mér fannst ég fá þarna ákveð- in skilaboð. Nú þyrfti ég að fara á heilsubótardaga og byggja mig upp og skoða minn gang. Ég gerði það og breytti mínu lífemi þannig að ég gerðist að mestu grænmetisæta og lærði hugleiðslu og jóga. Þetta bjargaði lífí mínu og ég nota hæði jógað og hugleiðsluna reglulega. En eins og alkarnir verð ég stöðugt að passa mig. Og það sem er erfið- ast er hvað mér finnst óskaplega gaman í vinnunni, enda hef ég alltaf valið að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og spenn- andi og um leið ögrandi." Rómantíkin - Hvað um ástarlífið, maður ímyndar sér þig sem mjög róman- tíska manneskju? „Ég er mjög rómantísk, en ég hef undanfarin ár verið föst i munstri sem ég hef átt erfitt með að koma mér út úr. Ég hef leitað I og orðið ástfangin af mönnum sem hafa verið erfiðir og ég greinilega fengið heilmikið út úr því að kljást við þá. En það er ekki hollt - allt of miklar sveifl- ur. Þar af leiðandi hef ég ekki fest mig í sambandi. En ég er að vinna í þessu og með hjálp sál- fræðingsins mins finn ég að ég er að losa mig út úr þessu vonda munstri. Þetta hefur bara tekiö svolítið langan tíma en stendur allt til bóta,“ segir Vala og brosir kankvís. Vala er sérlega glæsileg kona, en kvíðir hún því að eldast? „Nei, mér finnst ég vera alveg kornung. Sérstaklega þegar ég lít í kringum mig í vinnunni uppi á Skjá einum þar sem ungir krakk- ar eru að brillera á þessari frá- bæru sjónvarpsstöð og enginn er að spá í hver er á hvaða aldri. Og stjórnendurnir, þeir Árni Þór og Kristján Ra., eru hreinlega brillj- ant í því sem þeir eru að gera og kunna þá list að blanda saman reyndu og óreyndu fólki á ýmsum aldri. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Aldur verður algjört auka- atriði i þessu skapandi umhverfi. Allavega er það mín reynsla. Ég held að það sé leit að skemmti- legri vinnustað en Skjá einum. Það er því alveg dásamlega skemmtilegt að vera til,“ segir Vala að lokum og hlær sínum dillandi hlátri. Leikstjóri sýningar Þjóðleik- hússins á MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI, írinn Ian McElhinney, hefur verið tilnefndur besti leik- stjóri ársins I New York fyrir sviðsetningu sína á þessu sama verki þar í borg. Tilkynnt var um tilnefningar til hinna virtu TONY-leiklistar- verðlauna í vikunni og er Ian McElhinney tilnefndur til verð- launa sem besti leikstjórinn. Þá eru báðir leikendur sýningarinn- ar, írsku leikararnir Sean Champion og Conleth Hill, sem léku frumuppfærslu verksins á írlandi og hafa síðar leikið það í London, Toronto og nú á Broad- way, tilnefndir sem bestu aðal- leikarar. Áður hafði Ian McElhinney verið tilnefndur til ýmissa ann- arra virtra bandarískra verð- launa fyrir þessa sýningu, þ.ám. Outer Critics Circle-verðlaun- anna og Drama Desk-verðlaun- anna. Sömuleiðis var verkið sjálft, sem samið er af Marie Jo- nes, tilnefnt til Outer Critics Circle-verðlaunanna og báðir leikararnir og verkið í heild hlutu á dögunum bandarísku Theatre World-verðlaunin. Fyrr í vor hlaut leikritið bresku Olivier-verðlaunin, sem kennd eru við Laurence Olivier, sem besta nýja gamanleikrit árs- ins, svo og Evening Standard- verðlaunin. Þá hlaut Conleth Hill Olivier-verðlaunin sem besti leik- arinn í aðalhlutverki fyrir hlut- verk Charlies o.fl. Það er óvenjulegt að íslensku leikhúsi takist að krækja 1 jafn eftirsóttan leikstjóra og Ian Mc- Elhinney varð strax að lokinni frumuppfærslu þessa verks í Belfast. Verkið sló rækilega í gegn og þessi uppfærsla Ians hef- ur síðan gert víöreist, verið sýnd með sömu leikurunum tveimur í London, í Kanada og loks nú í vor á Broadway. Ian McElhinney vann að ís- lenskri sviðsetningu verksins í nóvember og desember áður en hann hélt vestur um haf til að æfa sýningu verksins í Kanada og New York. Aðstoðarleikstjóri hans var Björn Gunnlaugsson. Með fulla vasa af grjóti hefur nú veriö sýnt frá áramótum fyrir troðfullu húsi ýmist á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins eða Stóra sviði. Leikritið hefur nú alfarið verið flutt yfir á Stóra sviðið og verða þrjár sýningar nú um helg- ina. Þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson leika öll hlutverk verksins sem alls eru 15 talsins. ! júlí verður farið með leikrit- ið í leikferð um landsbyggðina. Hengikörfur eru vinsælar í dag! Að útbúa eina slíka er einfaldara en þú heldur: Oddný Guðmundsdóttir garðyrkjufræðingur verður með sýnikennslu um gerð hengikarfa laugardag og sunnudag milli kl 13.00 og 17.00. Jt-Ý- Vortilboð á bóndarósum „Paeonia officinális“ Þessi gamla góða sem var stærsta og fallegasta blómið í garðinum hennar ömmu. GOÐ VERÐ*GÓÐ VERÐ*GÓÐ VER0 í GARÐHEIMUM! Við viljum létta þér vorhreinsunina. f Garðheimum færðu allt sem til þarf á góðu verði. Hrífur • mosatætara • illgresiseyða • hjólbörur ruslapoka • safnkassa • laufsugur • hekkklippur • áburð ____ Tilboð Urval garðhanska: Sahara 495,-. Fjöldi annarra tilboöa” ISOttí Rð'1 Vorlaukatilboð 30% afsláttur meðan birgðir endast. GARÐHEIMAR Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • Fax: 540 33 01 • Veffang: www.grodur.is Grill Og garðhúsgögn Flottir pottar Franska hornið Sælkeravörur Gjafavöruúi’val Gæludýravörur Limgerðisklippur Molta í beðin Spennandi garðskálaplöntur Guggu ráð: Munið að gefa grasflötinni kalk á vorin wV\j\ - allavega 10 kg á 100 fm. FULLT AF SPENNANDI TILBOÐUM!! Optð alla daga til kluhkan 21l My$vnéin§ ifí afgr<®&§$hs ritx / CB IIOO X-Eleven f,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.