Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 DV Helgarblað 25 Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs. „Þaö er ekki okkar stíll aö rjúka til og taka þátt í einhverri æsingu. Meö því heföum viö veriö aö hella olíu á eldinn. Mér finnst þaö ekki forsvaranlegt. aðshlutdeild þá aíleiðing fólks- flutninga utan af landi til þéttbýlis- ins á undanfornum árum? „Ég hef ekki sett þetta í samhengi en þetta hefur sjálfsagt einhver áhrif. Við höfum verið að bjóða upp á nýjungar á stöðvum okkar og aukna þjónustu." Steinrunniö barn síns tíma Kristinn hefur oftsinnis gagn- rýnt starfsemi Flutningsjöfnunar- sjóðs sem er lögbundinn sjóður sem jafnar út flutningskostnaði á olíu og bensíni. „Þetta er gersamlega úrelt fyrir- bæri sem ætti að heyra sögunni til. Þessi sjóður hefur löngum far- ið huldu höfði en hefur nú hreiðr- aö um sig hjá Samkeppnisstofnun sem sér um rekstur hans og stjórn- arformaður sjóðsins er forstjóri Samkeppnisstofnunar, Georg Ólafsson. Þetta er alger tímaskekkja. Við greiðum meira i sjóðinn en við fáum úr honum og erum þannig að greiða niður flutningskostnað keppinautanna. Við værum alger- lega einfærir um að jafna flutn- ingskostnaði okkar og það myndi alls ekki þýða hærra verð úti á landi þótt þessi sjóður hyrfi sem er steinrunnið barn síns tíma. Sjóð- urinn er sorgleg tímaskekkja." Silfurskeiö í munni Kristinn lærði lögfræði og rak lögfræðistofu um hríð, m.a. með Hallgrími Geirssyni, frænda sín- um, sem nú er forstjóri Árvakurs, en tók síðan við starfi forstjóra Nóa-Síríusar og varð forstjóri Skeljungs fyrir 10 árum eða um líkt leyti og fyrirtækið var gert að almenningshlutafélagi. Fjölskylda Kristins á samanlagt 8-9% hlut í Skeljungi frá fornu fari og Nói-Sír- íus tilheyrir einnig fyrirtækjum í eigu H. Ben.-veldisins sem kennt er við Hallgrím Benediktsson, afa Kristins. Var oft sagt við hann að hann væri fæddur með silfurskeið í munninum? „Það heyrði ég oft, meira að segja í sveitinni í gamla daga. Kannski átti það sinn þátt í því að ég hafði engan áhuga á að læra viðskiptafræði heldur setti stefn- una á lögfræði og lögmennsku og hafði gaman af á meðan það var. Því fer víðs fjarri að hægt sé að halda því fram að Skeljungur sé fjölskyldufyrirtæki og ég vona að ég hafi fengið þetta starf vegna verka minna en ekki vegna þess hver ég er og vona að ég sé búinn að sýna fram á það í dag. Menn segja þetta nú ekki lengur við mig og ég á tiltölulega létt með að brosa að því.“ Er Kolkrabbinn til? Þegar rætt er um Kolkrabbann í íslensku viðskiptalífi í þeim skiln- ingi að hann sé einhvers konar samsteypa fyrirtækja múruð sam- an með ættartengslum og pólitísku bindiefni þá er Skeljungur oft nefndur sem eitt höfuðvígi hans. Er Kolkrabbinn til? „Það er örugglega ekki til nein stofnskrá eða hluthafasamkomu- lag fyrir hann. Ég hef heyrt þetta og veit að margir halda að hann sé tiL Ég er sannfærður um að Kol- krabbinn er fyrst og fremst til í augum þeirra sem horfa á hann utan frá en ekki meðal þeirra sem eru taldir vera innanborðs. Orðið sjálft og það sem því er tengt í ís- lenskri þjóðarvitund er eitthvað sem ég þekki ekki af eigin raun. Ég þekki hins vegar vel marga sem eru taldir hluti af Kolkrabb- anum og það vill svo skringilega til að sumir þeirra eru meira að segja frændur mínir. Allir vilja frekar vinna með þeim sem þeir þekkja og treysta og ég er þar eng- in undantekning. Ég þekki marga menn sem hafa svipaða lífsskoðun og ég og auðvitað vil ég frekar eiga samleið og samskipti með þeim.“ -PÁÁ Við œttum að vera enn gagnscerri. Ég sagði einhvem tímann að við cettum að vera með dagprísa en með aulafyndni var nú snúið út úr þeim ummcelum þegar ég lét það fylgja að við gcetum ekki gert það einir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.