Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Page 47
55
r'
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001
DV
Tilvera
Asterix og
Obelix í Belgíu
Þeir óaðskiljanlegu Asterix og
Obelix hafa löngum staðið í stríði
við Rómverja, sem ætíð eru að
reyna að hertaka bæinn þeirra en
alltaf án árangurs. Eftir hverja
sigraða orrustu halda þeir alltaf
heilmikla veislu, þar sem þeir
úða í sig girnilegum villisvínum
og þamba töfradrykkinn góða
sem gefur þeim kraftana sem ger-
ir þá ósigrandi. Þetta vita allir
sem lesa teikniseríurnar um
Asterix en hvað liggur á bak við
þessar skemmtilegu sögur, eru
þær byggðar á sannsögulegum
heimildum? Það er hægt að fá
svar við því á sýningunni Asterix
og Europa sem stendur yfir í
Gallo-Romeins safninu í Tongeren
í Belgiu fram til 16. september
næstkomandi. Fyrir ferðalanga
sem eiga leið um Tongeren er
heimilisfangið: Kielenstraat 15 B-
3700 Tongeren. Aðgangseyrir er
100 belgískar frankar og safnið er
opið á mánudögum frá kl. 12-17,
þriðjudaga frá kl. 9-17 og frá kl.
Ferðalög til
Noregs
Ekki er nú um margan far-
kostinn að velja þegar ferðinni
er heitið frá íslandi til Noregs
nema einna helst gömlu góðu
Flugleiðir sem fljúga þangað
reglulega allt árið, nú eða bíla-
ferjuna Norrænu sem hefur við-
komu í Bergen. Nú í sumar
býðst ferðalöngum hins vegar
nýr kostur og það er flugfrelsi.is
sem býður mjög ódýrt flug til og
frá Kaupmannahöfn þaðan sem
hægt er að fá ódýrar lestar- eða
rútuferðir til Noregs.
Loftleikfimi
gegn blóðtappa
Flugferðir geta haft ýmis áhrif
á líkamann og raskað jafnvægi
hans, m.a. blóðrásinni. Margir
kannast sjálfsagt við að fá t.d.
mikinn bjúg á flugi og þá sér-
staklega í fætuma og upp á
síðkastið hefur umræðan um
hættuna á að fá blóðtappa á
flugi aukist jafnt og þétt. Nú hef-
ur fyrirtæki sem kallar sig
Airogym sett á markað sérstaka
loftskipta púða sem eiga að
þjóna þeim tilgangi að hægt sé
að gera æfingar meðan fólk situr
í sætunum á flugi. Það virkar
þannig að blásið er lofti í helm-
inginn af púðanum og fætumir
notaðir (skólausir auðvitað) til
að þrýsta loftinu á milli helm-
inganna, sömu aðferð má nota á
púðann með höndunum. Hægt er
að fá nánari uppl. um flugleik-
fimipúðann sem kostar ca. 1.200
kr. á vefsíðunni airogym.com.
Hótelherbergi
í 24 tíma
Hótel bjóða gjarnan í auglýs-
ingum hótelhergi á X krónur á
sólarhring. Ekki er nú sólar-
hringurinn lengri hjá vel fiest-
um hótelum en 12 klst. og varla
það því ef maður skráir sig t.d.
inn á hótelherbergi kl. 21 að
kvöldi þá þarf maður samt sem
áður að yfirgefa það kl. 12 á há-
degi næsta dag. Þó er eitt hótel í
Singapore, hótel Gallery Evason,
sem veit hvað eru margar klst. í
sólarhringnum því það auglýsir
að þar fái hótelgestir að vera 24
tíma í hótelherbergjunum frá
þeim tíma sem þeir skrá sig inn.
Tveggja manna herbergi á áður-
nefndu hóteli kostar ca. 9.000
krónur á sólarhring. -W
Útsöluaðilar á bamafatnaði frá 66°Norður
Axel Sveinbjörnsson, Suðurgötu 7-9, Akranesi. Akrasport, Skólabraut 28, Akranesi. 66°Norður verslunin, Glerárgötu 32, Akureyri. Vöruhús
KB, Egilsgötu 11, Borgarnesi. Vöruhús KHB, Kaupvangi 6, Egilstöðum. Sjómann, Eskifiröi. Fjöll og Flúðir, Höfn Homafirði. Hafnarbúðin,
Hafnarhúsinu, ísafirði. SÚN - búðin Hafnabraut 6, Neskaupsstað. Verslunun Hamrar, Nesvegi 5. Grundarfirði. Skipaþjónusta Esso, Kirkjutúni
2. ólafsvík. 66*Norður verslun, Faxafeni 12, Reykjavlk. Spékoppar, Hverafold 1-3 Grafavogi, Reykjavfk. Dimmalimm, Skólavörðustíg 10, Reykjavík.
Verslunin Ábœr, Sauðakróki. 66*Norður vorslunin, Vestmannabraut 30. Vestmannaeyjum. Tákn, Húsavík. Kf. Húnvetninga, Blöndósi. Músik
& sport, Reykjavlkurvegi 60, Hafnarfiröi.
NORÐUR
Höfum þörf fyrir lífrænan
úrgang á auðnirnar
Landnám Ingólfs nær frá Botnsá í
Hvalfirði eftir Leggjabrjót yfir á
Þingvöll og með fram Soginu og Ölf-
usá í sjó fram. Á þetta svæði hafa
um 70% þjóðarinnar hnappast og á
því skapast gríðarlega mikill líf-
rænn úrgangur." Ingvi nefnir sem
dæmi að þar séu um 10.000 hross og
stórfelld svína- og hænsnarækt
þannig að húsdýraáburðurinn sem
til falli nemi hundruðum þúsundum
tonna árlega. „Við höfum svo mikla
þörf fyrir lífrænan úrgang á auðn-
irnar,“ segir Ingvi með áherslu og
segir samtökin GFF hafa barist fyr-
ir því að fyrirtæki í ýmsum iðnaði
aðgreini sitt sorp og breyttu meng-
un í grænan gróður. „Við höfum
fengið því áorkað að 15-16 fyrir-
tæki, stór og smá, flokka nú það
sem frá þeim kemur og lífræni hlut-
inn fer á landið. Tökum þar upp
merki hins vitra Njáls á Bergþórs-
hvoli sem ók skarni á hóla.“
Svo er talað um óspillt
víðerni
Ingvi þvældist um landið þvert og
endilangt er hann veitti gróður-
kortadeild Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins forstöðu. Hann
kortlagði gróður í tveimur þriðju
hlutum landsins þar með töldu mið-
hálendinu. „Við íslendingar vitum
meira um gróðurfar í eigin landi en
flestar aðrar þjóðir í heiminum,"
segir hann brosandi en bætir við ei-
lítið daprari í bragði. „Meðal ann-
ars vegna þess, auðvitað að það er
ekki nema fjórðungur íslands þak-
inn gróðri." Hann segir miðhálend-
ið eitthvert spilltasta landssvæði
veraldar því fyrir landnám hafi það
verið gróið allt upp í 6-700 m hæð
en nú séu þar gróðurleifar á aðeins
5-10%. „Svo er talað um „óspillt víð-
erni“,“ segir hann hneykslaður.
„Hið raunalega er að ísland er eitt
spilltasta land í heimi.“ Hann viður-
kennir að breytingar á gróðrinum
séu að hluta til vegna kaldari veðr-
áttu og náttúruhamfara en telur því
meiri ástæðu fyrir manninn að fara
varlega fram. Að hans áliti er það
hneisa að hálendið skuli enn nýtt
sem afréttur fyrir búfé. „Það verður
að taka upp nýja hugsun í þeim efn-
um, hún væri öllum til bóta, land-
inu, fénu og fólkinu," segir hann.
Minn reitur er landlð
En hvað ætlar Ingvi að fara að
stússa nú þegar um hægist? Á
hann sér kannski reit til að sýsla
við? „Minn reitur er landið. Öll
manns hugsun snýst um þetta
rosalega verkefni sem uppgræðsl-
an er og maður fær það ekkert út
Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur
Frá heimili sínu sér hann yfir stóran hluta af landnámi Ingólfs.
Ingvi Þorsteinsson ómyrkur í máli um gróöur landsins:
Víðernin eru
ekki óspillt
úr kollinum. Kannski get ég farið
að setjast niöur, skrifa eitthvað og
láta í mér heyra. Ég verð eins og
Kató gamli sem endaði allar sínar
ræður á frægri setningu. Min loka-
setning verður ugglaust: „Auk þess
„Hér var land skógi vaxið allt upp
í 400 m hæð þegar Ingólfur kom. Nú
er öðruvísi um að litast," segir
Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðing-
ur og bendir út um stofugluggann á
heimili sínu í Kópavogi - í átt að
Sandskeiði og Bláfjöllum. Ingvi hef-
ur lengi borið gróður landsins fyrir
brjósti og var einn þeirra sem fyrir
fjórum árum kom á legg samtökun-
um „Gróður fyrir fólk í landnámi
Ingólfs," skammstafað GFF. Hann
hefur gegnt formennsku i þeim sam-
tökum þar til nýlega að hann lét af
embætti. „Það var timabært fyrir
mig að hætta í ljósi aldurs og hrum-
leika,“ segir hann en er allt annað
en trúverðugur. Hins vegar er hann
sannfærandi þegar hann heldur
áfram: „Samtökin voru stofnuð af
hugsjón og þau eru komin til aö
vera. Stærstur hluti þess lands sem
fngólfur helgaði sér er illa faUinn til
landbúnaðar og því hefur lítil
áhersla verið lögð á uppgræðslu á
honum."
legg ég til að miðhálendi íslands
verði friðað og afhent landgræðsl-
unni.“ -Gun.