Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Síða 49
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 DV Tilvera Hljóðaði eins og stunginn grís Sigríður Oddný Hrólfsdóttir, starfs- maður í Dýralandi, er matgæðingur vikunnar. Hún er mikill dýravinur og segir starfið geta verið mjög krefjandi þar sem hlúa þurfi að dýrunum sem þurfa jú alúð eins og við mannfólkið. „Ég verð að viðurkenna að hundar eru uppáhaldsdýrategundin mín þó ég gæti hugsað mér að eiga nánast hvaða dýr sem er. Ég er einmitt að bíða eftir að fá scháfer-hvolp sem fæddist á sumardaginn fyrsta og fæ ég hann afhentan seinna í sumar. Ég hlakka voða mikið til og er að hugsa um að nefna hana Elju,“ segir Sigga. Borðaö hjá mér Aðspurð segist hún ekki vera mik- ið fyrir að elda eða allavega ekki gera það oft. En þegar hún taki sig til þá heppnist þá oftast með ágætum. „Þegar ég hugsa um reynslu mína af matargerð þá er mér efst í huga reynsla sem ég gleymi aldrei. Þannig var mál með vexti að ég og vinkona mín buðum dreng sem hún var nýbúin að kynnast og vini hans í mat. Ég sannfærði hana um að ég skyldi nú aldeilis sjá um eldamennsk- una og ákveðið var að við myndum borða heima hjá mér. Það átti að heilla manninn upp úr skónum þetta kvöldið og ég varð spennt fyrir hönd vinkonu minnar sem var rosalega hrifin af honum. Hún setti allt sitt traust á mig þar sem hún er hræðileg- ur kokkur og ég varð bara upp með mér og lagði mig því alveg spes fram til að gera þetta að góðu kvöldi. Allt eftir bókinni Ég tók mig til og fór í mína uppá- haldsmatreiðslubók og fann þar alveg dýrindisuppskrift og hélt af stað ásamt vinkonu minni i verslunarleið- angur eftir hráefni. Við gengum svo langt að við lögðum kjötið í mariner- ingu í sólarhring áður en eldað var og gerðum allt eftir bókinni. Þegar klukkan var fimm daginn mikla, og við á fullu við að leggja á borð, er bankað á dyrnar hjá mér. Þegar ég opnaði fékk ég sjokk. Ég var búin að gleyma að ég hafði lofað að passa hund kunningjakonu minnar þessa helgi og þama stóðu þau sæl og glöð. Þessi hundur er af tegundinni labrador og er vægast sagt stórt og mikið flikki. Það sem var ekki til að bæta það þá var eigandinn á móti því að setja hundinn á hlýðninámskeið og hann hlýddi bara því sem hann vildi hlýða. Auðvitað fékk vinkona mín sjokk þegar ég gekk inn í eldhús með þenn- an líka bola. Eftir miklar vangaveltur um staðsetningu hundsins ákváðum við að leyfa honum að vera inni í svefnherbergi hjá mér, í körfu sem ég átti. Hann virtist alveg til í það og lá þar eins og engill - framan af. Ærandi læti Við héldum áfram að leggja á borð og þetta var að verða hið glæsileg- asta. Það var allt eins og best verður á kosið, rauðvín, kertaljós og til- heyrandi. Þegar drengirnir komu hófum við að steikja herlegheitin og settum kjöt- ið á disk til að kæla það aðeins. Því næst settumst við inn í stofu og buð- um við upp á fordrykk. Byrjar ekki nema hundurinn að ýlfra þvílíkt og gelta. Hann hefur sennilegast orðið svangur af lyktinni sem lagði um alla íbúð. Lætin í hundinum voru svo mikil að við gátum hreinlega ekki talað saman, svo ég sá fram á að ég þyrfti með einhverju móti að þagga niður f honum. Ég hélt að hundurinn væri gjörsamlega að tapa glórunni, hann var alveg trylltur. Ég bað vinkonu mina að fara inn til hans með hundanammi sem ég átti uppi í skáp. Ekki að mér fyndist að það ætti að verðlauna hann, heldur vonaðist ég bara til að hann hætti þessum látum. Ætli það hafi ekki bara espað upp hungrið í hundinum sem var orðinn alveg óður í herberginu. Ég sá að drengirnir voru orðnir hálfhræddir og spurðu hvaða tegund af hundi þetta væri. Allt í einu var eins og hreinlega hefði verið slökkt á honum, ég gerði ráð fyrir því að hann hefði bara gefist upp og væri loks hættur. Vandræðaleg stemning Drengirnir dáðust að matarlykt- inni og við ákváðum aö fá okkur að borða. Viti menn, þegar við komum inn i eldhús þá sat hundkvikindið glaður á gólfinu og var að kyngja síðasta bitanum af kjötinu. Þessi stund er sú næsta sem ég hef komist að því að hætta að vera hundavinur. Þá hafði vinkona mín ekki lokað svefnherbergisdyrunum nægilega vel og flikkið komist fram í þessa líka þessa dýrindismáltíð. Greyið vinkona mín var nærri farin að grenja og stemningin varð frekar vandræðaleg. Drengirnir reyndu að gera gott úr þessu og sögðu að það Sigríöur Oddný Hrólfsdóttir: „Auövitað fékk vinkona mín sjokk þegar éggekk inn í eldhús meö þennan líka bola. Eftir miklar vangavettur um staö- setningu hundsins ákváðum viö aö leyfa honum aö vera inni í svefnherbergi hjá mér, í körfu sem ég átti. Hann virtist alveg til í þaö og lá þar eins og engill - framan af. “ væri allt í lagi að fá bara pitsu, þeir væru hvort sem er ekkert svo svang- ir, glætan, búnir að bíða spenntir eftir þessu kvöldi. Til að bæta gráu ofan á svart þá fékk hundurinn auðvitað í magann af kryddinu og hljóðaði eins og stunginn grís allt kvöldið, ég þurfti að hleypa honum út á fimm mínútna fresti. Ég þarf vart að taka fram að drengirnir stoppuðu ekki lengi við þar sem lítið var hægt að tala saman fyrir látunum í brjálæðingnum. Hrikalegt kvöld,“ segir Sigga og bæt- ir svo við: „Ég get enn fundið pirr- ingstilfinninguna sem greip mig þetta kvöldið og gleymi henni eflaust aldrei." „En hér er mín uppáhalds- uppskrift," sagði Sigga að lokum. -klj Sumarsæla 1 franskbrauö 3/4 peli rjómi 1 Bóndabrieostur 6-8 sneiðar skinka rauð/græn paprika (eftir smekk) 1/4 agúrka 5 sveppir 5-6 sneiðar pepperoni 4 msk. kreist ananaskurl (safinn) riflnn ostur Aöferð Skinkan, agúrkan, sveppirnir, pepperoníið og paprikan skorið í bita. Rjóminn er hitaður í potti og Bóndabrie er látinn bráðna saman við (má ekki sjóða). Skorpan er skorin af brauðinu og helmingnum af brauðinu raðað í eld- fast mót. Þvi næst er grænmetinu stráð yfir og helmingnum af rjóma- blöndunni. Seinni helmingi brauðs- ins er raðað ofan á og afganginum af rjómablöndunni hellt yfir. Rifnum osti er stráð yfir. Bakið við 180' C í ca 25 mínútur. Tíl hamingju með sígurinn Valdimar! aOlf - KAJAKfERÐLR VELÐL - aRLLLVELSLUR - 0^1. s æ S Valdimar Harðarson lenti í fyrsta sæti í keppninni um Bessastaðabikarinn í sjókajak á Kirton Inuk. öðru sæti var Halldór Sveinbjörnsson á samskonar bát og Gunnar Sæmundsson á Qajaq Sardinia í 3ja sæti. voru 12 af 15 keppendum í lengri riðlinum á bátum frá okkur þar á meðal allir ofantaldir. MVAmmSVIK - lca/alcmidAtcid fzcgan fiú. viLt aLv<L/iu JLjúkajalcl LENDAL á r a r f a t n a ð u r QAJAQ vsen kojaks v VIKING Hasle Explorer verð frá kr. 95.000,- Kirton Inuk - sérpantanir Vallev kaiaks - séroantanir Lendal árar - verð frá kr 13.900,- fjölskyldunnar! v A'. QAJAQ VIKING verð frá kr. 180.000,- QAJAQISLAND 0F SARDINIA UDoseldur en sendinq á leiðinni verð frá kr. 180.000. Sfmi 56G 7023 - 893 1791 - Fax 566 8960 - eMail: lnfa@hvammsvik.is - www.hvammsvik.is s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.