Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 59 Formúla 1 búinn að gefa allar veraldlegar eig- ur upp á bátinn til að öðlast heimsmeistaratitilinn - og þá meinar hann allt. „Ég mundi gefa eftir íbúðina mína, bílana, og öll lífsins þægindi, bara ef ég fengi að verða heimsmeistari, nú eða bara vera í aðstöðu til aö vinna keppni," segir Button. „Það skiptir mig mun meira máli. Ég er ekki að sigra þessa dagana en það er allt það sem mig langar til að gera. Ég keyri hraðar en nokkurn tímann áður en enginn tekur eftir því núna því ég er vitlausum megin í rásröðinni." Fisichella blómstrar Þrátt fyrir að Button segist aldrei hafa ekið betur er langt frá því að hann sé að slá út nýjan félaga sinn í tímatökum eða keppni. Gianicarlo Fisichella, sem nærri var búinn að missa starf sitt hjá Benetton eftir slakt gengi á síðasta ári, hefur verið að blómstra og gefur Button engin grið. Ferill Fisichella er í veði og geri hann ekki betur en Button í ár má segja að leikurinn sé tapaður. En eins og málin standa nú er það Button sem fengið hefur spark í afturendann frá Flavio Briatore, stjórnanda Benetton, sem segir aö hann verði að fara að taka sig saman í andlitinu og keyra eins og hann gerði með Williams í fyrra. Fisichella virðist vera ákveðinn í að standa sig betur og í íjögur skipti í fimm keppnum hefur Button orðið undir félaga sínum í tímatökum og í keppni hefur Bretinn oftast verið með lakari árangur. í síðustu tveim keppn- um hefur hann ræst af 21. rásstað. Þetta er ekki auðvelt fyrir hetju síð- asta árs sem virðist vera að fá minni athygli í Formúlu 1 heiminum og ágengir ljósmyndarar og blaðamenn eru ekki eins áberandi og áður. Brakar í öxlinni Button hefur verið að berjast við meiðsl að undanfornu þó hann vilji meina að það komi ekki niður á akstri hans. Hægri öxlin hefur ver- ið honum erflð í kappakstrinum á rangsælisbrautinni Interlagos í Brasilíu. Erti öfug akstursstefna gömul gókart-meiðsli með þessum aíleiðingum. Hann þurfti því verkja- sprautur fyrir kappaksturinn á Spáni svo hann yrði fær um að aka. Það hafa jafnvel verið á lofti vanga- veltur um að hann kæmi til með að missa af keppninni í Austurríki en svo virðist ekki verða. Einkaþjálfari Benetton-liðsins, Bernie Shros- breed, segir að þetta séu meiðsl síð- an Jenson var í gokart- kappakstri. „Hann laskaði á sér axlarliðinn og það hefur gert illt verra að Benetton-bíll hans hefur ekki haft vökvastýri. Hann fékk kortísón- sprautu til að lina þjáningamar fyr- ir Spánarkappaksturinn en hann kemur til með að verða í flnu lagi. Button þarf ekki á neinni skurðað- gerð að halda.“ Benetton hefur ver- ið að prófa vökvastýri í bilum sín- um að undanfórnu og verður það í bílum þeirra um þessa helgi. Aftur til Williams? Það er því stutt á milli hláturs og gráts í Formúlu 1 og öruggt að Jenson Button kemur til með að þurfa að vinna fyrir launum sín- um næstu árin. Hvort góður ár- angur Juans Pablos Montoya og Ralfs Schumachers að undanförnu í Williams Fl-liðinu gerir það að verkum að Frank Williams hættir við að taka Button til baka í liö sitt eftir næsta ár er óvíst en á meðan Button nær ekki betri tök- um á Benetton-bíl sínum verður hann ekki góður kostur fyrir liðið. Ekki batna líkurnar ef meiöslin fara að hrjá hann lengur. En vissu- lega er Button gæddur hæfileikum sem aðeins bestu ökumönnum eru gefnir. Hvort Jenson Button nær takmarki sínu að verða heims- meistari verður tíminn einn að leiða í ljós. Útlitið er hins vegar ekkert sérstaklega bjart um þessar mundir. -ÓSG Keppnistimi (klst:min.sek) 18 Ráspóll: Michael Schumacher 1:10.410 sek. n Hraði Togkraftu' Númer beyju - Svæöi Samanlagt (s1S 16.7 - (s2 29.0 , 0:45.7 (s3 21.5 1:07.2 "irnimunur itt tiriai TimaxiMum I'.lllIU P3: Barrichello 219.829 km/klst Ráspóll Hakkinen 221.184 km/klst P6: Zonta P5: Trulli P4: M Schumacher 217.365 km/klst 217.386 km/klst 219.204 km/klst Graflk: © Russell Lewis & SFAhönnun P2: Coulthard 219.981 km/klst COMPACl yfirburdir Gðgn fengin frá AHFtOWSS Við reglubreytingarnar sem urðu fyrir síðasta kappakstur á Spáni var nokkrum tilskipunum breytt og hefur það í för meö sér mikil umskipti í spólvörn og gripstýringu bilanna. Mismuna drif og sjálfskipting er nú leyfileg. Þessi búnaður kemurtii með að þróast mikið á næstu misserum og hafa mikið að segja um aksturselglnleika bilanna.___________________________ Að dreifa snúningsvægi er lykilhlutverk mismunadrifs-stýringar, hvort sem hún er vélræn eða tölvustýrð. Hvað er snúningsvægi? I stuttu máli sagt er það afl sem myndar snúning, þ.e.a.s. snýrhjólum bilsins. beygjum Þó siakað hafi verið á reglugerðinni var takmarkið ekki að gera bílana hraðskeiðari. 1: Beygjun sérstök áhersla var lögð á bilar auki ekki hraðan i beygjum. 2: Stýring: áframhaldandi takmarkanir á búnaði mis- munadrífs til að koma i veg fyrír stýringu með afturhjólum 3: Ökumannsstýring: Hægt erað hafa stjóm á vissum þáttum úr stjómklefa i keppni þar sem áður var aðeins var hægt að gera það I þjónustuhlé. Stefna Mismunadrifið er stillt til að hafa bæði hjól á sama hraða. Þegar beygja er tekin sér mismunadrifið til Fyrir fram ákveðnu Þess að ytra bjólið fari hraðar en það innra skipanariti fyrir drifið mátti einungis skipta & um i pytt-stoppi. Til að aðlagast aðstæðum má ókumaður: a. Skipta um skipanarit í akstri. b. Breyta skipanariti eftir þörfum. Ytra hjól < >4. 3í-#ir';c 5 Með nýju reglunum tók gifdi bann á færslu afls eða flutning á snúningsvægi frá hægara hjóli yfir í það hraðara. Af hverju?.. Efnotaö á... ... afleiöingm yröi TFjógra hjola styring Læsivorn a bremsur Þessi búnaður er bannaður ...enn og aftur þa er stjórnin enn í höndum ökumanna. Aðalástæða þess er engin önnur en veðrið. Áðurfyrrtók hvergír- skipting um það bil 50 ms (1/20 hluti úr sekúndu). Nú getur skiptingin verið sjálfvirk í samræmi við snúning vélarinnar og hraða bilsins. Blaut braut krefst mýkri kiptinga og breytingaá getur ruglað kerfið, skipanariti. og valdið óæskileumr skiptingum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.