Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Síða 11
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001
11
Skoðun
æviloka. Ég var dreginn nauðugur á
tónleikana af foreldrum mínum. Og
ég heillaðist hreinlega upp úr skón-
um. Mér þótti reyndar söngurinn
jafn helvíti leiðinlegur og áður og
lagði því lítt við hlustir. En ég
horfði því meira, því þarna upp-
götvaði ég í fyrsta sinn að margir
skipta um ham þegar þeir syngja,
Ég sat heillaður í salnum
12 ára gamall. Og hafði
uppgötvað að tónlistin get-
ur ekki aðeins breytt heim-
inum, eins og oft er sagt,
hún getur ekki síður breytt
ásýnd söngvaranna. Ég
skynjaði að karlakórstón-
leikar eru ekki bara tón-
rœn heldur einnig og ekki
síður sjónrœn upplifun. En
á tónleikunum urðu þessir
menn aðrir og annarlegri
útlits en alla jafnan. Kinn-
fiskasoginn skrifstofumað-
ur í fyrsta tenór varð
skyndilega búlduleitari en
kraftlyftingamaður í yfir-
þungavigt að skíta á sig
við tilraun til heimsmets-
jöfnunar.
setja upp nýtt andlit, jafnvel af-
skræmast þegar búkhljóðin vella
upp í barka og þaðan út og fara að
toga og teygja andlitsdrættina.
Margar konur eru reyndar aldrei
fegurri en einmitt þegar þær syngja,
en það á ekki við um alla karla.
Tenórinn Dúmbó
Ég hafði séð alla kallana í kórn-
um áður, tiltölulega flatneskjulega
Þingeyinga hversdags og með svip-
lítil og túlkunarrýr andlit. En á tón-
leikunum urðu þessir menn aðrir
og annarlegri útlits en alla jafnan.
Kinnfiskasoginn skrifstofumaður í
fyrsta tenór varð skyndilega búldu-
leitari en kraftlyftingamaður i yfir-
þungavigt að skíta á sig við tilraun
til heimsmetsjöfnunar. Dagfars-
prúður og gæðalegur barnakennari
afmyndaðist í andliti og minnti
helst á margdæmdan og óforbetran-
legan raðnauðgara. Þrír iðnaðar-
menn í öðrum tenór göptu svo ógur-
lega að ég hélt þeir ætluðu bókstaf-
lega að gleypa allan heiminn, elsku
mamma. Sjómaður söng við raust
og með þess konar tiktúrum að eyr-
un á honum gengu upp og niður
eins og væri hann fillinn Dúmbó í
aðflugi yfir Aðaldal. Og restin af
kórnum geiflaði sig, glennti og
gretti með slíkum fádæmum að 12
ára gömlum drengstaula fannst sem
hann væri komin inn á stranglega
bannaða hryllingsmynd um varúlfa,
þar sem venjulegir menn breytast
skyndilega í skoffin og óféti eins og
hendi sé veifað.
Og þessi umbreyting náði ekki
aðeins til andlits söngvaranna því
þeir tóku að sýna hvurskyns hreyf-
ingamynstur sem var þeim alls ekki
eðlilegt. Þama stóð til dæmis maður
sem hversdags var allur á iði líkt og
hann stundaði sjálfbæra kláða-
maurarækt innanklæða. En í kórn-
um stóð hann pinnstífur eins og
myndastytta og hreyfði ekkert nema
kjaftinn.
Einn af allra stystu mönnum
kórsins tyllti sér uppstyttulaust upp
á tær svo jafnvel loftaði við gólf og
gnæfði því annað veifið yflr sér
miklu lengri menn. Aldraður ar-
mæðusjúklingur, hokinn af reynslu
og erfiðu hjónabandi, rétti skyndi-
lega úr bakinu með braki og brest-
um og söng eins og sá sem á mörg
ár eftir ólifuð, einhleypur, hjólgrað-
ur og við hestaheilsu. Og þrír
spengilegir bassar úr íþróttageiran-
um rórilluðu eins og langriðuveikar
rollur í takt við tónsprotann.
Skjálfandi félagsheimili
Ég sat heillaður í salnum 12 ára
gamall. Og hafði uppgötvað aö tón-
listin getur ekki aðeins breytt heim-
inum, eins og oft er sagt, hún getur
ekki síður breytt ásýnd söngvaranna.
Ég skynjaði að karlakórstónleikar
eru ekki bara tónræn heldur einnig
og ekki síður sjónræn upplifun.
Næstu áratugina og fram á þenn-
an dag hef ég sótt alla karlakórstón-
leika í sýslunni sem ég hef komist á,
ekki bara til þess að hlusta - heldur
einnig og ekki síður til þess að
horfa.
Hinir hefðbundnu vorboðar
standa enn fyrir sínu. Tilbreyting-
arlaust dirrindí lóunnar er alltaf
jafn ljúft og sætu stelpurnar í stutt-
buxunum ágætar til síns brúks, eða
voru það a.m.k. þegar ég var og hét
og í svoddan hugleiðingum fyrir
margt löngu.
En í mínum huga er vorið ekki
komið fyrr en samkomuhúsin fara
að nötra, félagsheimilin að skjálfa
og loftið fyllist karlaröddum vors-
ins.
af sér kvótasvindl. Þekkt er að
aflamarksbátar og skip landi
fiski inn á dagabáta og
laumist þannig fram hjá
kvóta. Auðvitað er kvóta-
svindl einnig í kvótakerf-
inu þar sem heilu bíl-
fórmunum er skipað
upp án þess að vigt
komi þar nærri og
þannig mun það
verða svo lengi sem
kvótakerfi er við
lýði. En frelsi fyrir
suma gengur ekki
upp með tilliti til
stjómunar veiða.
Slíkt skekkir
heildarmyndina og
leiðir til ákveðins
siðleysis. Það þýðir
ekkert að halda því
fram að smábátar
skipti ekki máli í
heildarveiðinni.
Dæmi eru um að slík-
ir bátar veiði hátt í
þúsund tonn á ári og sá
afli skiptir svo sannar-
lega máli. Hér skal
ekki mæla kvótakerf-
inu bót sem stjórn-
tæki enda virðist það
hafa brugðist í öllum
meginatriðum ef litið
er til þess að fiski-
stofnar á íslands-
miðum eru all-
flestir í lægð.
Sú staða
breytir þó
ekki því
að stjórnvöld hafa kosið
að nota slíkt kerfl til að
stjóma veiðum. í því
ljósi er eðlilegt að öll
þau skip sem stunda
veiðar á sömu tegund-
um fari undir sama
kerfið. Þjóðinni til
hagsbóta er rétt að tek-
inn verði upp auð-
lindaskattur til að út-
býta veiðiheimildum í
stað þess að senda mönn-
um endurgjaldslaust veiði-
heimildir í pósti.
Gjaldið fyrir veiðiréttinn
þarf ekki að vera hátt en aðal-
atriðið er að allir greiði það
sama og eigi sömu möguleika
til að sækja flsk í sjó. Sjálflr
hafa trillukarlar haldið því á
lofti að þeir beri að landi
besta og verðmesta hráefnið. Þá
hafa þeir réttilega lýst því að
þeir geri út með minnstum til-
kostnaði. Það er því ekki spurn-
ing að þeir munu komast af í
sliku kerfi og útgerð smábáta
mun dafna. Auðlindaskattur fyrir
alla og án tillits til stærðar báta er
besta hugsanlega fyrirkomulagið.
Menn geta hætt að rífast um hver sé
með bestu og hagkvæmustu útgerð-
ina: Til vara mætti hugsa sér að
auðlindaskattskerfin yrðu tvö, eitt
fyrir smábáta og annað fyrir stór-
skipin. Slíkt yrði ekki síst til að
verja stórskipaútgerðina. Aðalatrið-
ið er að ruglinu með veiðarnar
verði hætt og alþingismenn geti
snúið sér að öðru en að togast á um
tittlingaskít.
Odyru störfin!
i man-
aðar-
laun.
Ritstiomarbref
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
aðstoðarritstjóri
íslendingar eru sérlega verkfalls-
glöð þjóð, ef hægt er að tala um
gleði í þeim efnum. Fram kom í DV
á fimmtudag að landsmenn sóa sex
sinnum fleiri dögum í verkföll en
aðrar þjóðir. íbúar þessa lands eru
með öðrum orðum heimsmethafar í
verkföllum. Þeir skara þar langt
fram úr öðrum þjóðum og eru, þeg-
ar rýnt er í þessar tölur, alveg sér á
báti á meðal þjóða heims á þessu
sviði.
Á tíunda áratugnum eyddu ís-
lendingar hlutfallslega fleiri vinnu-
dögum í verkföll en nokkur önnur
af 23 ríkustu þjóðum heims. Rík-
ustu þjóðimar glötuðu um 59
vinnudögum að meðaltali á ári á
hverja 1000 manns á vinnumarkaði
á síðasta áratug en hérlendis var
sama hlutfall um 370 dagar á hverja
1000 starfsmenn. íslendingar eyddu
rúmum 467 þúsund vinnudögum í
verkfóll á áratugnum.
Þetta er dágott. Þetta sýnir verk-
fallsvilja. Og enn fremur að samn-
ingalipurð landsmanna er fjarri þvi
eins mikil og þekkist meðal ann-
arra þjóða. Tölurnar segja sitt. Að
meðaltali eru 2000 íslendingar í
verkfalli hvert einasta ár á enda.
Þessi þjóð rýkur frá borði, stendur
upp og fussar og stirðleiki í sam-
skiptum við annað fólk telst fremur
til kosta en galla. Stirðleikinn sýnir
festu og þor. Og hörkuþjóð.
í verkfallsgleðinni eru það Spán-
verjar einir sem komast nokkuð í
nánd við íslendinga. Aðrar þjóðir
eru meira og minna hálfdrættingar
á við Islendinga. Þjóðir eins og ítal-
ir og Frakkar, sem hafa á sér ímynd
verkfallsaðgerða, komast ekki í
hálfkvisti við eyjaskeggjana í
norðri. Þar í hafi leggja menn niður
störf eins og aðrir leggja frá sér
kaffibolla. Verkföll eru sjálfsögð og
allt tal um að
vinnustöðv-
un sé neyð
arráðstöfun
er aðeins í
nösunum
á verk-
fallsleið-
togum.
Þeir elska
að hóta.
Ef
til
vill er þetta ekki svona einfalt þeg-
ar upp er staðið - frá tómu samn-
ingaborðinu. Vera kann að eftir
meiru sé að slægjast í íslenskum
karphúsum en sambærilegum vist-
arverum annarra landa. Það væri
þó aldrei annað en að laun á ís-
landi væru hlutfallslega lægri með-
al margra stétta en tíðkast annars
staðar. Og vissulega er það stað-
reynd að kjör margra lykilgreina í
samfélaginu eru hrein hörmung.
Tökum dæmi. Þroskaþjálfar hjá
Reykjavíkurborg hófu verkfall á
miðnætti aðfaranótt föstudags. For-
vígismenn í félagi þeirra hafa svo
mánuðum skiptir reynt að semja
við yflrvaldið um kjarabætur, án
árangurs. Verkfall var því boðað
með dágóðum og vitaskuld lögleg-
um fyrirvara en viðbrögð vinnu-
veitenda við því voru að sögn
þroskaþjálfa lítil sem engin. Þeir
segja viðræður stranda á launatöfl-
unni og telja að enn beri talsvert á
milli. Allt eins megi búast við
langri vinnustöðvun.
Gott og vel, þetta eru kunnugleg
ummæli í landi verkfallanna og lík-
„Þetta eru skilaboð hins
opinbera til fólks sem
vinnur einhverja erfið-
ustu og flóknustu vinnu í
mannlegum samskiptum
sem þekkist hér á landi.
Skilaboðin eru í þá veru
að fólk sem helgar krafta
sína veikasta fólki lands-
ins skuli ekki vera hálf-
drættingur í launum á
við meðal launþega í
landinu. “
ast til yppta margir lesendur öxlum
og segja sem svo að þetta sé nú
bara enn ein heilbrigðisstéttin sem
væli um vondan kost. Þessu fólki
sé nær að hafa valið sér þetta starf
og ef það kunni ekki að meta laun-
in sé alltaf hægt að fara annað! Við
þekkjum þennan tón og þekkjum
enn betur þá skoðun að verkfelling-
ar séu sjálfum sér verstir.
En skoðum launin sem deilt er
um. Skoðum þessi kjör sem borgar-
yfirvöld, og reyndar ríkisvaldið
líka, telja sig hafa efni á að halda
niðri eins og nokkur kostur er.
Þetta eru laun sem hið opinbera
neitar að hækka meira en sem
nemur nokkrum þúsundköllum.
Þegar þau eru skoðuð kemur í ljós
að ríki og borg reka berrassaða lág-
launastefnu, stefnu sem menn ættu
að skammast sín fyrir.
Byrjunarlaun þroskaþjálfa eftir
þriggja ára háskólanám
eru 100 krónur.
Það er talan
- og tal-
ar sínu
máli.
Há-
skóla-
menntað-
ur þroska-
þjálfi, sem á
K að baki
fimm ára
starfsferil,
er kominn MiFl
( með 109
j þúsund
krónur
Einu gildir þó sami maður sé að-
stoðarmaður yfirmanns. Launin
eru ekki hærri. Ef sami þroska-
þjálfi næði svo hátt að vera yflr-
þroskaþjálfi hreppti hann heilum
tiu þúsund krónum meira á mán-
uði.
Þetta er skammarlegt og þetta er
grátlegt. Þetta eru skilaboð hins op-
inbera til fólks sem vinnur
einhverja erflðustu og flóknustu
vinnu í mannlegum samskiptum
sem þekkist hér á landi. Skilaboðin
eru í þá veru að fólk sem helgar
krafta sína veikasta fólki landsins
skuli ekki vera hálfdrættingur í
launum á við meðallaunþega í
landinu. Og minna en það. Já, far-
iði á kassa í búð og hreppið helm-
ingi hærri laun!
Meðallaun þroskaþjálfa hjá
Reykjavíkurborg - og þá eru allir
taldir með, líka yfirmenn - eru 111
þúsund og 917 krónur. Forstöðu-
maður á erfíðu heimili fyrir alvar-
lega þroskaheft og likamlega fötluð
börn og unglinga kemst hæst í 145
þúsund krónur á mánuði eftir 22
ára starf. Þessi forstöðumaður
sagði við skrifara þessara orða: „Ég
kemst ekki lengra í lífinu."
Hverju sætir þetta? Hverju sætir
það að háskólamenntaður yfirmað-
ur, sem sótt hefur sér verulega
framhaldsmenntun í fagi sínu, nær
„ekki lengra í lífinu"? Hvað vill hið
opinbera segja fólki með þessum
launum? Hrein dagvinnulaun
verkamanns á mánuði eru að með-
altali 109.800 hér á landi. Það eru
sömu laun og meðallaun allra
þroskaþjálfa hjá Reykjavíkurborg.
Vilja samningamenn ríkis og
borgar með þessu segja að háskóla-
nám borgi sig engan veginn, ætli
fólk sér að vinna undir þeirra
launastefnu. Vilja samningamenn
borgar og ríkis með þessu segja að
líkamlega fjölfatlaö fólk og alvar-
lega þroskaheft sé svo ómerkilegt
að starfsfólkinu sem annist það
dugi lágmarkslaun. Hvaðan hafa
menn þessi viðmið? Hver eru vís-
indin?
Starf þroskaþjálfans er gríðar-
lega erfitt og reynir líklega meira á
þolrif fólks en nokkurt annað starf.
Starf þroskaþjálfans miðast við að
auðga líf þess fólks sem býr við
mestu bágindi sem nokkur mann-
eskja þarf að glíma við. Þroska-
þjálfar búa einatt við afar erfið
vinnuskilyrði, þar sem burðast
þarf með fólk, sem jafnvel ræðst að
starfsmönnum þegar minnst varir.
Já, hver eru viðmiðin? Hver eu
launavísindin?
Borgarstjóri og fjármálaráðherra,
já eða hvaða stjórnmálamaður sem
er, á að geta svarað þeirri spurn-
ingu. Einhverra hluta vegna læðist
samt sá grunur að þeim sem þetta
skrifar að þeir hinir sömu þori ekki
að svara. Spumingin er vissulega
hvöss og hún er vissulega óheppileg.
En hún er þó aðeins spuming. Hitt
eru laun og kjör
sem fólk þarf
að búa
við.