Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Hnefahöggiö hjálpar ekki íhaldsflokknum Því veröur ekki neitað að stjóm Verkamannaflokksins í Bretlandi hefur náð fram talsverðum umbótum i efna- hagsmálum á síðustu flórum árum. At- vinnuleysi er það minnsta í aldarfjórð- ung, verðbólga í sögulegu lágmarki og efnahagslífið stöðugt. Formaður flokks- ins, Tony Blair forsætisráðherra, hefur verið óragur við að benda á þetta og kjósendur þakka fyrir sig með 15 til 28 prósenta forskoti flokksins i skoðana- könnunum. Erfitt er að kasta rýrð á þennan feril rikisstjómar Blairs og sannfæra kjós- endur um að fella hana í kosningunum 7. júni næstkomandi, en íhaldsmenn em engu að síður kokhraustir. Þeir lofa skattalækkunum, auknu sjálfstæði gagnvart Evrópusambandinu og sterk- ari löggæslu. Ailt era þetta klassisk ein- kenni íhaldsstefnunnar en spuming er hvort þau duga til að sigrast á sterkri efnahagsafkomu eftir Verkamanna- flokkinn og persónutöfrum Tony Blairs. Veðjað á glæpi íhaldsmenn leggja oft áherslu á bar- áttu gegn glæpum og það er einmitt úr- ræðið sem þeir grípa til í bresku kosn- ingabaráttunni nú. Verkamannaflokkurinn hefúr staðið fyrir verkefni sem felur í sér að tugþús- undum fanga hefúr verið sleppt áður en þeir afplána dóma. En jafnframt hefur lögreglumönnum fækkað undir stjóm flokksins. William Hague, formaður íhalds- flokksins, hefur sakað Blair um að skipta lögreglumönnum á götunum út fyrir glæpamenn og hann segir Breta vera að tapa baráttunni við glæpi undir forystu Verkamannaflokksins. Þessu hefur Blair brugðist við en i nýútgefmni stefnuskrá Verkamannaflokksins lofar hann að stuðla að harðari dómum á giæpamönnum. Einnig segist hann ætla að fjölga lögreglumönnum, en því lofaði hann reyndar líka fyrir seinustu kosn- ingar. Þar reynir hann að gera áherslu íhaldsflokksins á baráttuna gegn glæp- um áhrifaminni en íhaldsmenn hafa ósjaldan sakað Verkamannaflokkinn um hugmyndafræðilegan þjófnað. Að minnsta kosti er um pólitískt kænsku- bragð að ræða af hálfu Verkamanna- flokksins. Stærsta verkefni íhaldsmanna felst í efnahagsmálum, enda er torvelt að selja fólki nýja stefnu þegar sú gamla hefúr virkað jafn vel og raun ber vitni. Tillögur þeirra ganga út á að draga stórlega úr útgjöldum ríkisins og skapa þannig svigrúm fyrir skattalækkanir. Skoðanakannanir sýna hins vegar fram á áhrifaleysi þessara úrræða íhalds- manna í kosningabaráttunni. Þeim hef- ur ekki tekist að minnka þægilegt for- skot Verkamannaflokksins og sam- kvæmt könnun breska blaðsins The Gu- ardian eru kjósendur ekki reiðubúnir að fóma velferðarþjónustu fyrir skatta- lækkanir. Þvert á móti virðist stór hluti þeirra vera til í að hækka skatta ef það þýðir aukna opinbera þjónustu. Verkamannaflokkurinn skuldbindur sig til þess að eyða billjónum punda í menntun, heilsugæslu, löggæslumál og samgöngur. Hann gengur hins vegar ekki svo langt að vilja lækka skatta, heldur er hugmyndin að nota tekjuaf- gang ríkisins síðustu ár til að standa undir aukinni velferð. Hins vegar lofar Blair að hækka ekki skatta á einstak- linga og hann biður kjósendur að gefa sér og flokknum tækifæri til að klára verkið sem hófst með vem Verka- mannaflokksins í ríkisstjóm fyrir fjór- um árum. Hague kallar þetta að gefa Blair annað tækifæri til að standa ekki við loforðin sem gefm vom fyrir síðustu kosningar. Prescott sýnir ræturnar Verkamannaflokkurinn hefur oft ver- ið vændur um sýndarmennsku og upp- stillingar. Á miðvikudag kynnti Blair stefnuskrána fyrir kosningamar, gamlan, að hugsanlega væri hann ann- ar ungur Pitt. í breska þinginu fer hann iðulega með sigur af hólmi í rökræðum við Blair, en líkt og margir mælsku- menn fer hann stundum offari og á það til að „sparka í liggjandi menn“. Dæmi um það var þegar Norður-Irlandsmála- ráðherrann Peter Mandelson sagði af sér, og jafnvel nú seinast þegar John Prescott sló frá sér. Fæstir hafa trú á því að Hague geti unnið þessar kosningar. Edward Heath, fyrrverandi formaður íhaldsflokksins og forsætisráðherra frá 1970 til ‘74, er sagður hafa kallað hann hlægilegan og slúðurblöð vitnuðu i fóður Hagues að hann ætti enga möguleika. Úrræði hans var að draga fram í dagsljósið járn- frúna Margaret Thatcher sem lýsti opin- berlega yfir stuðningi við hann. Margir litu á aðstoð Thatcher eins og að móðir standi við bakið á syni. Það virðist ekki hafa aukið hróður Hagues sem leiðtoga að hafa kaflað á mömmu sína. Efast er um leiðtogahæfileika Hagues og talað er um að hann hafi einungis verið kosinn sem formaður flokksins ár- ið 1997, fram yfir evrusinnann Kenneth Clarke, vegna þess að flokksmenn röktu ósigurinn i kosningunum fyrr sama ár til jákvæðni flokksins í garð evrunnar. Hague er einn óvinsælasti leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í sögunni, meðal eigin kjósenda. Því hljóta íhaldsmenn að spyrja sig hvort ekki sé kominn tími a að skipta um leiðtoga. Evran er bannorð Stefna Ihaldsflokksins er að halda pundinu en Blair vill biða og sjá þar til efnahagslegar aðstæður eru réttar og kafla þá til þjóðaratkvæðagreiðslu. Meirihluti Breta vill ekki taka upp evr- una og því má segja að þetta sé skyn- samlegt stefna af beggja háifu og sér- staklega Blairs, sem forðast erfiða ákvörðunartöku. Auk þess er stæk and- staða við Evrópusammna í Ihalds- flokknum sem bindur hendur alþjóða- sinnans William Hagues. Evran mun því hafa lítil áhrif á úrslit kosninganna. Þá er spurningin hvaðan ihaldsmenn ætla að fá trompin til að brúa bilið mifli flokkanna, sem Reuter mældi 21 til 22 prósent. Skattastefnan missti marks, stefnan gegn glæpum lika og það sem virtist vera gjöf í hendur íhaldsflokksins, líkamsárás aðstoðarfor- sætisráðherrans í síendurtekinni sjón- varpsútsendingu, virðist ætla að snúast Verkamannaflokknum í hag. Auk þess sem atvikið gerir Hague illmögulegt að halda áfram að ráðast á Verkamanna- flokkinn fyrir sýndarmennsku. Hugsan- lega lá von Ihaldsflokksins í sinnuleysi kjósenda og þar af leiðandi lítilli kjör- sókn, en athæfi Prescotts hefur vakið at- hygli á kosningabaráttunni sem aldrei fyrr. Og það höfðar sérstaklega til yngstu kjósendanna, hóps sem þekktur er fyrir slaka kjörsókn. Barátta íhaldsflokksins verður því að dæmast næsta vonlítil nema eitthvað nýtt komi til. Það má um kenna góðu efnahagsástandi undir stjórn Verka- mannaflokksins, góðri ímyndarvinnu flokksins og óhæfum leiðtoga íhalds- manna. En þrátt fyrir vænt forskot Verkamannaflokksins er kosningabar- áttan í Bretlandi lifandi og viðburðarik. Tæpar þrjár vikur em enn í að gengið verði til kosninga í Bretlandi og margt getur gerst á þeim tíma. Nú þegar er kosningabaráttan komm í fuflan gang og leiðtogar flokkanna eyða öllum deg- inum meðal fólksins. Blair, sem hefur verið gagnrýndur fyrir að blanda ekki geði við almúgann nema gjömingurinn sé uppstifltur eins og sýning, gengur á milli skóla og ræðir við unga fólkið. Fé- lagi hans Prescott er trúr sjálfum sér og kýlir þá sem grýta hann og Hague setur út á allt saman. Sjálfsmynd Verka- mannaflokksins er skýr, hann er flokk- ur fólksins og það er fólkið sem kýs hann. Og sumt fólk ku kýla árásarmenn sína. Tony Blair og William Hague Formann íhaldsflokksins skortir leiötogahæfileika og kosningabaráttan er aö renna honum úr greipum. Verkamanna- flokknum viröist hafa tekist aö snúa líkamsárás aöstoöarforsætisráöherrans sér í hag. Fær Blair annaö tækifæri til aö uppfylla svikin kosningaloforö síöustu fjögurra ára? „Metnaðarmál fyrir Bretland," með til- komumiklum blaðamannafundi í Birmingham. Bjartsýni hans undirstrik- ast í þvi að hann biður um stuðning kjósenda til að framkvæma tiu ára áætl- anir, sem er tvöföld áræðni á við fimm ára áætlanir Stalíns. Enda gekk sýning- in upp. Hins vegar var engin tilgerð eða sýndarmennska þegar John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra, kýldi eggjakastara í Wales síðar um daginn. William Hague var ekki lengi að grípa atvikið á lofti og sagði Verkamanna- flokkinn loksins hafa sýnt sína réttu hlið, „og hún var ekki fógur,“ sagði hann. Enda er atvikið einsdæmi í breskri kosningabaráttu. Flestir myndu telja að vinstri stunga Prescotts hefði skelfilegar afleiðingar fyrir kosningabaráttu Verkamanna- flokksins, en hitt er ljóst að ef um sýnd- armennsku hefúr verið að ræða, þá var hún horfin, að minnsta kosti í bili. Samtal konu krabbameinssjúklings við Blair fyrir utan sjúkrahús í Birming- ham sama dag bar heldur ekki brag sýndarmennsku. John Prescott er úr röðum sjómanna í hafnarborginni Hull og passar fúll- komlega í ímynd verkamannaflokks. Viðbrögð hans þegar maður henti í hann eggi vom eðlileg og tilgerðarlaus viðbrögð sjómanns í Hull við sömu að- stæðum. Hann sannaði það fyrir kjós- endum að Verkamannaflokkurinn væri „alvöra", ekki froðan ein. Viðbrögð Bla- ús vora við hæfi. Hann tók þessu létt en gerði þó ekki lítið úr alvöra málsins. „John er John,“ sagði hann um sjó- manninn fyrrverandi. Sem sagt, alvöra maður. Hnefahögg Prescotts gerði upphróp- anir Hagues um sýndarmennsku marklausar. Hugsanlega hefur málið snúist gegn Hague þegar hann kallaði Verkamannaflokk án sýndarmennsku ljótan. Þorri almennings kann að líta á hann sem tækifærissinna í kjölfarið, froðusnakkinn sem ræðst á venjulegan mann, á þeim tímum sem almenningur er að fá nóg af umbúðapólitík. Mesta hætta Verkamannaflokksins fyrir kosningamar hefur verið sögð að kjósendur verði sinnulausir og þátttak- an lítil. Spáð hefúr verið minnstu kosn- ingaþátttöku frá því fyrir stríð. Þar er einna helst átt við yngri hluta kjósenda, sem telja stjómmálamenn fjarlæg sýnd- armenni. Fljótt á litið virtust hnefaleik- ar Prescotts höfða vel til yngri kynslóð- arinnar, og samkvæmt óformlegri síma- könnun Sky sjónvarpsstöðvarinnar var rúmur meirihluti fóflis samþykkur við- brögðum hans við eggjakastinu. Andlit flokkanna Einna afdrifaríkast í kosningabaráttu era persónurnar sem leiða fylkingam- ar. Tony Blair er ekki dæmigerður verkamaður. Hann er lögfræðingur úr millistétt og þess vegna kann verka- mannsyfirbragð Prescotts að orka sem mótvægi i flokknum. Blair hefur samt sem áður persónutöfra leiðtoga. Hann er trúverðugur sem forsætisráðherra og virðist höfða til fólksins. Það hefur vak- ið athygli að í bæklingnum um „Metn- aðarmál" Blairs, era sjö ljósmyndir af honum sjáifum, en engin af félögum hans í ríkisstjóminni. William Hague var frá unga aldri mikill mælskumaður og Margaret Thatcher sagði um hann, sextán ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.