Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Page 17
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 DV 17 Helgarblað Þessar frægu tær - En hafði hann aldrei áhuga á því að læra leiklist á sínum yngri árum? „Nei, það var eiginlega aldrei í sigtinu. Ég var ungur maður og ég var bara eitthvað að bóhemast og í tónlist þangað til ég lenti í þessu fyrir tilviljun en það kom mér samt ekki á óvart. Ég kann- aðist einhvern veginn strax við mig. Ég hafði mikinn áhuga á kvikmyndum sem krakki og ung- lingur þótt ég tilheyri eiginlega bókakynslóð frekar en sjón- varpskynslóð." Stærðin skiptir ekki máli Eggert hefur leikið aragrúa hlutverka á sínum ferli ekki síð- ur alvarlegs eðlis en gamanleik- rit. Þótt það sé klisja að spyrja leikara út í uppáhaldshlutverk stenst ég ekki freistinguna. Hvert er eftirlætishlutverkið? „Það fer alls ekki eftir stærð eða umfangi. Sum eru leiðinleg þótt þau séu aðalhlutverk og voðalega stór en sum eru eftir- minnileg og hafa fært mér mikla hamingju þótt þau hafi verið lít- il. Leikarinn þarf að ná sam- bandi við hlutverkið og ekki síð- ur leikritið sjálft og erindi þess til þess að njóta sin. Það skiptir engu máli hvort hlutverkið er risastórt eða færi leikaranum vegsemd og virð- ingu. Stór hlutverk eru stundum notuð sem mælikvarði á vel- gengni. Þegar maður les eða heyrir þetta haft eftir leikara sér maður glitta í hégómagirndina sem fylgir hinum öryggislausa manni sem leikur og hefur ekk- ert að bjóða nema sjálfan sig og líf sitt og freistast til þess að kíkja í spegil frægðar og vin- sælda. Þar vill hann gjarnan spegla sig, ekkert ólíkt öðru Eggert Þorleifsson kemur okkur til að hlæja „Áhorfendur gegna sama hlutverki fyrir leikara og trampólín fyrir fim- leikamann. Þegar allir vinna saman stekkur leikarinn hærra og hærra uns hann springur í tætiur og bomburnar, litirnir og reykurinn fyiia loftiö. Svo fellur tjaldiö og allir fara glaöir út í lífiö." fólki. Lífið streymir gegnum leikarann og lítiö eða stórt hlut- verk skiptir þar engu máli. Það er aðeins eitt markmið í lífinu og það er að verða að sæmilegri manneskju, að gera eitthvað vel, án þess að meiða aðra.“ Velgerðamaöur skopsins Þórbergur Þórðarson rithöf- undur setti viðhorf sitt til hlát- urs og kímni í orð á eftirminni- legan hátt i Bréfi til Láru sem kom út árið 1924. „Sá sem veitir mannkyninu fegurð, er mikill velgerðamaður þess. Sá sem veitir því speki, er meiri velgerðamaður þess. En, sá sem veitir því hlátur, er mestur velgerðamaður þess.“ Kaflanum um skop og hlátur lýkur Þórbergur sem kjarnyrtri yfirlýsingu: „Grunntónn tilverunnar er meinlaust grín.“ - Eggert, hvað er það sem þér finnst fyndið í lífinu? „Það er nú ýmislegt. Mér hefur alltaf fundist grín sem sprettur af mótlæti og óhamingju manna með einhverjum hætti ákaflega heillandi. Þetta sér maður af- skaplega vel hjá Charlie Chaplin sem stríðir við slíkt mótlæti að hann getur varla neitt nema deyja eða fara í hundana." Uppskrift Chaplins „Chaplin ólst upp við mikla ör- birgð hjá geðveikri móður sinni. Grínið var hans aöferð til að afla sér vina og öryggis í vondum heimi og með blöndu af samúð með lítilmagnanum, óbilandi bjartsýni og eftirfarandi grunn- uppskrift eignaðist hann allan heiminn að vini. Nú er hann svo- lítið að gleymast, kallinn, í öll- um skarkalanum í heiminum en grunnuppskriftin er svona: Takið óvæntar tengingar, ná- kvæma tímasetningu og áreynslulausa afburða tækni. Blandið þessu vandlega saman við góðan texta og notið eftir smekk.“ Niðurinn í lífinu Það er lífseig goðsögn í leik- húsinu og lífinu að trúðar og gamanleikarar séu allir þung- lyndir og daprir bak við brosið og undir grímunni leynist kvik depurð. Heldurðu að þetta sé satt, Eggert? „Ég vona að það séu ekki allir gamanleikarar þunglyndir en það getur gert hvern sem er dapran að vera maður. Niðurinn í lífinu getur auðveldlega gert mann dapran og þá er ekkert sem fróar manni eins mikið og saklaust grín. Það er ekkert grín að vera fyndinn, alls ekki,“ segir Eggert og verður mjög alvarleg- ur á svip. Eggert er í hópi þeirra íslend- inga sem hafa orðið afskaplega frægir af störfum sínum og getur án efa ekki gengið um þvera kjörbúðina án þess að einhver beri kennsl á hann. Samt sem áður eru viðtöl eins og þetta við hann frekar fáséð og hann er ekki i hópi „áberandi" íslend- inga. „Ég hef í rauninni kosið að standa álengdar. Ég vil frekar sitja á árbakkanum og horfa á vatniö streyma hjá heldur en að kastast niður flúðirnar í fljót- areið. Mér finnst að í þessu starfi fái ég alla þá athygli sem ég vil og kæri mig um og vil þess vegna búa mér skjól utan starfs- ins og eiga þar mitt líf. -PÁÁ Eirin kraftmesti --n > “ bíll á Islandi ••• er þessi f jarstýrði bíll frá Tómstundahúsinu, Netyhyl 2, s. 587 0600 www.hobby.is Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 STÓRSÝNING um helgina kl. 14-17 - kaffi og meðlæti - verið velkomin í reynsluakstur NY MICRA Kraftmikil og skörp 1400 vé Sportstilling á sjálfskiptingu Fjarstýrðar samlæsingar í lykli ISOFIX festingar fyrir barnabílstóla Nýtt sætaáklæði Nýtt stýri 2 loftpúðar Vindskeið Krómlistar á grilli og stuðurum Sportrendur á sílsum Nýir stuðarar Og margt fleira Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is ( NISSAN )

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.