Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Side 42
50 LAUGARDAGUR 19. MAI 2001 Tilvera DV -mimm Fjórir uppáhaldsstaöir Átta veitingastofur i Reykjavík hafa sérstaklega hagstætt hlutfall verðs og gæða. Um fjórar þeirra í dýrari kantinum var fjallað í þess- um þætti í síðustu viku, úrvalsstað- ina Sommelier, Holt, Tjörnina og Humarhúsið, sem gott er að heim- sækja til hátíðabrigða. Hér verður hins vegar fjallað um ódýrari flokk hagstæðu matstaðanna, Þrjá Frakka, Sticks 'n Shushi, Kínahúsið og Jómfrúna, sem gott er að leita til hversdagslega án sérstaks tilefnis. Hver þeirra hefur sína sérstöðu, en allir eru þeir uppáhaldsstaðir. t»rír frábærir Frakkar Þrír Frakkar eru frábær blanda notalega franskrar hönnunar inn- réttinga, góðrar stemmningar glað- værra gesta, fjölbreytts og síbreytilegs framboðs sjávarrétta og síðast en ekki sízt ótrúlega lióflegs verðlags. Þetta hefur árum saman verið helzta fiskhús landsins með nákvæmum eldunartímum á ýmsum sjaldséðum fisktegundum. Munið að panta borð, því að færri komast að en vilja. Súpa og aðalrétt- ur kosta um 1735 krónur á kvöldin. (Þrír Frakkar hjá Úlfari, Baldurs- götu 14, sími 552 3939) ;kta japanskt sushi Sticks ’n Sushi er andstæða Þriggja Frakka, nútímalega og uppalega hannaður að hætti jap- unskrar naumhyggju, þar sem boð- inn er eikargrill- aður trépinna- matur og hrár ferskfiskur í ýmsum birtingar- myndum, einn og sér, á hrísgrjóna- bollu eða í þangrúllu. Þetta er japanska framlagið til heims- menningar mataræðis og eini mark- tæki fulltrúi þess hér á landi. Súpa og nokkrar tegundir af fiski og pinnamat kosta um 2400 krónur á kvöldin. (Sticks 'n Sushi, Aðalstræti 12, sími 511 4440) Kínahúsið bregzt ekki Oftast á ævinni hef ég komið í friösælt Kínahúsið, þar sem kín- versk eldamennska haggast hvergi í lífsins ólgusjó. Þetta er kyrrlátur og vinalegur staður einfaldra innrétt- inga og sérlagaðs matar á hvern disk eða fat fyrir sig, ánægjulegt dæmi um heiðarlegan fjölskyldu- veitingastað, sem heldur sínu striki án þess að hafa komizt í tízku, kjör- inn staður fyrir hversdagslega fastagesti. Fjögurra smárétta mat- seðill kostar um 2300 krónur á kvöldin, en stundum er tilboðsverð. (Kínahúsið, Lækjargötu 8, sími 551 1014) Jómfrúin eldist hratt Þótt þreytubrags sé stundum far- ið að gæta i danskri nostalgíu Jóm- frúarinnar, einkum í eldra brauði og þykkri sósum en áður var, nær hún verðlagsins vegna enn í hóp fjögurra hagstæðu veitingahús- anna. Fyrir utan smurbrauð fæst Grill Sú eldunaraðferð að glóðarsteikja mat, öðru nafni grilla, hefur fylgt manninum frá örófi alda. En þegar kolaeldavélar og síðar rafmagns ruddu sér til rúms gleymdu menn næstum þessum ævaforna mat- reiðsluhætti. Um miðja 20. öld hófu Bandaríkjamenn, fyrstir manna, glóðarsteikingu til vegs og virð- ingar á ný og nú á nýjan máta. Þaðan hefur grillmenningin breiðst út eins og eldur í sinu. Sumarið er tími útigrillsins hér á landi og næstu vikur og mánuði munu voldugir reykir stíga frá eldstóm landsmanna. Glóðarsteiking þarfnast undir- búnings, eins og önnur matargerð. Mikil- vægt er að grillið hafi náð góðum hita áður en eldamennskan hefst og kjöt þarf að taka úr kæli svo það hafi náð stofuhita, áður en því er brugðið á ristina eða þrætt upp á teininn. Vinsæld- ir grillsins koma til af ýmsu. Bæði er grill- bragðið eftirsóknarvert og svo er glóðarsteikingin athöfn út af fyrir sig sem færir okkur nær upprunanum og eldaskálum forfeðranna. Glóðarsteiking er eldgömul aðferð hér klassík á borð við frikadeller, hakkebof og ribbensteg upp á dönsk millistríðsár. Aðalréttur með hálf- sneið á undan kostar að meðaltali 1590 krónur. Þetta er raunar staður fyrir frúkost, aðeins á sumrin opinn á kvöldin. (Jómfrúin, Lækjargötu 4, sími 551 0100) Jónas Kristjánsson „Eldurinn er upphafið að allri eldamennsku," segir Brynjar Eymundsson, mat- reiðslumeistari í Veislunni á Seltjarnarnesi. Hann segir fólk þurfa að hafa viss grundvallaratriði í huga þegar það hefst handa við glóðarsteikinguna, svo sem að teinarnir séu hreinir og helst ol- íuvættir til að maturinn festist ekki við. Hann tel- ur helstu mistök oft liggja í því að __ fólk snöggsteiki um of. „Best er að loka matnum fyrst á fullum hita og lækka svo undir, jafnvel færa hann á efri hillu.“„Því vægari eldun, því betri verður útkoman," eru heilræðin. DV-MYND HILMAR Brynjar Eymundsson, matreiöslu- meistari „Því vægari eldun, því betri verður út- koman. “ Sitrus engifersósa 1 dós sýrður rjómi, 18% 2 msk. sushi engifer, saxaður (fæst i Asíu-búðum) Safi úr hálfri appelsínu Safi úr hálfri sítrónu Salt og pipar Öllu blandað saman og látið standa í kæli í ca 2 tíma. Með bringunum er gott að bera fennikel og Þegar Brynjar bregður fyrir sig glóðarsteikingu er hann gjarnan með vandaðar útfærslur á þeirri matar- gerð. Hér gefur hann uppskrift að grilluðum kalkúnabringum. „Það hráefni er nokkuð nýtt á mark- aðnum og ekki ofnotað," segir hann. Þó telur hann vinsældir kalkúns að aukast á íslandi og segir bætta framleiðslu á þeirri fuglategund eiga þar stóran þátt. Bringurnar er auðvelt að sneiða niður í steikur en þær þarf að grilla í \ gegn eins og kjúkling. Kecap \ manis-sósan myndar sætan \ keim og engiferinn og ávaxta- V safinn gera sósuna sérlega ferska. \ Grillaðar kalkúnabringur Fyrir fjóra 800 g kalkúnabringur 1 dl kecap manis (sojasýróp, fæst í Asíu-búðum) salt og pipar Skerið bringurnar í 200 gramma steikur og smyrjið með kecap man- is. Látið þær standa í kæli í ca 2 tíma og grillið þær síðan í ca 10 mínútur á hvorri hlið. Risarækja og raudlaukur á spjóti Tveimur rauðlaukum, skorn- um í báta og tuttugu hráum risa- rækjum er raðað til skiptis á pinna. Þetta er grillað í 3 mínút- ur á hvorri hlið. Snætt með krydduðum hrísgrjónum sem eru elduð þannig: Einn dl hrís- grjón er soðinn í 1/2 dl vatni í 20 mínútur. Skoluð úr köldu vatni og sigtuð. Hálfur dl af ólífuolíu er settur á pönnu, hálf rauð paprika og hálf græn paprika steiktar þar létt, bragð- bættar með 1 msk. karrí og 1/2 msk. hvítlauksdufti. Síðan er grjónunmn bætt á pönnuna og hrært í. Grillaðar lambasneiðar Átta framhryggjarsneiðar eru kryddaðar með blöndu úr fersk- um kryddjurtum: basil, rósmar- ín, timian og estragon, einni tsk. af hverri sort (vissulega má not- ast við þurrkað krydd). Þær eru grillaðar 5-7 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grilli og að því loknu kryddaðar með salti og pipar. Með kjötinu er borin fram sósa úr 1 dl sterkri chilisósu, 1 dl sýrðum ijóma og 2 msk. af súrsuðu, smátt skornu græn- meti. Kartöflur og hrásalat fer vel með þessum rétti. Grillaðar perur með Snickers Fjórar perur eru klofnar í tvennt, kjamarnir hreinsaðir úr og helmingunum pakkað í ál- pappír. Grillað í 3-5 mínútur með sárið niður. Perunum snúið við og pappírinn opnaður, Snickersið skorið í sneiðar og raðað yfir perunar. Álpappírnum lokað og áfram grillað í 3-5 mínútur eða þar til perumar eru ■■■■ orðnar mjúkar. Með þessu góm- sæti fer vel að borða vanilluís | og jarðarber. Kalkúnabringur, fennikel og vorlauk- ur af grillinu. Boröaö meö núölum og sítrus-engifersósu. grillaðan vorlauk og til að undirstrika austurlensku áhrifin er upplagt að borða núðlur með bringunum. Þær eru góð tilbreyting frá bökuðu kartöflunum og eldamennskan tekur tvær mínútur. -Gun. Glóð- aðir bananar Einn einfaldasti grillréttur sem um get- ur eru grillaðir bananar. Allt sem þarf er bananar og hiti. Til að auka aðeins vinnima og bragðið má skera niður í miðja banana og strá rifnu súkkulaði í sárið en þá þarf að pakka þeim inn i álpappír áður en steiking hefst. Einnig má dreypa sérríi eða koníaki ofan í hýðið. Bananar grillast í gegn á 10-15 mínútum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.