Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Page 13
13
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001
X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
'tm
Súpermódeliö Jerry Hall, sem
þekktust er fyrir það að vera eigin-
kona og barnsmóðir Mick Jagger,
dvaldi nýverið á St Tropez með
tveimur yngstu börnum sínum, Ge-
orgíu, 10 ára, og Gabríel, 3 ára.
Þar virtist Qölskyldan litla
skemmta sér vel þrátt fyrir að sag-
an segi að Jerry sé í sárum eftir að
Mick tók saman við hina 24 ára
gömiu fyrirsætu Sophie Dahl.
Sophie þessi er nákvæmlega tveim-
ur áratugum yngri en Jerry. Jerry
Hall hefur vakið undrun og aðdáun
fyrir það hve vel henni tekst að
halda vináttu við Mick en það ku
hún gera með hagsmuni barna
þeirra í huga. Mick og Jerry hafa
farið saman í frí og virst sátt þrátt
fyrir að Jerry hafl ekki vandað
Mick kveðjurnar þegar hann bam-
aði brasilísku fyrirsætuna Luciönu
Morad.
Jade, dóttir Jagger úr hjónabandi
hans við Biöncu, er ekki heldur sátt
við ráðahag föður síns, þar sem það
var hún sem kynnti Sophie fyrir 57
ára gömlum fóður sínum. Jade og
Sophie voru vinkonur en talast ekki
við eftir að upp komst að Sophie
væri farin að vera með pabba vin-
konu sinnar.
Minnie, Barbra
og kjóllinn
Breska leikkonan Minnie Driver
og verðandi tengdamóðir hennar,
Barbra Streisand, eru þessa dagana
að reyna að fmna heppilegan brúð-
arkjól handa Minnie. Brúðkaup
Minnie og Josh Brolinsonar Barbrö
er áætlað i lok sumars. Minnie er
sögð veik fyrir hönnun Veru Wang
en Barbra vill helst að Donna Karan
sníði klæðin. Minnie hefur fram að
þessu leyft verðandi tengdamóður
sinni að skipuleggja brúðkaupið en
er sögð ósátt við það að geta ekki
valið kjól sinn sjáif. Fróðlegt verður
að fylgjast með því hver útkoman
verður, enda eru konumar báðar
sagðar hafa skap.
Kim og Alec tekin
saman aftur?
Fyrrverandi parið Alec Baldwin
og Kim Basinger hafa sést mikið
saman nýverið. Svo mikið að menn
eru farnir að velta því fyrir sér
hvort þau séu samantekin á ný. Því
hefur meira aö segja verið fleygt
fram að Alec sé fluttur til Kim og að
þau búi nú saman sem hjón aftur
eftir stuttan aðskilnað. Talsmenn
þeirra beggja hafa neitað að stað-
festa þessar fregnir en það þykir
renna stoðum undir söguna að þeir
fást heldur ekki til að neita því að
rétt sé. Þá herma fregnir að parið
langi í annað b'arn, enda á dóttir
þeirra Ireland ekkert systkin. Sagan
segir þó að nú séu þau að gæla við
ættleiðingu enda komin yfir fertugt
og víst ekki spennt fyrir annarri
meðgöngu.
Jerry Hall
í sárum