Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Blaðsíða 15
15 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Þrátt fyrir að vera talin ein fallegasta kona heims er Julia Roberts ólánsöm þegar kemur að ástamálum. Hún hefur átt í nokkrum alvarlegum samböndum en þau hafa þó yfirleitt ekki reynst lang- líf. Nú er rúmlega þriggja ára sambandi hennar og Benjamins Bratts lokið en fólk man eftir þeim alsælum saman þeg- ar Julia hampaði Óskarnum fyrir hlut- verk sitt i kvikmyndinni Erin Brockovich nú í febrúar. Hún á nokkra þekkta fyrrverandi í heimi kvikmyndanna og má meðal ann- arra nefna Liam Neeson, Kiefer Suther- land sem hún giftist næstum þar til hún stakk af með Jason Patric - en hann varð síðar kærasti hennar. Til skamms tíma var Daniel Day Lewis kærasti hennar og svo var það hjónabandið sem enginn botnaði í. Julia giftist Lyle Lowett en það hjónaband stóö í 21 mán- uð. Ethan Hawke staldraði stutt við, þá kom Matthew Perry og nú siðast Benja- min Bratt en Hollywood batt miklar von- ir við að von væri á brúðkaupi þeirra. Sagan segir að samband þeirra hafl ekki enst vegna þess að Benjamin hafi viljað ganga í það heilaga og eignast böm en Julia er enn mjög upptekin af framanum. Julia og Benjamin talast ekki við þessa dagana en Julia hefur lát- ið hafa það eftir sér að hún sé ánægð með það að hún haldi oft vinskap við fyrrum elskendur sína. Það segir hún sýna vel að samböndin hafi verið sönn og djúp. Ólánsöm í karlamálum Boris í vond- um málum Tennisstjarnan Boris Becker hef- ur skýrt frá því að hjónaband hans við fyrirsætuna Barböru hafi ekki endað vegna framhjáhalds. Boris státar af þvi að hafa barnað rúss- neska konu í kústaskáp og eigin- kona hans tók það vist frekar óstinnt upp. Tennisstjarnan heldur því fram að hjónabandið hafi endað vegna þess að Barbara hafi haft meiri áhuga á því að sinna sjálfri sér en fjölskyldunni. Boris játar að hafa gerst sekur um mörg mistök en segist þó aldrei skaða fjölskyldu sína. Lögmaður Barböru heldur því fram að Barbara hafi viljað skilja eftir að sást til Borisar skrá sig inn á hótel með rappstjömunni Sabrinu Setlur. Barbara var ekki par hrifin, ekki síst í ljósi þess að hótelið var það sama og þau Boris vörðu brúð- kaupsnóttinni á. Sinead ástfangin írska söngkona Sinead O’Connor hefur trúlofast blaðamanninum Nick Sommerland. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Sinead var búin að lýsa því yfír að hún væri samkynhneigð. En það virðist nú breytt. Parið kynntist hjá sam- eiginlegum vini i febrúar og ástin var að sögn kunnugra fljót að kvikna. Ástalíf Sinead hefur verið ansi skrautlegt í gegnum tíðina en menn í bransanum halda þvi fram að hér sé um alvöruást að ræða og að hjónaband sé í vændum. Sýndu börnunum heiminn! London Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Flug og bíll í eina viku: Flug og bíll í 10 daga: Manchester Innifalið: Flug og flugvallarskattar. ♦ Á mann miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja til 11 ára. Innifalið: flug, bílaleigubíll í A flokki og flugvallarskattar. Gefiir 3000 ferðapunkta. Ferðatímabil er til 30. september (Manchester tu 6.sept.) Lágmarksdvöl: 7 dagar (Manchester - aðfaranótt sunnudags) Hámarksdvöl: 1 mánuður Bamaafsláttur: 25% Ungbamaafsláttur: 90% Þetta tilboð gildir í flug til 30. sept. (Manchester tíl ó.sept.) Grípið tækifærið! Enginn bókunarfyrirvari í júlí og ágúst! Hafið strax samband við söluskrifstofur Flugleiða eða fjarsölu Flugleiða i síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Verð frá: 24.975 Verð frá: 37.763 Verð frá: 23.285 Verð frá: 26.993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.