Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 Helgarblað___________________________i>y Upphressandi að vera í návist Laxness Ólafur Ragnarsson, stofnandi Vöku-Helgafells, ásamt útgáfustjóra forlagsins, Pétri Má Ólafssyni Þeir fletta hér alfræðibókinni íslenskir fuglar eftir dr. Ævar Petersen fuglafræðing. í henni eru vatnslitamyndir eftir Jón Baldur Hlíðberg sem sýna 450 fugla en þetta er eitt viöamesta og dýrasta útgáfuverkefni Vöku-Helgafells og var unnið að bókinni í mörg ár. „Heimur bóka finnst mér heill- andi. Það á annars vegar við um bækurnar sem slíkar, þennan hljóð- láta miðil sem þegar best lætur get- ur skapað sjálfstæðan heim í hugar- fylgsnum okkar. Hins vegar um til- urð bóka, mótun þeirra, bókagerð og bókaútgáfu sem Halldór Laxness kallaði einu nafni bókaútgerð," seg- ir Ólafur Ragnarsson þegar hann er spurður af hverju hann hafi ákveð- ið fyrir tveimur áratugum að stofna bókaforlag. „Þetta svið hafði lengi höfðað til mín og eftir að ég hafði starfað í áratug við fréttamennsku og dag- skrárgerð hjá Sjónvarpinu og verið ritstjóri á Vísi í fimm ár langaði mig að sjá hvort ég gæti staðið á eig- in fótum og nýtt hugmyndir mínar til þess að leggja grundvöll að bóka- forlagi. Konan mín Elín Bergs lagði upp í þessa siglingu með mér og við stofnuðum bókaútgáfuna Vöku á ár- inu 1981. Elín hélt utan um peninga- málin en ég annaðist útgáfustarf- semina og daglegan rekstur fyrir- tækisins.“ - Þótti mönnum þetta ekki hálf- gert glapræði hjá ykkur á markaði þar sem allmörg gamalgróin fyrir- tæki réðu lögum og lofum? „Jú, ýmsum þótti það. Forystu- menn bókaútgefenda vöruðu okkur við, þetta væri hættuleg grein þar sem fólk gæti verið fljótt að tapa al- eigunni. Aðrir bentu á að bókafor- lög í landinu væru nógu mörg en við sögðum að dæmið snerist ekki um fjölda fyrirtækja í greininni heldur bókahugmyndir og annars konar útgáfuefni." Leynd um bókina um Gunnar Thor - Á útgáfulista fyrsta ársins var viðtalsbók Ólafs við Gunnar Thoroddsen sem var með allra sölu- hæstu bókum það árið. Af hverju valdi Ólafur Gunnar Thoroddsen? „Viðtalsbækur voru vinsælar á þessum árum og af hagkæmnisá- stæðum lá auðvitað beint við að ég nýtti reynslu mína úr frétta- mennsku og blaðamennsku til þess að skrifa kauplaust eina slíka fyrir forlagið. Við Elín gerðum lista yfir eina 10-15 áhugaverða einstaklinga sem gaman væri að fá til að rekja æviferil sinn í bók. Efstur á þeim lista var dr. Gunnar Thoroddsen sem þá var nýorðinn forsætisráð- herra, afar umtalaður og umdeildur eftir að hann hafði myndað ríkis- stjóm með Framsóknarflokki og Al- þýðubandalagi og með stuðningi hluta þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins. Gimnar var hikandi varðandi gerð bókar enda mjög önnum kaf- inn og kvaðst hafa hugsað sér að skrifa ævisögu sína á síðari stigum. En mér tókst með fulltingi Völu, konu hans, að fá hann til samstarfs og við hófumst strax handa við þetta verk. Við hittumst að jafnaði tvisvar í viku á meðan ég var að skrifa bókina, ýmist hér í Reykjavík eða í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Það var ákveðið aö við létum ekkert spyrjast út um bókina fyrr en rétt áður en hún kæmi út. Þótt ótrúlegt megi viröast tókst að halda þessu leyndu þar til í nóvember þegar skollið var á prent- araverkfall og menn fóru að velta fyrir sér hvaða bókum fólk missti af ef það leystist ekki fyrir jól. Verk- fallið stóð í einar sex vikur og bók- in um Gunnar kom ekki út fyrr en að því loknu, 10. desember, minnir mig. Salan gekk feiknarlega vel þá fáu daga sem voru til jóla, hún var prentuð þrisvar og seldist í 8.500 eintökum en meðalsala bóka á jóla- markaði er innan við þúsund ein- tök.“ - Hvernig maður var Gunnar Thoroddsen? „Gunnar var glæsimenni sem um var sagt að „gengi sparibúinn að reiptogi stjórnmálanna". Hann var glöggskyggn, feiknarlega fróður og víðlesinn og hafði skýrar skoðanir á mönnum og málefnum. Gunnar átti auðvelt með að koma hugsun sinni i orð og var sérlega næmur fyrir blæbrigðum íslensks máls og hrynj- andi þess en þeir eiginleikar nýttust honum vel við greinaskrif og ræðu- flutning. Samstarfið við hann um samtalsbókina, útgáfu á ritgerða- safni hans ári síðar og fleiri verk- efni var í alla staði ánægjulegt og lærdómsríkt.“ Laxness unni orðum sem voru „skrýtin í laginu" - Það þarf varla að spyrja hvort Halldór Laxness hafi ekki verið sá höfunda Vöku-Helgafells sem hafi verið skemmtilegast að kynnast og vinna með. Margir hefðu eflaust viljað vera í hlutverki forleggjara nóbelsskáldsins í hálfan annan ára- tug, Ólafur. „Við höfum auðvitað átt gott sam- starf við ótal íslenska höfunda og fjölmarga erlenda á þessum tuttugu árum en ég held ekki að á neinn sé hallað þótt ég segi að í því sambandi hafi Halldór Laxness skipaö sérstak- an sess. Á því tímabili sem ég ann- aðist útgáfu- og réttindamál hans, samningagerð vegna útgáfu verka hans erlendis og margvísleg önnur verkefni hittumst við Halldór á meðan heilsa hans leyfði að jafnaði viku- eða hálfsmánaðarlega á Gljúfrasteini eða í íbúð þeirra hjóna hér í Reykjavík. Viðfangsefni dags- ins urðu mjög oft kveikja forvitni- legs spjalls sem gat borist inn á ótrúlegustu brautir. Oft tengdist skraf okkar ritstörfum Halldórs, vinnubrögðum, stíl og mótun verka hans. í því sambandi var mjög áhugavert að skoða með honum minnisbækur frá ýmsum tímum sem hann geymdi í skúffu í vinnu- stofu sinni. Þar var til dæmis að finna fyrstu hugmyndir að skáldsög- um eða „uppteikningar" að þeim svo notað sé orðfæri Halldórs, einnig punkta vegna greina og rit- gerða sem hann var með í smíðum eða hugðist skrifa og síðast en ekki síst málfarsleg atriði, orð sem hann heyrði fólk nota eða gróf upp með einhverjum hætti á ferðum sinum um landið.“ - Hvað er þér minnisstæðast varðandi kynnin af Halldóri Lax- ness? „Það var afar notalegt að vera í návist Halldórs og jafnframt „upp- hressandi" svo ég noti orð úr fórum hans. Hann var hlýr og alúðlegur og með mikla kímnigáfu eins og les- endur hafa kynnst í gegnum bækur hans. En það sem er sennilega eftir- minnilegast frá árum mínum með skáldinu er orðaforði hans og hve snilldarlega og frumlega hann beitti íslenskri tungu í töluðu máli. Hann sagðist hafa gaman af tungumálinu, ekki síst orðum sem væru „sérstak- lega skrýtin í laginu“. Sjaldgæf orð og orðatiltæki voru honum mjög töm en auk þess hafði hann sérstakt lag á að fella saman orð og hugtök sem öðrum dytti ekki í hug að nota með þeim hætti eða einfaldlega að smíða nýyrði á örskotsstundu þegar það átti við. Halldór notaði jafn- framt sín sérstöku orð eða eigin út- gáfur af orðum yfir hversdagslega hluti og fyrirbæri. Um aðra sem hefðu haft þá eiginleika hefði hann sennilega sagt að þeir væru „hug- detturíkir". Það eru einstök forrétt- indi að hafa átt þess kost að kynnast Halldóri Laxness persónulega og starfa með honum og fyrir hann og Auði, þá einstöku konu.“ Sumum verkum fylgt frá hug- mynd til prentunar - Hvað finnst þér hafa verið mest gefandi í starfinu þessa tvo áratugi í Vöku-Helgafelli? „Það eru hin mannlegu samskipti bæði inn á við i fyrirtækinu og út á við. Umsvifin jukust jafnt og þétt frá fyrsta starfsári og samkeppnin hefur verið hörð á bókamarkaðnum en þetta hefur allt gengið farsællega vegna þess að við höfum haft á að skipa einkar dugmiklu og hæfileika- ríku fólki á öllum sviðum. Þetta var orðinn mjög stór hópur um það leyti sem við gengum til samstarfsins við Mál og menningu um stofnun Eddu á síðasta ári. Þá voru 150 manns á launaskrá hjá Vöku-Helgafelli þar af um 70 í fullu starfi. Persónulegustu samskiptin út á við hafa auðvitað verið við höf- undana og ber þar hæst kynnin af Halldóri Laxness. Af yngri höfund- um hef ég haft langnánust kynni af Ólafi Jóhanni Ólafssyni, góðvini mínum, sem kom til mín ungur maður árið 1986 með handrit að smásögum sem birtust í fyrstu bók hans, Níu lyklum, það ár. Meðal annarra skálda okkar og rithöfunda sem ánægjulegt hefur verið að kynnast og vinna með má nefna Matthías Johannessen, Þórarin Eld- jám, Guðrúnu Helgadóttur og Davíð Oddsson, sem er reyndar höfundur í annasömu starfi en við viljum helst að hann gefi sér enn betri tíma til skrifta. Og áfram mætti telja úr skáldahópnum: Elínu Ebbu Gunn- arsdóttur, Arnald Indriðason, Krist- ínu Steinsdóttir, Guðmund Ólafs- son, Elias Snæland Jónsson, Ár- mann Kr. Einarsson og Jónas Jón- asson, en fyrsta íslenska skáldsagan sem við gáfum út, 1981, var eftir hann. Úr fræðimannadeildinni koma mér í hug Ævar Petersen fuglafræðingur og sagnfræðingarnir Þór Whitehead, Valur Ingimundar- son og Einar Laxness. Ótal margir fleiri höfundar hafa komið við sögu og nýir bætast við á hverju ári.“ Núverandi útgáfustjóri Vöku Helgafells er Pétur Már Ólafsson. Hann segir starf útgáfustjóra einkar skemmtilegt, enda gefi það tækifæri til að kynnast áhugaverðum höf- undum og þau samskipti séu oft mjög gefandi. „Það eru auðvitað ákveðin forréttindi að fá að fylgja verki frá hugmynd til prentunar. Fyrir tuttugu árum stofnaði Ólafur Ragnarsson bókaútgáfuna Vöku ásamt eigin- konu sinni, Elínu Bergs. Á tveimur áratugum varð Vaka-Helgafell annað tveggja stórvelda í bókaútgáfu á íslandi. Fyrir tœpu ári sameinuðust svo Vaka-Helgafell og Mál og menning og er Ólafur nú stjórnarformaður Eddu miðlunar og útgáfu hf. sem er sameinað félag þessara tveggja útgáfufyrirtœkja. Ólafur og Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri Vöku-Helgafells, rœða í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um stofnun Vöku, bókaútgáfu og fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.