Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Page 21
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 21 I>V Helgarblað Laxness sem voru veitt í fyrsta sinn 1996. „Verðlaunin gefa óþekktum höf- undum jafna möguleika á við þekkta höfunda enda er handritum skilað inn undir nafnleynd," segir Pétur. „Þessi leið er að mörgu leyti spennandi fyrir höfundana og er þáttur í viðleitni forlagsins til að efla og styrkja menningarstarfsemi og laða fram nýja höfunda." Vaka-Helgafell hefur um árabil rekið bókaklúbba, áskriftarklúbba með margvíslegu safnefni og tónlist- arklúbba og er þá fátt eitt talið. Pét- ur Már segir: „Stjómendur Vöku gerðu sér grein fyrir því strax á ní- unda áratugnum aö æskilegt væri að breikka starfsgrundvöll fyrirtæk- isins, ef það ætti að dafna vel og lifa til frambúðar. Þess vegna var útgáf- an víkkuð út og efni sett á markað allt árið, í hveijum einasta mánuði, jafnvel hverri viku. Þar má nefna auk bóka útgáfu á tímaritum, á fræðsluefni á spjöldum sem stofnað- ir voru klúbbar í kringum, efni um blómarækt, handavinnu, matar- gerð, auk klúbba með geisladiskum þar sem fólki var m.a. opnaður heimur sígiidrar tónlistar og fleira slikt. Þá má nefna fjölbreytt barna- efni frá Walt Disney í bókum og timaritum. Starfssvið fyrirtækisins urðu sífellt fjölþættari og fyrir all- mörgum árum skilgreindum við Vöku-Helgafell sem efnismiðlunar- fyrirtæki, ekki bara bókaforlag. í framhaldi af því fórum við að horfa enn frekar til framtíðar. Nýtt út- gáfuefni var sent á markaö og önn- ur útgáfufyritæki keypt, fornritafor- lagið Lögberg, bókaklúbbar Al- menna bókafélagsins og bóka- og timaritaútgáfan Iceland Review." Þeir félagar eru spuröir hvaða bók þeir myndu velja ef þeir mættu aðeins velja til eignar og lestrar eina bók af öllum þeim fjölda sem Vaka-HelgafeU hefur gefið út. Ólaf- ur svarar: „Það yrði úr vöndu að ráða ef ég ætti að velja eina af út- gáfubókum Vöku-HelgafeUs til þess að taka með mér á eyðieyju - aðeins eina. Mér finnst líklegt að hún yrði úr smiðju HaUdórs Laxness, senni- lega Sjálfstætt fólk.“ Pétur Már svarar: „íslandsklukkuna sem er mín uppáhaldsbók. Af einhverjum ástæðum hef ég lesið hana á mörg- um þeirra staða sem hún gerist á og það er alveg makalaust hvað manni opnast stöðugt ný sýn á verkið við hvern lestur." Nóbelshöfundurinn Gunter Grass færir Elínu Bergs, öörum stofnenda Vöku-Helgafeils, Jistræna skreytingu“, íslenskan matarsvepp, berjalyng og fjaiidrapagrein meö rauöum haustlaufum viö komuna í sumarbústað þeirra Elínar og Ólafs haustið 2000. Stundum vilja höfundar ræða bæk- ur sínar meðan þær eru enn aðeins ómótuð hugmynd, aðrir kjósa held- ur að sýna fyrsta uppkast og ræða síðan framhaldið, þannig að það hefur hver sinn háttinn á. Einnig þarf maður stundum að leita uppi fólk til að vinna úr þeim hugmynd- um sem verða til hjá forlaginu að handbókum, ævisögum eða fræði- legri verkum. Við reynum að styðja eins mikið og viö getum við bakið á höfundum okkar, enda starfar fjöldi öflugra ritstjóra hjá Vöku-Helga- felli. Eftir að bækurnar eru svo komnar út hér á landi, einkum skáldsögurnar, leggjum við áherslu á að kynna þær fyrir erlendum út- gefendum, ekki síst á stærstu bóka- kaupstefnum heims, og orðið vel ágengt." Grass glaðbeittur og blátt áfram - Hvaða höfundur er þér eftir- minnilegastur á þessum tíu árum sem þú hefur starfað hjá Vöku- Helgafelli, Pétur? „Það er án efa þýska nóbelsskáld- ið Gúnter Grass. Hann kom hingað í fyrra á bókmenntahátíð i tilefni af því að við vorum að gefa út loka- hluta Blikktrommunnar. Ég hafði alltaf haft þá mynd af Grass að þar færi heldur fúllyndur náungi en hann reyndist afar glaðbeittur og djúpur karakter. Auk þess að skrifa er hann frábær myndlistarmaður, teiknar og málar, og sá hann raun- ar einna mest eftir því að hafa bara tekið með sér rissblokkina hingað til lands en ekki vatnslitina, þvi hann hefði viljað mála þessa ein- stöku birtu sem hann var uppnum- inn yfir. Þegar hann kom hingað var hann í raun bara með eina ósk og það var að heimsækja fiskmark- að. Ég sýndi honum Faxamarkað og var hann geysilega ánægður með að Forleggjarinn og skáldið Ólafur Ragnarsson og Halldór Laxness i vinnustofu Halldórs á Gljúfrasteini. eðlilega starfsemi eins og í hinum sýnilega heimi. Það er þá sennilega helmingi fleira fólk í landinu en er sýnilegt því huldufólkið hlýtur að vera álíka fjölmennt og þið sem sjá- ist.“ Þetta fannst mér afar áhugavert sjónarhorn gagnvart huliðsheimi huldufólksins en í þjóðsögunum koma helst við sögu af þeim kyn- stofni sjómenn, bændur og stöku embættismenn. Grass notaði þessa hugmynd síðan sem ákveðið stef í ávarpi sem hann flutti við setningu bókmenntahátíðar í Reykjavík dag- inn eftir að við sátum að skrafi. Þetta sýndi okkur glöggt hve frjór og skapandi hann er í hugsun." Eitthvað gefið út í hverri viku Einn af merkum áföngum í sögu Vöku-Helgafells er stofnun íslensku barnabókaverðlaunanna árið 1985, en þau hafa sannarlega verið ís- lenskum barnabókmenntum lyfti- stöng. Verðlaunabækurnar eru nú orðnar 16. Forlagið stofnaði einnig til Bókmenntaverðlauna Halldórs fá að sjá nokkra undarlega fiska sem hann teiknaði í rissblokkina sína.“ „Það sem mér fannst líka skemmtilegt við Gúnter Grass var hvað hann var blátt áfram, þægileg- ur i viðmóti og með góða kímni- gáfu,“ segir Ólafur, „í því sambandi er mér minnisstætt kvöld sem við áttum með honum og útgefanda hans í Þýskalandi, Gerhard Steidl, í sumarbústað okkar Elínar í Skorra- dal eftir dagsferð um vestanvert landið. Þarna bar margt á góma, æsku skáldsins og ritstörf.'íslenska menningu og þjóðlíf. Það sem heill- aði Grass mest var huldufólkið og þjóðsagnaarfur okkar. Eftir umræð- ur um það efni virtist hann sjá heim þjóðtrúarinnar í nýju ljósi og sagði: „Ef huldufólkið er önnur þjóð í landinu þá hljóta að vera jafnmörg störf og starfsheiti í þeirra veröld eins og í hinum mannlega sýnilega heimi. Um leið hljóta að vera til huldurithöfundar og ósýnilegir les- endur, hulduútgefendur sem sinna bókaútgáfu fyrir fólkið í þessu hulda samfélagi og annað fólk sem ekki er sýnilegt og annast alla aðra Gítarinn ehf.Ý Stórhöfða 27 y? Kassagítarar frá 7.900 kr. sími 552-2125 og 895-9376 og snupa. Áður 40.400 kr. Nú 27.900 kr. Rafmagnsgítarar frá 15.900 t Hljómborð f rá 3.900 Frjáls bílafjármögnun Glitnis kemur þér í samband við rétta bíiinn ♦ Þú ræíur hvar þú tryggir • Lántð getur fylgt bílnum við sölu * Abyrgðarmenn alla jafna óþarfir ♦ Hagkvæmt • Fljótíegt og þægilegt www.giitnir.is j Glitnir Traustur samstarfsaöili í bílafjármögnun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.