Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Qupperneq 27
27
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001________________________________________________________________
PV____________________________________________________________________________Helgarblað
Torfi Geirmundson.
Þaö er ekkert sem göfgar hugartn meira en aö lesa Ijóö. Mér finnst líka þægilegt aö hafa Ijóöabækur nálægt mér þegar ég er aö spjalla viö viöskiptavinina.
Ljóðelskur rakari
G\eðilegt s
Öll tæki drifin m. 12 volta
rafmótor. Hleðslutæki fylgir.
Áfram og afturábak /
hæg/hraðar stilling.
Ljós-hljóð-speglar-símar o.fl.
Verð frá kr. 30.000 - 40.000
Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770
L
Þjónustu-
auglýsingar
►I 550 5000
Torfi Geirmundsson hefur í
fjögur ár rekið rakarastofuna Hár-
homið á Hlemmi. Meðan við-
skiptavinir bíða eftir klippingu
geta þeir litið í tímarit, rétt eins
og á öðrum hárgreiðslustofum. En
tímaritin eru ekki eina lesefnið í
boðstólnum hjá Torfa, því hillur
rakarastofunnar eru fullar af
ljóðabókum.
„Ég safnaði ljóðabókum í gamla
daga og ákvað að setja þær hérna
upp og gefa viðskiptavinum tæki-
færi til að lesa þær. Það hefur oft
komið sér vel, því viðskiptavinir
taka eftir þeim og umræða spinnst
um annað en bara klippinguna,"
segir Torfi. „Eitt sinn var ég að
klippa mann og spurði hann hvort
hann hefði áhuga á ljóðabókum.
Hann sagði mér að hann hefði gef-
ið út ljóðabækurr. Þetta var ísak
Haröarson. Ég er með nokkrar af
bókum hans í hiliunum, hann er
mjög gott ljóðskáld.
Sjádfur ætlaði ég að verða ljóð-
skáld og var duglegur við að
yrkja. Þegar ég var ritstjóri Iðn-
nemans vildi ég að nota tækifærið
og birta ljóð eftir sjálfan mig en
Stefán Ögmundsson setjari sagði
ljóðin vera leirburð og neitaði að
setja þau á blý. Þá hætti ég að við
að verða ljóðskáld og hef síðan
einungis verið unnandi ljóða."
Þegar Torfi er spurður um eftir-
lætisljóðskáld og ljóð segist hann
alltaf hafa verið fyrir róttæk ljóð:
„Jóhannes úr Kötlum var uppá-
haldið mitt lengi vel. Síðan Guð-
mundur Böðvarsson. Svo náttúr-
lega Megas, sem varð seinna núm-
er eitt, tvö og þrjú. Ég hef líka
haldið mikið upp á ljóð Þórarins
Eldjárns. Fyrstu ljóðabækurnar
sem ég eignaðist og var hrifnastur
af voru eftir Káinn og Öm Arnar-
son.“
- Vilja viðskiptavinir skoða
bækurnar?
„Ekki yngra fólkið, því finnst
hallærislegt að vera með bækur
uppi í hillum en ekki vörur til að
selja. Halli sem vinnur hérna með
mér er einnig ljóðelskur og þegar
ekkert er að gera gripum við
stundum í bækumar og lesum,
jafnvel hvor fyrir annan. Það er
ekkert sem göfgar hugann meira
en að lesa ljóð. Mér finnst líka
þægilegt að hafa ljóöabækur ná-
lægt mér þegar ég er að spjalla við
viðskiptavinina. Ef ljóð kemur
upp í hugann og ég kann það ekki
lengur utanaf þá getur maður
gripið í bókina og sýnt kúnnan-
um.“
Mikilvægt að skrifa um
samtímann
Stundum er haft á orði að ljóð-
listin sé í lægð nú sem stendur, en
Torfi tekur ekki undir það. „Ég
held að þær ljóðabækur sem hafa
komið út að undafömu séu miklu
betri en þær voru áður fyrr. Þess-
ar gömlu ljóðabækur eins og þær
sem byltingarsinnar gáfu út á ár-
unum 1970-1975 em sumar hverj-
ar óttalegt bull og vart lesandi. í
dag eru ljóðabækurnar betri,
kveðskapurinn vandaðri og
skemmtilegri aflestrar."
Torfi er faðir Mikaels Torfason-
ar rithöfunds. Hann segist stoltur
af syni sínum og lýsir síðustu bók
hans, Heimsins heimskasti pabbi,
sem frábærri. „Ég hef alltaf hvatt
Mikael til að skrifa um samtím-
ann. Mér finnst að rithöfundar
hafi ekki gert nógu mikið af því. í
stað þess að skrifa um eigin sam-
tíma eru þeir að velta sér upp úr
fortíðinni og jafnvel að skrifa
bækur sem eiga að gerast á 17. og
18. öld, tímabil sem þeir vita ekk-
ert um. Halldór Laxness sagði eitt
sinn að mismunurinn á rithöfundi
og sagnfræðingi væri að rithöf-
undurinn lygi vísvitandi en sagn-
fræðingur ómeðvitað. Ég held að
það sé nokkuð til í því. Ég held að
það sé betra að skálda upp nútím-
ann en að vera að velta sér upp úr
fortíðinni."
WAG0N 4X4 - Fjölskyldubíllinn
—^ Meðaleyðsla 7,41
l Wl 1.875.000,-
BALENO
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
RENEÉ ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH
BRIDGET JOIMES'S DIARY ER KOMIN í BÆINN!
FRÁ FRAMLEIÐENDUM NOTTING HILL OG FOUR WEDDINGS AND A FUNERAL