Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Qupperneq 40
48
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001
DV
Formúla 1
rspjalliö
Trúir á Coulthard
Steingrímur Ingason er öllum akst-
ursíþróttamönnum á íslandi kunn-
ugur fyrir elju sína í yfir 100 rall-
keppnum síðan 1978. Hann hefur
um árabil rekið formulal .is og
hefur mikla þekkingu og innsýn í
það sem er að gerast í Formúlu 1.
DV spurði hann um „þema"
dagslns. Michael Schumacher.
Michael Schumacher er með 31
stigs forystu á David Coulthard. Á
Skotinn einhverja raunhœfa
möguleika?
„Já, á meðan hann á stœrð-
frœðilegan möguleika má ekki
afskrifa hann. Hann hefur ekki
bugast enn þó liðið hafi klúðrað
meiru en nokkru sinni áður og
óheppni elt hann 1 ár. Hann er til-
búlnn ef Michael gerir minnstu
mistök."
Fimmtíu sigrar í 155 keppnum og
nýbúinn að framlengja samning
sinn við Ferrari út 2004. Hvar end-
ar þetta?
„Hvað varðar framtíðina þá cetl-
ar hann ábyggilega að slá öll
met sem hœgt er að slá 1 Formúl-
unni. Ég held hins vegar að það
takist ekki því ég hef ekkl trú á að
Ferrari-liðið sem heild haldi þetta
út svo lengi.”
Er hann lifandi goðsögn?
„Já, hann er lifandi goðsögn,
allavega 1 Þýskalandi. Ég er samt
alveg viss um að vinsœidir hans
hafa dvínað af því að markmið-
inu hjá Ferrari er náð og hann á
engar stórkarakter sem mótherja
eftir að Hakkinen fór að ganga
svona illa."
Getur þú lýst eiginleikum hans
sem ökumanns?
„Hann leggur allt 1 sölurnar til að
setja bílinn sem best upp og ef
það tekst ekki sem skyldi þá hefur
hann hœfileika til að laga sig að
göllunum. Svo er hann djarfur en
hefur lika ögun og margoft hefur
hann gefið eftir og sigrað með litl-
um mun til að hlífa bílnum. Ég lít á
mótorsport eins og skóiagöngu,
keppnin sjálf er eins og próf. Ef
maður hefur stundað heimavinn-
una og kemur betur undirbúinn
en aðrir þá verður árangurinn 1
samrœmi við það. Keppnin sjálf
er aðeins hinn sýnilegi toppur
margra ára undirbúnings."
Spá fyrir breska kappaksturinn?
1. Coulthard,
2. Montoya,
3. Hákkinen,
4. Barrichello,
5. Trulli,
6. Villeneuve.
Nú ert þú eigandi og fram-
kvœmdastjóri formulal.is. Ertu
ánœgður með viðtökurnar?
„Já, þœr eru frábœrar, takk. Við
kunnum lesendum okkar bestu
þakkir fyrir innlitin. Við erum með 1
„Samrœmdri vefmœlingu" Versl-
unarráðs og vitum því vel um
heimsóknafjöldann. Á síðustu 10
vikum hafa verið að meðaltali
50.604 flettingar (klikk) á viku og
12.528 heimsóknir og lýsir kannsi
best feikna vinsceldum Formúl-
unnar."
Fyrir hálfum
mánuði náði
Michael Schu-
macher þeim
merka áfanga á
ferli sínum að
vinna fimmtugustu keppni sína.
Árangur hans i ár hefur verið
með eindæmum og með sigri í
breska kappakstrinum á Silver-
stone á morgun gæti hann bætt
öðrum áfanga við og jafnað átta
ára gamalt met Alains Prosts.
Haldi sigurganga Schumachers
áfram á Hockenheim í lok mánað-
arins getur hann náð þeim stór-
kostlega árangri að verða sigur-
sælasti ökumaður allra tíma áður
en júlí er liðinn.
Vakti strax eftirtekt
Þegar Alain Prost hætti í
kappakstri áriö 1993 með 51 sigur
að baki og fjóra meistaratitla
þótti árangur hans vera með því-
líkum ólíkindum aö menn stóðu á
öndinni. Aðeins einn ökumaður
hafði þá raunhæfa möguleika á
að bæta met hans en meistari
Senna, eins og hann var oft kall-
aður, lést á Imola ári síðar með 41
sigur á ferilskrá sinni. Engum
flaug það í hug að ungi brjálæð-
ingurinn á Benetton-bílnum sem
þá hafði unnið tvær keppnir ætti
eftir að brjóta blað í sögu For-
múlu 1 eins og raunin er orðin í
dag. Michael Schumacher sýndi
strax að hann var enginn venju-
legur bílstjóri. Eddie Jordan, eig-
andi Jordan-liðsins, gaf honum
gullna tækifærið í ágústmánuði
1991 eftir að öðrum ökumanni
hans hafði verið stungið í stein-
inn fyrir barsmíðar. Schumacher
var kallaður í prufuakstur en var
vinsamlegast beðinn um að fara
rólega af stað, bæði til að hlífa
mótornum og til að yfirkeyra
ekki. Áður en varði var Michael
búinn að bæta æfingamet félaga
síns um tvær sekúndur en þó
sagðist hann enn vera að hita
upp. í tímatökunni fyrir sína
fyrstu keppni fór kappinn, sem
þá var tuttugu og tveggja ára
gamall, Spa-brautina á sjöunda
besta tíma og eftir það vissu allir
sem eitthvað vissu um Formúlu 1
hver Michael Schumacher var.
Hann kom sannarlega inn með
stæl og fyrir næstu keppni var
Benetton búið að ræna nýja
undradrengnum frá Jordan. Ári
síðar var fyrsti sigurinn í höfn á
sömu braut og vinningsreikning-
urinn var opnaður.
Draumar verða að veruleika
Á sínum fyrstu árum í For-
múlu 1 var: Michael Schumacher
að keppa við marga af stærstu
köppunum í sögu kappaksturs-
ins, oftast á mun lélegri bíl en
hafði ótrúlega oft betur gegn hetj-
um eins og Prost, Senna, Mansell
og Piguet. Því var fyrst og fremst
herkænsku og einbeittni að
þakka og ekki síst líkamlegu
góðu formi. Michael var einn af
fyrstu ökumönnunum sem leit á
líkamsrækt og þolæflngar sem
mikilvægan þátt í velgengni á
kappakstursbrautinni og einnig
breytti nákvæmni hans í keppnis-
áætlunum hugarfari manna til
þjónustustoppa. Þótt ótrúlegt
megi virðast hefur Michael
Schumacher aðeins ekið fyrir
þrjú keppnislið á þeim tíu árum
sem hann hefur ekið í Formúlu 1.
Eina keppni fyrir Jordan, fjögur
ár fyrir Benetton og er á sjötta ári
fyrir Ferrari. Fyrstu tveir titlar
hans unnust tiltölulega létt með
liðinu bláa og þótti Schumacher
það þvi verðug áskorun að fara
til rauðu karlanna hjá Ferrari og
færa þá á sigurbraut á ný. Nýtt
takmark hans í lífínu var að gera
Ferrari að toppliði og færa því
fyrsta titil ökumanna síðan 1979.
Til þess hefur hann fengið fullan
stuðning yflrmanna Ferrari og
hefur liðið hreinlega verið byggt í
kringum Þjóðverjann þar sem
meginhluti tækniliðs Benetton
var „keypt“ yfir til Ítalíu. Það var
ekki fyrr en eftir fimm ára þrot-
lausa baráttu sem draumurinn
varð að veruleika og þriðji titill
Schumachers og langþráður öku-
mannstitill Ferrari varð í höfn.
Sumir vilja fullyrða að hann væri
þegar búinn að jafna met Juan
Manuel Fangio með fimm heims-
meistaratitila hefði hann ekið
fyrir liö eins og Williams eða
McLaren.
FERILL SHUMACHER í FORMÚLU 1
1991. Jordan Hart / Benetton Ford. Sex keppnir, 4 stig, 12. í hmk.
1992 Benetton Ford B192 1 sigur, 53 stig, 3. í hmk.
1993 Benetton Ford B193 1 sigur, 52 stig, 4. í hmk.
1994 Benetton Ford B194 8 sigrar, 92 stig, heimsmeist.
1995 Benetton Renault B195 9 sigrar, 108 stig, heimsmeist.
1996 Ferrari F310 3 sigrar, 59 stig, 3. í hmk.
1997 Ferrari F310B 5 sigrar, 78 stig, árangur ógildur af FIA.
1998 Ferrari F300 6 sigrar, 86 stig, 2. í hmk
1999 Ferrari F399 2 sigrar, 44 stig, 5. í hmk
2000 Ferrari F1-2000 9 sigrar, 108 stig, heimsmeist.
2001 Ferrari F2001 6 sigrar, 78 stig, 7 keppnir eftir.
Hvert stefnlr Schumacher
Það er nokkuð Ijóst að met
Alains Prosts fellur á næstu vik-
um, þvílíkur er gangurinn á kapp-
anum. En hvað svo? Fjórði titill
Schumachers er jafnvel rétt inn-
an seilingar. Vinni Þjóðverjinn
tvær næstu keppnir án þess að
David Coulthard takist að fá stig
getur Þjóðverjinn farið í frí án
þess að hafa áhyggur af McLaren
og félögum. En mestar líkur eru á
því að úti verði um titilbaráttuna
í Belgíu eða Ítalíu þegar tvær til
þrjár keppnir verða eftir. Stiga-
metið, 108 stig á tímabili, er í mik-
illi hættu og eins hefur hann góða
möguleika á að sigra tíu keppnir í
ár. Michael Schumacher er samn-
ingsbundinn Ferrari út árið 2004
sem þýðir að 40 keppnir eru eftir
af samningstima þeirra. Með
sama vinningshlutfalli og undan-
farin ár er ekki ósennilegt að
Schumacher endi ferilinn með 65
til 70 sigra á bakinu. „Fátt getur
komið í veg fyrir að hann jafni
annað sæti Alains Prosts á þessu
ári í titlafjölda og vinni fjóröa tit-
ilinn. Þá er eftir að jafna met
Fangios og vinna þann fimmta.
Eftir það er aðeins eftir að slá
metið og vinna sjötta titilinn,“
segir Þórhallur Jósepsson, sér-
fræðingur Rásar 2 í Formúlu 1,
um næstu markmið Schu-
machers. Eins og sést á grafinu
hér til hliðar eru nokkur met við
það að falla og nokkur á hann nú
þegar. Þar á meðal hröðustu
hringi í keppni en í 43 skipti hef-
ur hann verði fljótastur. En hvað
sem blaðamenn og tölfræðingar
segja um árangur Michaels
Schumachers í gegnum tíðina þá
segir hann að öll þessi met skipti
hann engu. „Kannski þegar ég er
hættur og lít til baka á feril
minn,“ segir Schumacher og bros-
ir út í annað með beygluðum
munni sínum og innst inn veit
hann að hann er bestur. Goðsögn
í lifandi lífi.
-ÓSG