Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Side 46
54
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001
Íslendingaþættir________________________________________________________________________________________________________x>V
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
Stórafmæli
85 ára________________________________
Jón Jóhannsson,
Lindarbrekku, Hofsósi.
Sigríóur Stefánsdóttir,
Hofi 4, Hofskoti, Fagurhólsmýri.
80 ára________________________________
Tala Klemenzdóttir,
Suöurhólum 26, Reykjavík.
ftögnvaldur Rögnvaldsson,
Víghólastíg 17, Kópavogi.
tyvindur Valdimarsson,
Fannborg 8, Kópavogi.
Ásta Sigurðardóttir,
Sæunnargötu 12, Borgarnesi.
Magnús Kolbeinsson,
Stóra-Ási, Reykholti.
BJarney Jónsdóttir,
Lagarási 17, Egilsstööum.
Baldur Björnsson,
Hafnargötu 15, Fáskrúösfiröi.
75 ára________________________________
Ingunn Helgadóttir,
Kambsvegi 4, Reykjavík.
Elinbergur Sveinsson,
Skálholti 11, Ólafsvík.
Frosti Gíslason,
Gilstúni 17, Sauðárkróki.
70 ára________________________________
Hebba Herbertsdóttir,
Tómasarhaga 35, Reykjavík.
Guörún Valgarösdóttir,
Miðvangi 41, Hafnarfiröi.
Jóhann Björn Dagsson,
Heiöarvegi 24, Keflavík.
Hallgrímur Sigurösson,
Bárugötu 22, Akranesi.
Fanney Jóhannsdóttir,
Berustööum 1, Hellu. Fanney veröur að
heiman á afmælisdaginn.
60 ára________________________________
Hrafnhildur Heba Wilde,
Skaftahlíö 40, Reykjavík.
50ára_._______________________________
Ingibjörg Ásgeirsdóttir,
Látraströnd 22, Seltjarnarnesi.
Sigríöur Einarsdóttir,
Efstahjalla 17, Kópavogi.
Sigrún Margrét Jónasdóttir,
Oerðavöllum 15, Grindavík.
i 'gríður Þórarinsdóttir,
Lrekkugötu 26, Þingeyri.
'va M. Ásgeirsdóttir,
aöbrekku, Egilsstöðum.
♦0 ára________________________________
. irmann Óskar Sigurðsson,
Álfheimum 9, Reykjavík.
Snorri Bergmann,
Aflagranda 36, Reykjavík.
Sólrún Ósk Sigurðardóttir,
Kjarrhólma 28, Kópavogi.
Danuta Rogozinska,
Freyjugötu 2, Suðureyri.
GunnarJónsson,
Mosateigi 11, Akureyri.
Kolbrún Steingrímsdóttir,
Fagrahjalla 20, Vopnafirði.
Margrét Gyöa Jóhannsdóttir,
Laufskógum 4a, Hveragerði.
Guörún Fanney Hjálmarsdóttir, til heim-
ilis í Hraunbæ 118, lést á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ miövikudaginn 4.
júlí síðastliðinn. Útförin hefur fariö fram
í kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Guösteinn Sigurþór Sigurjónsson, Þor-
steinsgötu 7, Borgarnesi, andaðist
þriðjudaginn 10. júlí.
Smáauglýsingar
DV
Þjónustu-
auglýsingar
► 550 5000
Sextugur
Elías Jóhannesson
húsasmídameistari og útfararstjóri
Elias Jóhannesson, húsasmíða-
meistari og útfarastjóri, Hjarðar-
holti 8, Akranesi verður sextugur á
morgun.
Starfsferill
Elías fæddist á Akranesi, ólst þar
upp og hefur dvalið þar allan sinn
aldur. Á unglingsárunum vann
hann ýmis störf, við byggingar-
vinnu og fleira. Hann hóf síðan nám
í húsasmíði hjá Akraneskaupstað
og lauk sveinsprófi 1964. Meistara-
réttindi fékk hann 1968. Elías starf-
aði sem húsasmiður hjá Akranes-
kaupstað 1960-1975, hjá Húsverki hf.
á Akranesi 1976-1977 og við bygg-
ingu íslensku jámblendiverksmiöj-
unnar á Grundartanga 1977-1979.
Hann starfaði sem ofngæslumaður
hjá íslenska járnblendifélaginu
1979-1992. Elías var útfararstjóri
Akraneskirkju, umsjónarmaður
kirkjugarðs og gjaldkeri safnaðar-
ins 1994-2001. Elías hefur síðan ann-
ast útfararþjónustu og gegnt af-
greiðslustörfum hjá Versluninni
Axel Sveinbjörnsson ehf. á Akra-
nesi.
Elías var félagi í Lionsklúbbi
Akraness 1991 til 2001. Hann átti
sæti í stjórn Golfklúbbsins Leynis á
Akranesi og íþróttabandalags Akra-
ness um skeið.
Fjölskylda
Þann 8.5. 1965 giftist Elías, Dröfn
Einarsdóttur stuðningsfulltrúa, f.
19.9.1945. Foreldrar hennar eru Ein-
ar Magnússon, f. 26.8. 1917, d. 28.12.
1971, sjómaður á Akranesi, og kona
hans Elín Elíasdóttir, f. 20.2. 1920,
húsmóðir.
Sonur Elíasar og Drafnar er Jó-
hannes, f. 7.7. 1967, hárskerameist-
ari i Kópavogi, maki Þuríður Björk
Sigurjónsdóttir, f. 9.5.1970, lögfræði-
nemi. Dætur þeirra eru Elisa, f. 8.4.
1995, og Sylvía Rut, f. 15.3. 2001.
Systkini Elíasar eru: 1) Pétur
Steinar, f. 6. 8.1942, múrarameistari
og lögregluvarðstjóri á Akranesi; 2)
Guðrún, f. 26.6. 1944, hjúkrunar-
fræðingur í Reykjavík; 3) Dagbjart-
ur, f. 25.10.1946, blikksmiðameistari
í Vogum á Vatnsleysuströnd; 4)
Ómar Þór, f. 29.4. 1948, blikksmíða-
meistari á Akranesi; 5) Elísabet, f.
18. mars 1951, kennari á Akranesi;
6) Hafsteinn, f. 31.10. 1952, verka-
maður á Akranesi; 7) Jóhanna Guð-
borg, f. 17.7. 1954, húsfreyja á Akur-
eyri.
Foreldrar Elíasar eru Jóhannes
Jónsson, f. 3.6. 1917, d. 18.8. 1985,
bakarameistari á Akranesi, og kona
hans, Guðborg Elíasdóttir, f. 5.4.
1920, húsmóðir.
Ætt
Foreldrar Jóhannesar voru Jón
Pétursson, fiskmatsmaður og vikt-
armaður á Akranesi, og kona hans,
Guðrún Jóhannesdóttir. Foreldrar
Jóns voru Pétur Jón Daníelsson,
bóndi í Vatnsholti í Staðarsveit, síð-
ar íshúsvörður í Sjóbúð á Akranesi,
og kona hans Steinunn Jónsdóttir.
Foreldrar Guðrúnar voru Jóhannes
Jónsson, bóndi á Garðabrekku í
Staðarsveit, og kona hans Valgerð-
ur Magnúsdóttir. Foreldrar Stein-
unnar voru Jón Sigurðsson, bóndi i
Ysta-Skála og Syðstu-Mörk í V-Eyja-
íjallahreppi, og kona hans Ingibjörg
Sigurðardóttir frá Barkarstöðum í
Fljótshlíð. Jón og Ingibjörg voru
systkinabörn en faðir Jóns og móð-
ir Ingibjargar voru systkini séra
Tómasar Sæmundssonar á Breiða-
bólstað í Fljótshlið.
Foreldrar Guðborgar voru Elías
Borgarsson, bóndi á Tyrðilmýri á
Snæijallaströnd og síöar verkamað-
ur á Akranesi, og kona hans Elísa-
bet Hreggviðsdóttir. Foreldar Elías-
ar voru Borgar Bjarnason, sjómað-
ur í Borgarshúsi við Berjadalsá á
Snæfjallaströnd, og kona hans, Guð-
ný Pálsdóttir. Foreldrar Elísabetar
voru Hreggviður Þorleifsson frá
Flatey, formaður í Bolungarvík, og
kona hans Helga Jensdóttir.
Elías tekur á móti gestum i sal
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi á afmælisdaginn, sunnu-
daginn 15. júlí, frá klukkan 15.
Fimmtugur 1 Fimmtugur
Birgir Þór Ingólfsson
Andrés Valgarð Björnsson
Birgir Þór Ingólfsson, Urðar-
braut 6, Blönduósi, er fimmtugur í
dag.
Starfsferill
Birgir er fæddur að Bollastöð-
um í A-Húnavatnssýslu og ólst
upp í Blöndudal í sömu sýslu. Han
gekk í Bamaskóla í Húnaveri og
unglingaskóla Jóns Kr. ísfelds í
Bólstað. Birgir stundaði einka-
flugnám hjá Flugtaki hf. og lauk 1.
stigi vélstjórnar hjá VMA.
Birgir vann á þungavinnuvél-
um og við akstur steypubifreiða
til ársins 1987. Á árunum
1987-1998 vann hann við vélgæslu
og viðhald á búnaði í sláturhúsi
SAH á Blönduósi. Frá 1999 hfur
Birgir unnið í Bílaþjónustunni á
Blönduósi. Hann sér ásamt fleir-
um um afgreiðslu flugvéla á
Blönduóssflugvelli.
Fjölskylda
Þann 27.11.1997 gitist Birgir,
Rögnu Árný Björnsdóttur hús-
móður, f. 15.6. 1963 í Ólafsfirði.
Foreldrar hennar eru Klara Gests-
dóttir, f. 27.11. 1942, d. 4.2. 1993, og
Bjöm Gunnarsson, nuddari Akur-
eyri, f. 6.7. 1942. Sambýliskona
hans er Sigríöur Olgeirsdóttir
Önnur afmælisbörn helgarinnar
Pétur Marteins-
son knattspyrnumaö-
ur er 28 ára í dag.
Pétur hefur undanfar-
in ár verið atvinnu-
maður í knattspyrnu
með norska liðinu Stabæk en
hann gekk til liðs við það í nóv-
ember 1998. Áður hafði hann með-
al annars verið atvinnumaður hjá
Hammarby í Svíþjóð og leikmað-
ur Fram á íslandi. Pétur hefur
einnig verið fastamaður í íslenska
landsliðinu í knattspymu síðustu
ár og var líka í landsliði íslands
skipað leikmönnum 21 árs og
yngri á sínum tíma.
sjúkraliði.
Dóttir Birgis og Rögnu er Klara
Rún Birgisdóttir f. 15.5. 2000. Son-
ur Rögnu og uppeldissonur Birgis
var Björn Ingvar Pétursson, f. 9. 3.
1981, d. 20.1. 1998 í rútuslysi í
Hvalfirði.
Bróðir Birgis eru Bjarni Brynj-
ar Ingólfsson f. 1.1. 1956, bóndi á
Bollastöðum.
Foreldrar Birgis eru Ingólfur
Bjamason. f. 15.3 1921 d. 22.5 2000,
bóndi, og Guðrún þórunn Stein-
grímsdóttir f. 9.10. 1932, húsmóðir.
Guðrún er búsett á Bollastöðum í
A-Hún.
Ætt
Ingólfur var sonur Bjama Jóns-
sonar sem bjó i Kálfárdal og á
Bollastöðum. Bjami var sonur
Jóns Þorlákssonar frá Syðri-
Brekkum í Skagafirði. Systur
Bjama voru Kristín, gift Stefáni
Jónatanssyni á Þorsteinsst., og El-
ín, bústýra Jóns Ósmanns ferju-
manns. Hálfsystir samf. var Mar-
grét, gift Lárusi Ólafssyni, útvegs-
bónda á Hofsósi. Birgir verður að
heiman á afmælisdaginn.
BFilippía Ingibjörg El-
ísdóttir fatahönnuður
er 32 ára í dag. Filippía
hefur síðastliðin tíu ár
starfað við hönnun og
gerð fatnaðar. Hún rek-
ur eigið hönnunarfyrirtæki í
Reykjavík. Filippía hefur gert
nokkuð að því að hanna búninga
fyrir leiksýningar. Hún gerði til að
mynda búningana í Rocky Horror í
Loftkastalanum og í Hamlet, Leitt
að hún skyldi vera skækja og fleiri
sýningmn i Þjóðleikhúsinu. Fil-
ippía mun koma til með að gera
búningana i Vatni lífsins sem frum-
sýnt verður í haust.
sjómaður
Andrés Valgarð Bjömsson sjó-
maður, FagrahjaUa 25, Vopnaflrði,
er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Andrés fæddist í Njarðvík í
Borgarflrði eystra og ólst þar upp.
Hann vann við bústörf hjá foreldr-
um sínum til 1970 og starfaði sem
verkamaður og sjómaður á Höfn í
Hornafirði frá 1970 til 1974. Andr-
és var sjómaður á Eskifirði 1975
og verkamaður og sjómaður á
smærri bátum á Vopnafirði 1976
til 1980. Þá var hann togarasjó-
maður frá Vopnafirði 1980 til 1997.
Andrés starfar nú sem sjómaður á
nótaskipinu Sunnubergi NS.70.
Fjölskylda
Sambýliskona Andrésar frá 1976
er Kolbrún Pétursdóttir, starfs-
maður á hjúkrunardeild Sunda-
búðar, Vopnaflrði, f. 14.7. 1952.
Foreldrar hennar voru Pétur
Nikulásson, f. 22.12. 1916, d. 6.3.
1992, og Björg M. Sveinsdóttir, f.
20.5. 1923, d. 9.1. 1994.
Börn Andrésar eru Sigrún
Andrésdóttir, f. 26.11. 1974, ritari í
Sendiráði íslands i Vín í Austur-
ríki, og Bjöm Andrésson, f. 14.4.
1976, málari í Reykjavík.
Kristján Þór Júlíus-
son, bæjarstjóri á Ak-
ureyri, verður 44 ára á
morgun. Hann varð
stúdent frá MA árið
1977 og stundaði síðan
nám í Stýrimannaskólanum og síð-
ar í Háskóla íslands þar sem hann
lauk B.A. námi í íslensku og bók-
menntum. Kristján hefur meðal
annars unnið sem ritstjóri, kennari
og skipstjóri auk þess sem hann
hefur átt sæti í ýmsum stjórnum og
nefndum. Kristján hefur ekki bara
verið bæjarstjóri á Akureyri heldur
einnig á Dalvík og á ísafirði.
Bróðir Andrésar er Pétur Reyn-
ir Björnsson, bæjarstarfsmaöur á
Egilsstöðum, f. 17.5. 1948, eigin-
kona hans er Anna Gústafsdóttir
Kjerúlf.
Foreldrar Andrésar eru Bjöm
Andrésson, bóndi, póstur og bU-
stjóri, f. 3.3. 1919, og Guðrún Ást-
hildur Pétursdóttir húsmóðir, f.
1.7. 1924. Þau voru lengst af búsett
í Njarövík í Borgarfirði eystra en
búa nú í Fellabæ á Egilsstöðum.
Afmælisbamið verður að heim-
an á afmælisdaginn.
Andri Snær
Magnason rithöfund-
ur er 28 ára í dag.
Andri Snær hefur vak-
ið mikla athygli fyrir
verk sin en hann skrif-
aði bókina Söguna um Bláa hnött-
inn sem hlaut Islensku bókmennta-
verðlaunin á síðasta ári og varð því
fyrsta barnabókin tU hljóta þau
verðlaun. Síðastliðinn vetur sýndi
Þjóðleikhúsið barnaleikritið Bláa
hnöttinn sem er fyrsta leikritið sem
Andri Snær skrifar. Verkið fékk
þriðju verðlaun í leikritasam-
keppni Þjóðleikhússins sumarið
1999.