Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2001, Page 50
xyidwr'y ****««»>•< * 58 Pilvera LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2001 I>V 1 i f 1 ft Gítartónlist á Noröurlandi Gítarleikararnir Símon H. ívars- son og Jörgen Brilling spila í Reykjahlíöarkirkju við Mývatn í kvöld kl. 21 og Húsavík annað kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Mozart, Beethoven og Gunnar Reyni Sveinsson. Einnig íslensk þjóölög í útsetningu Jóns Ásgeirssonar. Klassík SUMARTONLHIKAR I SKALHOLTS- KIRKJU I dag og á morgun veröa flutt söng- og einleiksverk eftir stað- artónskáld Skálholts, Karólínu Ei- ríksdóttur. Barnagæsla. n SUMARTÓNLEIKAR í AKUREYR- ARKIRKJU Klukkan 17 á morgun, sunnudag, veröa tónleikar i Akureyr- arkirkju. Flytjandi veröur danski org- elleikarinn Niels Henrik Jessen ... n ORGELTÓNLEIKAR í HALLGRIMSKIRKJU Ulf Norberg, einn efnilegasti organisti Svía, leikur ' kl. 12 í dag og á morgun kl. 20 á tónleikum í Hallgrímskirkju. nSKALDSAGNAVAKA AÐ SKRIÐUKLAUSTRI Lesiö veröur úr fjórum íslenskum skáldsögum að Skriðuklaustrl í kvöld og fluttir fyrir- lestrar um þær. Vakan hefst kl. 20. n ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Á SIGLÓ Sýning á þjóðbúningnum er í Grána kl.14-17 í dag og síldarsöltun á plani kl. 15. Tónleikar eru í kirkjunni kl. 16 og aðrir í íþróttahúsinu kl. 20. Á morgun er bæöi þjóölagamessa og sálmaspuni í kirkjunni. n FJÓLSKYLPUHÁTÍÐ Á EIRIKSSTOPUM í Dölum hefst kl. 13 í dag og stendur til 17 á morgun. Göngur n SOGUGANGA UM AKUREYRI Klukkan 14 í dag veröur lagt upp í sögugöngu á vegum Minjasafnsins á Akureyri um Innbæinn og Fjöruna. n ÞINGVALLAGANGA Gengiö veröur í Snóku, eina dýpstu og gróöursælustu gjá Þingvalla í dag kl. 13 frá þjónustumiðstöö. n VIÐEYJARGANGAGeneiö veröur um vesturenda Viöeyjar í dag og skoöaöar höggmyndir Richard Serra. Fariö ur Sundahöfn kl. 11.15. n RATLEIKUR í HEIÐMÓRK A fjölskylduhátíö í Fleiömörk í dag er ratleikur og fjársjóðsleit á dagskrá. .Opnanir n MARKMH) I GALLERI SÆVÁRS KARLS Þeir Pétur Orn Friðriksson og Helgi Eyjólfsson opna myndlistar- syninguna Markmiö f Galleríi Sæv- ars Karls í dag. n LÍF OG DAUÐI i MAN Þær Helga Birgisdóttir og Olga Pálsdóttir opna ' í dag sýningu í listasalnum MAN, Skólavóröustíg 14. Yfirskriftin er Líf ( og dauðl - Hvaðan komum vlð? - v Hvert förum vlð? n MYNPLIST Á AKUREYRI í Ketilhúsinu á Akureyri. sýna nemar LHI „Bæjó, hver vegar að heiman er vegurinn helm“. og Rnninn Elín Koskimles er einnig meö sýningu. n ÞÓRPUR Á MOKKA Þórður Ingv- arsson (f. 1979) opnar á morgun, J sunnudag, sýningu á Mokka. n KRISTBERGUR í BORGARNESI Kristbergur 0. Pétursson opnar sýningu á olíumálverkum í Borgarnesi í dag. i ' SJá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísi.ls Er alltaf að krota - myndagátuteiknari DV hlýtur alþjóðlega viðurkenningu laununum og þá fæ ég tækifæri til að kynna efnið mitt betur. Myndagátan í DV Eyþór segir að i sínu tilfelli sé erfltt að vera kartúnisti á íslandi „Ég hef nóg að gera í kennslu og með myndagátuna í DV og svo vinn ég líka „freelance“.“ Hann segist eiga nokkur hundruð brandara á lager og rissa hjá sér hugmyndir um leið og þær skjóta upp kollinum. „Ég gríp svo rissið seinna og vinn meira í því. Ég byrjaði að teikna myndagát- urnar þegar ég var við nám í lista- háskólanum í Ósló. Til að byrja með lágu þær bara heima og ég hafði gaman af því að leggja þær fyrir vini og kunningja. Eftir að ég kom heim fór ég að kenna myndlist við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lagði stundum svona gátur fyrir nemendur og það voru þeir sem hvöttu mig til að hafa samband við DV og síöan hef ég ekki hætt.“ -Kip DV-MYND GVA Við teikniborðiö Eyþór Stefánsson hefur teiknaö myndagátuna í DV í rúm tíu ár og fyrir skömmu hlaut hann fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni teikn- ara. Lesendur DV kannast flestir við myndagátuna sem birtist daglega á tilverusíðum blaðsins. Listamaöur- inn Eyþór Stefánsson hefur í rúm tíu ár teiknað og birt rúmlega þrjú þúsund myndagátur. Eyþór starfar einnig sem „freelance" teiknari og teiknar skrýtlur, eins og hann kail- ar þær, fyrir danskt dagblað. Fyrir skömmu sigraði hann í al- þjóölegri teiknimyndasamkeppni sem haldin var á vegum Federation og European Cartoonist Organ- isations (FECO) sem haldin var í Tyrklandi. Alþjóðleg viðurkenning Eyþór segir aö hann hafi verið með blýantinn á lofti og eitthvað að krota frá því að hann man eftir sér. „Þorsteinn Eggertsson, sem er í for- svari fyrir FECO á íslandi, hafði samband við mig í vetur og bauð mér að ganga í félagið. í framhaldi af því sendi ég tvær teikningar í al- þjóðlega keppni fyrir kartúnista í Istanbul og í byrjun júlí var mér til- kynnt aö ég hefði sigrað. Það er búið aö bjóða mér til Istan- bul í nóvember til að taka við verð- EyÍHOR Vinnum saman Þrátt fyrir allt eru mennirnir eins þegar upp er staðið. „Ég sendi tvær myndir í keppnina og mér finnst líklegra að þessi hafi hlotið náð fyrir augum dómnefndarinnar." Bíógagnrýní Síðasta tré Myndir Eyþórs eru oft hápólitískar og á þessari sýnir hann skógareyöingu af mannavöldum og afleiðingar hennar á táknrænan hátt. - 1 I Laugaeásbíó/Stjörnubió/Bíóhöllin - Evolution -*• Gamalt vín á nýjum belgjum Hilmar Karlsson skrífar gagnrýni um kvikmyndir. Óboöinn gestur Það þarfgömul læknisráð til að losa Harry við framandi gest sem hefur leit- að undir húð hans. Orlando Jones og Julianne Moore í hlutverkum sínum. Þegar Ivan Reitman bregður sér í hlutverk leikstjórans tekst honum best upp í kvikmyndum sem eru á mörkum þess að vera farsar, saman- ber Ghostbusters-myndirnar. Eftir því sem alvaran er meiri er árang- urinn minni. Reitman ætti því að vera á heimavígstöðvum í Evolution sem flokkast undir hrein- an farsa. Samt er það nú svo að Reitman hefur ekkert nýtt fram að færa. Brandararnir eru kunnuglegir og alls konar figúrur utan úr geimn- um, sem boðið er upp á, hafa sést í betri myndum. Má þar nefna Men in Black og Mars Attacks. Reitman tekst þó að blása lífi i slitinn sögu- þráð eins og góðum farashöfundum er einum lagið og nýtur þar aðstoð- ar ágæts leikarahóps sem nær vel saman þannig að Evolution er oft á tíöum hin skemmtilegasta afþrey- ing, mjög fyndin í sumum atriðum, þó er alltaf sé fyrirsjáanlegt hvað skeður. I upphafi fylgjumst við með loft- steini sem skellur á jörðina í Nýju- Mexíkó. Tveir framhaldsskólakenn- arar, Harry (Orlando Jones) og Ira (David Duchnovy), eru boðaðir á vettvang. Þegar þeir höggva í stein- inn ílýtur vökvi úr honum sem þeir, með stjörnur í augunum yfir vænt- anlegri frægð, taka með sér á rann- sóknarstofu skólans. í smásjánni sjá þeir vökvann breytast í einfrum- unga, úr einfrumungum í fjölfrum- unga og úr fjölfrumungum í frum- stæð skordýr. Ira er ljóst að hér á sér stað þróun sem tók mörg þús- und ár á jörðinni. Þeir félagar ætla að halda þessari uppgötvun leyndri en fiskisagan flýgur fljótt og áður en þeir vita af er herinn kominn í mál- ið og þeir útilokaðir frá verkinu. Á meðan þróast verumar i alls konar skrímsli sem gera öllum lífið leitt og ljóst er að ef ekki verður eitthvað að gert missir mannkynið völdin á jörðinni. Það sem maður saknar hjá Ivan Reitman er að hann tekur enga áhættu. Reitman, sem á árum áður var skæður framúrstefnumaður þegar kom að gríni í leikhúsum og kvikmyndum, var meðal annars einn aðalhöfundur og stofnandi National Lampoons House, fer hér troðnar slóðir og hafði ég það á til- finningunni að hann væri að reyna að endurgera Ghostbuster upp á nú- tímamáta. Hvað um það. Evolution er lífleg kvikmynd, tæknibrellur góðar og Orlando Jones og David Duchovny ná vel saman og þegar Seann Willliam Scott bætist við verður úr nokkurs konar Bakka- bræðrahúmor sem vel má hlæja að. Leikstjóri: Ivan Reitman. Handrit: Don Jakoby og David Dimond. Kvikmynda- taka: Michael Chapman. Tónlist: John Powell. Aöalleikarar: David Duchovny, Or- lando Jones, Julianne Moore, Dan Aykroyd og Seann William Scott.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.