Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Page 10
10 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiÐ DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson A&alritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þvorholti U, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grtan númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritsfjém: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgðfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Framsókn á flugi Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hef- ur ástæðu til að kætast. Niðurstaða skoðanakönnunar DV sem birt var síðastliðinn fimmtudag bendir til þess að Framsóknarflokkurinn hafi styrkt sig mjög í sessi og raun- ar má halda því fram að hann sé í stórsókn. Á sama tíma virðist sem Vinstri grænir með Steingrím J. Sigfússon í flugstjómarsætinu séu að missa flugið. Síðustu mánuðir og misseri hafa verið erfið fyrir Fram- sóknarflokkinn og kannanir hafa gefið flokksmönnum fá til- efni til að gleðjast. í mörgu hefur staða flokksins endur- speglað erfið mál sem mætt hafa á ráðherrum flokksins. Niðurstaða könnunar DV nú hlýtur því að vera framsókn- armönnum sérstakt gleðiefni. Margir samverkandi þættir skýra góða stöðu framsókn- armanna um þessar mundir. Leiða má rök að því að hluti þeirra sem áður ætluðu að styðja Sjálfstæðisflokkinn hygg- ist kjósa Framsóknarflokkinn eftir gjörningaveður í kring- um Landssímann og Þjóðmenningarhús. Með því vilja þeir halda núverandi ríkisstjórn að völdum. Hluti fylgisaukningar Framsóknar skýrist örugglega af því að almenningur hefur meiri áhyggjur af efnahagslegri afkomu í framtíðinni og telji því nauðsynlegt að hafist verði handa við virkjanir og stóriðjuframkvæmdir, líkt og Fram- sóknarflokkurinn hefur boðað. Og kannski hefur málflutn- ingur Halldórs Ásgrímssonar í Evrópumálum fallið í góðan jarðveg líkt og hann telur sjálfur. Fylgishrun Vinstri grænna er hins vegar athyglisvert. Á því kunna að vera margar skýringar. Andstaða flokksins við virkjanir og stóriðju spilar örugglega þar inn í, ekki síst á landsbyggðinni. En önnur nærtæk skýring kann einnig að liggja í þeirri staðreynd að Vinstri grænir eru smátt og smátt að missa stöðu sína sem öflugasti stjórnarandstöðu- flokkurinn á þingi. í stærsta kjördæmi landsins, Reykjavík, er flokkurinn ekki í forystuhlutverki heldur aðeins farþegi í pólitískri hraðlest Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra. Samfylkingin með borgarstjóra í broddi fylkingar er því aftur að ná stöðu helsta stjómarandstöðuflokksins. Þetta skynja kjósendur og verða fráhverfir Vinstri grænum. Þátttaka Vinstri grænna i R-listanum hefur lítið gert ann- að en að styrkja Samfylkinguna á þeirra eigin kostnað. Rannsóknamefnd Þingmenn Samfylkingarinnar með fulltingi annarra stjórnarandstæðinga em staðráðnir í því að nýta sér vand- ræðin í kringum Landssímann að fullu. Því miður hafa flutningsmenn þingsályktunartillögunnar fallið í þá gryfju að hafa uppi stór orð og á stundum gífuryrði um einstak- linga. Mörg þeirra atriða og ávirðinga sem þingmenn Samfylk- ingarinnar vilja að rannsóknarnefndin skoði sérstaklega liggja ljós fyrir, ekki síst vegna vinnu blaðamanna DV. Öðru er eðlilegt að svarað verði af fullri hreinskilni á aðal- fundi Landssímans næstkomandi mánudag, líkt og gert er á aðalfundum annarra hlutafélaga. Ekki verður um það deilt að mörgum hafa verið mislagð- ar hendur í málefnum Landssímans. Þar hefur því miður á stundum verið staðið klaufalega að verki og sumt orkar tví- mælis út frá óskráðum siðareglum og góðum viðskiptahátt- um. En ekkert hefur komið fram sem réttlætir það að skip- uð sé sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Vera kann að skoðun Ríkisendurskoðunar á málefnum Landssímans og á störfum einkavæðingarnefndar leiði í ljós nauðsyn þess að öll málefni fyrirtækisins og söluferlið allt verði rannsakað enn frekar. Þá geta þingmenn tekið af- stöðu til þess hvort ástæða er til að skipa sérstaka rann- sóknarnefnd. Óli Björn Kárason DV Hvíldarhelgi Jónas Haraldsson aöstoöarritstjóri Laugardagspistíll „Drífum okkur í sveitina," sagði ég við heimkomuna á föstudags- kvöldið með lafandi tungu eftir langa viku. „Við skulum hvílast, fá okkur kannski einn kaldan, fara í pottinn, liggja saman undir teppi fyrir framan sjónvarpið, sofa, lesa og gera aðallega ekki neitt.“ Konan samþykkti enda tiUagan freistandi að mínum dómi. Ég kann þá list prýðilega að gera ekki neitt utan vinnutíma, hef raunar áratuga reynslu í sliku. Eiginkona mín er aftur á móti dugnaðarforkur, dríf- andi og enginn veifiskati. Því var það mér sérstakt fagnaðarefni hve vel hún tók í hvíldarhelgina. Allt fór sem ætlað var um kvöld- ið, potturinn stóð fyrir sínu sem og sá kaldi. Værð færðist yfir mig. Hvíldarhelgin var hafin. Mitt eina fyrirsjáanlega verkefni var að hella á könnuna næsta morgun. Það verk er mér kært enda helli ég upp á með gamla laginu, horfi á kaffið blandast vatninu, breytast úr dökk- brúnu í ljósbrúnt, lengi bununa til þess að búa til loftbólur og beini henni síðan í hringi. Kaffiilmurinn fyllir vitin. Þessi helgiathöfn morg- unsins er fjarskyld þeim gjömingi að setja kaffi og vatn í sjálfvirka kaffivél. Þær eru góðar til síns brúks en veita hvorki sál né líkama fullnægju gamalreyndu uppáhell- ingarinnar. Ég kallaði á konuna þegar kaffið var tilbúið, brauðið ristað og áleggið komið á borðið. Ég taldi það vita á gott að hún leyfði sér að sofa út. Hvíldarhelgin virtist vera annað og meira en orðin tóm. Ég kíkti í blað gærdagsins, hún réð krossgátu. Sólin gægðist inn um gluggana, kát með það að færast stöðugt ofar á hvelfing- una. Vorjafndægur er síðar í mánuð- inum. Svona á þetta að vera, hugsaði ég með mér. Ég þvoði upp óumbeð- inn og tilbúinn til þess að gera ekki neitt það sem eftir lifði dags. Læst hliðarlega „Ættum við að veggfóðra bama- herbergið?" sagði konan og leit upp úr krossgátunni. „Já, já,“ sagði ég, „við kíkjum á það í sumar.“ Við erum annars nýbúin að mála her- bergið og fengum meira aö segja smið til þess að smíða i það kojur. „Ég meina núna,“ sagði konan um leið og hún setti upp sinn elskuleg- asta svip. Ég þekki þann svip enda séð hann brúkaðan áður þegar stór- ræði em fram undan. „Við ætlum að slaka á um helgina, elskan," sagði ég og lagði áherslu á mál mitt. „Það þýðir einfaldlega að við ætlum ekki aö gera neitt.“ Konan horfði enn á mig, engilbjört í fram- an. „Þú getur slappað af og haft það eins notalegt og þú vilt. Ég ætla bara að kíkja á þetta, prófa kannski aðeins. Þú manst hvað við keyptum fallegt veggfóður á herberg- ið. Ég get varla beðii ir að sjá hvemig þ fer miðað við „Sólin gœgðist inn um gluggana, kát með það að fœrast stöðugt ofar á hvelfinguna. Vorjafndæg- ur er síðar í mánuðinum. Svona á þetta að vera, hugsaði ég með mér. Ég þvoði upp óumbeðinn og tilbúinn til þess að gera ekki neitt það sem eftir lifði dags. “ er frammi í geymslu. Hræröu það svo fyrir mig. Ég ætla að mæla einn vegginn og sníða á hann. Blandaðu þetta bara eins og fyrir er lagt utan á pok- anum. Passaðu þig bara að setja ekki gluggatjöldin og rúmteppið." Ég lagðist endilangur í sófann, enn með blaðið i höndunum. Kon- an opnaði skáp og sótti þangað veggfóðursrúllumar góðu. „Náðu fyrir mig í veggfóðurslímið, ljúfur- inn,“ sagði konan mjúkmál. „Það of mikið vatn saman við duftið.“ Ég lá enn í sófanum, horfði á konuna sem mundaði í senn mál- band og skæri, sæl á svip. í læstri hliðarlegu tók ég þá ákvörðun að gegna þegjandi og hljóðalaust. Því stóð ég upp, fór fram og gramsaði í Furðuleg niðurstaða Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur lokið athugim sinni á því, hvort fýsilegt sé fyrir Orkuveituna að kaupa 25% hlut í Landssíman- um. Honum var falið þetta af Al- freð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans og stjómarfor- manni Orkuveitunnar, sem kynnti hugmyndina á fundi framsóknar- manna um einkavæðingu. Athugun forstjórans hefur ekkert leitt í ljós sem breytir þeirri niðurstöðu sem meðal annars Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, hefur tekið undir: Þetta er klikkun. Niðurstaðan er tæplega tveggja blaðsíðna bréf til stjómarinnar. Eini kosturinn sem forstjórinn nefnir í bréfinu er að ná megi fram hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna með því að stofna sameiginlegt fyr- irtæki um ýmsa þjónustu við þau: sölu- og markaðsmál, starfsmanna- hald, bókhald, fjárreiður, hagmál, eignastýringu, innkaup, birgða- hald, gæðamál, innri endurskoðun og kynningarmál. Vel má vera að sparnaður fælist í því fyrir Orkuveituna og Lands- símann að stofna saman auglýs- ingastofu. Til að ná fram þeim spamaöi þarf Orkuveitan hins veg- ar ekki að kaupa Landssímann. Það nægir að forstjóri Orkuveit- unnar leiti eftir viðræðum við Landssímann um stofnun slíks fyr- irtækis og hlýtur að mega gera ráð fyrir að Alfreð feli honum það fljót- lega. Útþenslustefna Forstjórinn ýjar að annarri rök- semd fyrir kaupum á Landssíman- um. Hann segir ljóst að markaös- hlutdeild Orkuveitunnar muni minnka með tilkomu samkeppni á raforkumarkaði. „Til að viðhalda sama umfangi eða vaxa verður því að finna fleiri stoðir undir rekstur- inn [...]“ Forstjórinn virðist þannig vera þeirrar skoðunar að umfang Orkuveitunnar megi alls ekki minnka. Missi fyrirtækið spón úr aski sínum á einum stað verði jafn- harðan að bæta það upp einhvers staðar annars staðar. Af þessu leið- ir að Orkuveitan ætlar sér að ráð- ast í fjárfestingar fyrir milljarða á öðrum sviðum á komandi árum, hvort sem Landssíminn verður fyr- ir valinu eða eitthvað annað. Lina.net þykir sjálfsagt ekki nóg enda hefur það fyrirtæki meira ver- ið í því að tapa peningum en afla þeirra. Kannski Alfreð feli forstjór- anum að kanna kosti þess að kaupa Tal hf. en það er sem kunnugt er til sölu. Kannski Orkuveitan geri til- boð í hlut ríkisins í Landsbankan- um eða Búnaðarbankanum. Hafi hugmynd Alfreðs Þorsteinssonar verið lítið fagnaðarefni, hvað skal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.