Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002
Fréttir
DV
Stefnuskráin kynnt
Menntamál og efling miöborgarinnar eru meöal helstu stefnumála Sjálfstæöisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar:
Reykjavík í fyrsta sæti
- ætla að eyða biðlistum við leikskóla og selja Línu.net
Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins
fyrir komandi borgarstjómarkosn-
ingar var kynnt á fundi á Hótel
Borg í gær. í stefnuskránni er til-
greint hvað flokkurinn leggur
áherslu á í tólf málaflokkum en
kjörorð sjálfstæðismanna í kosn-
ingunum er „Reykjavík í fyrsta
sæti“.
„Kjörorðið endurspeglar að við
ætlum að setja nýjan kraft í borg-
arlífið. Við ætlum að gera borgina
aftur að miðstöð menningar og
þjónustu, höfuöborg sem vekur
stolt borgarbúa og allra Islend-
inga,“ segir Bjöm Bjamason, borg-
arstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.
„Við erum að segja að Reykjavík
hafi hopað á undanfomum árum
og við teljum að kyrrstaða og doði
hafi einkennt stjóm borgarinnar.
Skuldasöfnun á góðæristímum er
til marks um að menn hafa ekki
mikla framsýni."
Menntamál efst á blaði
Menntamál eru efst á blaði og fá
mesta umfjöllun í stefnuskránni.
„Við lítum svo á að skólamir séu
hjarta í öllum hverfum borgarinn-
ar og viljum að þar sé öflug starf-
semi,“ segir Bjöm. Því er heitið að
biðlistum við leikskóla verði eytt.
Þá ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að
veita öUum bömum, 18 mánaða og
eldri, rétt á leikskólaplássi. „Við
teljum að það eigi að sjálfsögðu að
fylgja eftir því sem ákveöið hefur
verið, að leikskólinn sé fyrsta
skólastigiö og þannig eigi að nálg-
ast þetta viðfangseíhi,“ segir
Bjöm.
Hefja á tUraun með aö heimUa 5
ára bömum að fara í grunnskóla.
Einnig á að gefa foreldrum tæki-
færi tU að velja grunnskóla fyrir
böm sín, án tiUits tU búsetu. Efla
á samstarf skólastjómenda, kenn-
ara, foreldra og nemenda með því
að skipta borginni í skólahverfi og
koma á fót fjórum eða fimm skóla-
ráðum með fuUtrúum þessara að-
ila. Þau eiga að koma í stað
fræðslu- og leikskólaráða um mál-
efni leik- og grunnskóla.
Gjöld lækkuð
I stefnuskránni segir að fast-
eignaskattar á húsnæði eldri borg-
ara og öryrkja verði stórlækkaðir.
Einnig verði tekjuviðmið öryrkja
og eldri borgara vegna 50% niður-
fellingar fasteignagjalda hækkað
og þannig fjölgaö þeim sem njóta
niðurfellingar að hluta. Þá er því
heitið að biðlistum eftir hjúkmn-
arrýmum fyrir eldri borgara verði
eytt. Verja á einum mUljarði króna
til að maeta brýnni þörf í þessum
efninn. „Á meðan sjáífstæðismenn
fóru með stjóm borgarinnar var
mikil áhersla lögð á þennan þátt
sem algjörlega hefur verið hunsað-
ur af R-listanum,“ segir Björn. Þá
segjast sjálfstæðismenn ætla að
leysa húsnæðisvanda fjölskyldna
sem eru á biðlistum eftir félags-
legu húsnæði. Þeir heita því einnig
að lækka fasteignagjöld verulega
með því að afnema holræsagjald.
Hvað Qármál borgarinnar snert-
ir segir í stefnuskránni að dregið
verði úr skuldasöfnun með hag-
ræðingu og sparnaði og eins með
tilfærslu verkefna tU einkaaðila og
félagasamtaka. Fyrirtæki í eigu
borgarinnar sem standa í sam-
keppnisrekstri við einkafyrirtæki
verða seld. Hlutur Reykjavíkur-
borgar í Linu.net verður þannig
seldur.
„Við erum aUtaf að sjá betur og
betur hve þessi skuldasöfnun er
mikil,“ segir Björn Bjamason.
„Það þarf að toga þær upplýsingar
út með töngum þannig að við verð-
um nú að byrja á því að sjá hvern-
ig myndin er. En við ætlmn að
stöðva þessa þróun. Það er auðvit-
að ekki viðunandi sem nú hefur
komið fram að skuldir orkufyrir-
tækja borgarinnar hafa 160-faldast
á átta árum, hækkað úr 125 mUlj-
ónum króna upp í 20 mUljarða
króna! Það eru engin rök fyrir
þessu með hliðsjón af þeim orku-
framkvæmdum sem ráðist hefúr
verið í.“
íþróttaskólar
I íþrótta- og æskulýðsmálum ber
það einna hæst að koma á á laggimar
árlegum Reykjavíkurleikum í frjáls-
um íþróttum. Auðvelda á íþróttafélög-
um að ráða menntað fólk tU að þjálfa
börn og unglinga og komið á fót
íþróttaskólum í hverfum borgarinnar
í samstarfi við grunnskólana. Byggja
á upp fullkomin keppnissvæði á íjór-
um tU fimm stöðum í broginni sem
verði samnýtt af hverfafélögunum.
Fjölga á opnum svæðum fyrir íþrótta-
iðkun bama og unglinga, ekki síst á
auðum svæðum i eldri hverfum borg-
arinnar.
í löggæslumálum er stefnt að því að
gera löggæsluna sýnUegri, meðal ann-
ars með þjónustusamningi við ríkið
um löggæslu í borginni. Sett verði á
laggirnar miðborgardeUd í samvinnu
við lögregluyfirvöld, félagasamtök og
hagsmunaaðUa. Löggæsla í úthverf-
um verði efld í samvinnu við lögreglu,
íbúa og aðra hagsmunaaðUa. Sérstök
áhersla verði lögð á aö uppræta fikni-
efhavandann.
í samgöngumálum ætla sjálfstæðis-
menn að beita sér fyrir því að fyrsta
áfanga Sundabrautar ljúki. Áhersla
verður lögð á mislæg gatnamót á fjöl-
fomurn stöðum. Flokkurinn ætiar að
beita sér fyrir lagningu Skerjabrautar
í framhaldi af Suðurgötu yfir á Álfta-
nes um göng eða brú, eftir því hvort
reynist hagkvæmara, og könnuð verð-
ur hagkvæmni þess að tengja Sæbraut
við Örfirisey með brú.
Miðborgin verði efld
„Ég er alveg undrandi að heyra
það haft eftir borgarstjóra, Ingi-
björgu Sólrúnu, að menn eigi að búa
sig undir aö aUur máttur fari úr við-
skiptalífi og verslun í miðborginni.
Það er engu likara en aö það sé búið
aö setja á einhvern úreldingarlista.
Við höfum ekki þá stefnu. Við viljum
fjölga ibúum í miðborginni og líka
auðvelda fólki að stunda þar atvinnu-
rekstur í stað þess að leggja stein í
götu þess með vitlausri stefnu í um-
ferðarmálum og bílastæðamálum."
Stoðir miðborgarinnar á að
treysta með þekkingarþorpi í Vatns-
mýrinni og ráðstefnu- og tónlistar-
húsi viö höfnina. Stöðumælagjöld í
miðborginni verða afnumin þegar
lagt er þar skamman tíma. Jafn-
framt verða kannaðar forsendur
fyrir rekstri miöborgarstrætisvagns
sem tekur 20-25 manns í sæti. Þá
ætia sjálfstæðismenn að flytja nekt-
ardansstaði út fyrir miðborgar-
mörkin í samráði við rekstraraðila
staðanna. „Þessir menn eiga auðvit-
að sinn rétt. Við ætlum ekki á níð-
ast á rétti þeirra frekar en nokkurs
annars manns. Viö getum ekki gert
þetta nema i góðu samráði við þá.
Þannig á auðvitað að nálgast málið
en ekki meö þeim hætti sem Stefán
Jón Hafstein talar um, að það eigi
að kæfa þá í einhverri skriffinnsku.
Það verður að standa sæmilega að
þessu og í samræmi við öll réttindi
sem menn hafa.“
Stefnt er aö öflugu átaki til að
treysta mannlíf í miðborg Reykjavík-
ur og gera hana fjölskylduvæna á ný.
Hreinsa á til í miðborginni og hefja
markvisst uppbyggingarstarf, til
dæmis með því að tryggja að frið-
unaráform komi ekki í veg fyrir eðli-
lega uppbyggingu og þróun. Áhersla
verður lögð á að fjölga íbúum í mið-
borginni og treysta forsendur versl-
unar og annarrar atvinnustarfsemi.
Forsendur verslunar, þjónustu og
viðskipta á að treysta í borginni allri
en með sérstakri áherslu á miðborg-
ina eins og áður segir.
í stefnuskránni er heitið nægu
lóðaframboði í borginni, bæði fyrir
fólk og fyrirtæki. Lóðauppboð verði
afnumið. í skipulagsmálum verði
lögð áhersla á strandbyggð og skipu-
lagningu blandaðrar byggðar í Geld-
inganesi, Gufunesi og Gunnunesi,
auk íbúðabyggðar á landsvæði
Keldna. Lóð SVR við Kirkjusand á að
nýta undir íbúðabyggð og fleira
mætti nefna. -ÓTG
Sólargangur
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 20.07 19.52
Sólarupprás á morgun 06.57 06.42
Síðdegisflóó 18.28 23.01
Árdeglsflóó á morgun 06.43 11.16
Veöriö í kvölt
Slydda og rigning
Það verður noröaustlæg átt, 13 tll
18 metrar á sekúndu og slydda eða
rigning sunnan- og austanlands. Lít-
ils háttar snjókoma eða él norðvest-
an til. Lægir heldur i kvöld og nótt.
Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, annars
frost 1 til 5 stig.
—
Suðlæg átt og víða slydda eða
rigning en úrkomulítið norðaustan
til.
til 3° til 3° til - 5°
Víndur: Vindur: Vtndur:
1-3 m/s 3-5"»/* 1-3 m/s
t 4*
Suötog ótt og Austlæg átt og Noröanátt meö
víöa slydda eöa sllydda eöa snjókomu eöa
rígnlng. Úr- rígning um land éljum og kólnar f
komulrtiö norö- allt. veöri
austan til.
Vindhraöi
Logn
Andvari
Kul
Gola
Stinningsgola
Kaldi
Stinnlngskaldi
Allhvasst
Hvassviöri
Stormur
Rok
Ofsaveöur
Fárviöri
H8B
m/s
0-0,2
0,3-1,5
1,6-3,3
3.4- 5,4
5.5- 7,9
8,0-10,7
10.8- 13,8
13.9- 17,1
17,2-20,7
20,8-24,4
24.5- 28,4
28.5- 32,6
>= 32,7
mmmi
AKUREYRI snjóél -1
BERGSSTAÐIR snjókoma -1
BOLUNGARVÍK snjóél 0
EGILSSTAÐIR snjókoma 1
KIRKJUBÆJARKL. slydda 1
KEFLAVÍK snjókoma 0
RAUFARHÖFN alskýjað 0
REYKJAVÍK slydda 1
STÓRHÖFÐI rigning 4
BERGEN alskýjaó 5
HELSINKI hálfskýjaö 10
KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 8
ÓSLÓ alskýjaö 5
STOKKHÓLMUR 8
ÞÓRSHÖFN rigning 10
ÞRÁNDHEIMUR alskýjaö 7
ALGARVE heiöskírt 21
AMSTERDAM léttskýjaö 9
BARCELONA skýjaö 14
BERUN léttskýjaö 5
CHICAGO alskýjaö -3
DUBLIN skýjaö 13
HALIFAX skúr 2
FRANKFURT léttskýjaö 7
HAMBORG léttskýjaö 6
JAN MAYEN úrkoma -1
LONDON skýjaö 11
LÚXEMBORG heiðskírt 7
MALLORCA
MONTREAL -1
NARSSARSSUAQ heiöskírt -10
NEW YORK alskýjaö 8
ORLANDO þokumóöa 17
PARÍS heiöskírt 9
VÍN skýjaö 5
WASHINGTON hálfskýjað 5
WINNIPEG léttskýjaö -3