Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 55 JO'V’ Tilvera Myndgátan Myndgátan hér til hliðar iýsir orðtaki. Lausn á gátu nr. 3267: Lífbein Bridge EM í para- og sveitakeppni 2002: Itölsku stór- meistarárnir sigruðu Parasveitakeppni Evrópumótsins í Ostende lauk sl. fóstudagskvöld með sigri ítölsku stórmeistaranna, Duboins, Versace, Ferraros, Cuzzi, Erharts og svo kostarans, Maria Lavazza. Sterk frönsk sveit, með gömlu kempunni Stoppa, fékk siifrið en blönduð sveit Búlgara, ísarela og Tyrkja bronsið. Besti árangur Islendinga í sveita- keppninni var 29. sæti hjá sveit Önnu Ivarsdóttur (Þorlákur, Bryn- dís, Ómar), 39. sæti hjá sveit Krist- jáns Blöndals (Hjördís, Matthías, Ljósbrá) og 47. sæti hjá sveit Öllu (Valur, María, ísak, Ragnheiður). Sveit Öllu, sem dregur nafn sitt af gælunafni eiginkonu Vals Sigurðs- sonar, stóð sig vel og var í sjötta sæti að loknum níu umferðum af sextán. Hún spilaði flesta leiki sina fyrri hluta mótsins á efstu borðum og mætti þar af leiðandi mörgum sterkustu sveitum mótsins. I ní- undu umferð mætti hún sterkri ítal- skri sveit, sem kallaðist FIGB 1. Sá leikur vannst 22-8 og spilið í dag á stóran þátt í því. V/Allir 4 G954 * 1097 * Á943 * 62 4 D1063 *Á632 ♦ 876 4 KIO 4 ÁK •f 54 ♦ G102 * D98753 Sagnir á báðum borðum voru eins, eftir opnun austurs á einu grandi og hálitaspumingu vesturs, varð austur sagnhafi í fjórum hjört- um. I lokaða salnum spilaði suður út tigulgosa gegn fjórum hjörtum Vals. Norður drap á ásinn og spilaði meiri tigli. Valur átti slaginn og hann tók nú trompin og spilaði spaða. Slétt unnið og 620 til Öllu. I opna salnum sátu ísak Sigurðs- son og Ragnheiður Nielsen n-s. Ragnheiður var alls ekki í vafa, hvemig spila bæri vömina. Hún spilaði út spaðakóngi, ísak lét fjark- ann, síðan spaðaás og nú kom nían frá ísak. Það var greinilega tígulkall og tígull fylgdi í kjölfarið. ísak drap á ásinn, spilaði spaða sem Ragn- heiður trompaði. Einn niður og Alla græddi 12 impa. Ragnheiður Nielsen var alls ekki í vafa, hvernig spila bæri vörnina. ur hjá ísaki, en glöggir lesendur hafa áreiðanlega fundið út, að hún var þrjú grönd. íslandsmótið í bridge Úrslitakeppni íslandsmótsins í bridge er hafið og er spilað í nýju húsnæði Bridgesambands íslands við Síðumúla 37. Áhorfendur ættu ekki að láta hjá líða að fylgjast með flestum bestu bridgespilurum lands- ins keppa um hinn eftirsótta titil. Hérna og jæja Ég viðurkenni það hér með að ég er haldinn þeim kæk að láta kæki annarra fara heilmikið í taugarnar á mér og þá sérstak- lega þegar ég sit og horfl á fólk í sjónvarpinu. Þetta hefur færst í aukana með árunum og um daginn skipti ég hreinlega um stöð eftir að hafa talið yfir tutt- ugu „hérna“ hjá einum viðmæl- anda sem sat fyrir svörum. Þau hafa eflaust verið fleiri því að ég byrjaði ekki að telja fyrr en um mínúta var liðin af viðtalinu og veit ekki hvað það var langt. Ekki tók betra við á næstu stöð því það var hin heimsþekkta Omega þar sem aðalpersóna þáttarins sagði „halelúja“ í tíma og ótíma. Þá var komið að þriðju stöðinni og þá var ég kominn að því að slökkva þegar fimm „jæja“ höfðu bæst í kækja- hópinn eftir rúmlega mínútu áhorf. Gat þetta hérna verið til- viljun á einni kvöldstund eða eru kækir hérna orðnir landlæg- ir. Jæja, kannski er ég svona sjálfur, hugsaði ég og ákvað að taka hérna strax á málinu áður en það ylli hérna frekari heilsu- skaða. Var mögulegt að ég væri sjálfur með kæk sem ég hérna gerði mér ekki grein fyrir eins og hérna áðurnefnd fórnarlömb? Jæja, ég rifjaði því í gamni upp ýmsa kæki sem þekktir eru, en gat hérna sem betur fer ekki beint heimfært neinn þeirra á mig sjálfan, eða það held ég. Jæja, alla vega ekki kækinn sem hérna hrjáði einn skólabróður minn sem var hérna sá að hann hneppti hérna sífellt tölum þess sem hann talaði við. Þetta gat hérna stundum orðið vandræða- legt, eftir því hver átti hérna í hlut. Sandkorn Umsjón: Birgir Guömundsson • Netfang: sandkorn@dv.is Ymsar skipulagsbreytingar eru nú i gangi hjá Ríkisútvarpinu og heyrist því fleygt að fljótlega eftir páska verði auglýst eftir tveimur nýjum yfir- mönnum í kjöl- far skipulags- breytingar. Þetta eru stöð- ur rásarstjóra Rásar 2 og rás- arstjóra Rásar 1. Kemur þetta til í kjölfar áforma um að flytja höfuðstöðvar Rásar 2 norður til Akureyrar þar sem m.a. stendur til að flytja starfsemina á nýjan stað. Ýmsir hafa verið nefndir sem kandídatar í þessi störf en það hef- ur vakið athygli að deildarstjóri RÚAK fyrir norðan, Sigurður Þór Salvarsson, er kominn í nokkurra mánaða frí og mun þvi ekki taka þátt i undirbúningi fyrir breyting- amar á Akureyri. Engu að síður er talið að Sigurður eigi góða mögu- leika á rásarstjórastöðu á Rás 2 ef hann sækir um hana ... En það er víðar hjá RÚV sem verið er að breyta til því samhliða þessum breytinginu á stöðum rás- arstjóra er verið að vinna að breyt- ingu á frétta- stofum. Að því verki koma sem kunnugt er m.a. ráðgjaf- ar frá Deloitte og Touche. I bígerð er að gera að raun- veruleika hug- myndina um að stofna stöður yfirmanns frétta- deilda, eins konar yfirfréttastjóra, sem muni þó fyrst og fremst sjá um rekstrarlega hluti og það sem lýtur að samvinnu fréttastofu Út- varps og Sjónvarps. Ekki mun hug- myndin að hreyfa við Kára Jónassyni enda stýrir hann frétta- stofu Útvarps með sérlega styrkum hætti en sagt er að Bogi Ágústs- son muni verða yfirmaður frétta- deilda en Elín Hirst verði frétta- stjóri Sjónvarps ... Talsverð titrings er nú farið að gæta í stjómarsamstarfinu og tala þingmenn nú orðið opinskátt um að ákveðin þreytumerki séu far- að koma í ljós. 1 marks um tta segja menn að séu ýmsar at- hugasemdir sem liðsmenn stjórn- arflokkanna láta falla án þess að skeyta um hvort það komi samstarfsflokk- um eða einstaklingum vel. Á sama hátt segja menn að þeir sem verði fyrir athugasemdum af þessu tagi frá samstarfsaðilanum séu fljótir aö stökkva upp á nef sér. Þannig mun t.d. framsóknarmönnum ekki hafa verið skemmt þegar Davíð Odds- son notaði orðalagið „yfirgripsmik- ið þekkingarleysi" um þá sem vilja skoða ESB-aðild og töldu skeyti þessu á lítt dulbúinn hátt beint að framsóknarráðherrum ... Umræðan á Alþingi um utan- ríkismál varð nokkuð heit í fyrradag og það vakti athygli að hitinn varð einna mestur milli þeirra stjórnar- mdstöðuleið- :oga, Össurar Skarphéðins- sonar og Stein- gríms J. Sig- fússonar. Steingrími leist ekki á Evrópu- dekur Össurar og gerði lítið úr því að Sam- fylkingin væri hrifin af Evrópumál- unum og sagðist ekki geta haft áhyggjur af sálarástandi Össurar. Af þessu tilefni orti Halldór Blöndal: Um sálarástand Össurar er þaó helst til frásagnar, að ýmsum þykja áleitnar augnagotur Framsóknar. Myndasögur Ég kleif upp á flall oq hitti þar gamlan og vitran mann sem sagði mér hver vasri lykillinn að hamingjunni. I síðasta þætti féll lokasögnin nið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.