Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 21 DV Helgarblað Valgeröur Sverrisdóttir. „Ég vil að Evrópumálin séu skoðuö af fullri alvöru. Ég er svo praktísk í skoðunum. Ég reyni aö horfa á mál- in út frá öllum hliðum, dálítiö kalt, með hagsmuni þjóöarinnar í huga. Ein stærsta spurningin núna er staöa íslendinga ef Danir, Svíar og Bretar taka upp evruna. Þaö þarf ekki aö taka svo iangan tíma hjá þeim aö taka þá ákvöröun. Þá verö- um viö í erfiðri stöðu ef viö veröum ekki búin aö vinna okkar heima- vinnu. “ Norðmanni og standa í deilum við Norðmenn? „Nei, það er það ekki. Þetta veld- ur ekki óeirðum á heimilinu. Minn maður er búinn að vera hérna síðan 1972 og hann er harðari en ég í við- horfi til Norðmanna þegar honum frnnst þeir ekki standa sig sem skyldi." - Hefurðu orðið vör við það að fólki finnist einkennilegt að kona gegni starfi iðnaðarráðherra og telji þig ekki hafa nægilegt vit á þessum málum? „Ég held að það eigi við þarna eins og oft er þegar konur fara inn á nýjar brautir að þeim er í byrjun tekið með fyrirvara. Þetta þarf ekki að stafa af fordómum gagnvart kon- um heldur því að fólki þykir þetta óvenjulegt. En ef allt gengur eðli- lega fyrir sig þá breytist þetta. Ég hef aldrei orðið vör við þetta á þann hátt að ég geti nefnt dæmi. En ég hafði þetta á tilfmningunni til að byrja með. Kannski var það vegna þess að ég var dálítið óörugg og ég vissi að ég var fyrsta konan til að gegna starfi iðnaðarráöherra." - Þú hefur meira sjálfstraust i Finnst ég vera á réttum stað í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur rœðir Val- gerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra um stór- iðju, Evrópumál, stjóm- arsamstarf og ráðherra- starfið - Þáð mæðir mikið á þér þessa dagana, nú þegar umræðan um ál- ver er svo hávær. Guðjón Guð- mundsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði í DV á dögunum að þú hefðir ekki áhuga á stækkun ál- versins á Grundartanga. Er ekki erfitt að fá svona gagnrýni frá þing- manni samstarfsflokksins í ríkis- stjóm? „Hluti af stjómmálum er gagn- rýni. Ég hef ánægju af að fara í rök- ræður þvi það gefur mér tækifæri til að svara lið fyrir lið hvemig mál- ið er í raun. Við höfum verið í við- ræðum við orkufyrirtæki. Við höf- um líka beitt okkur fyrir því að fá lagalega úttekt á réttarstöðu Þjórs- árveranefndar til að málið geti farið í lögformlegt umhverfismat sem all- ir hljóta að vera sammála um að er aðalatriði. Það er á misskilningi byggt ef einhver heldur að málið sé ekki komið lengra vegna tregðu í ráðuneytinu. Þvert á móti má halda því fram að vegna þess að við höf- um lagt okkur fram í þeim tilgangi að gera fyrirtækinu mögulegt að fara út i frekari framkvæmdir sé málið þó komið þetta langt.“ Ábyrgð fjölmiðla Prýðileg samvinna stjómarflokk- anna - Nú spyr maður sig: Ef ekki stór- iðja fyrir Austfirðinga, hvað þá? Þetta virðist ganga æði brösuglega. „Já, en við færumst þó alltaf nær af því að við erum að vinna að und- irbúningi að stórframkvæmdum. Þess vegna hefur tíminn ekki far- ið til einskis. Við vitum af áhuga er- lendra fyrirtækja og vonandi þarf ekki langur tími að líða þar til fram- kvæmdir hefjast." - Verður virkjað við Kárahnjúka? „Nú er frumvarpið á lokastigi í þinginu og verður samþykkt fyrir vorið. Ég veit að þessi virkjun er hagkvæmur kostur og Austflrðing- ar eiga kröfu á því að nýta þá miklu auðlind sem er í túnfætinum til at- vinnuuppbyggingar. Svo er gott að vita að verkefnið hefur miklu meiri stuðning meðal þjóðarinnar en áður var.“ - Lítur þú svo á að þú njótir óskoraðs trausts Davíðs Oddssonar í störfum þínum sem iðnaðarráð- herra? „Já, ég er viss um það og hann hefur staðið afar vel með mér sem ráðherra." - Nú segjast pólitískir sérfræðing- ar sjá merki þess að stjómarsam- starfið sé ekki alveg jafn traust og áður: „Stjómarsamstarf flokkanna hef- ur skilað miklum árangri fyrir þjóð- ina en þetta eru tveir flokkar með ólíkan bakgrunn. Þeir eiga þó margt sameiginlegt og þess vegna hefur samvinnan gengið prýðilega. Við höfum náð gífurlegum árangri en upp á síðkastið hefur borið meira á mismunandi sjónarmiðum. Ég tel að það sé ekki óeðlilegt að eftir langt samstarf komi upp slík staða. En ég er líka sannfærð um að þjóð- in á ekki betri kost en þessa ríkis- stjóm.“ Þarf að skoða Evrópumálin Eitt sem skilur á milli flokkanna er afstaða formanna þeirra til Evr- ópumála. Þú ert í hópi Evrópu- sinna, allavega opnarðu vel inn á þau mál. „Ég vil að Evrópumálin séu skoð- uð af fullri alvöru. Ég er svo praktísk í skoðunum. Ég reyni að horfa á málin út frá öllum hliðum, dálitið kalt, með hagsmuni þjóðar- innar í huga. Ein stærsta spuming- in núna er staða íslendinga ef Dan- ir, Svíar og Bretar taka upp evruna. Það þarf ekki að taka svo langan tíma hjá þeim að taka þá ákvörðun. Þá verðum við í erfiðri stöðu ef við verðum ekki búin að vinna okkar heimavinnu. Sem iðnaðarráðherra hef ég hagsmuni atvinnulífs og iðn- aðar í huga. Rekstur samfélags byggist á ákveðnum þáttum sem verða að vera í lagi. Þetta á til dæm- is við um rekstrarumhverfi fyrir- tækjanna. Þau verða að vera sam- keppnishæf við fyrirtæki annarra Evrópuþjóða. Ef þau eru það ekki þá bera þau sig ekki og þá missum við fólkið úr landi vegna þess að lífskjör hér eru ekki á við það sem þau eru annars staðar." - Hefurðu þá ekki áhyggjur af af- stöðu Sjálfstæðisflokksins til þess- ara mála? „Ég veit ekki til að þeir hafi úti- lokað aðUd að Evrópusambandinu um alla framtið og svo er það auð- vitað þeirra mál að móta sína stefnu.“ - Davíð Oddsson virðist gera það. „Mér sýnist að sjálfstæðismenn teiji ekki tímabært að fara í miklar Evrópuspekúlasjónir núna og þyki óðagot á okkur framsóknarmönn- um.“ Hef styrkst í starfi - Víkjum aðeins að einkalífinu. Er ekki erfitt fyrir þig að vera gift þessu starfi en áður, er það ekki? „Maður sjóast í svona starfi eins og öðrum. Ég kom mjög skyndUega inn í þetta ráðuneyti. Fékk engan umhugsunartíma. Ef stjórnmála- manni er boðinn ráðherrastóU þá tekur maður honum. Ég hef styrkst i þessu starfi.“ - Ráðherrastarfið er annasamt starf og svo ertu á sífeUdu flakki mUli landshluta, býrð stundum í Reykjavík og stundum á Lómatjöm. Er þetta ekki slítandi? „Það er slítandi en líka mjög gef- andi. Gefandi af þvi ég er mann- eskja sem líður best þegar mikið er að gera og mikið er fram undan. Þannig finnst mér ég vera á réttum stað - kannski i draumastarfi." - Draumastarfið. Nú eru kosning- ar á næsta ári og ekki sjálfgefið að þú verðir ráðherra, Er ekki erfið tU- hugsun að eiga hugsanlega eftir að verða óbreyttur þingmaður aftur? „Ég held að það sé mjög mikU- vægt að ráðherra geri sér grein fyr- ir því að ráðherraembætti eru tíma- bundin, þótt stöðugleikinn í því starfi hér sé reyndar meiri en al- mennt gerist í nágrannalöndunum. Ég veit reyndar að ég mun sakna mjög mikið starfsfólksins í ráðu- neytunum en maður verður sífeUt að hafa i huga að maður á ekki ráð- herrastólinn.“ m ...þar sem meistararnir mœta! Miðvlkudagskvöld til Id 3: Lúdó og Stefán Fimmtudagur Skírdagun Opið til miðnættis Föstudagurinn langl: LOKAÐ ___________________ Laugardagskvöld tll Id. 3: DJ Siggi Hlð (Fritt inn). Páskadagur frá mlðnætti tll Id. 03: Geirmundur Valtýsson og hljómsveit. í BEINNI Á 3 BREIÐTJÖLDUM: Miðvikudagur 27. mars Kl. 19.30 írland - Danmörk Kl. 19.30 Holland - Spánn Kl. 20.00 England - Italía Laugardagur 30. mars Kl. 12.00 Leeds - Man.Utd Kl. 15.00 Liverpool - Charlton Kl. 15.00 Arsenal - Sunderland Kl. 19.30 Juventus - Lazio Kl. 20.00 Barcelona - Las Palmas Annar í páskum 1. apríl Kl. 19.00 Blackburn - Southampton Kl. 14.00 Tottenham - Leeds ''Þetta er óvenjulegt skoskt liO, þvíþeir eru meö góöa ieikmenn." - Javier Clemente, þjálfari Spánar, aO hrósa U21 HOi Skota. Stórhöfði 17 • www.champlons.is Textavarp 668 • Hádeglshlaðborð virka daga G STEFAN • GEIRMUNDUR VALTÝSSON • SIGGI H L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.